Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 35
„ég Tek þá hjarTað og nýrun“ MÖrður Laganna 35Helgarblað 5.–7. apríl 2013 börn á aldrinum fimm til þrettán ára urðu fórnarlömb óhugnanlegs ódæðis foreldra sinna föstudaginn 11. maí 2012. Foreldrar barnanna, Mick og Mairead Philpott, báru eld að heimili sínu í Nottingham á Englandi með þeim afleiðingum að börnin fórust. Paul Mosley, vinur hjónanna, hjálpaði þeim að skipuleggja verknað- inn. Í gær féll dómur í málinu; Mick fékk lífstíðardóm, Mairead fékk 17 ára dóm sem og Paul Mosley . 6 F rá frændum vorum í Svíþjóð berast helsti óhugnanleg tíðindi. Sagt er að fjöldi er- ítreskra fjölskyldna sem þar halda til sæti kúgun óprúttinna, svo vægt sé til orða tekið, náunga. Um er að ræða svíðinga sem leita logandi ljósi í flóttamannabúðum í Egyptalandi að ættingjum fjöl- skyldna í Svíþjóð og nema þá á brott. Hingað til hafa sænskir Erítreumenn ekki þorað að op- inbera þetta, en nú hefur orðið breyting þar á. Á meðal þeirra sem tjáð sig hafa um málið er Lola nokkur Habtom. Í viðtali við sænsku fréttaveituna TT sagði Lola: „Mannræningjar höfðu tekið bróður minn, tvítugan, og kröfð- ust 35.000 Bandaríkjadala í lausnar gjald. Ég man enn þegar síminn hringdi og krafan var lögð fram.“ Lola sagðist hafa spurt hvern- ig í ósköpunum hún ætti að geta útvegað slíka fjárhæð og „mér var svarað: „Ókei, ég tek þá hjartað og nýrun úr bróður þínum“.“ Lola fékk fimm mánaða frest og reglulega var hringt í hana og hún gat heyrt bróður sinn veina í bakgrunninum. Lola Hab tom hafði samband við egypska Rauða hálfmánann, sendiráð Erítreu í Stokkhólmi og sænsku lögregluna – enginn rétti henni hjálparhönd. Að lokum tókst Lolu að fá lán- aða upphæðina og bedúínageng- ið, sem hafði haldið bróður hennar föngnum, sleppti hon- um og einum fanga að auki og þeir gengu til Ísrael. Samfangi bróður hennar var þá orðinn svo máttfarinn að honum varð ekki lífs auðið. Frásagnir sænsku Er- ítreumannanna eru ekki geðs- legar. „Allir Erítreumenn óttast að fá svona upphringingu,“ sagði Medhanie Neraio, en fjölskylda hans greiddi fyrir skemmstu 38.000 Bandaríkjadali fyrir frelsi ungs ættmennis í búðum það sem aðstæður eru ólýsanlegar; hópnauðganir, barsmíðar með keðjum og rafstuð. „Þetta er á hvers manns vör- um,“ sagði Tesfay Berhe, en barnabarni bróður hans var rænt og ættingjum víðs vegar um lönd tókst í sameiningu að reiða fram lausnarféð. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum flýr fólk í stríðum straumum frá Erítreu og í Svíþjóð búa tugþúsundir sem rætur eiga að rekja til Erítreu. Mikill fjöldi þeirra sem flýja Erítreu hafnar í flóttamannabúðum í Sínaí-eyði- mörkinni þar sem lögleysa ríkir. Sérfræðingur í málefnum flóttamannabúðanna, Meron Estefanos, telur að allt að 300 er- ítreskar fjölskyldur í Svíþjóð hafi sætt kúgun af hálfu mannræn- ingja hinum megin á hnettinum. G erard John Schaefer fæddist 25. mars, 1946. Hann ólst upp í Atlanta í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum til 1960, en þá flutti fjölskylda hans til Fort Lauderdale í Flórída. Samband Gerards og föður hans var stirt, enda taldi Gerard að föður hans væri hlýrra til systur hans. Á unglingsaldri fékk Gerard mikið dálæti á kvennærfatnaði – dálæti sem varð að þráhyggju með tímanum. Einnig hafði hann mikið yndi af því að liggja á gægjum og njósnaði grimmt um nágrannastúlku eina, Leigh Hain- line. Sagan segir að síðar hafi hann viðurkennt að hafa klæðst kven- mannsfatnaði á sínum yngri árum og hafa haft gaman af því að drepa dýr. Gerard lauk námi í menntaskóla 1964 og fór í háskóla í kjölfarið og kvæntist á þeim tíma. Árið 1969 gerð- ist hann kennari en sá ferill varð enda- sleppur því hann var rekinn fljótlega vegna „gjörsamlega óviðeigandi hegð- unar. Síðar var umsókn hans í guð- fræði hafnað og greip hann þá til þess ráðs að reyna við lögregluna. Það tókst og 25 ára að aldri, 1971, útskrifaðist hann sem umferðarlögreglumaður. „Svolítið heimskulegt“ Þann 21. júlí, 1972, var Gerard á ferðinni, eins og títt er um vegalög- reglumenn, og tók upp tvær tánings- stúlkur. Gerard rændi þeim og fór með þær út í skóg þar sem hann batt þær við tré. Hann hafði í hótunum við þær, meðal annars að drepa þær eða selja þær í vændi. En Gerard var truflaður í miðjum klíðum þegar hann var kallaður upp í talstöðinni. Hann neyddist til að yfir- gefa stúlkurnar en hét því að hann kæmi aftur og þá skyldu þær fá að finna til tevatnsins. Stúlkunum tókst í fjarveru Gerards að losa sig og fóru rakleitt á næstu lög- reglustöð – sem var reyndar lögreglu- stöð Gerards – og sögðu farir sínar ekki sléttar. Þegar Gerard snéri aftur í skóginn greip hann í tómt og um hann fór, eins og sagt er. Hann hafði samband við stöðina og sagðist hafa gert „svolítið heimskulegt“; hann hafi þóst ræna tveimur stúlkum og haft í hótunum við þær með það fyrir augum að gera þeim ljósa þá hættu sem fylgt gæti puttaferðalögum. Yfirmaður Gerards lagði ekki trún- að á frásögn Gerards, skipaði honum að koma á stöðina og gerði honum að afhenda skjöld sinn og skotvopn. Ger- ard var síðan kærður fyrir frelsissvipt- inu og líkamsárás. Eins árs dómur Gerard greiddi tryggingu og gat því um frjálst höfuð strokið þar til mál hans yrði tekið fyrir. Tveimur mánuð- um síðar, 27. september, 1972, nam Gerard á brott tvær unglingsstúlkur, Susan Place, 17 ára, og Gerorgíu Jess- up, 16 ára. Án þess að fara út í smá- atriði skal það upplýst að hann pynt- aði stúlkurnar, myrti þær og gróf lík þeirra á Hutchinson-eyju. Í desember var mál hans, vegna stúlknanna tveggja sem sluppu með skrekkinn í júlí, dómtekið. Gerard tókst að ná samningi við ákæruvaldið og með því að játa sig sekan um eitt ákæruatriði, líkamsárás, slapp hann með eins árs dóm. Í apríl 1973, meira en hálfu ári eftir að þær hurfu, fundust líkamsleifar Susan og Georgíu. Rannsókn leiddi í ljós að þær hefðu verið bundnar við tré á einhverjum tímapunkti og þær höfðu, þegar þær hurfu, verið á puttaferðalagi. Þessi líkindi með meðferð Gerards á stúlkunum tveimur sem sluppu fóru ekki framhjá rannsóknarlögreglumönn- um, sem urðu sér úti um heimild til hús- leitar á heimili Gerards og konu hans. Hórur og dræsur Í svefnherbergi Gerards hnaut lög- reglan um sögur sem hann hafði skrifað. Sögurnar samanstóðu af lýs- ingum af misþyrmingu, nauðgunum og morðum á konum. Gerard talaði í frásögnum sínum um konur sem „hórur“ og „dræsur“. En lögreglan gerði enn mikilvægari fund; persónulegar eigur – skart, dag- bækur og meira að segja eina tönn – að minnsta kosti átta ungra kvenna sem höfðu horfið undanfarin ár. Í ljós kom að eitthvað af skartinu hafði tilheyrt konu sem hafði verið ná- granni Gerards sem táningur – Leigh Hainline. Leigh hafði horfið 1969 eftir að hafa sagt eiginmanni sínum að hún hygðist rugla reytum með vini úr bernsku. Einnig fann lögreglan muni úr fórum Susan Place. Gerard var ákærður fyrir morðin á Susan Place og Georgíu Jessup og var hann sekur fundinn, í október 1973, og fékk tvo lífstíðardóma. At mati yfir- valda tengdist Gerard John Schaefer um 30 horfnum konum og stúlkum. Leiddar hafa verið að því líkur að Susan og Georgía hafi ekki verið síð- ustu fórnarlömb Gerards því tvær fjórt- án ára stúlkur, Mary Briscolina og Elsie Farmer, hurfu 23. október 1972 – aðeins örfáum vikum eftir að Susan og Ge- orgía voru myrtar. Líkamsleifar Mary og Elsie fundust síðar og skartgripir úr þeirra eigu fundust á heimili Gerards Schaefer. Höfðaði mál á báða bóga Gerard áfrýjaði dómnum og fullyrti að hann hefði verið hafður fyrir rangri sök. Öll slík viðleitni af hans hálfu var til einskis, en Gerard var ekki af baki dottin. Hann hóf vegferð málshöfðana á báða bóga; gegn einum rithöfundi, Patrick Kendrick, sem hafði lýst hon- um sem „of þungum, hvapholda, mið- aldra manni sem legðist á fórnarlömb sem væru andlega og líkamlega veik- ari en hann“. Einnig reyndi Gerard málssókn gegn tveimur öðrum rit- höfundum og einum fulltrúa alríkis- lögreglunnar sem sögðu Gerard vera raðmorðingja. Gerard hafði hvergi erindi sem erf- iði en hélt reyndar málsókn sinni á hendur Kendrick áfram innan fangels- isveggjanna allt þar til hann var myrtur. Gerard fannst, 3. desember 1995, stunginn til bana í fangelsisklefa sín- um. Morðingi hans, Vincent Rivera, var dæmdur fyrir morðið árið 1999 og bættust 53 ár og tíu mánuðir við 20 ára til lífstíðardóminn sem hann hafði á baki fyrir – honum fannst sennilega litlu muna, líkt og músin sagði þegar hún meig í hafið. Á þeim tíma þegar Gerard sagði skilið við jarðlífið var lögreglan í Fort Lauderdale að íhuga að leggja fram ákærur á hendur honum vegna þriggja óleystra morðmála og tryggja þannig að hann losnaði aldrei úr grjótinu. Vincent Rivera tók af þeim ómakið. n n Gerard Schaefer varð lögreglumaður og morðingi „Gerard talaði í frá- sögnum sínum um konur sem „hórur“ og „dræsur“ Brosmildur á bak við lás og slá Gerard Schaefer var sennilega ekki með öllum mjalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.