Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Page 43
Lífsstíll 43Helgarblað 5.–7. apríl 2013
Íslendingar vinna allt
of langan vinnudag
n Helga Jóhanna Oddsdóttir hefur helgað sig markþjálfun n NLP er aðferðafræði sem gagnast þeim vel sem vilja yfirstíga hindranir
Margir frægir einstaklingar hafa nýtt sér
NLP-aðferðina til þess að sigrast á feimni
og ná betri tökum á hinu daglega lífi sem
fylgir lífi stórstjörnu. Bill Clinton, Tony
Blair, Tiger Woods, Bill Gates, Geri Halli-
well og Oprah Winfrey eru meðal þeirra
sem hafa nýtt sér NLP og láta vel af.
markmiðum mínum og því sem ég
vann að með „mastermind“-hópn-
um mínum fyrir tveimur árum og
ég brosti út að eyrum við að lesa
punktana mína og hugleiðingar síð-
an þá! Breytingarnar á öllum svið-
um eru ótrúlegar, bæði hvað varð-
ar faglegu og persónulegu hliðina á
mér. Það að fara markvisst í gegn-
um það sem maður vill breyta og
skoða hvaða árangri maður vill ná
með utanaðkomandi aðstoð er ein-
hvern veginn til þess gert að manni
opnast nýr heimur og áherslurnar
fara ósjálfrátt í réttar áttir.“
Blómstraði sem aldrei fyrr
„Dæmin um ávinning minna við-
skiptavina eru fjölmörg en ég er
að sjálfsögðu bundin algjörum
trúnaði, bæði um það hverjir
starfa með mér og það hvað þeir
eru að fást við. Ég hef þó leyfi frá
nokkrum til að nefna dæmi en
hafa ber í huga að markþjálfun er
ferli til lengri tíma og flestir starfa
með mér í sex til tólf mánuði í senn
og eru því að leysa fjölmörg mál á
þeim tíma. Einn viðskiptavinur
minn breytti algjörlega viðhorfi
sínu til álags og streitu og hefur
síðan blómstrað sem aldrei fyrr og
upplifir að árangurinn næst með
mun minni áreynslu og er ánægju-
legri en áður. Annar fann út hvaða
verkefni sem hann var að sinna var
mikilvægast og náði ótrúlegum ár-
angri í að einblína á þau og njóta
þess að sjá árangur erfiðisins.“
Samskiptavandi á vinnustað
leystur
„Þriðji var að kljást við verulegan
samskiptavanda á vinnustað og
náði skoða sjálfan sig, viðbrögð
og sýn á aðstæður sem urðu til að
leysa vandann fljótt og vel. Sá fjórði
náði mjög góðum árangri í að hr-
inda breytingum í framkvæmd
þannig að þær höfðu ekki lam-
andi áhrif á fyrirtækið á neinum
tíma og vel var hlúð að lykil þáttum
meðan á breytingaferlinu stóð. Sá
fimmti setti sér það markmið að
ná meiri árangri sem stjórnandi en
gera minna sjálfur, ótrúlega öflugt
markmið þar sem árangurinn var
framar vonum. Þannig að það eru
fjölmörg dæmi og á hinum ýmsu
sviðum,“ segir þessi orkumikla
duglega kona að lokum. n
Dæmi um nokkur þekkt andlit
sem hafa sótt NLP-námskeið
Íslendingar
vinna 1.732 tíma
að meðaltali á ári
Íslendingar vinna mest allra þjóða á
Norðurlöndunum, en eru þó undir með-
altali innan OECD. Mexíkó er sú þjóð sem
vinnur flestar klukkustundir eða 2.250
tíma á ári. Á meðan Danir vinna 1.552
klukkustundir á ári vinna Holl-endingar
um 1.379 klukkustundir á ári hverju.
Meðalvinnutími innan OECD er 1.776
tímar á ári.
Það sem NLP og dáleiðsla eiga sameigin-
legt er að í báðum tilvikum er verið að vinna
með hegðunarmynstur. Sefjun (dáleiðsla)
er stór partur í NLP-fræðunum og er bæði
grunnverkfæri sem og tækni til þess að
framkalla breytingar hjá einstaklingum
byggð á þeirri hugmyndafræði að öll
hegðun hafi ákveðið mynstur og að þetta
mynstur sé hægt að tileinka sér, læra og
breyta.
N stendur fyrir „neuro“ og vísar bæði til
ósýnilegra hugsanaferla og sýnilegra lík-
amlegra viðbragða við hugmyndum, orðum
og atvikum. Líkami og hugur eru ein heild.
L stendur fyrir „linguistic“ og vísar til
þess hvernig við notum tungumálið til að
koma skipulagi á hugsanir okkar og til að
hafa samskipti við aðra.
P stendur fyrir „programming“ og vísar
til þess hvernig við veljum að skipuleggja
hugmyndir okkar, hugsanir og gerðir til að
ná árangri.
Þessari aðferð er líkt við tölvuforritun
þar sem hugurinn er endurstilltur líkt og
um tölvu væri að ræða, en NLP er ekki
viðurkennd aðferð í klínískri sálfræði.
Sambandið á milli NLP (neuro ling
uistic programming) og dáleiðslu
Valkyrja Helga hefur ástríðu fyrir starfi sínu og fjölskyldan er alltaf í fyrsta sæti hjá henni.
Á skíðum Hér
er Helga í einni af
skíðaferðum sínum í
Austurríki.
„Einn viðskiptavinur
minn breytti algjör-
lega viðhorfi sínu til álags
og streitu og hefur síðan
blómstrað sem aldrei fyrr
og upplifir að árangurinn
næst með mun minni
áreynslu og er ánægjulegri
en áður.