Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Qupperneq 44
44 Sport 5.–7. apríl 2013 Helgarblað Fátt getur stöðvað United n Sigur í Manchester-slag mánudagsins tryggir liðinu nánast titilinn M istakist Manchester City að leggja granna sína í United í ensku úrvals­ deildinni á mánudaginn, má bóka að United verði enskur meistari í vor. Ef United hefur betur í borgarslagnum á mánudaginn munar 18 stigum á liðunum þegar aðeins 21 er í pottinum. Fátt, nema ef til vill óslitin sigurganga City og samfelld taphrina United, getur þá komið í veg fyrir að Manchester United verði enskur meistari í 20. skiptið. Ef City vinnur borgarslaginn munar 12 stigum á liðunum þegar 21 stig er í pottinum. United þyrfti þó aðeins sjö stig í síðustu sjö leikj­ unum til hampa titlinum. City þarf því ekki aðeins að vinna United í leiknum á mánudag, heldur treysta á að United misstígi sig hrapallega á lokasprettinum. Það yrðu söguleg tíðindi. Raunar gætu Tottenham, Chelsea og Arsenal öll orðið enskur meistari í vor, ef United tapar því sem eftir er, en líkurnar á því eru ámóta og að Kýpur verði næsta efnahagsstórveldi heimsins. Everton og Liverpool munu berj­ ast við Tottenham, City, Chelsea og Arsenal um sætin í Meistaradeild Evrópu. Úrslitin munu að líkindum ráðast í lokaumferðinni. Spennan er mikil á botni deildar­ innar. QPR og Reading hafa þar dregist aftur úr, eru með 23 stig, og eru líkleg til að falla en Aston Villa, Sunderland, Wigan, Newcastle, Norwich, Stoke og Southampton eru öll í nokkurri fallhættu. Villa og Wigan standa þar verst að vígi með 30 stig. Um helgina mætast QPR og Wigan, Stoke og Aston Villa og svo Reading og Southampton. Ef til vill verða línur skýrari í fallbaráttunni eftir helgina. n baldur@dv.is Þriðjungur meiddur á hné Öll liðin í ensku úrvalsdeildinni eru með meidda leikmenn á launaskrá. Newcastle og Aston Villa eru þau lið sem eiga flesta leikmenn á meiðslalista. Níu leik­ menn voru, þegar þetta var skrif­ að, meiddir í röðum Newcastle og átta hjá Aston Villa. Forvitnilegt er að skoða hvers konar meiðsli eru algengust. Á síðunni physioroom. com má sjá lista yfir meidda leik­ menn, hvað hrjáir þá og hvenær gert er ráð fyrir að þeir snúi aftur. Alls 23 leikmenn af 79 eru fjarri góðu gamni vegna hvers kyns hnjámeiðsla en það eru algeng­ ustu meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Þar af eru tíu með teygt eða slitið krossband. Tólf leikmenn eru meiddir á ökkla, ellefu eru tognaðir aftan í læri. Átta úrvalsdeildarleikmenn eru meiddir í nára. Þess má geta að Everton og Stoke eru þau lið sem fæsta leik­ menn hafa á sjúkraskrám. Everton er með tvo en Stoke City einn. Þjónar sam- félaginu Argentínumaðurinn Carlos Tevez, leikmaður enska liðsins Man­ chester City, hefur verið dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu í 250 klukkustundir, eða sem sam­ svarar rúmlega 31 vinnudegi. Þetta er afleiðing þess að Tevez var stöðvaður á ótryggðum bíl sínum í Manchester­borg á dögunum. Til að bíta höfuðið af skömminni er Tevez án ökuréttinda en þau missti hann í janúar eftir að hafa látið hjá líða að svara fyrir hraðakstur. Í kjölfarið var hann sviptur ökuréttindum í hálft ár – sem nú er orðið að heilu. Hann þarf líka að greiða 1.000 pund í sekt, eða liðlega 190 þús­ und krónur. Það ætti hann að ráða við, enda fær hann ekki undir 135 milljónum króna á mánuði, eða 4,5 milljónir á dag. Stjórarnir City einfaldlega verður að vinna á mánudag. Andrea Ólafsdóttir 1. sæti Suðurdæmi Saman getum við unnið að réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir heimilin í landinu Línan er veik V ið gætum hæglega tapað leiknum á sunnudaginn en þá þurfum við að spila illa, segir Guðjón Guðmunds­ son, íþróttafréttamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, um síðari landsleik Íslands og Slóveníu sem fram fer í Laugardalshöll á sunnudaginn. Leikirnir eru hluti riðlakeppna fyrir EM í Danmörku. Ísland landaði frænkum útisigri á sama liði á fimmtudaginn, á ein­ um erfiðasta útivelli í Evrópu. Loka­ tölur urðu 29–28 en liðið komst fyrst yfir í leiknum þegar innan við tvær mínútur voru eftir. Við ramman reip var því að draga allan leik­ inn en Guðjón bendir á að afar fá landslið fari frá Slóveníu með sigur í farteskinu. Íslenska liðið hefur oft spilað betur og er það ef til vill um marks um styrk þess og reynslu að liðinu tókst engu að síður að knýja fram sigur. Liðið spennt í byrjun Guðjón segir að leikurinn hafi á heildina litið verið í góðu jafnvægi. Íslenska liðinu hafi tekist að halda hraðanum niðri og að það hafi ver­ ið lykillinn að því að liðinu tókst að knýja fram sigur á fimmtudaginn. „Mér fannst liðið spennt í byrjun og bakvörðunum voru mislagðar hendur í fyrri hálfleik. Skotin gengu illa og markvörðurinn þeirra var sterkur,“ segir Guðjón sem segir að liðið hafi varnarlega verið í vand­ ræðum framan af í leiknum. Fjórum mörkum munaði í hálfleik. „Munur­ inn í hálfleik helgast af því að við vorum að taka mikið af ótímabær­ um skotum.“ Með engan línumann heilan heilsu hafi ekki tekist að opna vörn heimamanna en Róbert Gunnarsson var fjarri góðu gamni auk þess sem Kári Kristján Krist­ jánsson spilaði meiddur. Forráða­ menn félagsliðs Kára, Wetzlar, voru æfir yfir því að hann hafi tekið þátt í leiknum og riftu samningi við hann. Spurður hvað orðið hafi til þess í síðari hálfleik að liðið sneri við taflinu og bætti leik sinn seg­ ir Guðjón að innkoma Arons Raf­ ns Eðvarðssonar markvarðar hafi gert gæfumuninn. Björgvin Páll Gústavsson hafi ekki fundið sig í fyrri hálfleik en Aron hafi breytt gangi leiksins. Þá hafi menn eins og Ólafur Bjarki Ragnarsson átt fína innkomu. Reynsluboltarnir Guðjón Valur Sigurðsson og Alex­ ander Petersson hafi verið frábær­ ir í síðari hálfleik og Snorri Steinn Guðjónsson hafi verið á pari. „Þetta endurspeglar hvað liðið er leik­ reynt. Reynsluboltarnir gerðu það að verkum að þetta er mögulegt. Línan afar mikilvæg Guðjóni finnst liðið eiga nokkuð inni fyrir síðari leikinn í Laugardals­ höll, sem verði ekki síður erfiður. „Við þurfum að spila betur því mér fannst Slóvenar kasta þessu frá sér í leiknum á fimmtudag. Þeir virk­ uðu þreyttir síðasta stundarfjórð­ unginn.“ Hann spáir því að tempóið verði meira í leiknum á sunnudag og að leikurinn verði hættulegur. „Það hringja aðvörunarbjöllur, því er ekki hægt að neita. Línan er veik. Það var frábært hjá Kára að spila – auðvitað alveg galið. Ég skil vel að forráðamenn Wetzlar séu brjálaðir,“ segir Guðjón léttur. Hann segir að fólk heima í stofu geri sér ekki alltaf grein fyrir mikilvægi öflugs línu­ manns. Kári sé ekki heill heilsu og það hafi meðal annars leitt til þess að íslensku skytturnar fengu fá góð færi, „fáar opnanir“ í fyrri hálfleikn­ um úti. Það verði að viðurkennast að Atla Ævari Ingólfssyni hafi ekki tekst að hjálpa liðinu í sókninni, eftir að Kári sneri sig á ökkla. „Þetta er staða sem verður að vera í lagi. Sóknarleikurinn byggist á því að við fáum opnanir,“ segir Guðjón. Björgvin Páll náði sér ekki á strik í leiknum úti. Guðjón á þó von á því að hann muni byrja í markinu á sunnudag. Björgvin hafi verið að spila vel úti í Þýskalandi og sé enn okkar fyrsti markvörður. Innkoma Arons Rafns sé þó ánægjuleg. Guð­ jón spáir því raunar að Björgvin muni eiga góðan leik á sunnudag. „Þetta verður svipaður leikur og ég gæti trúað því að við löndum sigri. Hann verður ekki stór, kannski tvö eða fjögur mörk. En við gætum líka hæglega tapað, ef við spilum illa.“ Ísland er með sex stig á toppi riðilsins, eftir þrjá leiki. Slóvenía hefur þrjú stig. Sigur á sunnudag fer langleiðina með að tryggja liðið inn á EM í Danmörku. n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Guðjón Guðmundsson hefur áhyggjur fyrir síðari leikinn við Slóveníu Eiga framtíðina fyrir sér Ólafur Bjarki skoraði mikilvæg mörk í Slóveníu. Aron Pálmars- son náði sér ekki á strik en er lykilmaður í liðinu. „Bakvörðunum voru mislagðar hendur í fyrri hálfleik Spáir erfiðum leik Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður heldur að Ísland vinni. Rekinn Sú ákvörðun Kára Kristjáns að spila leikinn með landsliðinu reyndist dýrkeypt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.