Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 52
Er líf eftir dauðann? Sig­ tryggur segist ekki viss um að það sé líf eftir dauðann en ætlar að senda inn fréttaskot þegar þar að kem­ ur ef svo reynist. Hvað er að gerast? 5.–7. apríl Föstudagur5 apr Laugardagur6 apr Sunnudagur7 apr Uppistand frá þremur köldum löndum Uppistand hefur sótt í sig veðrið á norð­ urslóðum hin síðari ár og nú ætla uppi­ standarar frá þremur köldum löndum að stíga á svið á Íslandi; Craig Campbell frá Kanada, Jonas Kinge Bergland frá Noregi og heimamaðurinn Ari Eldjárn. Leikhúskjallarinn Kl. 19.30 On the Road Myndin er byggð á víðfrægri og margrómaðri, samnefndri bók eftir Jack Kerouac. Margir hafa í gegnum tíðina talið ómögulegt að koma þessu mikla meistaraverki bókmennt­ anna á hvíta tjaldið svo vel sé, en Salles tekst það hér með mikilli prýði. Í öllum aðalhlutverkum eru eintómir stórleik­ arar og má þar nefna Viggo Mortensen, Kristin Stewart, Amy Adams, Kirsten Dunst og Steve Buscemi. Bíó Paradís Kl. 20.00 Sjóræningjaprinsessan - frumsýning Leikrit sem fjallar á ærslafengin hátt um ævintýri barnanna Soffíu og Matta sem alist hafa upp á gistihúsinu Sporð­ lausu hafmeyjunni á friðsælli eyju í Suður­ höfum allt frá því að Soffía kom þangað með dularfullum hætti sem ungbarn. Ólíkt Matta, uppeldisbróður sínum, þráir Soffía að lenda í ævintýrum og heldur því statt og stöðugt fram að hún sé sjóræningjaprinsessa, fóstur­ foreldrum sínum til mikillar armæðu. Gaflaraleikhúsið Kl. 14.00 Gói og baunagrasið Gói er sendur af móður sinni á markaðinn til að selja Skjöldu gömlu sem er eina mjólkurkýrin þeirra. Gói á langan veg fyrir höndum og áður en á leiðarenda er komið tekur ferðalagið óvænta stefnu þar sem þrjár töfrabaunir koma við sögu. Upp spinnst spennandi ævintýri með skemmtilegri tónlist, söng, dansi og leikhúsbrellum. Risinn, hænan sem verpir gulleggjum, sjálfspilandi harpan og allir þorpsbúar mæta til leiks á sviðinu. Hof Kl. 13.00 Frá konu til konu Í tilefni af 20 ára afmæli Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir hátíðartónleik­ ar „Frá konu til konu“ en þar koma saman allir kórar sem starfað hafa undir merkjum Kvenna­ kórs Reykjavíkur. Kórarnir munu syngja saman og hver fyrir sig tónlist af ýmsum toga. Þar verður tónlist eftir gömlu meistarana og ung íslensk tónskáld svo eitthvað sé nefnt. Eldborg, Hörpu Kl. 15.00 Byggir verkið á lífi langafa síns n Langafi Sigtryggs Magnasonar skrifaði með ósjálfráðri skrift Þ etta hefur tekið sinn tíma en það eru tíu eða fimmtán ár síðan hugmyndin kom upp. Fæðingin hefur verið erfið enda stendur sagan mér nærri og ég vildi að hún öðlaðist sjálfstætt líf. Þetta eru ekki langafi og langamma sem eru á sviðinu heldur persónur sem eru innblásnar af þeirra sögu, segir leikskáldið Sigtryggur Magnason sem frumsýnir Nú er himneska sum­ arið komið þann 13. apríl á Árbæjar­ safninu. Langafi og langamma Sigtryggs eru bæði látin en þau fæddust í kring­ um aldamótin 1900 í Suður­Þingeyjar­ sýslu. „Langamma dó úr berklum 28 ára árið 1933. Fljótlega eftir andlát hennar fór langafi að skrifa með ósjálf­ ráðri skrift. Hönd hans hreyfðist án þess að hann gerði nokkuð sjálfur og undirskriftin var ömmu. Sum af bréf­ um hans eru mjög óskýr en hann skrif­ aði bréfin í nokkurs konar leiðslu og hélt þannig sambandi við ástina sína alla ævi.“ Verkið Nú er himneska sumar­ ið komið fjallar um Lilju, unga konu sem flýr erfiðleika í ástarlífi sínu og í faðm afa síns sem hún hefur ekki hitt í 22 ár. Hann býr enn með minning­ um um konu sína, ömmu Lilju, sem hann hefur haldið sambandi við í 45 ár með ósjálfráðri skrift. „Þau hjálpa hvort öðru að sætta sig við líf og dauða. Þetta er dálítið mögnuð saga af því hún er sönn og dramatísk í eðli sínu,“ segir Sigtryggur. Aðalhlutverkið leikur Svandís Dóra Einarsdóttir, kona Sigtryggs. „Svan­ dís leikur bæði hlutverk Lilju yngri og eldri. Ég fann strax þegar ég sá hana fyrst og löngu áður en eitthvað varð úr okkar sambandi að þarna væri konan sem gæti leikið þessa persónu. Þetta er því voðalega notalegt allt saman. Mikill heimilisiðnaður,“ segir hann og bætir við að hann sé spenntur að sýna fjölskyldunni verkið. „Mér hefur tek­ ist að skrifa fallegt verk en það var það sem fjölskylda mín óttaðist mest. Þau hafa séð hin verkin mín sem eru full af óhugnaði. Það reyndi mikið á mig að halda fegurðinni í aðalhlutverki en það tókst og ég er spenntur að fá þau á sýninguna.“ Sigtryggur var aðeins fimm ára þegar langafi hans lést. Hann segist ekki vita til þess að afi hans hafi að öðru leyti verið tengdur andaheimin­ um. „Ég veit að hann var mikill spírit­ isti en aðallega var hann bóndi sem skrifaði falleg bréf,“ segir hann og bætir aðspurður við að hann sé sjálf­ ur ekki viss hvort það sé líf eftir dauð­ ann. „Ég held að maður geti aldrei verið viss. Ég held að minningar geti verið ofboðslega sterkar. Stundum þegar ég er að skrifa er eins og það sé eitthvað ómeðvitað sem gerist. Stund­ um hugsa ég að það hafi verið eins hjá langafa; að þetta hafi verið söknuð­ ur og ást í bland við skáldlegt flæði og innsæi. En varðandi líf eftir dauð­ ann þá læt ég ykkur vita þegar að því kemur. Þá sendi ég fréttaskot.“ n indiana@dv.is 52 Fólk 5.–7. apríl 2013 Helgarblað „Mér hefur tekist að skrifa fallegt verk en það var það sem fjöl- skylda mín óttaðist mest. Með kvíðahnút í maganum n Heiðar Örn er nýr fréttaþulur M ér líst ágætlega á þetta en ég get ekki neitað því að ég var með kvíðahnút í magan­ um fyrir útsendinguna,“ seg­ ir fréttamaðurinn Heiðar Örn Sigur­ finnsson á RÚV sem tók sína fyrstu vakt sem fréttalesari á mánudags­ kvöldið. Heiðar Örn er enginn byrjandi þegar kemur að beinum útsending­ um en hann hefur stjórnað kosn­ ingasjónvarpi og öðrum umræðu­ þáttum. „Þetta er samt öðruvísi. En sem betur fer hvarf stressið eftir fyrstu þrjár fréttirnar. Eftir það var ég rólegur,“ segir Heiðar Örn sem fyllir í skarð Ingólfs Bjarna Sigfússonar sem er hættur á fréttastofunni. „Ég hef aldrei stefnt að því að verða fréttalesari, það hefur aldrei verið neitt metnaðarmál fyrir mig. Ég sóttist ekki eftir þessu og lít bara á þetta sem verkefni eins og öll önn­ ur sem maður fær upp í hendurnar. Þetta er spennandi tækifæri en ég geri ráð fyrir því að ég fái að hætta ef mér líkar þetta ekki eða ef ég verð ómögulegur. Ætli maður þurfi ekki nokkur kvöld til að slípa sig til.“ Heiðar Örn, sem er rétt tæplega 35 ára, efast um að hann hafi verið valinn þar sem skortur hafi verið á ungum karlkyns fréttalesurum á móti ungu konunum sem lesa fréttirnar. „Ingólfur Bjarni er ungur þótt hann sé eitthvað eldri en ég og svo var Logi Bergmann ekki gamall þegar hann byrjaði,“ segir hann og bætir aðspurð­ ur við að hann verði áfram í frétta­ öflun. „Þessa dagana er ég að undir­ búa kosningaumfjöllun og þess utan er ég vaktstjóri líka svo það er bara brot af starfinu að lesa fréttirnar.“ Hann segist ekki eiga neina fyrir­ mynd í nýja starfinu. „Eins og ég segi þá hef ég aldrei séð sjálfan mig fyrir mér í þessu hlutverki. Hins vegar hefur Bogi Ágústsson tekið mig í smá fóstur, leiðbeint mér og verið mér lærifaðir og fyrirmynd.“ n Spennandi tækifæri Heiðar Örn segist aldrei hafa haft metnað fyrir því að verða fréttalesari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.