Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 30
30 Fólk 17.–21. maí 2013 Helgarblað
í þáttagerð þar sem fjallað var um
ýmis mannleg málefni sem þörf var
á að opna umræðu um. Einnig lagði
ég mitt af mörkum til að gera viðtöl
persónulegri en þau höfðu verið áður.
Opna umræðuna og ekki vanþörf á
því að mínu mati á þeim tíma.“
Heldur sér fyrir utan
fjölmiðlana í dag
Hún er þó ekki jafn opinská hvað
varðar líf sitt í dag. Segist hafa lært,
af reynslunni, að vera fremur til
baka en hitt. Aðspurð hvort hún eigi
kærasta, kemur á hana hik.
„Ég hef hleypt fjölmiðlum inn
á mín heimili vegna vinnunnar og
einnig sagt frá ástarsamböndum
sem ég hef átt í, enda fannst mér ekki
boðlegt að ég opnaði mig ekki eitt-
hvað um þau mál þegar ég var sjálf
að vinna í fjölmiðlum og þá stundum
að fara fram á þessa einlægni af mín-
um viðmælendum. En undanfarin ár
hef ég reynt að halda mér sem mest
fyrir utan fjölmiðlana nema þegar ég
hef sjálf verið að vinna verkefni sem
tengjast einhvers konar miðlun.“
Eintóm hamingja
Þótt Vala sé fámál um ástina lifnar
yfir henni þegar hún ræðir um dætur
sínar og barnabörnin. Hún á fjögur
barnabörn sem hún segist yfir sig
hamingjusöm að eiga og nýtur sín í
hlutverki ömmunnar.
„Dætur mínar Tinna og Solveig
eru mér endalaus uppspretta gleði
og hamingju, því þær eru svo fal-
legar manneskjur, yndislegar, eld-
klárar og skemmtilegar. Tinna er í
mastersnámi í mannfræði og Sol-
veig er doktor í sálfræði og tengda-
synir mínir – Haukur er arkitekt og
Þorsteinn er framkvæmdastjóri við-
skiptaþróunar hjá CCP. Tinna mín á
hálfsystur samfeðra, hana Stellu, sem
er einnig í mannfræðinámi og hún er
alveg einstaklega yndisleg. Ég er mjög
stolt af þeim öllum. Og barnabörnin
eru náttúrulega eintóm hamingja. Í
börnunum liggur auðvitað hin eina
sanna hamingja.“
Púsluspil
Meðan Vala kleif metorðastigann
þurfti hún að finna sér jafnvægi milli
einkalífs og vinnu. Fjölmiðlastarfið
fannst henni sveigjanlegra en að
vinna við arkitektúr hvað það varðar.
„Þar sem ég er alin upp af svo mik-
illi kvenréttindakonu og föður sem
tók alltaf virkan þátt í heimilishaldinu
fannst mér alltaf eðlilegt að vera bæði
móðir og athafnakona. En auðvitað
var það ekki alltaf auðvelt. Þegar ég
vann sem arkitekt á arkitektastof-
unni hjá Guðna Páls var stundum
púsluspil að finna jafnvægi á milli
vinnu við arkitektasamkeppnir og
heimilishalds. En eftir að ég byrjaði í
fjölmiðlavinnunni varð allt svo miklu
auðveldara því þar var vinnutíminn
svo miklu sveigjanlegri. Ég held að
langflestum athafnakonum með börn
finnist á stundum erfitt að koma heim
og saman bæði vinnu og fjölskyldulífi.
En ég þekki líka karlmenn sem vildu
gjarnan geta verið meira með börn-
unum sínum þegar vinnan yfirtekur
allt of mikið af þeirra tíma.“
Jákvæð og seig
Það sem hefur fleytt Völu í gegnum
annasömustu tímabil lífs hennar er já-
kvæðnin og seiglan. Hún segist aldrei
gefast upp fyrr en í fulla hnefana.
„Ég á erfitt með að lýsa því sjálf
en ég hef alltaf reynt að vera jákvæð
þegar ég mögulega get og reynt að
sýna þrautseigju í hvívetna. Það
hefur mótað allt mitt líf. Ég held ég
geti ekki alveg metið mína helstu
kosti og galla sjálf, held að aðrir verði
að meta það.
Sá eiginleiki sem ég met hvað
mest og hef alltaf reynt að tileinka
mér jákvæðni sem ég lærði fljótt að
nýta mér við erfiðar aðstæður. Ég
gefst yfirleitt aldrei upp fyrr en í fulla
hnefana og það hefur nýst mér alla
tíð, bæði í mínu persónulega lífi og
í vinnunni. Það er sannarlega ekki
alltaf auðvelt, en mjög mikilvægt að
hafa að leiðarljósi í því sem verið er
að kljást við hverju sinni. Það að láta
ekki vaða yfir sig og kunna að segja
stopp, segja hingað og ekki lengra en
á sama tíma vera jákvæð er það sem
ég hef reynt að temja mér.“
Varð alveg þurrausin
Hún viðurkennir að það hafi ekki
alltaf gengið sem skyldi. Ákveðin þörf
fyrir að þóknast öðrum hafi stundum
orðið henni fjötur um fót.
„Gott dæmi um það var þegar ég
var að vinna við innlitsþættina mína
á Skjá Einum og þeir urðu svo gríðar-
lega vinsælir að stjórnendurnir báðu
mig um að lengja þá um helming
svo þeir gætu selt fleiri auglýsingar
inn í þá. Mér fannst það bara alveg
sjálfsagt mál. Tvöfaldaði vinnuna
mína við þáttagerðina, fór ekki fram
á neina launahækkun og keyrði mig
næstum í kaf eina ferðina enn af álagi
og þreytu, og varð alveg þurrausin.
Svo nokkrum árum síðar vaknaði
ég upp við þann vonda draum að ég
var komin með erfiða síþreytu sem
gerði það að verkum að ég hafði ekki
nema hálfa starfsorku og ég vaknaði
á hverjum morgni örmagna og eins
og mig verkjaði um allan líkamann.
Ég var hreinlega alltaf þreytt og orku-
laus. Ég fékk einnig slæm kvíðaköst.“
Haldin síþreytu
Það hefur tekið Völu þónokkur ár að
safna aftur fyrri kröftum og orku en
hún er þó ekki enn alveg búin að ná
sér og segist enn haldin síþreytu.
„Ég áttaði mig ekki á því hvað var
að hrjá mig fyrr en ég tók viðtal við
Sigurjón Sighvatsson sem lýsti því
hvernig hann var búinn að vera að
kljást við síþreytu í nokkur ár. Held
því miður að þetta sé mun algengara
en við áttum okkur á. Það er heldur
ekki auðvelt að útskýra þetta fyrir
fólki. Þegar maður til dæmis verður
haltur eða fær einhverja pest sem
er sýnilegt ástand skilja það allir. Ég
hef heldur ekki verið mikið að ræða
þessi mál, ekki einu sinni við mína
nánustu. Ég hef dálítið bara bitið á
jaxlinn og unnið í mínum málum í
hljóði. Þannig er ég alin upp.“
Tekur tíma að sættast við missi
Það erfiðasta sem Vala hefur upplifað
er föður- og bróðurmissir.
„Ég sakna þeirra ofboðslega mikið
og vildi svo óska að ég gæti fært
tímann aftur og notið þess að eiga þá
ennþá að. Allir sem misst hafa ást-
vin skilja hve erfitt það er og hversu
langan tíma það tekur að lifa með
þeim missi. Þegar ég lít til baka er al-
veg ljóst að fjölskyldan mín var mín
helsta stoð og stytta á þeim erfiða
tíma. Við Íslendingar erum þekktir
fyrir að harka af okkur og bera harm
okkar í hljóði. En ég man að til dæmis
í útför pabba ákváðum við að rifja upp
hvað hann var alltaf skemmtilegur og
gat verið fyndinn og fórum að segja
skemmtilegar sögur af honum sem
komu okkur til að hlæja í gegnum tár-
in. Það hjálpaði mjög mikið.“
Tugum barna bjargað
frá hungurdauða
Það ánægjulegasta sem hún hefur
upplifað er fæðing dóttur sinnar og
það að eignast fósturdóttur og svo
öll barnabörnin. En vinnan veitir
Völu enn mikla ánægju. Hún rifjar
upp síðasta atvik sem gaf henni tak-
markalausa ánægju.
„Í vinnunni er eitt það ánægju-
legasta sem ég hef upplifað án efa
þegar við Andri Freyr á Rás 2, í
þættinum hans Virkum morgnum,
ákváðum að vekja athygli á söfnun
Rauða krossins fyrir hungruð börn í
Sómalíu sem lágu fyrir dauðanum.
Bara við það átak söfnuðust nógu
miklir peningar til að bjarga tugum
barna frá bráðum hungurdauða.
Þar fannst mér kristallast svo vel
hvernig hægt er að nota fjölmiðl-
ana til góðs. Og mér finnst við gera
allt of lítið af því.“
Hefur þörf til að miðla
En hvað skyldi gefa henni inn-
blástur?
„Það er svo margt sem veitir mér
innblástur og gefur mér drifkraft.
Ég er þannig gerð að ef ég upplifi
eitthvað fallegt, skemmtilegt eða
áhugavert í kringum mig fer ég
alltaf ósjálfrátt í fjölmiðlagírinn og
finn einhverja leið til að miðla því
áfram til sem flestra. Þetta er ekki
bara árátta, heldur hreinlega í mín-
um innsta kjarna og það sem mér
finnst skemmtilegast af öllu. Ég
held að þegar ég miðla einhverju
sem hrífur mig þá hríf ég oft fólk
með mér. Þess vegna hef ég líka
alltaf þurft að endurnýja mig í fjöl-
miðlunum, vera skapandi og takast
á við ný verkefni.“
Á margan hátt lokuð
Er eitthvað sem fólk veit almennt
ekki um hana? Vala kinkar kolli og
hlær.
„Ég held að þó ég hafi í gegnum
tíðina verið einlæg og sagt frá ýmsu
persónulegu í viðtölum í fjölmiðl-
um þá sé ýmislegt sem fólk ekki
veit um mig og sumt myndi lík-
lega koma á óvart. Ég er til dæmis
á margan hátt mjög lokuð og ég hef
heyrt fólk sem ég hef unnið með
kvarta yfir því að ég gefi ekki oft færi
á mér tilfinningalega. Ég held að
það stafi meðal annars af því hvað
við vorum áberandi og mikið á
milli tannanna á fólki á fyrstu árum
Stöðvar 2. Ég lokaðist í ákveðinni
vörn og hef átt erfitt með að breyta
því.“
Sælkeraleiðarvísir
fyrir ferðalanga
En hvað skyldi vera næst á döfinni?
Eru einhver spennandi ævintýri
handan við hornið?
„Ævintýri? Já, heldur betur,“ segir
Vala og byrjar að gramsa í töskunni
sinni. Dregur upp myndarlegan bæk-
ling og lýsir spennandi verkefni sem
hún hefur verið að fást við. Að benda
ferðalöngum á sælkeramat. „Fyrir
rúmu ári var ég úti á landi við kvik-
myndatökur og var orðin mjög leið
á endalausu sjoppufæði og bensín-
stöðvamat þegar ég uppgötvaði að
hvergi var að finna samanteknar
upplýsingar um alla þá dýrindis
veitingastaði og matarframleiðendur
sem hægt er að finna allan hringinn
í kringum landið. Ég ákvað því að
búa til sælkeraleiðarvísinn Iceland
Local Food Guide/Sælkeraleiðarvísi
fyrir okkur ferðamenn um landið,
bæði útlendingana sem flykkjast til
landsins og svo okkur Íslendingana
sem viljum njóta þess að fá dýrindis
ferskan fisk, lambakjötið okkar góða
eða gott, ferskt grænmeti. Ég er núna
að fara að gefa út nýjan bækling í maí
því viðtökurnar voru ævintýri líkastar
í fyrra og bæklingurinn rann út eins
og heitar lummur og heimasíðan þar
sem hægt er að fletta bækl ingnum
icelandlocalfood.is er með fleiri tugi
þúsunda heimsókna. Ég gerði meðal
annars kort yfir staðina á lands-
byggðinni bæði fyrir prentaða bæk-
linginn og á heimasíðunni þar sem
hægt er að smella á landshlutana og
fara inn á allar heimasíður veitinga-
staðanna og nú er ég að leggja loka-
hönd á kort af Reykjavík þar sem all-
ir bestu staðirnir eru skráðir. Ég vinn
einnig myndbönd þar sem ég skoða
vinsælustu rétti staðanna. Svo fjalla
ég um öll dýrindis Krásarverkefnin
í öllum landshlutum, er með upp-
skriftir og fleira skemmtilegt. Ég er
enn að bæta við nýjum stöðum því
af nógu er að taka. Þetta er algjört
ævintýri og eitt það skemmtilegasta
sem ég hef unnið að í minni fjöl-
miðlavinnu. Er hægt að gera nokk-
uð skemmtilegra en að fjalla um og
stúdera bestu matsölustaði lands-
ins og njóta þessa dýrindis matar í
leiðinni. Svona sælkerasamantekt
er hvergi annars staðar til svo þetta
hefur verið mín ástríða að undan-
förnu. Og svo er ég að leggja mitt af
mörkum til uppbyggingar matar-
ferðaþjónustu hér á landi.“ n
„Ég hef heldur
ekki verið
mikið að ræða þessi
mál, ekki einu sinni
við mína nánustu.
Sælkeri Vala ferðaðist um
landið og safnaði saman
fróðleik um sælkeramat sem
ferðalangar geta látið ofan í
sig á ferð um landið.