Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 28
28 Fólk 17.–21. maí 2013 Helgarblað
Keyrði sig í Kaf
S
íðasti vetrardagur vildi verða
merkilegur. Í morgunsárið
hafði snjóað þar til jörð varð
alhvít. En um hádegi hafði
vor náð vopnum og bræddi
sig gegnum lögin og sólargeislarnir
teygðu sig langir og láréttir eftir
borginni og bræddu klakann. Val
gerður Matthíasdóttir er hins vegar
ósnert af þessum gjörningi milli vors
og sumars. Í sólargulum leðurjakka
og glöð í sinni hefur hún að geyma
sumar (og aukaherðapúða í tösku)
fyrir alla kalda og eymdarlega daga
ársins.
Hún hefur þegar komið sér ágæt
lega fyrir á 101 hóteli í miðborginni
þegar blaðamann ber að garði og
fengið sér sæti við hvítar stórglæsi
legar og háreistar liljur í vasa. Hún
veit að ljósmyndari er væntanlegur
innan tíðar og er því vel undirbúin
og tekur myndir með lítilli myndavél
af þeim bakgrunni sem hún óskar sér
í myndatökunni.
„Svona er ég bara,“ segir hún og
hlær. „Ég þarf alltaf að skipta mér af.“
Þjóðfélagsvitundin með
móðurmjólkinni
Valgerði, eða Völu Matt, þekkja allir
landsmenn. Blaðamann langar að
vita hvað á daga hennar hefur drifið
og hvers vegna hún ákvað að taka
þátt í kosningaslagnum en Vala gaf
kost á sér með Lýðræðisvaktinni.
Hún rekur stjórnmálaáhugann til
foreldra sinna sem voru bæði virk í
stjórnmálum.
„Ég er alin upp í kennarafjöl
skyldu þar sem foreldrar mínir voru
bæði mikið hugsjónafólk og virk í
stjórnmálum. Móðir mín, Elín G.
Ólafsdóttir, var meðal annars ein af
stofnendum Kvennalistans á sínum
tíma og sat í borgarstjórn fyrir hönd
Kvennalistans, einnig var hún mjög
virk í kjarabaráttu innan BSRB og
faðir minn var mjög virkur inn
an Kennarasambandsins, þannig
að það var alltaf mikil pólitísk þjóð
félagsumræða á mínu heimili. Og
mamma er ennþá eldheit baráttu
kona. Við systkinin vorum alin upp
við mikla réttlætiskennd og um
ræður um hvað betur mætti fara til
jöfnuðar og réttlætis í þjóðfélaginu.
Þessa þjóðfélagsvitund fengum við
systkinin með móðurmjólkinni sem
síðan fylgdi okkur út í lífið.“
Öskureið
Vala gekk til liðs við Lýðræðisvakt
ina vegna þess að hún vildi tala fyrir
breytingum og hvetja þjóðina til að
sækja réttlæti. Að gera kröfu um að
auðlindirnar verði í þjóðareign. Hún
segist geta orðið öskureið þegar hún
hugsar til þess óréttlætis sem þjóðin
hefur þurft að sæta.
„Í dag er það þessi áhersla á rétt
læti og krafa um kjarabætur fyrir hin
almennu heimili í landinu og bar
átta fyrir nýrri endurbættri stjórnar
skrá sem mér finnst mikilvægust. Og
þar er eitt af mikilvægustu réttlætis
málunum krafan um að auðlindir
þjóðarinnar séu ekki áfram í hönd
um örfárra heldur verði í þjóðareign
og við það vænkist hagur almenn
ings. Mér finnst þetta liggja svo í
augum uppi sem sjálfsögð réttlætis
krafa. Bara það að örfáir einstak
lingar skuli eiga fiskikvótann okkar
og hann gangi svo að erfðum í þeirra
fjölskyldum til næstu kynslóða er
náttúrlega svo fáráðlegt að engu tali
tekur. Ég get orðið öskureið þegar
ég hugsa til þess að við skulum hafa
látið þetta yfir okkur ganga í svona
langan tíma og ekki haft rænu á að
leiðrétta þetta. En auðvitað vilja tals
menn fjórflokkanna ekki breytingar
og nú er útlit fyrir að þjóðin ætli að
láta þetta aftur yfir sig ganga. Mér
finnst það mjög sorglegt.“
Borgarbörn í sveit á sumrin
Vala er alin upp í stórum systkina
hópi, og þótt hún væri borgarbarn
mótaði hún sterk tengsl við náttúr
una í æsku.
„Við vorum sex systkinin og því
oft mikið fjör á heimilinu. Ég er elst
og því fann ég fljótt til ábyrgðar eins
og elstu systkini oftast gera. Það
óneitan lega mótaði mig snemma.
Við bjuggum alltaf á veturna í
Reykjavík en svo voru foreldrar mín
ir mjög sniðug að búa sér til ævin
týri og skemmtilegheit á sumrin úti
á landi með allan krakkaskarann.
Við vorum til dæmis í Kjósinni nokk
ur sumur þar sem pabbi vann sem
veiðivörður í Laxá í Kjós og bjuggum
við þá á sveitabænum Laxárnesi. Svo
dvöldum við heil sex sumur í Þjórs
árdal þar sem pabbi og mamma sáu
um litla verslun og bensínsölu fyr
ir Landleiðir og bjuggum við þá í
yndislegu litlu sumarhúsi við Sandá.
Þar var ekkert rafmagn og því yndis
leg olíulampastemming. Þetta var al
gjört ævintýri fyrir borgar börn eins
og okkur. Það mótaði okkur öll að fá
að vera svona mikið í villtri íslenskri
náttúru og kynnast lífinu á bónda
bæjunum í þessum fallegu sveitum.“
Töfrar hlátursins
Glaðværðin og hláturinn hefur fylgt
Völu úr æsku. Hún er þekkt fyrir létta
lund sína og vill líkja áhrifamætti hlát
urs við töfra.
„Ég man að ég var ekki orðin mjög
gömul þegar ég uppgötvaði mátt glað
værðar og hláturs. Það eru einhverjir
töfrar sem myndast þegar fólk fer að
hlæja. Ég man mjög vel þegar ég fann
fyrir því í fyrsta sinn, það er að segja
þegar ég kom öðrum til að hlæja.
Pabbi var alltaf mjög rólegur og skap
góður maður en um leið mjög hnytt
inn og skemmtilegur og ég held að
ég hafi lært af honum mjög snemma
hve mikilvægt það er að finna gleðina
í hversdagsleikanum. Finna leiðir til
að sjá spaugilegar hliðar lífsins jafnvel
þegar síst skyldi.
Þessi eiginleiki að sjá hlutina með
húmor er ekki alltaf sjálfgefinn. Ég
held að maður verði að vinna í því
og þroska það með sér og það gagn
ast auðvitað ekki alltaf. En það er oft
sem það hreinlega bjargar manni í
erfiðum aðstæðum. Svo eru auðvitað
til rannsóknir sem sýna fram á það
að líkamsstarfsemin hreinlega breyt
ist við hlátur. Við hlátur myndast
svokölluð endorfín, eða náttúruleg
morfín líkamans. Og dæmi eru um
að menn hafi hreinlega læknað sjúk
dóma með þessum efnaskiptum sem
verða við hlátur og er þar líklega einna
þekktastur bandaríski prófessorinn
Norman Cousins sem skrifaði met
sölubókina Anatomy of an Illness þar
sem hann fjallar um sína reynslu af
því. Mér finnst þetta mjög áhugavert.“
Bindindisheit á unglingsárum
Það kemur líklega fáum á óvart að
Vala gerði ekki byltingakennda upp
reisn á unglingsárum. Hún strengdi
bindindisheit ung að árum sem hún
hefur haldið síðan.
„Unglingsárin hjá mér voru frekar
tíðindalítil. Ég var samviskusamur
nemandi, enda varla annað í boði þar
sem foreldrar mínir kenndu við skól
ann sem ég gekk í. En ég var strax þá
byrjuð að fara mínar eigin leiðir. Ég til
dæmis ákvað að ég skyldi hvorki fikta
við reykingar eða prufa að drekka
áfengi þó margir væru í þess konar
Valgerður Matthíasdóttir hefur átt lengra líf í
íslenskum fjölmiðlaheimi en flestir aðrir. Þar starfaði
hún af brennandi ástríðu og lagði allt undir. Stund-
um svo mikið að hún keyrði sig í kaf. Blaðamaður
settist niður með Valgerði á 101 hóteli í Reykjavík á
síðasta vetrardegi ársins, snæddi með henni fokdýra
súkkulaðiköku og ræddi við hana um vinnuálagið,
töfra hlátursins, ævintýrin með Jóni Óttari, stjórn-
málin og síþreytuna sem hún glímir við í dag.
fikti á þeim tíma og ég hef haldið því
alla tíð síðan. Ég tók alltaf þátt í öllum
skólaleikritum og kórum og fannst
það skemmtilegast. Ég var líka mikill
lestrarhestur og fannst alltaf best
þegar rigndi úti eða veðrið var vont
því þá gat ég gleypt í mig allar þær
þúsundir bóka sem foreldrar mínir
áttu og pabbi hafði smíðað hillur fyr
ir upp um alla veggi. Þetta var minn
heimur. Mér hefur því alltaf fundist
myrkrið á veturna þægilegt og rign
ingin góð. Það gefur mér einhvern
innri frið sem ég finn ekki eins vel í sól
og mikilli birtu.“
Elti ástina til Danmerkur
Þegar Vala var yngri lét hún sig
dreyma um að starfa í töfraheimi
leikhússins. Ástin leiddi hana þó á
aðrar slóðir. Til Danmerkur þar sem
hún kynntist arkitektúr.
„Ég var strax sem unglingur
heilluð af töfraheimi leikhússins
og kvikmyndum. Og svo teiknaði
ég mikið og málaði myndir, þannig
að ég sá mig alltaf fyrir mér í heimi
menningar og lista. Mamma er
mjög listræn og málaði bæði olíu
myndir og vatnslitamyndir og er
mjög skapandi og frjó manneskja
og pabbi var þessi klassíska bók
menntatýpa, prófessorinn sem
aldrei var öðruvísi en með pípu og
bók í hönd. Þarna lágu mín áhuga
mál. Ég átti mér lengi vel draum
um að fara í nám sem tengdist
leikhúsinu, annaðhvort leiklistar
nám eða leikmyndahönnun. Ég fór
í menntaskólann við Hamrahlíð
og á síðasta ári mínu þar varð ég
ástfangin af barnsföður mínum
Ólafi Árnasyni sem var þá nýbyrj
aður í arkitektanámi í Danmörku.
Ég flutti því út til hans til Danmerk
ur og þar kynntist ég arkitektanám
inu í gegnum hann. Þannig varð
það mjög afdrifaríkt fyrir mig að
kynnast honum á þessum tíma.“
Hressóævintýrið
Völu líkaði námið vel en á meðan
hún var enn í námi skildi hún við
eiginmann sinn. Hún kláraði sex ára
mastersnám í arkitektaskólanum í
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
„Einu sinni var ég
flutt upp á spítala
í sjúkrabíl í nýrnakasti
nær dauða en lífi. En
ég lét það ekki stoppa
mig, heldur boðaði bara
fundi með Jóni Óttari og
stjórninni upp á spítala.