Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 24
24 Umræða 17.–21. maí 2013 Helgarblað Ý msir hrukku í kút í síð- ustu viku þegar undirbún- ingshópur samráðsvett- vangs um aukna hagsæld lagði fram tillögur sínar um aukna skilvirkni í menntakerfinu. Þar efst á blaði voru hugmyndir um að fækka framhaldsskólum um 25, stytta nám í grunn- og fram- haldsskólum, fjölga í bekkjum og auka kennsluskyldu kennara. Með þessu móti var rökstutt að hægt yrði að auka skilvirkni mennta- kerfisins og bæta árangur þess. Tillögur þeirra byggðust á full- yrðingunni um að þrátt fyrir há framlög til menntamála stæðum við höllum fæti gagnvart hinum Norðurlöndunum á lykilmæli- kvörðum. Var þar horft til heildar- fjárframlaga miðað við verga landsframleiðslu, hlutfalls útskrif- aðra og PISA-kannana í lestri. Er Excel-skjalið rétt? Við nánari skoðun má setja spurn- ingarmerki við nokkrar af grunn- forsendum hópsins. Sagt er að árangur íslenskra barna í PISA sé undir meðaltali Norðurland- anna. Staðreyndin er að árangur íslenskra barna í PISA-könnunum í lestri hefur farið batnandi á síð- ustu árum. Í könnuninni 2009 voru aðeins átta OECD-ríki af 31 með marktækt betri árangur en Ísland. Árið 2006 voru þau 15. Þannig eru Noregur og Finnland fyrir ofan okkur en Svíþjóð og Danmörk fyrir neðan. Þegar fjárframlög til mennta- kerfisins eru skoðuð kemur í ljós að við eyðum mun minna en hin Norðurlöndin í rekstur framhalds- skóla og háskóla. Við eyðum hins vegar 22% meira í rekstur grunn- skóla. Ein skýring er hversu fá- menn þjóð við erum í stóru landi. Í skýrslunni er bent á að há fjár- framlög til grunnskólastigsins fara að hluta í að fjármagna svokallað- ar „óhagkvæmar rekstrareiningar“. Þær eru skilgreindar sem skólar með færri en 100 nemendur. Af 173 grunnskólum eru 56 með færri en 100 nemendur. Skýring sem ekki er nefnd er að við erum ein yngsta þjóð Evrópu og frjósemi ís- lenskra kvenna er með því mesta í Evrópu. Aðeins tyrkneskar kon- ur eignast fleiri börn. Það þýðir einfaldlega að við erum með hátt hlutfall af börnum í grunnskólum og því ekki óeðlilegt að kostnaður við þá sé hærra hlutfall af lands- framleiðslu. Hvernig bætum við skólana? Leiðir til úrbóta eru taldar vera að auka kennsluskyldu kennara, fækka námsárum, fækka skólum og setja reglur um lágmarks bekkj- arstærð. Þannig mætti auka fram- leiðni um 26%. Ekkert er þó sagt um gæði kennslunnar. Hvað getum við lært af reynslu annarra þjóða? Rannsóknir hafa sýnt að hærri fjárframlög skipta aðeins máli upp að ákveðnu marki. Það sem virðist skipta mestu máli eru starfskjör og að- búnaður kennara. Vel menntaður og ánægður kennari getur þannig náð betur til fleiri nemenda og komið námsefninu betur á fram- færi. Annað sem skiptir máli til að ná árangri eru jákvæðar væntingar til allra nemenda og að þeir séu ekki aðgreindir á grundvelli náms- getu. Í dag er kennaranám orðið fimm ára háskólanám. Á sama tíma eru laun kennara 26% lægri en á hinum Norðurlöndunum. Ís- lenskir kennarar kenna að sama skapi minna, þótt þeir vinni leng- ur í heildina. Á Íslandi fer 34% vinnutíma í kennslu miðað við 39% í Danmörku, 44% í Noregi og 51% að meðaltali í OECD-löndun- um. Kostnaður við kennsluna er einnig aðeins rúmur helmingur af heildarkostnaði. Annar kostn- aður er yfirstjórn og stoðþjónusta. Kostnaður við byggingu skóla er einnig umtalsverður. Við viljum öll gera betur. Við viljum ná sem bestum árangri fyrir börnin okkar. Við viljum að kennarar séu vel launaðir og ánægðir í starfi. Samanburður við önnur lönd segir okkur að lausnin er ekki að setja meiri fjármuni í menntakerfið. Ég get heldur ekki tekið undir að lausnin felist í hreppaflutningum á börnum búsettum á landsbyggðinni. Lausnin hlýtur að liggja í hvernig við nýtum takmarkaða fjármuni til að tryggja bæði gæði og framleiðni menntakerfisins. Okkur öllum til aukinnar hag- sældar. n H ið örlagaríka stjórnar- tímabil Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins frá 1995 til 2007 jók skatt- byrði láglaunahópa hér á landi. Á sama tíma var létt skött- um af ríkum, fjármagnseigendum og fyrirtækjum í anda dólgafrjáls- hyggjunnar. Á blaðsíðu 90 í vandaðri skýrslu, Íslenska skattkerfið: Samkeppn- ishæfni og skilvirkni, sem út kom haustið 2008, er þessu lýst svona: „… skattbyrði hefur aukist mest í lægri tekjuhópunum og er ástæðan sú að lækkun álagningarhlutfallsins hefur ekki dugað til að vega upp á móti hlutfallslegri lækkun persónu- afsláttar. Skattbyrðin eykst um rúmlega 10% prósentustig í lægstu tekjubilum, en munurinn fer síðan minnkandi og deyr út við 90% mörk- in. Stafar það af því að lægra álagn- ingarhlutfall hefur meira að segja eftir því sem tekjurnar eru hærri, auk þess sem afnám hátekjuskatts- ins virkar efst í tekjuskalanum.“ Yfir þennan sannleika, sem m.a. Tryggvi Þór Herbertsson og Vil- hjálmur Egilsson kvittuðu undir, var reynt að breiða árum saman. Boðberi dólgafrjálshyggjunnar í HÍ, Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, fór þar fremstur í flokki. Hann herjaði m.a. út fé hjá hinu opinbera til að skrifa 80 blaðsíðna skýrslu um „bestaheim-skattlausra-auð- manna“ til höfuðs Stefáni Ólafssyni prófessor, sem reynt hafði árum saman að benda á þennan sann- leika. Skýrsla þessi er hin versta hrákasmíð og er það best ég veit ekki mikið hampað. Ójöfnuður hafði aukist hröðum skrefum fram að hruni og var orðinn ískyggilegur þegar einnig var tekið mið af fjármagnstekjum. Góður vitnisburður Nú ber svo við að í nýrri skýrslu OECD er staðfest að fráfarandi rík- isstjórn snéri þessari þróun við með miklum látum. Ójöfnuður er nú minnstur á Ís- landi meðal OECD-landanna. Bil ríkra og fátækra er einnig með því minnsta sem þekkist. Þetta gerðist undir stjórn ríkis- stjórnar Samfylkingarinnar og VG á sama tíma og kreppa undanfar- inna ára sýndi ótvíræðar hneigðir í þá átt að auka ójöfnuð; hinir tekju- lægstu sæta mestum skerðingum og sums staðar hafa hinir ríkustu aukið tekjur sínar á hörmungar- tímum. En þannig var þetta ekki á Ís- landi. Þökk sé meðvitaðri stefnu sem fylgt var af fráfarandi ríkis- stjórn og eftir hefur verið tekið. Pólitísk stefna skiptir máli Gögn OECD staðfesta það sem Stef- án Ólafsson og samstarfsmenn hans hafa áður sagt og gert grein fyrir. Stefán leggur sjálfur út af þessum nýju tíðundum frá OECD og segir í Eyjubloggi sínu nú fyrir helgina: n Víðast lagðist kreppan með mestum þunga á lágtekjufólk, en ekki á Íslandi. Samt var kreppan hér dýpri en annars staðar. n Mest kjaraskerðing lagðist á lágtekjufólk í helstu kreppulöndum, eins og Grikklandi, Írlandi, Spáni, Ungverjalandi, Eistlandi, Ítalíu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Á Íslandi lagðist hlutfallslega meiri þungi af kreppunni á tekjuhærri hópana. n Samkvæmt þeim mælingum sem OECD notar til að meta fátækt (afstæð fátækt) þá dró heldur úr fá- tækt á Íslandi eftir hrun, en í flest- um ríkjum jókst fátækt. Það þýðir að tekjur lágtekjufólks minnkuðu minna en tekjur miðhópa á Íslandi. Hér tókst sem sagt að milda áhrif kreppunnar á fólk í lægri tekjuhóp- um umfram hærri tekjuhópa... n Í OECD-ríkjunum fækkaði eldri borgurum undir fátæktar- mörkum að jafnaði úr 15% í um 12%, en á Íslandi fækkaði þeim mun meira. Leið sú, sem fráfarandi ríkis- stjórn Samfylkingar og VG fór mið- aði að því að koma í veg fyrir fjölda- gjaldþrot hinna verst settu. Það var meðal annars gert á kostnað hinna efnameiri. Það tókst eins og sést á meðfylgj- andi mynd OECD. Eftir þessum árangri er tekið víða um lönd og hann á eftir að reynast þeirri ríkisstjórn, sem senn tekur við stjórnartaumunum, óþægileg- ur þegar halla fer á ógæfuhliðina aftur. n Lítill ójöfnuður Myndin sýnir að ójöfnuðurinn er minnstur á Íslandi meðal OECD-landanna samkvæmt GINI-stuðli (0 merkir að allir eru með jafnar tekjur, 1,0 merkir að einn er með allar tekjurnar). Jafnframt er tekjubil ríkra og fátækra með því minnsta sem gerist (gulir punktar). Óþægilegur sannleikur Aðsent Jóhann Hauksson „Ójöfnuður hafði aukist hröðum skrefum fram að hruni og var orðinn ískyggilegur þegar einnig var tekið mið af fjármagnstekjum. „Lausnin hlýtur að liggja í hvern- ig við nýtum takmarkaða fjármuni til að tryggja bæði gæði og framleiðni menntakerfisins. Tekjuójöfnuðurinn er mikill meðal landa innan OECD Myndin sýnir GINI-stuðul yfir ráðstöfunartekjur (blá súla - vinstri ás) og tekjubil milli 10% þeirra ríkustu og 10% þeirra fátækustu (hægri ás). Excel og raunveruleikinn Aðsent Eygló Harðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.