Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 41
Menning 41Helgarblað 17.–21. maí 2013 „Star Wars í dulargervi“ „Heimspekingar togaðir úr háloftunum „Óþreytandi og á nóg eftir“ Star Trek Into Darkness J.J.Abrams Hver er ég – og ef svo er, hve margir? Richard David Precht Iron Man 3 Shane Black Síðasta stuna listamanns Magnús Pálsson myndlistarmaður Segir sýninguna í Hafnarhúsinu líklega þá síðustu á ferli sínum. Fallið í yfirlið á þýskri leikhúshátíð E in virtasta leiklistarhátíð í heimi fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir. Valur Gunnars­ son fór á Theatertreffen í Berlín og fylgdist með æstum áhorf­ endaumræðum og maraþonleiksýn­ ingum. „Mér þykir leitt að segja „negragríma,“ en „negragríma“ er það sem þetta var kallað og það er ekki til annað orð yfir þetta en „negragríma“ þó maður eigi helst ekki að nota það orð,“ segir kynnirinn í bleika kjólnum þegar fjallað er um þann óheppilega sið á fyrri hluta 20. aldar að hvítir leik­ arar máluðu sig svarta í framan og léku staðlaðar ímyndir af blökkumönnum. „En þú varst að nota orðið þrisvar!“ kallar einhver úr salnum. „Mér þykir þetta leitt,“ segir sú á sviðinu og gerir fleiri tilraunir til að afsaka sig. Að lok­ um getur hún ekki meir og það líður yfir hana. Það er 50 ára afmæli Theatertreffen í Berlín, einnar virtustu leiklistar­ hátíðar í heimi, en ekki er allt drama á sviðinu fyrirfram ákveðið. Ljósin kvikna og áhorfendur yfirgefa salinn. Ef til vill munu hátíðarhöldin halda áfram þegar kynnirinn hefur vaknað aftur til lífsins. Drama í skugga múrsins Hátíðin var fyrst haldin árið 1964 þegar borginni var skipt í tvennt og leik­ hús austan megin við múrinn kepptu við þau vestan megin um að vera sem best. Þessi mikla samkeppni er ein ástæða þess að leikhúsmenning borgarinnar er enn með eins miklum blóma og raun ber vitni, en óvíða eru jafn mörg leikhús miðað við höfðatölu og einmitt hér. Á hinu fyrsta Theatertreffen komu leikhópar frá þýska málsvæðinu öllu, Austur­ og Vestur­Þýskalandi, Austur­ ríki og Sviss, saman og sýndu listir sín­ ar. Meðal hápunkta fyrstu hátíðarinnar var frumflutningur á hinu nú klassíska verki Marat/Sade. Hátíðin hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan og er enn þann dag í dag afar erfitt að fá miða. Skrifaði sig í hel „Þetta er besta sýning sem ég hef séð á tíu árum á Theatertreffen,“ kallar kona úr áhorfendasalnum eftir sýningu á „Jeder stirbt für sich allein“ (Allir deyja einir) í flutningi Thalia­leikhússins frá Hamborg. Bókin sem verkið er gert eft­ ir byggir á sannsögulegum heimildum og kom fyrst út árið 1947. Höfundur­ inn, Hans Fallada, var langt leiddur af drykkjusýki og morfínfíkn þegar hann komst yfir Gestapóskjöl um hjón sem dreifðu póstkortum með áróðri gegn Hitler og voru tekin af lífi fyrir vikið. „Það tók hann aðeins fjórar vikur að skrifa 700 blaðsíðna skáldsögu um efnið og hann lést nánast um leið og því var lokið,“ útskýrir Uwe Gössel, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Ástin og óttinn „Óttinn er allsráðandi í þessu samfé­ lagi og óttinn er einnig ráðandi í dag, ótti við efnahagshrun og atvinnuleysi og þunglyndi verður æ algengari kvilli. Þannig myndast tenging við samtím­ ann,“ segir leikstjórinn Luk Perceval. „En eins og Tsjekov sagði eru allar góð­ ar sögur í raun ástarsögur, og það á við hér líka þar sem samband hjónanna tveggja er í forgrunni.“ Leikararnir tala mismunandi mál­ lýskur, og athygli vekur að pyntinga­ meistari SS talar með þykkum austur­ rískum hreim. „Austurríkismenn töluðu eftir á um sjálfa sig sem fyrstu fórnarlömb Hitlers, en þeir voru með í þessu líka,“ segir einn áhorfenda. Maraþonleikhús Leikverkið tekur um fjóra og hálfa klukkustund í flutningi, sem þykir ekki endilega langt hér í borg. Tveim­ ur dögum síðar skín sólin skært yfir Berlín. Rússarnir fagna stríðslokum í 68. sinn á milli stalínískra minnisvarða í Treptower­garði, aðrir fara í kirkjur til að fagna uppstigningardegi og mun fleiri í almenningsgarða með bjór í hönd til að fagna komu sumars. Við Volksbühne er hins vegar stór hópur saman kominn um miðjan dag til að horfa á fimm klukkutíma uppsetningu Leipzig­leikhússins af Stríði og friði. Fólk hefur litlar áhyggjur af að missa af sólinni og færri komast að en vilja. Í fyrra tók flutningur á verki Ibsens, Jón Gabríel Borkmann, heilar tólf klukku­ stundir. Raunsæir Skandínavar „Ég hef komið hingað á hverju ári í fimm ár,“ segir Petra Franson, sænsk leikkona og doktorsnemi í leikhús­ fræðum. „Þýskt leikhús er einfaldlega það besta í heimi og það er hægt að gera hluti hér sem aldrei væri hægt að gera heima. Í Svíþjóð gerist það aldrei að sýningar séu meira en þrír og hálf­ ur tími.“ En hver er efnislegur munur á þýsku og skandinavísku leikhúsi? „Í enskumælandi leikhúsi er að­ aláherslan oftast á sálarlíf persón­ anna,“ segir Petra, „en í Skandinav­ íu er rík hefð fyrir félagslegu raunsæi sem nær allt aftur til natúralistanna Ibsens og Strindbergs. Í Þýskalandi er meira tekist á við rýmið sjálft og leik­ ararnir eru ekki hræddir við að stíga út úr rullum sínum. Við erum meðvituð um að við erum að horfa á sýningu, en á sama tíma er oft beinskeyttur póli­ tískur boðskapur.“ Þorleifur Arnarson, íslenskur leikstjóri sem hér er stadd­ ur til að halda erindi, samsinnir þessu: „Á Íslandi myndu flestir fyrst og fremst tala um söguna, frekar en persónurnar eða boðskapinn.“ Stríð, friður og óvinir fólksins Einn helsti leikstjóri Þjóðverja um þessar mundir er Thomas Ostermeier og viku áður var ég vitni að uppfær­ slu hans á Óvini fólksins eftir natúral­ istann Ibsen í Schaubühne. Þegar kemur að uppgjöri Stockmanns lækn­ is við þorpsbúa er kveikt á ljósum og áhorfendur hvattir til að taka þátt í umræðunum. „Hefur þetta áhrif á hvernig sýningin endar?“ kallar einn áhorfenda. „Við höldum umræðunum áfram á meðan einhver hefur enn eitt­ hvað að segja,“ svarar læknirinn. Eitthvað svipað gerist í Stríði og friði. Eftir fjóra klukkutíma af Tol­ stoy tekur við klukkutíma afbygging verksins þar sem leikararnir, stund­ um í hlutverkum sínum, stundum ekki, ræða það sín á milli og við áhorf­ endur. Við fáum aldrei að týna okkur í sögunni, aldrei að gleyma því að við erum stödd í leikhúsi. Heilög Jóhanna hreinsar til Upphafsmaður þessarar hefðar var Bertolt Brecht, sem á millistríðsár­ unum bjó til leikhús þar sem ætlunin var ekki aðeins að skemmta áhorfend­ um heldur neyða þá til að hugsa um boðskap verksins með því að brjóta það upp með svokölluðu „verfremd­ ungseffekt“ eða framandgervingu eins og það heitir á íslensku. Það er því við­ eigandi að eitt af höfuðverkum Thea­ tertreffen í ár skuli vera verk hans um Heilaga Jóhönnu í sláturhúsinu. Sýningin er sett upp eins og þögul kvikmynd við undirleik píanós og texta sem segir okkur í meginatriðum hvað fram fer. Sagan hefst í villta vestrinu, en undir lokin hafa stórborgir Banda­ ríkjanna risið í allri sinni dýrð og tjald á sviðinu kynnir leikarana í lit. Merki­ legt nokk er það fyrst hér sem sögu­ þráðurinn heldur sig að mestu leyti á sviðinu, utan eina og eina vísun í fólkið á fimmta bekk. Gagnrýnir áhorfendur „Hér er tekist á við mörg þemu, án þess að það sé neinn sýnilegur punkt­ ur með því,“ segir Olga Husch, kennari í þýsku. Það er kannski helst tvennt sem vekur athygli á hátíðinni, annars vegar hinn mikli áhugi á leikhúsi og hins vegar hið gagnrýna viðhorf áhorf­ enda. Á Íslandi virðist stundum að helst sé um hátíðarleikhús að ræða sem fólk sækir einu sinni á ári í sínu fínasta pússi og sannfærir síðan hvert annað um hvað hafi verið gaman. Í Berlín er fólk óhræddara við að gagn­ rýna, án þess að það dragi nokkuð úr áhuganum nema síður sé. Kynnirinn í bleika kjólnum stígur aftur á svið, virðist hafa rankað við sér og er nú kominn í grænan bol utan yfir. Hún kynnir Elfride Jelinek á svið, austur rískan nóbelsverðlaunahafa sem er eitt helsta leikskáld þýska mál­ svæðisins nú um stundir. Ekki nóg bara að kvarta Þeir sem eiga von á stífum samræðum við hátíðargestinn komast brátt að öðru, í stað Jelinek birtist búktalari með brúðu í hennar líki. Að því búnu lýkur sýningunni og barinn er opnað­ ur leikhúsgestum. Á sviðinu, að sjálf­ sögðu, til að afbyggja enn bilið á milli áhorfenda og leikara. Það er gott að vita að þrátt fyrir sína miklu hefð getur þýskt leikhús enn gert grín að sjálfu sér á milli þess sem það reynir að hvetja áhorfendur til aðgerða í umheiminum. Eða, eins og Stockmann læknir segir á sviði Schaubühne: „Það er ekki nóg bara að kvarta á sviðinu. Maður verður líka að gera eitthvað.“ n n Stórafmæli virtar leiklistarhátíðar í Berlín n Theatertreffen heimsótt kvöldið þiðnaði svo hljómurinn þegar hann hengdi upp hornið fyrir ofan arineldinn og barst úr horninu.“ Í verki Magnúsar bjó hann til skúlptúr sem samanstóð af inn­ volsinu í lúðri og innvolsinu í skó­ kassa. „Ég vildi hlutgera hljóminn. Búa til lúðurhljóm í skókassa,“ segir hann. „Aðstandendur sýn­ ingarinnar völdu þetta nafn því þeim fannst það á einhvern hátt viðeigandi. Og ég er sáttur við það heiti.“ Síðasta stunan Magnús er 83 ára og segir að nú sé komið að lokum á sínum lista­ mannsferli. Hann sé búinn að lofa sínum nánustu að hann sé hættur. Samt fæddist nýtt verk nú í vetur sem flutt verður á sýningunni um helgina. „Ég hugsa að það verði minn síðasti nýgjörningur. Verk­ ið heitir Stuna og fjallar um það sem ég kalla eina þyngstu stununa í íslenskri menn­ ingarsögu. Þetta er stuna Hall­ gríms Péturssonar sem gerð var ódauðleg í ljóði Matthíasar Jochumssonar þar sem skáldið yrkir um banalegu Hallgríms. Ljóðið endar á orðunum: Inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð. Hver er sá sem stynur, þar á beð? Þessi stuna hefur alltaf verið mér hugleikin, eins og lúður hljómur Münchausen.“ n „Við höldum um- ræðunum áfram á meðan einhver hefur enn eitthvað að segja Úr leikritinu Allir deyja einir eftir Hans Fallada Verkið er unnið upp úr raunverulegum Gestapo-skjölum. Bertholt Brecht afbyggður Áhorfendur eru sjálfir í stóru hlutverki á Theatertreffen. Leikhús Valur Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.