Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 29
Fólk 29Helgarblað 17.–21. maí 2013 Keyrði sig í Kaf Kaupmannahöfn og flutti heim með dóttur þeirra, Tinnu. Eitt af hennar fyrstu verkefnum á Íslandi var að endurhanna Hressingar skálann. „Ég fékk vinnu á einni af bestu teiknistofum landsins hjá arki­ tektunum Guðna Pálssyni og Dag­ nýju Helgadóttur. Og svo var ég svo heppin að fá það verkefni að endurhanna Hressingarskálann, en það var verkefni sem ég var byrj­ uð á áður en ég flutti heim. Það er auðvitað löngu búið að eyðileggja alla þá hönnun eins og venjan er hér á landi þar sem alltaf er verið að breyta og henda út því sem gert hefur verið. Þetta er held ég alveg séríslenskt fyrirbrigði.“ Ævintýrið með Jóni Óttari Kvöldið sem Hressingarskálinn var opnaður með pomp og prakt hitti Vala Jón Óttar Ragnarsson, þá pró­ fessor í matvælafræði í Háskóla Íslands, og nýtt ævintýratímabil tók við. „Það leiddi mig inn í fjölmiðla­ byltingu og síðan gríðarlega skemmtileg og spennandi ár. Við Jón Óttar urðum ástfangin. Ég eignaðist fósturdótturina Solveigu, dóttur Jóns, því móðir hennar var látin og Jón því einstæður faðir og við Tinna fluttum inn í Skaptahlíðina til þeirra þar sem upphaf Stöðvar 2 varð til. Jón Óttar var þá að kenna við Há­ skóla Íslands. En þeir félagarnir Jón Óttar og Hans Kristján Árnason voru að vinna að hugmynd um stofnun fyrstu einkareknu sjónvarpsstöðvar landsins. Ég hellti mér í það samstarf og var þannig komin í eitt stærsta ævintýri lífs míns. Og þar sameinuð­ ust líka öll mín áhugamál, myndlist, leiklist, tónlist, menning og listir og svo auðvitað þjóðfélagsmál og póli­ tík. Þar sem ég er menntaður húsa­ arkitekt og hafði einnig lært í námi mínu innanhússhönnun og iðn­ hönnun tók ég auðvitað að mér að hanna húsnæði Stöðvar 2. En það leið ekki á löngu þar til ég var kom­ in í dagskrárgerð ásamt því að vera í stjórn sjónvarpsstöðvarinnar og listrænn ráðunautur. Þetta var lík­ lega það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni og svo var ég auðvit­ að ástfangin á sama tíma þannig að þetta var engu líkt.“ Stjórnmálamenn settu sig upp á móti Stöð 2 Ævintýrið var ekki eintómur dans á rósum. Þau börðust saman fyrir því að fá leyfi fyrir stöðinni og margir trúðu ekki á verkefnið í byrjun. „Hér kom pólitíkin sterkt inn í dæmið því það voru ýmsir póli­ tíkusar sem vildu alls ekki að fjöl­ miðlalandslaginu yrði breytt. Ríkis­ sjónvarpið var með einokun á fjölmiðlamarkaðnum og lög sem vernduðu það. Í dag finnst okkur þetta svo fjarstæðukennt en þótti eðlilegt fyrir þessum rúmlega tutt­ ugu og fimm árum. Jón Óttar og Hans Kristján voru ekki tengdir póli­ tískum flokkum eða hagsmuna­ aðilum heldur voru hér á ferð miklir heimsborgarar og listamenn sem horfðu á stofnun stöðvarinnar sem innlegg í opnari umræðu um menn­ ingu og listir og óháða umfjöllun um þjóðfélagsmál. Ég held að bæði Jón Óttar og Hans Kristján búi yfir upp­ lýsingum um ýmislegt sem gerðist á bak við tjöldin á þessum tíma sem ekki hefur komið fram í dagsljósið. En það er þeirra að segja frá því. Það voru ýmsir stjórnmálamenn og athafnamenn sem voru á móti stofnun stöðvarinnar, því við vorum ákveðin í því frá byrjun að vera með sjálfstæða fréttastofu sem hvorki Jón Óttar né Hans vildu hafa ritstjórn­ arleg áhrif á og þar var Páll Magn­ ússon lykilmaður sem fréttastjóri. Ýmsir aðilar í stjórnmálunum og við­ skiptalífinu á þessum tíma vildu alls ekki að fjallað væri um þá eða þeirra mál á þessari nýju sjónvarpsstöð. Mér finnst sem fjölmiðlamanneskju mjög áhugavert að skoða hvern­ ig fjölmiðlar og pólitík spila saman og þar hefur margt breyst síðan við stofnuðum Stöð 2. Í dag er internetið stærsta sjónvarpsstöðin á Íslandi eins og um allan heim og hefur gjör­ bylt fjölmiðlalandslaginu hér eins og annars staðar mjög til góðs.“ Hélt vinnufund uppi á spítala Á þessum árum keyrði Vala sig í kaf. Hún segist alla tíð hafa barist við þá tilhneigingu að yfirkeyra sig í vinnu. „Á þessum árum þótti rosa­ leg flott að vera alveg að kæfa sig í vinnu og hafa varla tíma til nokkurs annars. Ég man að mér þótti töff að segja í viðtölum að það vantaði bara fleiri klukkutíma í sólarhringinn því það væri svo mikið að gera í vinnunni. Þetta finnst mér fáráðlegt í dag. Og auðvitað hrundi ég niður nokkrum sinnum. Einu sinni var ég flutt upp á spítala í sjúkrabíl í nýrna­ kasti nær dauða en lífi. En ég lét það ekki stoppa mig, heldur boðaði bara fundi með Jóni Óttari og stjórninni upp á spítala. Og í eitt skiptið leið yfir mig af álagi í miðri kvikmynda­ töku. Tómt rugl, en mér þótti þetta bara töff. Ég var svo rosalega dug­ leg. En fyrr má nú rota en dauðrota, eins og sagt er. Ég var alveg komin að mínum þolmörkum. Í dag veit ég að linnulaus streita hefur smám saman eyðileggingaráhrif á ónæmiskerfið og nýrnahetturnar framleiða of mikið af streituhormónum sem leið­ ir hreinlega til veikinda. Ég er hrædd um að ég hafi lengi vel metið mína eigin verðleika út frá vinnu og ver­ kefnum og viljað helst vera alltaf að reyna að slá í gegn á einhverju sviði. Opna nýja sjónvarpsstöð, búa til vinsælustu þættina og svo framveg­ is. Sjálfsmatið lá svolítið út frá því hvernig mér gekk í þeim verkefnum sem ég vann, í staðinn fyrir að meta sjálfa mig fyrir þá manneskju sem ég er, með mínum kostum og göll­ um. Og ég átti eftir að lenda í þessu nokkrum sinnum áður en ég lærði hvað ég þurfti að gera til að halda heilsu. Það sem svo bjargaði mér frá því að ganga ekki hreinlega af mér dauðri var lærdómur um mátt holls mataræðis, jóga og hugleiðslu. Svo held ég að það hafi sannarlega hjálp­ að mér mikið hvað ég átti yfirleitt auðvelt með að vera jákvæð og finna leiðir til að hlæja og slaka þannig á. Þetta tvennt bjargaði lífi mínu.“ Sálfræðiaðstoð var feimnismál Vala tók á erfiðleikum sínum af festu og ábyrgð. Hún leitaði sér sálfræði­ aðstoðar og var ófeimin við að ræða um vanda sinn í fjölmiðlum. „Ég hafði sem betur fer vit á því á þessum tíma að leita aðstoðar Baldvins Steindórssonar sálfræðings sem var mér alveg ómetanlegt. Það var mjög áhugavert og ég skildi svo margt svo miklu betur eftir þá sál­ fræðitíma. Ég man líka að ég sagði frá þessum sálfræðitímum í tímaritsvið­ tali sem vakti heilmikla athygli, því sálfræðiaðstoð var svo mikið feimnis mál á þeim tíma. En ég fékk líka mjög góð viðbrögð við þessari hreinskilni og margir sem höfðu samband við mig og þökkuðu mér fyrir að tala um þetta. Kannski hafði það sitt að segja að ég hafði búið eitt ár í Bandaríkjunum sem skiptinemi og þar fylgdist ég með þjóðfélags­ umræðunni og kynntist viðhorfum Bandaríkjamanna til sálfræðiaðstoð­ ar. Dáldið skemmtileg Woody Allen­ stemming í því. Í dag finnst fólki auð­ vitað sálfræðiaðstoð jafn eðlileg og að fara til tannlæknis og um ekkert feimnismál að ræða. Ég er stolt af því að hafa verið í framvarðasveitinni „Svo nokkrum árum síðar vaknaði ég upp við þann vonda draum að ég var komin með erfiða síþreytu.„Sjálfsmatið lá svolítið út frá því hvernig mér gekk í þeim verkefnum sem ég vann. M y n d ir S ig tr y g g u r a r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.