Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 35
Eurovision 35Helgarblað 17.–21. maí 2013 Rokkar og kennir börnum E in helsta og jafnframt fyrsta Eurovision-hetja Íslendinga mætti aftur til leiks árið 2007. Það var enginn annar en sjálfur Eiríkur Hauksson sem flutti ógleymanlega Gleðibank- ann árið 1986 ásamt Helgu Möll- er og Pálma Gunnarssyni. Eiríkur flutti lagið Ég les í lófa þínum sem náði þó ekki inn í aðalkeppnina. Í dag býr Eiríkur hátt uppi á hæð í Frederikstad, smábæ í grennd við Ósló með útsýni yfir allan bæinn og beint á móti hon- um býr einmitt annar rokkari, Åge Sten Nilsen í Wig Wam, sem er mörgum Íslendingum kunnur. Gamlir rokkarar mætast „Hverfið er stundum í gamni kallað Beverly Hills, og það er skemmtileg tilviljun að við Åge Sten höfum báðir keppt í Eurovision. Við mætumst hérna gömlu rokkararnir,“ segir Eiríkur. Hann hefur búið í Noregi í 24 ár, glímt við krabbamein, skilnað en náð bæði bata og æskuástinni aftur til sín. Kannski við ættum að senda Eirík aftur í Eurovision. Hann kann að rata af botninum og alla leið upp á topp. „Ég flutti hingað eingöngu út af tónlistinni, fékk tilboð um að vera í metalbandi hérna og lét slag standa,“ sagði Eiríkur nýlega í viðtali við DV. Í Noregi hefur Ei- ríkur kennt börnum og ungling- um sem aðrir hafa gefist upp á og notar sínar eigin aðferðir til að ná til þeirra. Í þeim efnum seg- ir hann gilda að láta ungmenn- in finna fyrir því að þau eigi sér bandamann. Nóg að gera í tónlistinni „Það er nokkuð sem er mjög mikil vægt. Þetta eru krakkar sem bæði skólar og heimili hafa gef- ist upp á,“ segir Eiríkur sem hefur nóg við að vera í tónlistinni í Nor- egi. Hann túrar með Ken Hensley (fyrrverandi meðlimi Uriah Heep) en saman eru þeir í norsku sveitinni Live Fire. Hann er líka einn aðalsöngvari sveitarinn- ar Magic Pie, og í þeirri sveit er hann líka gítarleikari. n Býr í norska Beverly Hills n Hefur glímt við krabbamein n Segir Ingibjörg Stefánsdóttir Valentine Lost Eiki átti að taka Eurovision á rauða hárinu og rokk- inu en náði ekki í gegn. Býr í norska Beverly Hills Eiríkur býr í grennd við frægar Eurovision-kempur í Frederikstad í Noregi. S elma hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því keppnin fór fram, auk þess sem hún hefur getið sér gott orð sem leikkona og leikstjóri. Það dró þó til tíðinda hjá henni nýlega. „Ég var atvinnulaus og allt í rugli,“ sagði Selma í viðtali við Nýtt Líf fyrir ári. Þar greindi hún frá skilnaði við fyrrverandi eiginmann sinn, Rúnar Frey Gísla- son leikara. Selma var í leikstjórnarnámi í Bristol þegar ákvörðun um skilnað var tekin. „Ég var nýbyrjuð í skólanum þegar líf mitt tók skyndi- lega u-beygju og ég gat ekki haldið áfram í nám- inu,“ segir Selma í viðtalinu en hún fluttist heim til barna sinna á miðju leikári. „En neyðin kennir naktri konu að spinna,“ sagði Selma og skellti í eina plötu. Hársbreidd frá því að sigra Sakna tónlistarinnar I ngibjörg Stefáns- dóttir flutti lagið Þá veistu svar- ið á Írlandi og varð í 13. sæti. „Þetta var æðisleg reynsla en það hrúguðust ekki að mér atvinnutilboðin eftir keppnina,“ segir Ingibjörg. Eftir keppnina var hún í hljóm- sveit en hélt svo fljótlega til Bandaríkjanna í leiklistar- og dansnám. „Ég var talsvert að syngja eftir að ég kom út og eftir að ég kom heim úr námi tók ég þátt í nokkrum söngleikjum,“ segir hún. Ingibjörg kynntist jóga í Bandaríkjunum og heillaðist af því. Hún hefur hin síðari ár kennt jóga og á og rekur stöðina Yoga Shala. „Ég er búin að vera í tónlistarnámi og sem mikið af tónlist. Nú er ég með tvö lítil börn og það þriðja rétt ókomið í heiminn. Ef það er eitthvað sem ég sakna í lífinu þá er það tónlist og söngur og það er alltaf verið að hvetja mig til að gera meira á því sviði,“ segir hún. Eurovision-drottning Íslands Þ ótt Hera Björk hafi verið stórglæsilegt á sviðinu í Þýskalandi og frammistaða hennar hafi verið til fyrir myndar náði hún ekki nema 19. sæti. Þrátt fyrir þetta eignaðist hún fjölda aðdáenda um allan heim og voru stofnaðar aðdáendasíður henni til heiðurs. Hún var búsett í Danmörku um tíma og tók þátt í undankeppninni þar árið 2009 með laginu Someday sem vakti mikla athygli. Í mars gerði hún sér svo lítið fyrir og sigraði í stórri lagakeppni í Chile sem er sjónvarpað um allan hinn spænskumælandi heim. Lagið heitir Because You Can en Hera Björk samdi það ásamt lagahöfundinum Örlygi Smára og tveimur dönskum höfundum. Verðlaunin voru ekki af verri endanum en Hera fékk rúmar fjórar milljónir íslenskra króna fyrir sigurinn. Hera Björk hefur komið fram á hinum ýmsu tónleik- um, svo sem Frostrósum, en auk þess rekur hún verslun á Laugarveginum sem heitir Púkó og smart. n Með fjölda trompa á hendi Je Ne Sais Quoi Hera eignaðist fjölda aðdáenda víða um heim eftir þátttöku sína í keppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.