Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 40
É g er alltaf að lofa mínu fólki að ég sé hættur. Ætli þetta sé ekki mín síðasta sýning,“ segir Magnús en hann hefur unnið í þágu listagyðjunnar í um sex áratugi. Verk Magnúsar eru fjölbreytt. Hann starfar á mörkum leikhúss, tónlistar og myndlistar og hefur upplifað fleiri en eina byltingu í íslenskri myndlist. Óhefðbundin sýning Á yfirlitssýningunni á Listahátíð er einblínt á sviðsetta gjörninga Magn­ úsar á árunum 1980–2013; fimm af gjörningum Magnúsar verða endur­ fluttir í nýrri mynd og nýtt verk frum­ flutt. „Þetta er því ekki hefðbundin yfir­ litssýning,“ útskýrir Magnús. „Það á að vinna verkin upp á nýtt. Eins og gerist í leikhúsi. Menn nálgast leikrit alltaf á nýjan hátt og hver uppsetn­ ing er mismunandi eftir því hver er við stjórnvölinn. Í mínum verkum eru handritin mun opnari en venju­ leg leikhúshandrit og því hægt að fara með verkin í margar áttir. Það er líka stórskemmtilegt að ungir listamenn koma nú að því að setja upp mína gjörninga. Ég hef sjálfur framkvæmt þetta áður en nú fara aðrir listamenn eftir mínu handriti og gera þetta á sinn hátt. Ég er spenntur að sjá afraksturinn.“ Sterk tengsl við leikhúsið Tengsl Magnúsar við leikhúsið eru sterk. Hann lærði að búa til leik­ myndir í Englandi og starfaði innan veggja leikhússins. „Já, leikhúsið er mér mikilvægt. Mér þykir mjög vænt um leikhús. En ég er ekki alltaf ánægður með hvernig unnið er í leikhúsinu. Þess vegna sneri ég mér að gjörning­ um. Það er í raun sami miðillinn þó framkvæmdin sé öðruvísi. Tæknin er svipuð, hvernig mannslíkaminn er notaður, en nálgunin önnur.“ Upplifði byltingar í listum Magnús upplifði mikla um­ breytingartíma í íslensku listalífi. Hann var ungur og leitandi lista­ maður á Flúxus­tímanum – þegar listamenn eins og John Cage, Joseph Beuys og Dieter Roth breyttu hug­ myndum manna um hvað væri list. „Þessir listamenn voru mínir kollegar – þó ég þekkti ekki nema fáa af þeim persónulega. En mitt mót­ unarferli átti sér stað á þessum tíma. Upp úr 1960,“ segir Magnús. „Fyrst fylgdist maður með breytingum úr landslagslist yfir í flata list abstrakts­ ins. Það var bylting. Svo á sér stað önnur bylting í kringum 1960 sem er gjarnan kennd við Flúxus­hóp­ inn, þó ekki sé allt frá honum komið. Og svo er byltingin í list sjöunda ára­ tugarins þegar hugmyndalistin kem­ ur fram – konseptlistin.“ En hvað finnst þér um listaumhverfið í dag? „Það eru margfalt fleiri menntaðir listamenn. Það er ólíku saman að jafna; allur þessi fjöldi sem geng­ ið hefur í gegnum listaskóla er að fást við list á einhvern hátt. Þetta er gífurlegur fjöldi miðað við þær fáu hræður sem voru að fást við þetta á mínum ungdómsárum. Við höfum kannski ekki horft á jafn róttækar byltingar í listum á síðustu árum. En listin er alltaf að breytast og þróast. Mér finnst reyndar betra að tala um breytingar í tengslum við listir. Ekki þróun.“ Lúðrahljómur í skókassa Heiti yfirlitssýningarinnar er Lúðrablástur í skókassa. Það er til­ vísun í verk eftir Magnús frá árinu 1976. Verkið samanstóð úr þremur hlutum úr gifsi. Einn hlutur hékk í loftinu en tveir lágu á borði. Titilinn sótti hann í fræga sögu af barónin­ um og lygalaupnum Münchausen. „Münchausen var á veiðum og ætlaði að blása í veiðihornið sitt en það var svo mikið frost að hljóm­ urinn fraus í horninu. Síðar um 40 17.–21. maí 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Blóðug endurgerð“ „Frábær klækjavefur“ Evil Dead Fede Alvarez House of Cards Síðasta stuna listamanns Viðtal Símon Birgisson simonb@dv.is Myndlistarmaðurinn Magnús Pálsson er í aðal- hlutverki á Listahátíð í Reykjavík sem hefst nú um helgina. Á laugardaginn verður opnuð yfirlitssýning á verkum hans sem ber heitið Lúðurhljómur í skókassa. Magnús segir sýninguna þá síðustu á sínum ferli. „En listin er alltaf að breytast og þróast Gjörningar sem fluttir verða á sýningunni: 18. maí Sprengd hljóðhimna vinstra megin (1991) Stjórnandi: Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Flytj- endur: Arnar Jónsson, Edda Arnljótsdóttir, Guðný Helgadóttir o.fl. Stuna (2013) Stjórnendur: Hörður Bragason og Pétur Magnússon Flytjendur: Íslenski hljóðljóða- kórinn 20. maí Einsemd: Steypa Stjórnandi: Ragnhildur Stefánsdóttir Flytjendur: Þungarokkshljómsveitin MUCK 23. maí Ævintýr (1997) Stjórnandi: Atli Ingólfsson og Þráinn Hjálmarsson Flytjendur: Bergur Ingólfsson, Katla M. Þorgeirsdóttir o.fl. Þrígaldur þursavænn (2000) Stjórnendur: Ingibjörg Magnadóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir Flytjendur: Nemendur í LHÍ 25. maí Kross (1996) Stjórnendur: Guðmundur Oddur Magnússon og Daníel Björnsson Flytjendur: Íslenski táknmálskórinn og Kammerkór Suðurlands Lúðurhljómur í skókassa n 18. maí–1. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.