Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 58
58 Fólk 17.–21. maí 2013 Helgarblað Stoltur af konu Sinni„Mér finnst Angie hafa unnið hetjudáð n Brad Pitt studdi Angelinu Jolie alla leið S tjörnuparið Brad Pitt og Angelina Jolie eru afar samrýnd og það kom engum á óvart að hann hefði stutt þétt við bak hennar þegar hún gekkst undir erfiða aðgerð fyrir stuttu síðan og lét fjarlægja bæði brjóst sín vegna hættu á brjóstakrabbameini. „Mér finnst Angie hafa unnið hetjudáð, eins og svo margir aðrir sem standa frammi fyrir ákvörðunum sem þessum,“ sagði bljúgur Brad um konu sína. „Mig langar til að þakka þeim sem komu að aðgerðinni fyrir ná- kvæmni og sýnda hlýju. Allt sem mig langar er að eiga með henni og börnunum langt og heilsu- samlegt líf.“ Angie hefur sjálf hlaðið eigin- mann sinn lofi fyrir stuðninginn. „Brad var viðstaddur hverja ein- ustu mínútu,“ skrifaði hún í pistli um aðgerðina. „Okkur tókst að finna spaugilegar hliðar og hlæja saman, þrátt fyrir allt. Við viss- um að þetta væri það eina rétta fyrir fjölskylduna og að ákvörðun- in myndi færa okkur nær hvert öðru.“ Gæfuríkt samband Samband Angelinu Jolie og Brad Pitt er mörgum fyrirmynd. Brad er afar stoltur af konu sinni sem lét fjarlægja bæði brjóst sín ný- lega vegna hættu á brjóstakrabbameini. Ófrísk aftur? B eyoncé þurfti að fresta tón- leikum sínum í Antwerpen á dögunum og var það sam- kvæmt læknisráði. Í kjöl- farið setti hún mynd af handskrif- uðum skilaboðum til aðdáenda sinna á Facebook-síðu sína þar sem hún afsakaði þetta. „Ég hef aldrei frestað tónleikum áður. Það var mjög erfitt fyrir mig. Ég lofa að ég mun bæta ykkur þetta upp, mjög fljótlega. Mér þykir leitt ef ég olli ykkur vonbrigðum. Takk fyrir hugulsemina. Mér líður mun bet- ur núna og er tilbúin til að halda flotta tónleika fyrir ykkur. Sjáumst í kvöld. Ástarkveðjur, Beyoncé.“ Þetta rennir jafnvel stoðum undir þær sögusagnir að söng- konan sé ófrísk að sínu öðru barni en The New York Post heldur því fram að blaðið hafi áreiðan legar heimildir fyrir að svo sé. Hún og Jay Z eiga fyrir dótturina Ivy Carter sem fæddist í byrjun árs 2012. Án kærustunnar á afmælisdaginn Þ að hefur gengið á ýmsu í sambandi vampíranna Kirsten Stewart og Roberts Pattinson en nýlega greindi DV frá því að svo liti út fyrir að þau hefðu náð saman aftur. Þá sást til þeirra á tónlistarhátíð og virtist sem allt hefði fallið í ljúfa löð. Eitthvað hriktir þó enn í stoðunum en svo virðist sem Pattinson hafi haldið upp á 27 ára afmæli sitt án kærustunnar en myndir náðust af Kirsten með vin- konu sinni á afmælisdegi hans. Var leikkonan afar vansæl að sjá á myndunum sem Daily Mail birti. Ekki var greint frá því hvernig Pattinson hafi eytt afmælisdegi sínum. n Stewart sást með vinkonu sinni Parið fræga Skötuhjúin léku saman í Twilight Saga-myndunum. Sorgmædd að sjá Stewart á afmælisdegi Pattinson. Glæsileg í bikiníi F yrrverandi eiginkona auð- kýfingsins Donalds Trump, Marla, er með glæsileg- ustu konum eins og sést á þessari mynd sem náðist af henni á strönd í Miami fyrir skömmu. Það dettur sjálfsagt fáum í hug að þessi kona sé að verða fimm- tug. Marla var önnur eiginkona Trumps en þau giftust 1993 og stóð hjónabandið í sex ár og saman eignuðust þau eina dóttur. Í dag er Marla einhleyp og býr í New York. Að sögn kann hún því vel og hafnar því að hún hafi hug á að ganga í hjónband á nýjan leik. Kroppur Marla Trump ber aldurinn einkar vel. n Sagan segir að þau eigi von á öðru barni sínu Beyoncé og Jay Z Talið er að söngkonan sé ófrísk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.