Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 17.–21. maí 2013  Hryllingshæð Námuverkamenn ganga um hryllingshæðina svonefndu, „Hill of horror“, 100 kílómetra norðvestur af Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Þar eru grafin lík 43 námuverkamanna, sem létust í verkfallsátökum við lögreglu í fyrra. Óttast er að leikurinn verði endurtekinn því verkamenn eins stærsta framleiðanda hvítagulls í heiminum eru farnir í ólöglegt verkfall. Þeir krefjast kjarabóta og að niðurskurðaráform verði dregin til baka. Spennan hefur stigmagnast undanfarna daga.  Dó í blóma lífsins Ættingjar báru hina 22 ára Ayten Calim til grafar í bænum Reyhanli, nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands á miðvikudag. Calim var í hópi þeirra 50 sem létust í tveimur sprengjuárásum um helgina. Ættingjarnir huldu lík hennar með múslímskri bæna- mottu og brúðkaupskjól hinnar látnu, þegar þeir létu hana síga ofan í gröfina.  Dreginn upp úr síki Hann gekk heldur geyst um gleðinnar dyr, stuðningsmaður Chelsea, sem ætlaði að fylgjast með liði sínu etja kappi við Benfica í úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á miðvikudag. Lögreglumönnum tókst, með hjálp annarra stuðningsmanna, að draga hann upp úr síki í Amsterdam þar sem leikurinn fór fram. Engum sögum fer af því hvort hann komst á leikinn.  Úrvinda gúmmíönd Loftlaus gúmmíönd rak um Victoriu-höfnina í Hong Kong á miðvikudag. Þetta 16,5 metra háa ferlíki er verk listamannsins Floerntijn Hofman. Skúlptúrinn verður til sýnis fyrir gesti Ocean Terminal í Hong Kong næsta mánuðinn. Eitthvað hafði öndin látið á sjá á miðvikudag, þegar myndin var tekin, en lofti var hleypt úr henni eftir að í ljós kom að hún hélt ekki vatni.  Síðasti kossinn Hann var kampakátur Alex Ferguson, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann kyssti sinn síðasta bikar á Old Trafford um liðna helgi. Sjónarsviptir verður að stjóranum litríka.  Fastur í öryggisbúnaði Hermaður þurfti að beita hníf til að l osa sig frá herþyrlu Bandaríkjahers við æfingu á miðv ikudag. Hann hafði stokkið úr þyrlunni en e kki vildi betur til en svo að hann flæktist í öryggisbú naði. Hann varð því að skera sig lausan. Fjö rutíu og ein þjóð tekur þátt í umfangsmiklum æfi ngum af þessum toga í Persaflóa og stand a þær yfir til 30. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.