Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 19
Léttir að Losna við brjóstin Fréttir 19Helgarblað 17.–21. maí 2013 n Lét taka bæði brjóstin n Systirin fékk brjóstakrabba n Krabbamein fannst þegar brjóstin voru tekin fer bara eftir hverri og einni konu. En léttirinn sem fylgdi því þegar aðgerðin var búin var ólýsan­ legur. Það var gott að vera búin með þetta. Ekki síst af því að ég var komin með frumubreytingar og krabbamein á byrjunarstigi og fékk strax staðfestingu á að þetta var alveg rétt ákvörðun.“ n Á árunum 2008 til 2011 fóru tvær til þrjár konur á ári í brjóstnámsaðgerðir í fyrir­ byggjandi skyni hér á landi. Á síðustu mánuðum hefur hins vegar verið gerð ein slík aðgerð á mánuði, að sögn Kristjáns Skúla Ásgeirssonar, brjóstaskurðlæknis á Landspítalanum. „Það hefur orðið gríðarlega mikil aukning og það verður mikil aukning á næstu árum,“ segir Kristján. Konur sem fara í slíkar aðgerðir hafa annaðhvort greinst með stökk­ breytta genið BRCA 1 eða BRCA 2. Um 80 prósenta líkur eru á því að konur sem bera genið fái brjóstakrabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. „Langflestar konur hér á landi eru með BRCA 2, en ekki BRCA 1 eins og Angelina Jolie. Sjúkdómsmynstur þeirra kvenna sem fá brjóstakrabba­ mein af BRCA 2 er öðruvísi en af BRCA 1.“ Krabbamein af völdum BRCA er oftar læknanlegt en hitt, að sögn Kristjáns. „Það er ekki eins illvígur sjúkdómur.“ Flestar byrja í eftirliti Á Landspítalanum er starfrækt mót­ taka í erfðaráðgjöf þar sem áhætta kvenna, sem eiga sér fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein, er metin. Eftir að konur hafa farið í gegnum rannsóknir í erfðaráðgjöfinni koma konur í móttöku á göngudeild skurð­ lækninga. Þar er þeim boðið upp á tvær leiðir, annars vegar brjóst­ námsaðgerð og hins vegar eftirlit. „Þá fara konur í segulómskoðun eða röntgenmyndatöku á sex mánaða fresti. Svo hitta þær okkur og við gef­ um þeim aftur þessa valkosti ef þær hafa áður ákveðið að fara í eftirlit.“ Kristján segir flestar konur kjósa að byrja í eftirliti en eftir því sem árin líði þá kjósi margar að fara í aðgerð að lokum. Þeim konum sem fara í brjóst­ námsaðgerð er gefinn kostur á því að fara í uppbyggingu á brjóstum í kjöl­ farið og segir Kristján flestar kjósa að fara þá leið, nema eitthvað annað í heilsufari þeirra komi í veg fyrir það. Stórar og miklar aðgerðir Mikill undirbúningur og fræðsla á sér stað áður kona fer í brjóstnáms­ aðgerð enda um stóra ákvörðun að ræða. „Þetta eru oft stórar, miklar og langar aðgerðir og oft eru eggjaleiðarar og eggjastokkar fjar­ lægðir í sömu aðgerð hjá þessum konum. Þetta er gríðarlega mikið inngrip í þeirra hormónakerfi að miklu leyti,“ útskýrir Kristján. Brjóstnámsaðgerðir ásamt brott­ námi á eggjastokkum og eggjaleiður­ um geta tekið allt að átta klukku­ tímum og konur eru oft í margar vikur eða mánuði að jafna sig. Að­ spurður hvort aðgerðunum fylgi ein­ hver áhætta, segir Kristján að að­ gerðum fylgi vissulega alltaf áhætta. Það geti alltaf komið upp sýkingar og blæðingar. Í brjóstauppbyggingu er aðskotahlutum í formi brjóstapúða komið fyrir inni í líkama kvenna, en þegar það er gert er alltaf viss áhætta á fylgikvillum. Líkamsmynd og lífsgæði fara saman „Hvað varðar eggjastokka og eggjaleiðara, þá erum við oft að setja þessar konur í snemmkomin tíðar­ hvörf. Þannig þetta hefur mikil áhrif á hormónastarfsemina. Svo hefur þetta oft áhrif á líkamsmynd þeirra og stundum lífsgæði,“ segir Krist­ ján. Hann bendir jafnframt á að brjóstauppbygging hafi vissulega það hlutverk að viðhalda líkams­ mynd kvennanna og þeim lífsgæð­ um sem tengjast því að hafa brjóst. „Það eru gríðarlega mikil tengsl á milli líkamsmyndar kvenna og lífs­ gæða. Það er það sem við reynum að gera, bjóða þeim upp á halda þessari líkamsmynd. En uppbyggð brjóst eru vissulega aldrei eins og eðlileg brjóst.“ Léttir þegar ákvörðun er komin Aðspurður hvort konur þurfi á sál­ fræðimeðferð að halda eftir slík­ ar aðgerðir, segir Kristján það afar sjaldgæft. Hann segir mikinn stuðn­ ing veittan á móttöku­ og göngudeild skurðlækna. Konur koma í mörg við­ töl áður en ákvörðunin er tekin og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar taka þátt í viðtölum. Þá er konunum boð­ ið að ræða við aðrar konur sem hafa farið í slíkar aðgerðir. Ferilinn er oft langur og í sumum tilfellum koma konur í viðtöl í nokkur ár áður en að­ gerð er framkvæmd. „Við gerum aldrei þessar aðgerðir nema konur séu búnar að kynna sér kosti og galla þeirra gríðarlega vel. Átta sig á því hvert umfang aðgerðar­ innar er og hvaða afleiðingar þetta kann að hafa á líkamsmynd þeirra.“ Hann segir konum það yfirleitt létt­ ir þegar þegar þær eru búnar að taka ákvörðun um að fara í aðgerð. „Hjall­ inn er yfirleitt að taka ákvörðun um að fara þessa leið.“ Læknanlegt í 80 prósent tilfella Kristján segir þessar aðgerðir vissu­ lega árangursríkar í þeim tilgangi að minnka áhættuna á að fá sjúkdóm­ inn en það megi þó ekki gleyma í umræðunni að brjóstakrabbamein sé í flestum tilfellum læknanlegt. „Ef þú tekur allar konur, þá læknast um 80 prósent þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein. Það eru margir aðrir sjúkdómar sem eru miklu skelfilegri. En þetta er sjúkdómur sem konur hræðast rosalega mikið og það er þess vegna sem þessi um­ ræða er komin af stað. Það er mikil hræðsla en það verður líka að setja þetta í ákveðið samhengi.“ Aðspurður hvort honum finnist að konur eigi rétt á að fá að vita ef þær eru í áhættuhópi, segist Kristján lítið vilja blanda sér í þá umræðu. „Þetta er gríðarleg flókið mál og ég held að réttur þeirra til að fá ekki þessar upplýsingar sé jafn sterkur og að fá þær.“ Kári Stefánsson hefur bent á að það sé réttur einstaklinga að fá þess­ ar upplýsingar svo þeir geti tekið ákvörðun út frá þeim. „En við finn­ um það á erfðaráðgjöfinni hér að þetta misjafnt. Það geta til dæmis komið hingað systur, önnur er með BRCA og það eru 50 prósenta líkur á því að hin systirin sé með það líka, en hún vill ekki fá að vita það. Það á ekki að þröngva þessum upplýsing­ um inn á þær,“ segir Kristján. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Brjóstnámsaðgerðum fjölgar n Ein aðgerð á mánuði n Konur fara oft í viðtöl áður en þær taka ákvörðun„Ef þú tekur allar konur, þá læknast um 80 prósent þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein. Það eru margir aðrir sjúkdómar sem eru miklu skelfilegri. 80 prósenta líkur á brjóstakrabba Um 80 prósenta líkur eru á því konur sem greinast með hið stökkbreytta gen fái brjóstakrabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Flestar byrja í eftirliti Kristján segir að flestar konur sem greinast með stökkbreytt gen byrji á því að vera undir eftirliti í einhvern tíma. Eftir því sem árin líða kjósa margar þeirra að fara í aðgerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.