Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 32
32 Eurovision 17.–21. maí 2013 Helgarblað en fullkomnunarsinni Þ að er ekki hægt annað en að vera ánægður með þetta – þetta er bara frábært,“ sagði Eyþór Ingi þegar DV náði tali af honum þegar í ljós var komið að Ísland komst áfram og tryggði sér þátttökurétt á loka­ kvöldinu í Eurovision. „Tilfinning var mjög góð – það er rosalega gaman að fá annað tækifæri til þess að gera þetta.“ Aðspurður um hvort hann hafi búist við því að komast áfram á úr­ slitakvöldið segir Eyþór: „Nei – í rauninni ekki – ég hugsaði ekkert um það. Það var ekki fyrr en það var ver­ ið að lesa upp spjöldin að ég hugs­ aði: „Já, alveg rétt – það er komið að þessu.“ „Ég varð svona hálfmeyr,“ segir Eyþór um upplifun sína á sviðinu: „Ég hugsaði um fólkið mitt í salnum – fjölskylduna mína heima, börnin mín, en annars var ég mjög slakur.“ Nú taka við frekari æfingar og hljóð­ prófanir fyrir lokakvöldið á laugar­ daginn. Einlægur og listhneigður „Hann er góðhjartaður. Hann er húmoristi með yndislega nærveru. Það er sama hvað gengur á, hann er alltaf með báða fætur á jörðinni. Hann er ótrúlega rólegur og yfirvegaður,“ segir Soffía Ósk Guðmundsdóttir um unnusta sinn Eyþór Inga. „Hann er ofboðslega einlægur og ljúfur, hann Eyþór Ingi,“ segir Guð­ björg Stefánsdóttir móðir hans. „Hann á það til að vera utan við sig, hann er mikill sveimhugi þessi elska enda á hann við athyglisbrest að stríða.“ Eyþór Ingi er fæddur árið 1989 og uppalinn á Dalvík. Að sögn var hann gott og meðfærilegt barn. Listrænir hæfileikar hans komu snemma í ljós, hann var farinn að leika og syngja þegar hann var eins og hálfs árs eða um leið og hann varð talandi. „Ég var viss um það þegar hann var lítill strák­ ur að hann myndi annaðhvort helga sig leiklist eða tónlist. Ég hélt lengi að leiklistin yrði ofan á því ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað hann hafði ofsalega sönghæfileika fyrr en hann lék Jesú í Jesus Christ Superstar, þá var hann 17 ára,“ segir Guðbjörg. Þrátt fyrir að Eyþór Ingi sé ungur að árum hefur hann komið víða við. Hann byrjaði að leika með leik­ félaginu á Dalvík þegar hann var ung­ lingur og hann tók þátt í söngleiknum Oliver Twist hjá Leikfélagi Akureyrar. Eins og áður segir fór hann með hlut­ verk Jesú í Jesus Christ Superstar, tók þátt söngvakeppni framhaldskólanna árið 2007 og fór með sigur af hólmi. Ári síðar sigraði hann í sjónvarpsþættin­ um Bandið hans Bubba á stöð 2. Fyrir tveimur árum tók hann þátt í uppfær­ slu Leikfélags Akureyrar á Rocky Hor­ ror og var það sama ár tilnefndur til Grímuverðlauna. Ári síðar söng hann í Hárinu í uppfærslu Silfurtunglsins og í fyrravetur fór hann með hlutverk í Vesalingunum sem Þjóðleikhúsið setti upp. Þá hefur hann sungið með ýmsum hljómsveitum. Það er því ekki hægt að segja annað en að Eyþór Ingi hafi átt mikilli velgengni að fagna á ferlinum. „Hann er mikill fagmaður sem vill alltaf gera betur. Hann spyr alltaf hvernig hann hafi staðið sig og hvort það sé hægt að gera betur,“ segir Júlíus Júlíusson sem vann með Eyþóri Inga hjá leikfélaginu á Dalvík. Þeir sem DV ræddi við ber öllum saman um að Eyþór Ingi sökkvi sér ofan í það sem hann er að gera á hverjum tíma og reyni stöðugt að bæta sig. Þannig hafi hann verið frá því hann var krakki á Dalvík sem lék sér að því að herma eftir Ladda. Það gerði hann af svo mik­ illi snilld að hann sigraði í eftirhermu­ keppninni Laddanum á Rás 2 fyrir nokkrum árum. Álíka skrýtnir Guðbjörg móðir hans segir að hann hafi farið að læra á harmónikku þegar hann var sjö ára. Sem krakki hafi hann samið lög á nikkuna. En það var ekki bara tónlistin og leiklistin sem heill­ uðu. „Hann var alltaf að skapa, hann var ekki bara í tónlist og leiklist hann teiknaði mikið, bjó til leirkarla og leirkarlamyndir,“ segir hún. „Við erum búnir að þekkjast frá því við vorum smástrákar. Þegar við byrjuðum í grunnskóla komumst við að því að við vorum álíka skrýtnir og höfðum svipuð áhugamál sem voru að skapa eitthvað. Við lékum og vorum alltaf að búa eitthvað til. Við spiluðum líka fótbolta og æfðum á tímabili með liðinu á Dalvík. Eyþór átti aldrei heima í boltanum svo hann hætti. Hans hæfileikar lágu annars staðar,“ segir Guðmundur Ingi Halldórsson, æsku­ vinur Eyþórs, og bætir við að eitt hafi einkennt Eyþór Inga sem barn og geri ef til vill enn í dag: „Hann dró alltaf gott fólk til sín og sá til þess að enginn yrði út undan. Ég var skapmikill sem krakki og átti erfitt með að viðurkenna mistök mín. Hann var einn af fáum sem gátu fengið mig til að hugsa mig um og biðj­ ast afsökunar. Hann hafði og hefur enn þann dag í dag sterka réttlætiskennd.“ Góður vinur og matargat Þegar vinir Eyþórs Inga eru spurðir að því hvern mann hann hafi að geyma þá stendur ekki á svörunum. „Hann er fyrst og fremst góður drengur og afar hæfileikaríkur,“ segir Júlíus Júlíus­ son. Guðmundur Ingi tekur í svipað­ an streng. „Hann er góður maður, ein­ lægur, traustur vinur sem gerir allt vel. Okkar vinátta er hógvær en afskap­ lega sterk. Við getum verið innhverf­ ir saman. Þurfum ekki alltaf að vera að tala saman þegar við erum saman. Það er það sem gerir vinabönd að sterkum vinaböndum,“ segir hann. Annað sem vinir og fjölskylda segja um Eyþór Inga er að honum þyki gott að borða. „Honum finnst gott að láta dekra við sig. Eyþór Ingi kemur oft norður og pabbi hans er listakokkur og er duglegur að elda ofan í hann. Eyþóri Inga finnst al­ veg nauðsynlegt að fá grillaða hnísu í hvert skipti sem hann kemur norð­ ur. Það finnst honum alveg svakalega gott,“ segir Guðbjörg. „Hann mætti nú alveg vera aðeins duglegri við heimilisstörfin en hann gerir vel það sem hann gerir. Hann er með matarást. Hann segir sjálfur að hann hafi ekki erft kokkshæfileika föður síns, bara ástríðuna við að borða,“ segir Soffía. „Hann er matargat. Það er nú yfir­ leitt ég sem sé um að elda og bjóða í mat. Þegar við vorum krakkar var hann flinkur að rista brauð. Það var alltaf nóg af ristuðu brauði og bönunum heima hjá honum,“ segir Guðmundur Ingi. n Þriggja barna faðir frá Dalvík n Komst upp úr forkeppni Eurovision Hefur ekki mikinn áhuga á Eurovision É g fékk engin bein tækifæri eftir að ég tók þátt í keppninni, en þetta fór í reynslubankann sem maður þarf að taka út úr öðru hverju. Ég hef ekki mikinn áhuga á þessari keppni en hún er ágætis af­ þreying fyrir þá sem hafa áhuga á henni,“segir Daníel Ágúst Haralds­ son söngvari. Hann er söngvari í hljómsveitinni Ný danskri sem allir landsmenn þekkja en síðustu ár hefur hann einnig gert góða hluti með GusGus sem er orðin fræg út fyrir landsteinana. Auk þess hefur hann verið í samstarfi við Krumma en þeir skipa dúettinn Esju. Árið 2005 gaf Daníel Ágúst út sólóplötuna One Little Indian. Nú er Daníel að semja nýtt efni með GusGus sem landsmenn mega vænta. „Við erum að vinna í nýju efni með GusGus og þá er á döfinni í haust að syngja með Ný danskri á tónleikum í Eldborg.“ n Gerði garðinn frægan með GusGus „Hann teiknaði mikið, bjó til leirkarla og leirkarla- myndir. Nærgætinn ljúflingur Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Nærmynd L agið Nína á sérstak­ an stað í hjörtum Íslendinga þótt það hafi ekki náð langt í keppn­ inni. Stebbi og Eyfi hafa unnið mikið saman síðan þeir fóru út með Nínu. Þeir hafa haldið fjölda tónleika saman og gáfu út plötuna Nokkrar notalegar ábreiður árið 2006 og Fleiri notalegar ábreiður árið 2011. Farsælir listamenn n Nína vinsælt lag Kominn í úrslit Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson á sviðinu í Malmö. mynd rEutErs Gerir vel „Hann er mikill fagmaður sem vill allta f gera betur. Hann spyr alltaf hvernig hann hafi st aðið sig og hvort það sé hægt að gera betur,“ segir vinu r hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.