Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 17.–21. maí 2013 Helgarblað
Orri borgar sig
n Kostnaður kerfisins er sagður vera innan eðlilegra marka
F
járhags- og mannauðskerfi rík-
isins, öðru nafni Orri, mætir
þörfum stjórnvalda og stjórn-
sýslu og virkni þess uppfyllir
kröfur ríkisins í meginatriðum. Þetta
er niðurstaða óháðrar, erlendrar sér-
fræðiúttektar á Orra. Úttektin var
framkvæmd af sænska ráðgjafanum
Knut Rexed. Í frétt á vef fjármála-
ráðuneytisins segir að ekkert bendi
til að betri útkoma hefði fengist fyrir
ríkið með því að nýta aðra lausn en þá
sem varð fyrir valinu fyrir tólf árum.
Kostnaður kerfisins er sagður vera
innan eðlilegra marka og ávinning-
ur af kerfinu getur réttlætt kostnað-
inn. Kerfið hafi skapað verulegt virði
fyrir ríkið og stofnanir þess. Fjárhags-
og mannauðskerfi ríkisins er bak-
vinnslukerfi sem hefur verið í notk-
un í rúman áratug. Árið 2001 var
ákveðið að ganga til samninga við
Skýrr hf. um kaup og innleiðingu á
Oracle eBusiness Suite fyrir ríkissjóð
og stofnanir í A hluta.
Umfjöllun um Orra hófst síðast-
liðið haust þegar Kastljós fjallaði um
málið. Þar kom fram að farið væri
á svig við viðurkenndar reiknings-
skilavenjur og eldveggir milli stofn-
ana séu lekir. Þótti innleiðing kerfis-
ins vera dýr og hafa tekið langan tíma,
auk þess sem skýrslu sem unnið var
að um kerfið hafði seinkað mjög hjá
ríkis endurskoðun.
Fjármálaráðuneytið segir að
mælt sé með því að kerfið verði
notað áfram, en skerpt á stefnumið-
aðri stjórnun, ábyrgð og eignarhaldi
kerfishluta Orra. Farið verði reglu-
bundið yfir notkun kerfisins og þró-
unarmöguleika. Til lengri tíma þurfi
einnig að vinna að stefnumótun um
upplýsingavinnslu ríkisins. Jafnframt
er lagt til að miðlæg þjónusta við ríkis-
stofnanir verði efld. n
astasigrun@dv.is
L
ögreglumanni á Fáskrúðs-
firði var vikið frá störfum í
fyrrahaust eftir að hann var
kærður fyrir kynferðisbrot
gegn 12 ára stúlku. Málið er til
rannsóknar en ekki liggur fyrir hvort
gefin verði út ákæra í málinu. Kærði
neitar sök og segir að málið sé tilraun
til að koma á sig höggi.
Óánægður með viðbrögð
lögreglu
„Að mati Barnahúss og sálfræðinga
var framburður dóttur minnar mjög
trúverðugur,“ segir faðir barnsins
sem er óánægður með viðbrögð
lögreglunnar. „Það er dálítið furðu-
legt hvernig fjöldi annarra mála
hefur komið upp eftir þetta og feng-
ið talsvert fljótari meðferð í kerfinu.
Það er eins og þetta mál hafi setið
á hakanum á meðan önnur hafa
komist í gegn.“ Hann veltir því fyr-
ir sér hvort verið sé að hlífa mann-
inum sérstaklega vegna þess að
hann hefur starfað fyrir lögregluna.
„Þetta lyktar pólitískt illa og maður
veit ekki alveg hvað er í gangi,“ seg-
ir hann.
„Enginn fótur fyrir þessu“
Þegar DV hafði samband við
manninn sem sakaður er um brot-
in vísaði hann ásökununum alfarið á
bug. „Það er enginn fótur fyrir þessu.
Þetta kemur frá föður þessarar stelpu
sem er mjög illa við mig,“ sagði hann
og fullyrti að verið væri að reyna að
sverta mannorð hans. Hann full-
yrðir að málið sé fjölskyldudeila en
maðurinn tengdist móður stúlkunn-
ar í gegnum vinskap. Sjálfur segir sá
kærði að sér hafi verið sagt að rann-
sókn málsins hafi tafist vegna þess
fjölda mála sem er á borðinu hjá lög-
reglu í þessum málaflokki.
Ekki náðist í sýslumanninn í Eski-
firði við vinnslu fréttarinnar. Thelma
Clausen Þórðardóttir, yfirmaður
stjórnsýslusviðs lögreglunnar, segir
að kærur gegn lögreglumönnum
sæti sömu meðferð og aðrar kærur.
„Ríkis saksóknara er jafnframt gert
viðvart og getur hann falið tilteknum
lögreglustjóra að annast hana. Rann-
sóknin fer svo fram undir yfirstjórn
ríkissaksóknara,“ segir hún.
Fordæmi fyrir vanrækslu
Í fyrra var lögð fram fyrirspurn á Al-
þingi um viðbrögð lögreglunnar við
kynferðisbrotakærum undanfar-
inna ára. Þegar litið er á svör lög-
reglustjóra víða af landinu má sjá að
venjulega tekur ferlið í þess konar
málum skemmri tíma. Hafa ber þó í
huga þá gríðarlegu fjölgun sem orðið
hefur á slíkum kærum eftir að Kast-
ljós fjallaði ítarlega um alvarleg kyn-
ferðisbrot í byrjun árs.
Fordæmi eru þó fyrir því að emb-
ætti lögreglu vanræki mál sem bein-
ast að lögreglumönnum. Í janúar
síðastliðinn greindi Fréttatíminn
frá því að maður, sem þrívegis hafði
verið kærður fyrir barnaníð, hefði
aldrei verið leystur undan vinnu-
skyldu á meðan rannsókn málanna
stóð yfir. n
Lögregluþjónn
kærður Myndin
tengist efni frétt-
arinnar ekki beint.
Lögregluþjónn kærður
fyrir kynferðisbrot
n „Enginn fótur fyrir þessu,“ segir hinn grunaði n Kvartað undan seinagangi
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is
„Það er eins og
þetta mál hafi
setið á hakanum á
meðan önnur hafa
komist í gegn.
Kynferðisbrot Málið er til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvort gefin verði út ákæra í því.
Orri þótti dýr og óöruggur Kerfið
var sagt gallað, óöruggt og dýrt, en er nú
sagt hagkvæmt.
Tveir nýir
forsetar við HÍ
Gengið var frá ráðningu tveggja
nýrra sviðsforseta við Háskóla
Íslands á fimmtudag. Dr. Jó-
hanna Einarsdóttir, prófessor í
menntunarfræði við Háskóla Ís-
lands og forstöðumaður Rann-
sóknastofu í menntunarfræðum
ungra barna, hefur verið ráðin for-
seti Menntavísindasviðs. Dr. Daði
Már Kristófersson, dósent í hag-
fræði og forstöðumaður þróunar-
og samstarfsverkefna við Háskóla
Íslands, var ráðinn í starf forseta
Félagsvísindasviðs.
Jóhanna Einarsdóttir lauk
doktors prófi í menntunarfræðum
ungra barna árið 2000 frá Háskól-
anum í Illinois í Bandaríkjunum,
M.Ed.-námi 1977 og BS-prófi 1976
frá sama skóla.
Daði Már Kristófersson lauk
doktorsprófi frá Norwegian Uni-
versity of Life Sciences árið 2005,
meistaraprófi í auðlindahagfræði
frá Landbúnaðarháskóla Noregs
árið 2000 og B.Sc.-prófi í landbún-
aðarfræðum frá Landbúnaðar-
háskóla Íslands árið 1997.
Yfirmaður allra
frétta hjá 365
Mikael Torfason er nú orðinn yfir-
maður alls fréttaflutnings hjá fjöl-
miðlasamsteypunni 365. Mikael
var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
í byrjun mars og gegndi því starfi
ásamt Ólafi Stephensen. Nú hafa
allar fréttastofur 365; fréttastofur
Fréttablaðsins, Vísis og Stöðvar
2, verið sameinaðar undir stjórn
Mikaels. Ólafur Stephensen verð-
ur aðstoðarritstjóri.
Í fréttatilkynningu frá 365 segir
að frétta- og vaktstjórar einstakra
miðla muni áfram starfa. „Sam-
einingin er rökrétt framhald á
aukinni samvinnu ritstjórna 365
miðla undanfarin ár. Með því að
stíga skrefið til fulls er dregið úr
tvíverknaði og óhagræði og kraftar
rúmlega 100 starfsmanna nýttir
betur,“ segir í tilkynningu frá sam-
steypunni.