Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 23
„Þetta skip var hérna í Argentínu … eins og 5 stjörnu hótel um borð, en mjög gallað skip. Að kaupa skip með 10 þúsund hestöfl sem brennir rúmlega 20 þúsund lítrum af olíu á dag og er ekki með mjölverksmiðju eru bara verstu kaup sem hægt er að gera …“ Ingvar Þór Jóhannesson ræddi galla Skálabergs RE 7, sem er nýjasta skip útgerðar- innar Brims. „Þessi gegndar- lausa aðdáun á því að horfa á yfirborgaða drengi hlaupa um tún og sparka í uppblásna belju er hlutur sem ég hef aldrei fyllilega fattað. Það er al- veg í lagi að fylgjast með, en þegar menn fara frekar að grenja þegar liðinu þeirra gengur illa, frekar en í jarðarför móður sinnar, þá er eitthvað verulega mikið að. Þessi pistill eftir Kollu er það eina sem mér hefur þótt koma fyndið frá henni. Það er nefnilega svo svakalega mikið til í þessu.“ Erlingur Pálmason brást við ummælum Kolbrúnar Bergþórsdóttur, sem skrifaði umdeildan pistil um fótboltaaðdáend- ur. Hún sagðist hafa ætlað að stríða með ummælunum. Með nákvæm- lega sömu rökum þá mætti krefjast endur- greiðslu tekjuskatts og fasteignaskatts.Er ekki best að nota orð Brynjars: Frekja?“ Sigurður Jónas Eggertsson brást við kröfu Guðrúnar Lárusdóttur um að ríkið endurgreiddi henni 35 milljónir sem hún hefur greitt í auðlegðarskatt. Sagði hún það brjóta gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Ég hef oft líkt reiðhjól- um við gönguskó Með ólíkindum að afnema veiðigjald Fjölnir Björgvinsson gaf ráð til að lengja endingartíma reiðhjóla. – DVSteingrímur J. Sigfússon ósáttur við ákvörðun Sigmundar og Bjarna. – DV Það er hættulegt að hugsa 1 „Ég grét allan tímann og var feginn er verkinu lauk“ Pétur Örn Guðmundsson, einn höfundur framlags íslenska Eurovision-lagsins, fékk sér húðflúr í Malmö. 2 Segja að frammistaða Eyþórs Inga hafi verið „stórkostleg“ Eyþór Ingi Gunnlaugsson heillaði Euro- vison-áhugafólk á vefsíðunni Wiwiblogs. 3 Hrífst líka af konum Avatar-stjarnan Zoe Saldana ætlar að vanda betur valið á næsta maka. 4 Móðir fatlaðs barns biður höf-unda skaupsins um að vanda sig Móðir drengs með Downs-heil- kenni er orðin þreytt á því að útskýra fyrir syni sínum af hverju fullorðið fólk gerir grín að fötluðum. 5 Guðrún í Stálskipum krefst þess að ríkið endurgreiði auðlegðarskattinn Framkvæmdastjóri Stálskipa telur skattlagningu brjóta í bága við eigna- réttarákvæði stjórnarskrárinnar. 6 „Ég vissi bara ekki að aðdá-endur Manchester United væru sértrúarsöfnuður“ Kolbrún Bergþórsdóttir gerði allt vitlaust með pistli um knattspyrnu- stjóra félagsins. Mest lesið á DV.is Þáttur um netverja U mræður um viðbrögð net- verja við ummælum ungrar stúlku um opnunartíma versl- ana ÁTVR voru í þættinum Ís- land í dag á Stöð 2 þann 14. maí s.l. Umræðurnar urðu til þess að ég gaf mér tíma til þess sem ég hef ekki áður gert – vegna mikils áhugaleysis á íbú- um netheima – að skoða nokkrar fær- slur í dag og í gær. Í grein, sem ég birti í Vísi 15. maí s.l., ræddi ég m.a. um að svo virtist vera sem fólk ekki skildi lengur orðið „heildarhagsmunir“ en skildi þeim mun betur „eiginhags- muni“. Viðbrögð netverja voru m.a. þau að segja mér „að halda kjafti“. (Furðu- legt að margir netverja virðast bara kunna grófustu orð í íslensku svo sem „að halda kjafti“, og ávarpa með orð- um eins og „drullu“, „skit“, „kvikindi“, „skepna“, „glæpahyski“ og þess háttar og eru auk þess varla skrifandi á móð- urmálið). Nú er það svo, að málfrelsi er tryggt í stjórnar skrá flestra ríkja og er það gert út frá heildarhagsmunum þegna og samfélags. Auðvitað geta þeir ekki skilið heildarhagsmuni sem segja þeim „að halda kjafti“, sem ekki eru þeim sammála – og hvorki kunna að tjá sig öðru vísi en að segja slíku fólki „að halda kjafti“ eða skortir til þess getu að segja neitt annað nema hvort tveggja sé. Hins vegar skortir þá ekki skilning á eiginhagsmunum. Einmitt þess vegna segja þeir öllum þeim „að halda kjafti“ sem ekki eru þeim sammála. Svona er sjálfhverfan í reynd! Ekkert skiptir máli nema „mín skoðun“. „Haldi aðrir kjafti“! Svona eru eiginhags munirnir í verki! Að hella úr koppnum Orðafátæktin og orðsóðaskapurinn er alls ekki einkenni allra netverja – en margra. Ekki síst þeirra skriftglöðustu. Um svona orðbragð sagði hún amma mín, að fólk, sem það iðkaði í mæltu máli, þyrfti að þvo sér vel um munn- inn vegna andremmunnar. Hér fyrr á öldum var það sagður siður í sveitinni að fara út með koppinn sinn á morgn- ana og hella úr honum í fjóshauginn. Á lesendur netheima virkar orðsóða- skapur fólks, sem þar lætur mest til sín taka, líkt og það þurfi af einhverjum ástæðum að viðhalda þessum forna sið og hella reglulega úr sálarkoppum sín- um í fjóshauginn. Ganga þá sletturnar í allar áttir – jafnt yfir réttláta sem rang- láta líkt og rigning af himnum ofan. Tröllin í fjöllunum Í fyrrnefndum þætti Íslandi í dag á Stöð 2 var rætt við sálfræðing, Hauk Sigurðsson, um þennan ófögnuð á netinu. Hann nefndi framferðið „tröllsku“ og sagði að margt benti til að þeim, sem „tröllsku“ iðkuðu, liði illa, væru uppfullir af vanmáttar- kennd og hefðu lítið sjálfstraust. Nú er oft svo, að þeir, sem iðka „tröllsku“ á netinu gera það undir fullu nafni og með mynd. Fer ekki hjá því þegar maður les „tröllskuna“ að maður horfi með nokkurri meðaumkun á mynd höfundar og velti fyrir sér hvort höf- undi líði illa, hvort hann sé mjög þjáður af minnimáttarkennd eða hafi kannske svona afskaplega lítið sjálfs- álit. Alltént er eitthvað að. Eitthvað, sem sjálfsagt er erfitt að laga. Mjög erfitt! Reynum því að sýna þessu fólki vorkunnsemi og samúð – þó það eigi slíkt ekki beinlínis skilið. En blessað fólkið ræður bara ekki við þetta. Því er ekki sjálfrátt. S umu fólki er ráðlagt að hugsa sem minnst. Þeir eru nefni- lega til sem fá verk fyrir hjartað ef þeir hugsa svo mikið seim eina heila hugsun á dag. Og ef hugsunin er af heiðarlegum hvötum, eru miklar líkur á alvarlegum fylgi- kvillum. Áður en ég fer frekar útí fræðilegu hliðina, verð ég að rifja upp atburð sem átti sér stað á eyrinni hér í eina tíð. En sem unglingar, fengum við strák- arnir stundum vinnu við upp skipun á eyrinni hérna í Reykjavík. Þarna kynntumst við körlum sem margir hverjir voru hinir mestu furðufuglar. Tveir í þeim herbúðum voru áberandi; annar hár og myndarlegur, hinn smá- vaxinn, þybbinn og leit út einsog það vantaði í hann slatta af skrúfum. Þeir voru báðir illa ættaðir og var það al- talað á eyrinni, að feður þeirra hefðu komist í álnir með bíræfni; þeir voru það sem hér skal kallað „lögþjófar“. Þeim hafði tekist að vera í starfi hjá rík- inu og höfðu síðan selt sér sjálfum það sem þeir áttu að varðveita í þágu lands og þjóðar. En þetta er nú önnur saga. Það sem var merkilegt við þá félaga, slánann og fitubolluna, var að þeir höfðu þann háttinn á, að fara í mat og kaffi á undan okkur hinum og allajafna stóðu þeir síðastir upp frá borðum. Þeir tefldu skák í öllum hléum. Það var svo eitt sinn þegar þeir tefldu, að sá þybbni virtist vera að hugsa, þá spurði sláninn: -Hvað tefur þig, ljúfurinn? Hinn svaraði og sagði: -Ég er að hugsa. Og þá sagði sláninn nokkuð sem ég get ekki gleymt. Hann starði í augu hinn- ar krúttlegu fitubollu og sagði: -Hvers vegna í andskotanum er maður alltaf að hugsa … ef maður getur komist hjá því …? Þetta nefni ég hér í framhjáhlaupi og vík því næst aftur að fræðilega þættinum. Rannsóknir hafa nefni- lega sýnt, að t.d. stjórnmálamenn geta komist hjá því að efna kosningaloforð ef þeir hugsa ekki svo mikið sem eina heila hugsun. Ef þeir fá upplýsingar um stöðu mála eftir að þeir hafa gefið loforðin, eru þeir svo vel staddir að þeir geta sleppt því að hugsa. Svo er einnig til sú leið að reyna að koma í veg fyrir að annað fólk hugsi. Þá lofar maður að lækka skatta og fella niður skuldir og ef enginn hugsar um þau mál, kemur í ljós að enginn þarf að gera neitt. Í hugsunarleysi geta menn svo eytt öllum stundum í það að tala illa um andstæðinga sína og hallmæla þeim fyrir að hafa hugsað of margt. Ég viðurkenni fúslega, að ég hef hugsað eitt og annað eftir síðustu kosningar. Þannig er staðan, að ég hef talað við mjög marga Íslendinga, enginn þeirra viðurkennir að hafa kosið Framsóknarflokkinn. Menn segjast ekki geta hugsað þá hugsun til enda að hér fái helmingaskiptaveldið enn og aftur að eyðileggja allt. En þrátt fyrir að enginn hafi kosið flokkinn, er hann samt að ná hér öllum völdum. Er þetta ekki merkilegt …? Nú skulum við leyfa okkur þann munað að hugsa eina heiðarlega hugs- un til enda: Getur verið að fólk hafi í hugsunarleysi rölt á kjörstað og jafnvel farið í sleik við vöndinn sem nánast hýddi úr þjóðinni líftóruna í hinu róm- aða góðæri? Og er þá hugsanlegt að hér hafi ekki nokkur maður hugsað svo mikið sem eina heila hugsun síðast- liðin fjegur ár? Þó að íslensk þjóðin enn þjökuð hérna striti þá hugsa okkar æðstu menn aldrei neitt af viti. Tollurinn mættur Tollverðir ganga um borð í Skálaberg RE 7, nýjasta togara útgerðarinnar Brims, sem kom til landsins á miðvikudag. Þeir voru dágóða stund um borð en ólíklegt verður að teljast að þeir hafi fundið þar eitthvað misjafnt. Mynd SIgTryggur ArIMyndin Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Umræða 23Helgarblað 17.–21. maí 2013 Aðsent Sighvatur Björgvinsson „Orðafátæktin og orðsóðaskapurinn er alls ekki einkenni allra netverja – en margra. Menn bíta á jaxlinn og halda ró sinni Sigurður Ægisson segir fólk á Siglufirði orðið þreytt á vetrinum. – DV Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 10 6 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.