Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 42
S káldsagan The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald sló ekki í gegn þegar hún kom fyrst út árið 1925. Þegar höfundurinn lést, árið 1940, voru aðeins 25 þús- und eintök af bókinni seld. Í dag hef- ur bókin selst í meira en 25 milljónum eintaka; bókin er álitin eitt lykilverka bandarísku skáldsögunnar og er lesin í skólum víðsvegar um heim. Stórleikari í aðalhlutverki Kvikmyndaútgáfu Baz Luhrmann hefur verið beðið með mikilli eftir- væntingu. Ekki skemmir fyrir að að- alleikari myndarinnar er Leonardo DiCaprio. Hann er einn af betri leikur- um sinnar kynslóðar – hefur leikið í stórmyndum á borð við Titanic og The Departed. Nú liggja leiðir hans og leikstjórans Baz Luhrmann aftur saman. Le- onardo varð súperstjarna þegar hann lék í hinni stórfenglegu Rómeó + Júlía – í leikstjórn Baz Luhrmann. Þá var Leonardo DiCaprio aðeins 21 árs. Nú er leikarinn orðinn 38 ára, á sama aldri og J. Gatsby sjálfur. Heillandi söguefni The Great Gatsby fjallar um merki- lega tíma í bandarísku samfélagi – þegar sala á ólöglegu áfengi bjó til mafíur og milljónamæringa, djass- tónlistin réð ríkjum og veisluhöld og glamúr átti sér engin takmörk. Það er því kannski ekki að undra að söguefnið heilli Baz Luhrmann. Myndir hans eru yfirleitt sjónræn rússíbanareið, hann hefur sinn eigin stíl og rödd, blandar saman tónlist, tísku og tímabilum svo úr verður veisla fyrir augað. Hans þekktu- stu myndir, fyrir utan ástarsöguna Rómeó + Júlíu, eru Moulin Rouge, Australia og Strictly Ballroom. The Great Gatsby er fyrsta mynd Luhrmann sem hann tekur upp í þrí- vídd. Óendurgoldin ást The Great Gatsby hefur fengið ágætis gagnrýni. Leonardo DiCaprio þykir vera réttur leikari á réttum stað. Toby Maguire leikur sögumanninn Nick Carraway, sem flytur til Long Island þar sem hann kemst í kynni við Jay Gatsby. Og Carey Mulligan leikur Daisy – stúlkuna sem Gatsby dreymir um en fær ekki. Hann hefur reist höll og heldur veislur til að ganga í augun á Daisy, sem sjálf er gift manni sem er henni ótrúr. Þetta er saga um auðugt fólk og veruleikafirrt og örlög þeirra eru í takt við lífið sem þau lifa. Mikil eftirvænting Ást, afbrýðisemi og grimm örlög og einn besti leikari í heimi í þrívídd. Það er ekki að undra að margir tali um The Great Gatsby sem eina af mynd- um ársins. Hvort hún standi undir væntingum kemur í ljós um helgina þegar myndin verður frumsýnd. n simonb@dv.is S ýningin H, an Incident eftir Kris Verdonck var frum- sýnd á virtri listahátíð í Brussel í gær. Sýningin er byggð á smásögum eftir rússneska skáldið Daniil Harms og er lýst á vef hátíðarinnar sem post-human óperu. Eða óperu fyrir heim án mannkyns – enda eru sjálf- spilandi hljóðfæri í aðalhlutverki. Tónlistin í sýningunni er eftir Jónas Sen og Valdimar Jóhanns- son og Erna Ómarsdóttir stjórnar og leiðir danskór sem syngur í sýn- ingunni. Meðlimir kórsins eru sjö – leikkonurnar Brynhildur Guðjóns- dóttir og Þórunn Arna Kristjáns- dóttir og dansararnir Katrín Gunnarsdóttir, Þyrí Huld Árna- dóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir og Erna Ómarsdóttir. Erna er eitt þekktasta nafnið í íslenska dans- heiminum og náin samstarfskona Kris Verdonck, höfundar sýningar- innar. „Þau vildu íslenskan kór til að syngja í sýningunni en á sviðinu eru fjöldi sjálfspilandi hljóðfæra- vélmenna,“ segir Þórunn Arna Kristjánsdóttir stuttu fyrir frumsýn- inguna sjálfa. Hún segir sýninguna afar tæknilega. Sjálfspilandi hljóð- færi séu í aðalhlutverki og mikið mæði á tæknimönnum. Fjöldi frægra listamanna sýnir á hátíðinni. Til dæmis Heiner Goebbels, sem þekktur er fyrir að blanda saman tónlist og leikhúsi. Og Milo Rau, sem er þekktur fyrir framsækið heimildaleikhús. En hvernig var valið í þennan ís- lenska danskór? „Aðalleikari sýningarinnar er frægur belgískur leikari sem er tveir metrar á hæð. Hugmyndin var því víst að kórinn ætti að vera saman- settur úr litlum íslenskum stúlk- um. Helst að við værum undir 160 sentímetrum á hæð,“ segir Þórunn. ,,Sem gerir þetta auðvitað að mjög skemmtilegum hóp. Svo kom Sigga Soffía inn í kórinn. Hún er tals- vert stærri en við hinar. Við erum því eins og fimm dvergar með eina Mjallhvíti í hópnum.“ n 42 Menning 17.–21. maí 2013 Helgarblað Leikhús Símon Birgisson simonb@dv.is Peningar, ást og afbrýðisemi í þrívídd n Ein frægasta skáldsaga allra tíma á hvíta tjaldið Smávaxinn íslenskur danskór í Brussel n Syngja undir stjórn Ernu Ómarsdóttur Sjálfspilandi hljóðfæri Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson semja tónlistina. Íslenski danskórinn Þórunn Arna, Katrín Gunnars, Sigríður Soffía, Þyrí Huld, Brynhildur Guð- jónsdóttir og Erna Ómarsdóttir. „Við erum því eins og fimm dvergar með eina Mjallhvíti í hópnum Leonardo DiCaprio í hlutverki Jay Gatsby Glaumgosi og milljarðamæringur sem fær ekki stúlkuna sem hann elskar. Ánægð með stuttmyndahátíð „Þetta gekk mjög vel og það var afar góð stemming,“ segir Brynja Dögg Friðriksdóttir en hún er í forsvari fyrir stutt- og heimilda- myndahátíðina Reykjavík Shorts and Docs. Hátíðinni lauk í gær og voru veitt verðlaun fyrir þær myndir sem þóttu skara fram úr. A World Not Ours eftir Mahdi Fleifel var valin besta heimildamynd ný- liða en hún fjallar um flóttamenn í palestínskum flóttamannabúðum. Besta íslenska stuttmyndin var myndin No Homo eftir Guðna Líndal Benediktsson sem fjallar um viðbrögð stráks við þeim frétt- um að vinur hans sé samkyn- hneigður. Dagskrá helguð Herdísi Leikkonan Herdís Þorvaldsdóttir er í aðalhlutverki í Útvarps- leikhúsinu nú um hvítasunnu- helgina. Á sunnudaginn verð- ur flutt sérstök dagskrá þar sem spiluð verða hljóðbrot af ferli Herdísar úr safni Ríkisútvarpsins. Umsjónarmaður þáttarins er Við- ar Eggertsson og hefst þátturinn 13.20. Þar á eftir, í sjónvarpinu, verður flutt viðtal Evu Maríu Jónsdóttur við Herdísi. Og á ann- an í hvítasunnu verður heimilda- myndin Fjallkonan hrópar á vægð eftir Herdísi á RÚV klukkan 14.00. Herdís var ein af ástsæl- ustu leikkonunum þjóðarinnar. Hennar síðasta hlutverk var í leik- ritinu Karma fyrir fugla. Herdís lést í apríl. Hún var fædd árið 1923. Jón Atli gefur út bók Rithöfundurinn Jón Atli Jónasson hefur sent frá sér bókina Börnin í Dimmuvík. Um er að ræða skáld- sögu sem gerist árið 1930. Bókin segir frá aldraðri konu sem heim- sækir æskuslóðirnar til að vera viðstödd jarðarför bróður síns. Hún rifjar um leið upp voveiflega atburði sem áttu sér stað árið 1930 þegar fjölskyldan lenti í miklum harðindum og hungrið svarf að. Jón Atli er eitt af okkar þekktari leikskáldum en leikrit hans Djúp- ið hefur verið sett upp bæði hér á landi og í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.