Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll 17.–21. maí 2013 Helgarblað Sófinn í eldhúsinu D íana Bjarnadóttir er út- litsráðgjafi og stílisti. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London um árabil þar sem hún var stílisti stjarnanna, hjá Giorgio Armani og Gucci. Árni Þór er mikill hestamaður og stundar fjölskyldan öll hestamennsku af mikilli ástríðu. Sérpantaður frá Hollandi Þau Árni og Díana bjuggu um árabil í Hollandi, en Díana er upp- alin á Selfossi. Fjölskyldan hefur komið sér fyrir í huggulegri íbúð í Norðlingaholti. Ljósmyndari DV fékk að líta í heimsókn til fjöl- skyldunnar og mynda þau á sínum uppáhaldsstað – í sófanum sem húsfreyjan hannaði og sérpantaði frá Hollandi. „Sófann keypti ég eftir mikla leit að þeim eina rétta. Ég fann hann loks í Hollandi þegar við bjuggum þar, sófinn heillaði mig strax því hann er mjög stór og þægilegur og hann var seldur þannig að kaup- andinn valdi sjálfur lögun sófans, áklæði, fætur, stærð – það var nú eitthvað fyrir mig og mína sköp- unargleði að geta hannað minn eigin sófa. Sófinn var síðan sendur heim til okkar frá Ítalíu sex vikum seinna. Sófinn er án efa bestu kaupin til heimilisins.“ Trampólín og bílabraut Sófinn er í eldhúsinu en Díönu hafði lengi dreymt um eldhús sem væri nógu stórt til að rúma sófa. „Sófinn tengir saman eldhús, stofu og garðinn okkar. Þar sem sófinn er í hjarta heimilisins leikur Mikael Þór sér mjög mikið í honum, þar er púslað og farið í bílaleik, hann notar sófann líka til æfinga fyrir kollhnís, langstökk og trampólín á meðan mamma og pabbi elda mat enda sést úr sófanum í öll horn heimilisins.“ Ekkert stress þegar Mikael fæddist tók ég þá ákvörðun að færa ekkert til og mega börn leika sér nokkuð frjálst á okkar heimili, koma við alla hluti sem þau vilja skoða mér þykir óþarfi að stressa mig yfir hlutunum, þeir eru til notkunar. Börn læra að meðhöndla hluti sem þau koma við og eru til dæmis sparistellin á heimilinu notuð dagsdaglega. Það er mjög gestkvæmt hjá okkur og er því alveg frábært að geta tengt eldhús og stofu saman því það er setið bæði í sófanum og við eldhúsborðið við spjall þegar heimilisfólkið er að útbúa kaffi og með því í eldhúsinu. Þar sem sóf- inn er mjög kósí hefur komið fyrir að gestir sofni í honum. Sófinn er notaður sem gestarúm líka enda þrusugott að sofa í honum.“ iris@dv.is Uppáhaldsstaðurinn á heimilinu: Uppáhaldsiðjan: „Þar sem sófinn er í hjarta heimilis- ins leikur Mikael Þór sér mjög mikið í honum, þar er púslað og farið í bílaleik, hann notar sófann líka til æfinga fyrir kollhnís, langstökk og trampólín á meðan mamma og pabbi elda mat enda sést úr sóf- anum í öll horn heimilisins.“ Árni Þór Snorrason Díana Bjarnadóttir Mikael Þór Árnason, þriggja ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.