Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2013, Side 21
Fréttir 21Helgarblað 17.–21. maí 2013  Hryllingshæð Námuverkamenn ganga um hryllingshæðina svonefndu, „Hill of horror“, 100 kílómetra norðvestur af Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Þar eru grafin lík 43 námuverkamanna, sem létust í verkfallsátökum við lögreglu í fyrra. Óttast er að leikurinn verði endurtekinn því verkamenn eins stærsta framleiðanda hvítagulls í heiminum eru farnir í ólöglegt verkfall. Þeir krefjast kjarabóta og að niðurskurðaráform verði dregin til baka. Spennan hefur stigmagnast undanfarna daga.  Dó í blóma lífsins Ættingjar báru hina 22 ára Ayten Calim til grafar í bænum Reyhanli, nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands á miðvikudag. Calim var í hópi þeirra 50 sem létust í tveimur sprengjuárásum um helgina. Ættingjarnir huldu lík hennar með múslímskri bæna- mottu og brúðkaupskjól hinnar látnu, þegar þeir létu hana síga ofan í gröfina.  Dreginn upp úr síki Hann gekk heldur geyst um gleðinnar dyr, stuðningsmaður Chelsea, sem ætlaði að fylgjast með liði sínu etja kappi við Benfica í úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á miðvikudag. Lögreglumönnum tókst, með hjálp annarra stuðningsmanna, að draga hann upp úr síki í Amsterdam þar sem leikurinn fór fram. Engum sögum fer af því hvort hann komst á leikinn.  Úrvinda gúmmíönd Loftlaus gúmmíönd rak um Victoriu-höfnina í Hong Kong á miðvikudag. Þetta 16,5 metra háa ferlíki er verk listamannsins Floerntijn Hofman. Skúlptúrinn verður til sýnis fyrir gesti Ocean Terminal í Hong Kong næsta mánuðinn. Eitthvað hafði öndin látið á sjá á miðvikudag, þegar myndin var tekin, en lofti var hleypt úr henni eftir að í ljós kom að hún hélt ekki vatni.  Síðasti kossinn Hann var kampakátur Alex Ferguson, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, þegar hann kyssti sinn síðasta bikar á Old Trafford um liðna helgi. Sjónarsviptir verður að stjóranum litríka.  Fastur í öryggisbúnaði Hermaður þurfti að beita hníf til að l osa sig frá herþyrlu Bandaríkjahers við æfingu á miðv ikudag. Hann hafði stokkið úr þyrlunni en e kki vildi betur til en svo að hann flæktist í öryggisbú naði. Hann varð því að skera sig lausan. Fjö rutíu og ein þjóð tekur þátt í umfangsmiklum æfi ngum af þessum toga í Persaflóa og stand a þær yfir til 30. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.