Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 7.–9. júní 2013 Helgarblað
DV kærir niðurstöðuna
n Mál lektors var í skoðun en ekki til rannsóknar
Í
desember árið 2012 voru
fréttastjóri og ritstjórar DV dæmdir
í Hæstarétti til að greiða Jóni Snorra
Snorrasyni, lektor við viðskipta-
fræðideild Háskóla Íslands, miska-
bætur auk þess sem tvenn ummæli úr
umfjöllun blaðsins voru dæmd dauð
og ómerk. Ummælin voru „Lögreglan
rannsakar lektor“ og „Lektor flæktur í
lögreglurannsókn“. Dómurinn komst
að þeirri niðurstöðu að rangt hefði
verið að segja að Jón Snorri hefði
verið „til rannsóknar“ og að orðalag-
ið „til skoðunar“ hefði átt betur við á
þessum tíma. Þó hófst lögreglurann-
sókn vegna málsins skömmu eftir að
fréttin birtist í DV og lauk henni ekki
fyrr en í síðustu viku. Tekin hefur ver-
ið ákvörðun um að kæra þessa niður-
stöðu Hæstaréttar til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu.
Í febrúar síðastliðnum var Jón
Snorri dæmdur í sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir skilasvik í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur og enn standa
yfir málaferli sem snúa að meintum
brotum hans í aðdraganda gjaldþrots
fyrirtækisins Sigurplasts, en Jón Snorri
var stjórnarformaður þess.
Erla Hlynsdóttir fréttamaður á
Stöð 2 og Björk Eiðsdóttir, ritstjóri
Séð og heyrt, unnu báðar dómsmál
sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mann-
réttindadómstólnum síðasta sumar.
Þá dæmdi dómstóllinn Erlu rúmlega
3 milljónir króna í skaðabætur frá ís-
lenska ríkinu og Björk voru dæmdar
um 5,5 milljónir króna. Málin höfð-
uðu þær eftir að bæði héraðsdómur
og Hæstiréttur höfðu dæmt þær sekar
í meiðyrðamálum. Í tilfelli Bjarkar
var um að ræða svokallað Vikumál
en stefnandi þess var þáverandi eig-
andi Goldfinger í Kópavogi. Stefnandi
í máli Erlu var eigandi nektarstaðar-
ins Strawberries í Lækjargötu en skrif
hennar birtust í DV á sínum tíma. n
olafurk@dv.is
M
annréttindadómstóll
Evrópu (MDE) hef-
ur ákveðið að taka fyr-
ir tvö mál Erlu Hlyns-
dóttur, blaðamanns. Um
er að ræða mál þar sem Erlu var gert
að greiða skaðabætur og dæmd fyrir
meiðyrði vegna umfjöllunar hennar
sumarið 2007. „Þetta eru mjög góðar
fréttir,“ segir Erla í samtali við DV.
Leiðin til Mannréttindadómstóls-
ins hefur verið löng, en það var árið
2010 sem Erla og lögmaður henn-
ar skutu málinu til dómstólsins. Lík-
ur eru á því að dómur falli ekki fyrr en
í fyrsta lagi á næsta ári, og verða þá
liðin sjö ár frá því að málaferlin hófust
á Íslandi. „Þetta hefur tekið ansi
langan tíma,“ segir Erla en segir það
vera áfangasigur að fá málið dóm-
tekið. „Flestum málum er vísað frá
og þau alls ekki dómtekin. Mér skilst
að þetta taki rúmt ár, það var þannig
í fyrsta málinu mínu. Ef ég miða við
það, þá er langt þangað til að ég fæ að
vita niðurstöðuna. “
Dæmd fyrir forsíðu og Byrgið
Sem áður sagði, birtust greinarnar
báðar sumarið 2007 þegar Erla starf-
aði á DV. Önnur greinin tengist Helgu
Haraldsdóttur, eiginkonu Guðmund-
ar Jónssonar í Byrginu. Helga höfðaði
mál gegn Erlu vegna umfjöllunar sem
birtist í DV með fyrirsögninni Árásir
Satans. Hæstiréttur þyngdi dóm Hér-
aðsdóms Reykjavíkur í málinu og var
Erlu gert að greiða Helgu 400 þús-
und krónur í bætur vegna ummæla
sem höfð voru eftir viðmælanda Erlu,
Ólöfu Ósk Erlendsdóttur, um Helgu.
Hitt málið tengist umfjöllun Erlu
um Rúnar Þór Róbertsson, en hann
stefndi bæði Erlu og Sigurjóni M.
Egilssyni og vann málin. Málshöfð-
un Rúnars snérist um umfjöllun um
ákæru sem Rúnar Þór sætti fyrir kóka-
ínsmygl. Erlu var gert að greiða skaða-
bætur þrátt fyrir að vera að vitna beint
í ákæruskjal í sakamáli, en ákæruskjöl
eru opinber gögn. Sigurjón sem var
ritstjóri DV á þessum tíma samdi for-
síðutilvísun, en Erla var einnig dæmd
fyrir hana.
Þrjú mál
Í báðum tilfellum telur Erla að stjórn-
arskrárvarinn réttur sinn til tjáningar-
frelsis hafi verið brotinn. Hún vísaði
málinu til Mannréttindadómstóls-
ins og í haust var óskað eftir því að
íslenska ríkið skilaði inn skriflegum
athugasemdum sínum í málinum til
dómstólsins eigi síðar en 15. janúar
2013. Nú hefur verið tekin ákvörðun
um að málið verði tekið fyrir hjá dóm-
stólnum. Þetta eru mál númer tvö
og þrjú sem dómstóllinn tekur upp
fyrir Erlu. Líkur eru á því að það sé
einsdæmi að Íslendingur hafi fengið
áheyrn svo oft fyrir dómstólnum, en
það er að minnsta kosti afar sjaldgæft.
Áfellisdómur
Í sumar var ríkið dæmt skaðabóta-
skylt gegn Erlu og Björk Eiðsdóttur
vegna brota á táningarfrelsi. Bæði
málin tengdust umfjöllun um nektar-
staði. Erla var þá dæmd fyrir að hafa
eftir viðmælanda sínum, Davíð Smára
Helenarsyni ummæli sem staðfest
var fyrir dómi að rétt væru höfð eftir
Davíð Smára. Mannréttindadómstóll
Evrópu úrskurðaði að ekki hafi ver-
ið rétt að takmarka málfrelsi blaða-
manna líkt og gert var í málunum
gegn Björk og Erlu.
Mikilvægi niðurstöðunnar í máli
Bjarkar er töluvert enda var niður-
staða Hæstaréttar í hennar máli nýtt
til fordæmis í öðrum málum gegn ís-
lenskum blaðamönnum, þar á með-
al Erlu. „Mannréttindadómstóllinn
telur íslensk yfirvöld ekki hafa fært
sannfærandi rök fyrir því að umfjöll-
un Bjarkar Eiðsdóttur um eiganda
nektardansstaðarins sem og umfjöll-
unarefni Erlu Hlynsdóttur geti ekki
talist nauðsynleg umfjöllun með
almannahag í huga,“ segir meðal
annars í niðurstöðu Mannréttinda-
dómstólsins.
Fari svo að íslenska ríkið verði
dæmt skaðabótaskylt bendir það til
þess að þau fjölmiðlalög sem áður
voru í gildi, skertu mjög tjáningar-
frelsi íslenskra blaðamanna sem ít-
rekað voru dæmdir fyrir meiðyrði á
grundvelli þeirra laga. n
Sjö ára þrautaganga Leiðin
til dómstólsins hefur verið löng
og ströng, en það var sumarið
2007 sem Erla skrifaði um
málin tvö sem nú hafa verða
tekin fyrir. MynD: Sigtryggur Ari
Erla fær áhEyrn
n Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir tvö mál gegn íslenska ríkinu
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar asta@dv.is
„Þetta
eru mjög
góðar fréttir
Dæmdur Jón Snorri
Snorrason var dæmdur
í sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir
skilasvik í Héraðsdómi
Reykjavíkur í febrúar.
Fimm ára
fangelsi
Átján ára maður hefur verið
dæmdur í fimm ár fangelsi fyr-
ir tilraun til manndráps. Hann
veittist af miklum ofsa að fyrrum
sambýliskonu föður síns og stakk
hana ítrekað með stórum eldhús-
hníf. Skurðaðgerð þurfti til þess
að bjarga lífi konunnar. Maður-
inn játaði brot sitt fyrir dómi en
bar við minnisleysi. Árásin varð á
aðfaranótt laugardagsins 21. apríl
2012. Fórnarlamb árásarinnar bjó
í sama húsi og sá dæmdi og fað-
ir hans. Konan bjó í kjallaranum
og hafði nokkrum árum áður ver-
ið í sambúð og neyslu með föður
hans. Að sögn hins dæmda var
fórnarlambið og faðir hans enn í
daglegri neyslu fíkniefna en konan
bjó áfram í kjallara hússins eftir að
sambúð þeirra lauk.
Tveir í haldi
Tveir af þeim sem sátu í gæslu-
varðhaldi vegna ráns og frelsis-
sviptingar í Grafarvogi um helgina
eru nú lausir úr haldi. Fjórir karlar
á aldrinum 18–23 ára voru hand-
teknir í tengslum við málið og úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald til 10.
júní. Einum átján ára gömlum og
einum tuttugu og þriggja ára hef-
ur nú verið sleppt. Þeir sem enn
eru í gæsluvarðhaldi eru 19 og 20
ára. Árásarmennirnir ruddust inn
í íbúð karls á sjötugsaldri á laugar-
daginn, bundu hann á höndum
og fótum og stálu frá honum átta
skotvopnum auk skotfæra. Fórn-
arlambið þekkir mennina ekki
en varsla skotvopnanna á heimili
mannsins var í fullu samræmi við
það sem reglur kveða á um. Vopn-
in fundust samdægurs í húsnæði
sem tengist Outlaws.