Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 38
38 Menning 7.–9. júní 2013 Helgarblað
Djamm án dramatíkur
É
g vildi óska að ég gæti sagt um
hvað bókin Ekki þessi týpa eft
ir Björgu Magnúsdóttir er. En ég
á í verulegum erfiðleikum með
það. Ætli bókinni sé ekki best lýst
sem samansafni af djammsögum úr
lífi fjögurra bestu vinkvenna í Reykja
vík, eltingaleik þeirra við karlmenn á
djamminu og partístandi.
En vandamál bókarinnar er þó
ekki bara lengdin eða áþreifanleg
ur skortur á dramatískri framvindu.
Stærsta vandamálið liggur í per
sónu sköpuninni. Erfitt er að finna
til samkenndar með persónum bók
arinnar. Stúlkurnar fjórar eru for
dómafullar, yfirborðskenndar og
sjálfhverfar. Og aukapersónurnar,
sem maður sér með augum stúlkn
anna, eru upp til hópa gallaverur,
klæða sig illa og koma illa fram.
Bókin er markaðssett sem
skvísubók sem er nýlunda hér á
landi fyrir utan kannski bækur
Tobbu Marinós. Samanburðurinn
við þætti eins og Sex and the City er
óhjákvæmilegur. Galdurinn við Sex
and the City fólst í persónusköpun
inni. Undir breysku yfirborðinu áttu
konurnar sínar viðkvæmu hliðar,
allar áttu þær sér einhverja drauma
og aukapersónurnar voru oft eftir
minnilegar, kærastar þeirra stálu oft
senunni – manni gat þótt vænt um
galla þeirra.
Í bók Bjargar eru því miður fáir
sem maður getur látið sér þykja
vænt um. Karlmennirnir skilja eftir
kúk í klósetti og láta sig hverfa, pissa
undir eða halda framhjá á Kaffibarn
um. Konurnar fá ekki betri útreið, líf
þeirra virðist snúast um að komast
á djammið og sofa hjá, stúlkurnar
fjórar eru jafn grimmar og fordóma
fullar í lýsingum á hvor annarri eins
og samstarfsfólki í vinnunni.
Gefið er í skyn á kápu bókar
innar að hluti af þeim sögum sem
þarna séu sagðar eigi sér stoð í
raunveruleikanum. Kannski er það
einn af veikleikum bókarinnar. Oft
eru djammsögur aðeins fyndnar
þegar þær eru sagðar í hópi vina.
Sögurnar í þessari bók vantar hins
vegar dramatíska dýpt til að úr verði
alvöru skáldsaga.
Björg á greinilega ekki í vand
ræðum með að skrifa texta, líkt og
lengd bókarinnar gefur til kynna,
Það glittir í alvöru sögumann und
ir lok bókarinnar í stuttum endur
minningarkafla um einelti. En það
er of lítið og of seint. Björg þarf að
hugsa söguefnið mun betur fyrir
næstu tilraun og muna að ef höf
undi þykir ekki vænt um sögu
persónur sínar þykir lesendanum
það ekki heldur. n
Bókarýni
Símon Birgisson
simonb@dv.is
Ekki þessi týpa
Höfundur: Björg Magnúsdóttir
Útgefandi: Forlagið
351 bls.
Sýn tveggja kynslóða
á íslenska landslagið
n Tíminn í landslaginu opnar í Listasafni Árnesinga
Á
nýrri sýningu í Listasafni
Árnesinga eru landslagsmál
verk Ásgríms Jónssonar og
Arngunnar Ýrar til sýnis. Þrátt
fyrir að um öld skilji þessa tvo
listamenn að, eiga verk þeirra margt
sameiginlegt — bæði hafa þau sótt
innblástur í íslenska landslagið, jafn
vel sömu staðina.
Ólíkir listamenn
„Það er skemmtilegt að bera saman
og sjá hvernig listamenn af ólíkum
kynslóðum heillast af landslaginu,
detta inn í hinn hæga tíma landsins
og fjallanna. Sýningin er ekki síður
um hvernig tíminn líður í listinni og
forsendur breytast. Það er margt sam
eiginlegt með verkum þeirra en líka
margt sem skilur þau að, enda tilheyra
þau mismunandi tíma og tíðaranda,“
segir Jón Proppé sýningarstjóri.
Sýningin er önnur í röð þriggja
sýninga sem tileinkaðar eru þeim
tímamótum að fimmtíu ár eru síð
an Bjarnveig Bjarnadóttir og syn
ir hennar gáfu Árnesingum stóra
málverkagjöf sem lagði grunninn
að stofnun Listasafns Árnesinga.
Alls gáfu þau sjötíu og þrjú verk á
nokkurra ára tímabili og þar af eru
nítján eftir Ásgrím Jónsson, en hann
var fæddur og uppalinn í Suðurkoti
í Rútsstaðahverfi í Flóanum og var
náskyldur gefendunum.
Mála sama landslagið
Ásgrímur fæddist árið 1876 og lést
árið 1958 og var sannkallaður brau
tryðjandi í íslenskri myndlist. Hafði
mótandi áhrif á þróun nútíma mynd
listar og var einn fyrstu Íslendinga
sem gerðu myndlistina að ævistarfi.
Hann vildi hvergi annars staðar vera
en á Íslandi, ferðaðist um landið og
málaði undir berum himni.
Arngunnur Ýr er fædd árið 1962,
fjórum árum eftir andlát Ásgríms.
Hún sótti sér menntun til Kaliforníu
þar sem hún býr. Hún starfar þó
einnig sem leiðsögumaður á Íslandi.
Síðustu tuttugu ár hefur hún fikrað
sig í átt að landslagsmálverkinu. Um
breytingin í náttúrunni heillar hana
og hún hefur fengið fjölda verðlauna
og viðurkenninga fyrir verk sín.
En fylgir ekki einnig áhætta að
tefla verkum tveggja listamanna
saman — að fólk fari að bera saman
gæði þeirra?
Jón Proppé: ,,Fólk hefur misjafn
an smekk og hefur eflaust skiptar
skoðanir um verkin. En bæði Arn
gunnur og Ásgrímur eru vel mennt
aðir listamenn sem hafa helgað sig
listinni. Þau eru líka ólík. Meðan
Ásgrímur vildi hvergi vera nema
hér heima hefur Arngunnur dval
ið mikið erlendis. Þar af leiðandi er
sýn þeirra á landið mismunandi þó
viðfangsefnið sé líkt. Að mínu mati
er mjög frískandi að sjá þessi verk
saman. Þau eru ólík en tala líka
skemmtilega saman.“
Sýningin opnar á sunnudaginn
klukkan tvö og safnið er opið alla
daga frá 12–18. n
„Það er skemmti-
legt að bera
saman og sjá hvernig
listamenn af ólíkum kyn-
slóðum heillast af lands-
laginu.
Hengill frá tveimur sjónarhornum Myndin til vinstri er eftir Ásgrím Jónsson en sú til hægri eftir Arngunni Ýr.
Hann „Á föstudagskvöldið
ætla ég að horfa á íslenska
knattspyrnulandsliðið keppa við
það slóvenska á Laugardalsvell
inum. Á laugardaginn verður
það líklega bröns á Bergsson. Um
kvöldið ætla ég í menningarheim
sókn til Hafnarfjarðar til að kynna
mér drykkjumenn
ingu heima
manna. Á sunnu
dag verður efnt til
grillveislu á Þór
oddsstöðum í fé
lagskap góðra vina
og á annan tug barna
sem þeim fylgja. Á sunnudags
kvöldið stefni ég svo á að sjá mynd
sem gerð er eftir frægri bók Jack
Kerouac, On the road, sem sýnd er
í Bíó Paradís.“
Menningar
helgin
Hún „Ég ætla að sýna mig og sjá
aðra á tveimur mörkuðum um
helgina, annarsvegar skottsölu
í Firði og hins vegar í Bíó Para-
dís þar sem lofað er
góðri skemmtun í
bland við sölubása
með hverskyns
varningi, vínyl og
þess háttar. Ætli ég
eyði svo ekki bara
restinni af helginni í að
undirbúa Grímuna 2013, borða
góðan mat með fjölskyldunni og
leika við son minn. Gæti einnig
verið að ég kíki í Hafnarborg á
sýninguna um Hellisgerði sem
mér skilst að geri garðinum góð
skil.
Björg Magnúsdóttir höfundur bókarinnar.
Ásgerður Júlíusdóttir
Kynningarfulltrúi Leiklistarsambandsins
Andrés Jónsson Almannatengill
Jón Proppé sýningarstjóri Segir verkin ólík en eiga marga snertifleti.