Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 33
Viðtal 33Helgarblað 7.–9. júní 2013 og gengur í Hjallastefnuskóla. Stjúp- dóttir Lóu heitir Kolbrún og er 27 ára en hún er við mastersnám í Bretlandi þar sem hún sérhæfir sig í að leikstýra Shakespeare-verkum. Sambýlismað- ur Lóu til margra ára er Sigfús Bjart- marsson, rithöfundur og blóðbergs- bóndi, en þau kynntust á Bíóbarnum þegar hún var við nám í Háskóla Ís- lands. Sigfús er eini blóðbergsbóndi landsins og selur bæði kryddblöndur og te úr íslenskum jurtum. „Fyrir um 25 árum síðan fór hann að safna jurt- um í náttúrunni og seldi sem te. Fyrir nokkrum árum fór hann að prófa sig áfram við að rækta blóðberg og fór síðan að selja það sem krydd.” Draumaæska í Breiðholtinu Lóa segist vera sannkallað borgar- barn en hún er þriðja kynslóð á möl- inni og á því engar rætur í sveitinni. Hún er fædd í Kópavogi og upp- alin í Breiðholtinu þar sem hún átti góða æsku. „Það er ekkert drama úr minni æsku. Ég ólst upp á ástríku og góðu heimili og var mjög ánægð í Breiðholtinu,“ segir Lóa brosandi er hún rifjar upp æskuminningar úr blokkinni í Arahólum. „Þarna voru dásamleg útivistarsvæði og allt til alls. Hellingur af krökkum og enda- laust gaman. Á veturna fórum við út að skíða í brekkunni fyrir utan blokk- ina eða á skauta rétt hjá og ég þurfti bara að fara yfir eina götu til að kom- ast í skólann.“ Samviskusamur nemandi Eftir Hlíðaskóla lá leiðin í Mennta- skólann við Hamrahlíð. „Mér fannst ótrúlega gaman í framhaldsskóla, ekki síst vegna félagslífsins. Ég var í ljósmyndaklúbbnum, ritnefnd skólablaðsins og ýmsu félagsmála- stússi,“ segir Lóa og bætir við að hún hafi ekki síður dregið mikinn lær- dóm af því. Síðasta veturinn í MH tók hún sér hlé frá námi og þvældist um Evrópu og lauk því framhaldsskóla á aðeins þremur og hálfu ári. „Ég var prúður og samviskusamur nemandi sem gerði það sem kennar- inn sagði.“ Lóa var á málabraut og hafði mest gaman af bókmenntum og sálfræði. Þrátt fyrir að ganga vel hefði hún gjarnan verið til í meira val og að geta sleppt fögum sem hún hafði engan áhuga á, svo sem jarð- fræði, eðlisfræði, efnafræði og líf- fræði. „Skólinn á náttúrlega ekki að vera til þess að afplána heldur til að næra ástríðu manns og áhuga fyr- ir lífinu og tilverunni,“ segir Lóa og bætir við að það sé lykilatriði að fólk viti hvert það stefni í lífinu. Að því leytinu hafi hún verið heppin, hún vissi frá unga aldri að hún ætlaði að verða blaðamaður. Ung móðir Lóa varð ólétt af eldri syninum á síð- ustu önninni í MH. En var ekkert erfitt að vera svona ung móðir? „Æ, mér fannst það bara í góðu lagi. Mamma varð ólétt af mér í menntaskóla og átti mig rétt áður en hún kláraði stúd- entinn,“ segir Lóa. Hún var alltaf viss um að hún vildi eiga barnið. „Ég yrði búin með stúdentinn svo ég sá enga ástæðu til að gera það ekki. Ég kæm- ist á námslán árið eftir og gæti farið í háskólanám og ég taldi að það myndi ekki hafa nein áhrif á námið hjá mér. Þannig að það kom aldrei neitt annað til greina en að eiga.“ Lóa og barnsfaðir hennar voru saman tæplega fyrsta árið en slitu samvistum þegar Tumi, sonur þeirra, var tíu mánaða. Henni fannst lítið mál að vera einstæð móðir og fannst það að sumu leyti hjálpa henni við háskólanámið. „Ég gat ekkert mikið verið að fara í heimsóknir eða á kaffihús vegna stráksins þannig að ég sat yfirleitt heima yfir bókunum á kvöldin. Ég hugsa því að þetta hafi frekar bara hjálpað til.“ Lítið frelsi á Bretlandi Eftir að hafa lokið BA-gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands lá leiðin til Frakk- lands þar sem Lóa bjó ásamt syni sínum í eitt ár. Nokkrum árum síðar bjuggu þau í Bretlandi þar sem Lóa lauk master í blaðamennsku. Hún segir skólakerfið talsvert frábrugðið því íslenska auk þess sem bresk börn hafi mun minna frelsi en íslensk. Það hafi því ekki alltaf verið auðvelt að vera ein með barn þar í landi. „Hérna er svo mikið frelsi. Við erum vön því að krakkar geti bara hlaupið á milli húsa og hverfi jafnvel í tvo tíma, en við vitum samt að þau eru einhvers staðar í næstu húsum að leika sér.“ Hún segir að ekkert slíkt hafi tíðkast á Bretlandi og að ef krakkar ætli að leika sér þurfi að skipuleggja svoköll- uð „playdate“ með margra daga fyr- irvara. Þessu hafi hún ekki áttað sig á til að byrja með og rifjar upp atvik sem gerði henni ljóst hvernig stað- an væri. „Tumi var að spjalla við jafna- ldra sinn fyrir utan húsið okkar og svo koma þeir aðeins inn að leika. Hann er ekki búinn að vera í meira en korter inni hjá okkur þegar ég heyri mikil læti fyrir utan íbúðina og það er kona í móðursýkiskasti úti á gangstétt og hópur fólks í kringum hana. Hún var móðir drengsins og var alveg brjáluð yfir því að ég skyldi hafa boðið honum inn. Hún fyrir- gaf þetta ekki,“ segir Lóa og bætir við að á þessum tíma hafi verið mikil umræða um barnaníðinga og nán- ast vikulegar fregnir af þeim í Bret- landi. Hún segir frelsið sem íslensk börn búi við sé stórkostlegt en fann að í Bretlandi var mikill ótti og tor- tryggni gagnvart öðrum. Byrjaði á Tímanum Eftir að hafa lokið náminu fékk Lóa ekki vinnu við blaðamennsku líkt og löngun hennar stóð til. Hún fór á rit- stjórnarskrifstofur allra blaða og sótti um vinnu en fékk ekki. Hún flutti því norður á Blönduós einn vetur þar sem hún gerðist kennari. „Það var ótrúlega gott fyrir svona borgarbarn eins og mig að flytja út á land. Mér fannst gaman að vera þarna en maður kunni mjög vel að meta borgina eftir að hafa verið á Blönduósi einn vetur.“ Lóa tók virkan þátt í félagslífinu á Blönduósi, gerðist meðlimur í leikfé- laginu og sótti alla þá viðburði sem hægt var að sækja, svo sem harmon- ikkutónleika í félagsheimilinu. Að ári liðnu hélt Lóa áfram að sækja um á hinum ýmsu fjölmiðlum og fékk loks vinnu á Tímanum en þar tók hún sín fyrstu skref í blaðamennsku. „Ég held ég að hafi fengið þá vinnu vegna þess að fréttastjórinn var fyrrverandi nemandi pabba,“ segir hún kímin. „Það er bara þannig á Íslandi að sambönd eða tengsl geta hjálpað manni að komast inn í draumabransann.“ Dregin á asnaeyrunum Lóa hafði verið ritstjóri tímaritsins Húsa og híbýla um þriggja ára skeið þegar hún varð ólétt af yngri synin- um, Núma. Skömmu síðar var fyrir- tækið selt og nýir rekstraraðilar tóku við störfum og í kjölfarið var Lóu sagt upp í miðju fæðingarorlofi. „Þeir drógu mig á asnaeyrunum. Þegar líða tók að því að ég ætti að koma til baka las ég frétt í dagblaði um nýja ritstjóra Húsa og híbýla. Þá fer ég á fund með hinum nýju rekstr- araðilum og þó það hafi ekki verið sagt beint út, því þeir máttu það ekki þar sem ég var í fæðingarorlofi, þá verður mér ljóst að það stendur ekki til að ég komi til baka.“ Lóa kærði uppsögnina til úr- skurðarnefndar hjá félagsmálaráðu- neytinu og bar sigur úr býtum. Hún nennti ekki í dómsmál, enda snerist þetta ekki um peninga, heldur vildi hún aðeins fá viðurkenningu á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt. „Ég ákvað allavega að ég ætlaði ekki að gera þeim þetta auðvelt fyrir. Þeir voru búnir að draga mig á asnaeyr- unum í marga mánuði og ég vildi að þeir þyrftu að hafa eitthvað fyrir hlutunum.“ Á skjánum 15 tíma á viku Eftir uppsögnina bárust Lóu nokk- ur spennandi atvinnutilboð og tók þá ákvörðun að ráða sig til NFS, sem átti að vera fréttastöð sem sagði frétt- ir allan sólarhringinn. Þar var Lóa, ásamt Hallgrími Thorsteinssyni, í þriggja tíma morgunþætti á hverj- um degi. „Ég var í beinni útsendingu í 15 tíma á viku, 60 tíma í mánuði, svo þetta var mikil og góð þjálfun í að koma fram í sjónvarpi,“ segir Lóa og bætir við að það hafi verið notalegt að vita til þess að fáir voru að horfa. Sú staðreynd hafi minnkað stressið tölu- vert. Hún segir þó alltaf smá stress fylgja því að fara í beina útsendingu. „Ég fæ alltaf smá hnút í magann af því að það getur alltaf eitthvað klikkað og gerir það oft.“ Lóa er löngu orðin vön því að sjá sjálfa sig í sjón- varpinu. Til að byrja með hafi það verið hryllingur og að hún hafi hrein- lega ekki þekkt konuna sem hún sá á skjánum. „Ég hélt að ég væri opin bók í andlitinu, að tilfinningar lægju bara utan á andlitinu á mér. En svo sá ég að konan í sjónvarpinu var gjör- samlega kolstíf í framan.“ Hún segist hafa áttað sig á því smám saman að nauðsynlegt sé að vinna með þetta til að persónuleiki manns skili sér heim í stofu. Notar Candy Crush til að kúpla sig út Lóa segir vinnuna eiga hug sinn allan og að hún hafi lítinn tíma fyrir aðra iðju. Vinna á fréttastofu sé þess eðlis að maður sé stanslaust á vaktinni og sjálf sé hún ávallt með heilann við efnið. „Ég er tarnamanneskja og sekk mér í það sem ég er að gera að hverju sinni.“ Hún segir þó mikilvægt að kúpla sig út af og til en til þess pínir hún sig til að hlaupa tvisvar í viku auk þess sem hún er mikið í tölvuleikjum í símanum. „Satt best að segja eru tölvuleikir það helsta sem ég nota til að kúpla mig út úr vinnunni. Ég er hætt að lesa áður en ég fer að sofa á kvöldin, nú fer ég bara í tölvuleik í símanum,“ segir Lóa og hlær. Um þessar mundir er það Candy Crush sem á hug hennar allan og segist Lóa vart ráða við sig þegar hún er komin að hindrun í þeim skemmtilega leik. Tölvuleikir eru þó ekki það eina sem Lóa gerir í frístundum sínum. Hún á fallegan garð, uppfullan af kryddjurtum og berjarunnum, og eyðir miklum tíma í hann yfir sumar- ið. „Ég er greinilega orðin mjög mið- aldra,“ segir Lóa og hlær. „Ég er með bláber, jarðarber, sólber, rifsber og eplatré svo eitthvað sé nefnt. Ég er algjörlega heilluð af því að geta sett eitthvað ofan í jörðina og fylgst með því vaxa.“ Það skiptir máli hvort þú sért karl eða kona hjá 365 Lóu finnst gaman að vinna í sjón- varpi, enda sé það sterkur miðill sem bjóði upp á margt. Líkt og á mörgum sviðum sé þó munur á stöðu karla og kvenna í þessum bransa. „Ég væri náttúrulega blind ef ég segði nei. Ég myndi ekki segja að það væri stöðu- munur á milli fréttamanna á gólfinu en þegar þú skoðar hverjir eru með titla hjá 365 þá gefur það augaleið að það skiptir máli hvort þú sért karl eða kona,“ segir Lóa og bendir á að það séu nánast bara karlar í stjórnunar- stöðum hjá 365 miðlum. Þegar Lóa er spurð að því hvort hún sé femínisti kveðst hún vera jafnréttissinni. „Ég er jafnréttis- sinni vegna þess að mér finnst það gagnsærra orð til að lýsa þeirri hug- myndafræði að vilja jafnan rétt kynj- anna.” Hún telur okkur eiga töluvert langt í land til þess að ná fullu jafn- rétti þótt margt hafi áunnist. Komin með nóg af fréttamennsku Lóa segir mikið álag og stress fylgja því að vera fréttamaður og hefur áhyggjur af því hve fáir endist lengi í starfinu. „Það eru algjör undan- tekningatilfelli að fólk endist í þessu starfi, til dæmis menn eins og Bogi Ágústsson og Kristján Már Unnars- son sem hafa verið í þessu lengi.“ Hún segir slæmt að svo sé búið að ljósvakamiðlunum að fólk gefist upp. Álagið sé of mikið til að fólk endist í starfinu til lengri tíma. „Það er mikil- vægt fyrir sjónvarpsfréttamiðil að við séum með fólk sem hefur þroska og reynslu í starfi,“ segir Lóa og bætir við að auðvitað sé mikilvægt að hafa líka yngra fólk. Það hafi önnur áhugasvið og aðra orku en hinir eldri. Hún seg- ir þó alveg ljóst að búa þurfi betur um til að fólk haldist í fréttamennsku fram á eftirlaunaaldur. Sjálf hafi hún verið komin með nóg. „Ég var komin með nóg af sjón- varpsfréttamennskunni í bili. Starfið sem slíkt er ofboðslega skemmtilegt en álagið er of mikið.“ Lóa mun einbeita sér að þátta- gerð á næstunni og segist mjög fegin að hafa fengið leyfi til að gera þættina um tossana. „Ég sé ekki fyrir mér að ég hefði enst í þrjátíu ár til viðbótar sem almennur fréttamaður á Stöð 2. Framtíðin óráðin Lóa er óviss um hvað framtíðin beri í skauti sér og segist ekki horfa lengra en til þeirra verkefna sem hún sé í um þessar mundir. „Mér finnst æðislegt að hafa fengið tækifæri til þess að vinna að þáttum og vera meira í framleiðslu og ég eiginlega horfi bara ekkert lengra en það.“ Að- spurð segist Lóa ekki vita hvað taki við eftir Tossana. „Ég bara hreinlega veit það ekki. Nú er bara að fatta upp á einhverju nýju, finna eitthvað nýtt samfélagsmein til að vinna í.“ n „Satt best að segja vildi ég þá held- ur að hann færi bara að vinna Fegin að hafa fengið tækifæri „Ég sé ekki fyrir mér að ég hefði enst í þrjátíu ár til viðbótar sem almennur fréttamaður á Stöð 2,“ segir Lóa, ánægð að hafa fengið tækifæri til þáttagerðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.