Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 21
úttekt 21Helgarblað 7.–9. júní 2013 Eitraður sjávarúði vEldur magakvEisum n Klósettpappír og saur á Pollinum á Akureyri n Sjósund bannað vegna saurgerla frá meginlögnum skólps á strandsjó. Saurgerlamengun getur valdið magakveisum hjá fólki og segist Jó­ hanna hafa heyrt að á mjög meng­ uðum svæðum, geti magakveisa herjað á fólk þegar vindur stendur af hafi og ber með sér saurgerlameng­ aðan sjávarúða. Mengunarhætta frá urðunarstöðum Ákveðin mengunarhætta er frá urðunarstöðum, einkum ef engar botnþéttingar eru undir þeim. Frá þessum stöðum geta mengunarefni á borð við þungmálma borist í grunn­ vatn, ferskvatn og strandsjó. Þetta einkennir helst eldri urðunarstaði á borð við Gufunes í Grafarvogi og Geirsnef í Elliðaárós. Á eldri urðunar­ stöðum var ýmislegt urðað sem ekki er leyft að urða í dag, til dæmis raf­ geymar og rafspennar en þeir inni­ halda þungmálma og þrávirk lífræn efni sem safnast upp í lífverum. Umhverfisstofnun hefur sam­ kvæmt drögunum talsverðar áhyggj­ ur af spilliefnamóttökunni Kölku. Fráveituvatn frá Kölku fer í gegn­ um olíuskilju og er síðan leitt í móa í grenndinni. Þá er aska frá Kölku geymd óvarin í haugum á athafna­ svæði og líklegt að yfirborðsvatn mengi grunnvatn. Starfsmaður Kölku segir svæðið sem askan berst í ekki lengur vatnsverndarsvæði: „Verndarsvæðið var fært eftir að Kaninn lak olíu í það. Menn voru hér um bil farnir að drekka smurolíu á tímabili.“ Hann segir að verið sé að vinna í mengunarmálum og að fyrirtækið eigi í góðu samstarfi við Umhverfis­ stofnun. „Það eru nýir aðilar teknir við rekstrinum og allir af vilja gerð­ ir til að bæta sig og fara eftir lögum og reglum. Þessi mál eiga því ekki að vera óleyst áfram.“ Hann segir jafn­ framt að askan sem um ræðir sé ekki sú eitraðasta. „Þetta eru aðallega af­ gangar úr heimilissorpi. Eitraðasta askan, er ekki látin blása út um allt, hún er sekkjuð og síðan keyrð héð­ an og urðuð í Ásnesi. Svo er verið að kanna hvort senda megi eitthvað til Noregs,“ segir hann og bætir við að helsta verkefnið núna sé að setja vatnsheldar hettur á sekkjuðu ösk­ una þannig að ekki geti rignt á hana og mengun borist með regnvatni í grunnvatn. Olía á vatnsverndarsvæðum Fyrr í þessum mánuði varð olíuslys í Bláfjöllum. Festingarbúnaður bilaði á þyrlu sem flytja átti 600 lítra olíu­ tank frá Bláfjallaskála að Þríhnúka­ gíg. Afleiðingarnar voru þær að tankurinn féll til jarðar á malarpl­ ani við Bláfjallaskála og olían lak. Hefði slysið orðið aðeins fjær skál­ anum hefði olían getað sigið nið­ ur í grunnvatn og þannig komist í vatnsból í Heiðmörk og Kaldárbotn­ um. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis hafði gefið leyfi fyrir flutningunum. Hreinsunarstarf hófst strax og gekk vel. Þá var vökt­ un á neysluvatni aukin tímabundið í kjölfar slyssins. Þetta er ekki fyrsta mengunar­ slysið á verndarsvæðinu en olíuslys varð þar árið 2007 þegar flutninga­ bíll rakst á grjót með þeim afleiðing­ um að 300 lítrar af dísilolíu láku á veginn. Þá líkt og nú tókst að hreinsa olíuna upp og þótti mildi að hún skildi ekki fara út í hraunið. Farnar fylgdarferðir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfis­ stjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að fá þurfi leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu til að flytja olíu yfir vatnsverndarsvæð­ ið. Þá er óskað eftir fylgd og annast starfsmaður Orkuveitunnar fylgdina. Í fyrra voru farnar 19 fylgdarferðir en stundum er fylgd neitað. „Það er metið hverju sinni og fer meðal annars eftir færð og aðstæðum,“ segir Hólmfríður. Orkuveita Reykjavíkur hefur í kjölfar slyssins gert athugasemdir við starfsemina við Þríhnúkagíg og hef­ ur til dæmis, í erindi til fyrrverandi umhverfisráðherra, bent á að áform rekstraraðila ferðaþjónustunnar þar um að geyma talsvert magn af olíu í ólekavörðum plasttönkum samræm­ ist ekki starfsleyfi þeirra. Þá hefur Orkuveitan óskað eftir því að Umhverfisráðuneytið fari yfir málið og dragi af því lærdóm. „Það er ljóst að horft verður til þeirra ör­ yggisregla sem eru í gildi og kannað hvort þurfi að endurskoða þær,“ seg­ ir Hólmfríður. Veruleiki dagsins í dag Daglega fara að jafnaði um 300 bíl­ ar um Bláfjallasvæðið og þar af eru alltaf nokkrir stórir bílar; rútur, gröf­ ur, steypubílar og snjóruðningstæki. Hver þeirra gæti verið með 400–500 lítra tank,“ segir Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðis­ eftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs­ svæðis, sem segir það einnig áhyggju efni að Suðurlandsvegur sé inni á vatnsverndarsvæðinu. „Þar aka á annan tug olíubíla á hverjum einasta degi, sumir með allt að 32 rúmmetra af olíu.“ Páll segir óljóst hvaða afleiðingar alvarlegt meng­ unarslys myndi hafa. „Við vær­ um í mjög vondum málum. Það er ekki hægt að fullyrða að vatnsbólin yrðu ónýt en það þyrfti að leggjast í miklar rannsóknir og hreinsunar­ aðgerðir. Alvarleiki slyss færi mjög eftir staðsetningu, magni og við­ brögðum,“ segir hann og bendir á að minni slys séu einnig hættuleg. „Ef einhver ákveður að kenna ung­ lingnum sínum að keyra í Heiðmörk og bíllinn fer útaf er honum sjaldn­ ast efst í huga að hafa samband við heilbrigðiseftirlit eða vatnsveitu, hann hringir einfaldlega í vini sína og biður þá um að draga sig upp.“ Árið 2012 mat Orkuveitan það svo að helstu áhættuþættir á vernd­ ar svæð inu væru umferð um Blá­ fjalla veg og vegina í Heið mörk. Umferð in hefur aukist síðustu ár og upp hafa komið hugmyndir um að takmarka hana. Á einum stað ligg­ ur Heiðmerkurvegur beinlínis yfir brunnsvæði. „Hefði ekki verið veg­ ur þarna í fyrndinni hefði aldrei ver­ ið lagður vegur á þessu svæði,“ segir Hólmfríður. Hún flutti nýverið er­ indi á málþingi um vatnsvernd þar sem hún lýsti yfir áhyggjum sínum af auknu álagi á vatnsverndarsvæð­ ið. Þá sagði hún jafnframt að að­ gangur fólks að neysluvatni ætti að ganga ofar öðrum hagsmunum en fram hafa komið ýmsar hugmynd­ ir um framkvæmdir á vatnsverndar­ svæðinu, til dæmis tvöföldun Suður­ landsvegar. Vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk hefur verið talsvert í fréttum upp á síðkastið vegna slæmrar umgengni. Hundar hafa gengið lausir nærri brunnsvæðum og gengið þar örna sinna, þrátt fyrir bann. Þá hefur það komið ítrekað fyrir að kveikt hafi verið í bílflökum á svæðinu en af því stafar augljós mengunarhætta. Vöktun fer eftir íbúafjölda Páll Stefánsson segir vöktun á neyslu vatni vera góða. „Við erum alls staðar langt fyrir neðan mörk­ in í efnastyrk mengandi efna og bara hending ef loftborin efni finn­ ast í vatnsbólum.“ Hann segir eftir­ lit með verndarsvæðum einnig vel viðunandi. „Brunnsvæði eru af­ girt og enginn má koma þangað nema fulltrúar vatnsveita. Þá er far­ ið reglulega um svæðið og ef okk­ ur berast ábendingar eða kvartanir förum við og hreinsum.“ Hann seg­ ir þó ómögulegt að fylgjast með al­ menningi. „Við verðum að sýna fólki ákveðið traust. Eftirlitsmyndavélar þjóna engum tilgangi í þessu sam­ hengi, fólk fer ekki út í móa og hellir viljandi niður olíu.“ Heilbrigðisnefnd heldur skrá yfir allar mælingar og fylgist þannig með þróun á ástandi vatnsgæða í tíma. Ólíkar reglur gilda um eftirlit með vatnsveitunum á höfuðborgar­ svæðinu eftir því hversu mörgum íbúum þær þjóna. Þrjár vatnsveitur afla vatns fyrir höfuðborgarsvæðið þó vatnsbólin sjálf séu fleiri. Orku­ veita Reykjavíkur þjónar Reykja­ vík, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi og þar eru tekin örverusýni um það bil þrisvar í viku. Vatnsveita Kópa­ vogs þjónar Kópavogi og Garðabæ og Vatnsveita Hafnarfjarðar þjónar Hafnfirðingum. Þessar tvær síðar­ nefndu þjóna undir 50 þúsund manns og eru örverumælingar gerð­ ar þar vikulega eða aðra hverja viku. Taka þarf visst mörg sýni á ári til að uppfylla gildandi reglugerðir og seg­ ir Páll að vatnsveitur séu stöðugt að taka sýni. „Það eru tekin öll sýni sem þarf að taka og líklega fleiri. Sýna­ töku er dreift jafnt yfir árið,“ seg­ ir hann. Mælingar á styrk ýmissa mengandi efna eru gerðar fjórum sinnum á ári úr vatnsbóli Reykvík­ inga en að minnsta kosti einu sinni úr hinum vatnsbólunum tveimur. Páll segir að starfsmenn heilbrigð­ iseftirlits Hafnafjarðar og Kópa­ vogssvæðis fái rannsóknarteymi íslenskra orkurannsókna til að ann­ ast stórar efnasýnatökur með sér. „Það hljómar einfalt að taka sýni, en auðvelt að klúðra því með röngum vinnubrögðum,“ segir hann. Þar sem íbúar eru á milli 500 og 5.000 eru tekin sýni til örverurann­ sókna fjórum sinnum á ári en til efnagreininga einu sinni á ári. Heil­ brigðiseftirlitið hefur ekki reglu­ bundið eftirlit með vatnsveitum sem þjóna færri en 50 manns. Vatns­ veiturnar hafa þó samkvæmt leið­ beiningum Samorku um innra eft­ irlit minni vatnsveita, mánaðarlegt eftirlit með vatnsgeymum og árlegt eftirlit með vatnsverndarsvæðum. Myndi vilja sjá margt öðruvísi „Við vildum gjarnan hafa ýmsa þætti öðruvísi en þeir eru. Betri stjórn á auðlindinni og betri stjórn á nýtingunni. Það væri gott ef skipulagið væri skynsamlegra og minna um hættulega vegi,“ segir Páll og bætir við að sér finnist vanta tals­ vert upp á þekkingu. „Heilbrigðis­ nefndir á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir því árum saman að farið verði út í meiri jarðfræðirannsókn­ ir á þessu svæði til að menn geti skilið flæðið betur og þannig verið fljótari að meta áhrif mengunaró­ happa og grípa til aðgerða,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir að til sé ágætt reiknilíkan sem líki eft­ ir grunnvatnsflæði á vatnsverndar­ svæðum höfuðborgarsvæðisins þá gætu verið ákveðnir veikleikar í lík­ aninu. „Í grundvallaratriðum er vit­ að hvaða grunnvatnsstraumar fæða einstök vatnsból en líkan verður aldrei betra en gögnin í líkaninu og mitt mat er að það mætti gjarnan styrkja það á ákveðnum stöðum,“ segir hann. n Framhald á úttekt DV á vatns- öryggi verður birt í mánudags- blaði DV þann 10.júní. Bílflak í Heiðmörk Það er ekki hægt að fullyrða að vatnsbólin yrðu ónýt en það þyrfti að leggjast í miklar rannsóknir og hreinsunaraðgerðir. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa þurft að fjarlægja nokkur bílflök sem skilin hafa verið eftir í Heiðmörk. Kveikt hafði verið í sumum þeirra. MYND: OrkuVeitaN. Saurgerlar í sjávarúða Geta valdið magakveisum. „Akureyrarbær hefur dregið lappirnar „Skólpið er ekki einu sinni grófhreinsað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.