Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 52
52 Fólk 7.–9. júní 2013 Helgarblað Á von á sér í lok árs Þriðja barn Kate Winslet væntanlegt L eikkonan Kate Winslet á von á barni með eiginmanni sín- um Ned Rocknroll. Þetta staðfestir talsmaður leikkon- unnar og segir að Kate og Ned séu afar hamingjusöm. Barnið er það þriðja í röðinni hjá Kate en fyrir á hún Mia og Joe. Þetta verður fyrsta barn þeirra Kate og Ned saman. „Barnið er væntanlegt í lok árs og þau eru alsæl,“ segir talsmaðurinn í samtali við MailOnline. Leikkonan hefur sagt að hún vilji ala börnin sín upp þannig að þau beri virðingu fyrir öðr- um þrátt fyrir að vera börn frægr- ar leikkonu. „Ég vil að þau upplifi venjulega barnæsku og séu þakk- lát og sýni öðrum virðingu. Ég vil að þeim finnist merkilegt að fljúga á fyrsta farrými.“ n Victoria mætti með 14 ára herra n Victoria Beckham mætti á „Glamour Women of The Year“ hátíðina ásamt elsta syni sínum, Brooklyn, 14 ára. Victoria tók á móti verðlaunum fyrir „konu síð- asta áratugar“ og notaði tækifærið til þess að hæla syni sínum. „Takk fyrir að vera herrann minn hér í kvöld Brooklyn. Þú ert myndarleg- asti maðurinn á svæðinu.“ sagði stolt móðir um frumburð sinn. Hún þakkaði einnig foreldrum sínum og eiginmanni fyrir stuðninginn og lauk ræðunni með því að lofa konur með orðunum „Girl Power“. Kim loksins skilin n Kim Kardashian hefur feng- ið lögskilnað frá fyrrum eigin- manni sínum, Kris Humphries. Kannski ekki seinna vænna þar sem hún á von á stúlkubarni í júlí með sínum heittelskaða, Kanye West. Kim tók á móti löggilt- um skilnaðarpappírum í dómhús- inu í Los Angeles, mánudaginn 3. júní og tvítaði um þennan merka áfanga og birti myndir af pappír- unum fyrir heiminn til að sjá. Stelpuslagur í beinni n LeAnn Rimes kom fram hjá Jay Leno á dögunum og frumflutti lag sitt „Spitfire“. Lagið er talið vera um Brandi Glanville, en hún er fyrrver- andi eiginkona Eddie Cibrian, sem er núver- andi eiginmaður LeAnn. Þær stöll- ur hafa eldað grátt silf- ur saman um dagana, en LeAnn og Eddie byrjuðu að hittast þegar hann var giftur Brandi. „I only got one burning desire to let the whole town know that you‘re a dirty little liar,“ sem gæti hljómað svona í mjög frjálslegri þýðingu: „Ég hef brennandi áhuga á að láta alla vita hversu rotin og lygin þú ert.“ Stjörnu fréttir Íris Björk Jónsdóttir Sorg í sviðsljósinu Paris Jackson reyndi að svipta sig lífi P aris Jackson, fimmtán ára dóttir poppstjörnunnar Michaels Jackson, var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær- morgun eftir sjálfsvígstilraun. Á vefsíðu TMZ segir að Paris hafi tekið íbúfentöflur og skorið sig með stórum búrhníf. Á vefsíðunni er einnig greint frá því að Paris hafi hringt í neyðarlínu vegna sjálfsvíga og skrifað kveðjubréf. Lögfræðingur Katherine Jackson, ömmu Paris, sagði ástand hennar eft- ir atvikum gott og hún nyti aðhlynn- ingar á sjúkrahúsi. Hin óstýriláta systir Michaels Jackson, La Toya, bað fjölmiðla um grið á meðan fjölskyldan leysti vand- ann í sameiningu. Bróðir Paris, Prince Michael, hefur afboðað sig á þýskri sjónvarpsstöð og flaug samstundis heim til þess að vera við hlið systur sinnar. Dapurleg skilaboð á Twitter Paris er nokkuð virk á Twitter og bentu síðustu skilaboðin til þess að hún væri ansi döpur: „Í gær virtust vandamálin langt að baki en nú virð- ist sem þau séu komin til að vera,“ skrifaði hún. En um fjögur ár eru liðin síðan faðir hennar, Michael, lést úr of stórum skammti lyfja. Hún var ólíkt hressari í myndbandi sem hún setti á Youtube í lok maí- mánaðar. Þar sýnir Paris aðdáendum sínum hvernig hún farðar sig. „Hæ, andlit sem sést aldrei opinberlega án farða, segir hún í byrjun myndbands- ins áður en hún byrjar förðunina. Á meðan hún farðar sig rabbar hún um hitt og þetta, segir frá því að hún hafi horft á kvikmyndina Tangled þrisvar í viku á síðasta ári og að sem barn hafi hún viljað giftast kúreka. Þá grett- ir hún sig og geiflar, tekur loftgítar og segist hálfbrjáluð og þurfa hjálp. Erfitt líf og flókin fjölskylda Það hefur án efa verið erfitt að alast upp í miðju sviðsljóssins. Líf Michaels Jackson var skrautlegt og var hann vinsælt efni slúðurblaða meðal annars vegna umtalsverðra lýtaað- gerða og ákæru um kynferðisofbeldi gegn ungum dreng sem var sett fram árið 1993 en Jackson var sýknaður árið 2005. Michael Jackson kvæntist Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley árið 1994 en þau skildu eftir tæp tvö ár. Hann kvæntist svo Debbie Rowe, hjúkrunarkonu sem hann kynntist er hann fór í lýtaaðgerð árið 1997. Þau eignuðust tvö börn, Prince Michael og hana Paris sem heitir fullu nafni Paris Michael Katherine. Þau skildu árið 1999 og er Debbie í engu sam- bandi við börn sín, eins furðulegt og það nú er. Jackson var með for- ræði yfir börnunum tveimur auk þess þriðja, Prince Michael II, sem Jackson eignaðist með óþekktri konu. Heimilisofbeldi og peninga- gráðug ættmenni Eftir dauða Jacksons hefur gengið á ýmsu í fjölskyldunni. Atburðir á síð- asta ári vöktu með fólki ugg en þá var lögregla kölluð að heimilinu vegna heimilisofbeldis og þá hvarf amma barnanna, en hún hefur forræði yfir þeim, um nokkurra daga skeið. Þá daga auglýsti Paris eftir henni á Twitt- er-síðu sinni og hafði af henni miklar áhyggjur. Aldrei hefur verið greint ná- kvæmlega frá því hvað gengur á í lífi fjölskyldunnar en vísbendingar hafa borist um að aðrir ættingjar gangi hart að ömmu Paris og vilji fá frá henni peninga. Hvað sem það er sem þjakar börn Jacksons eftir dauða hans er ljóst að þrátt fyrir auð og frægð getur sorgin verið nístandi í sviðs- ljósinu. n Kate Winslet Alsæl með ófrískuna Sir David Attenborough fluttur á spítala N áttúrufræðingurinn góð- kunni, Sir David Atten- borough, var fluttur á spítala á þriðjudag þar sem hann undirgekkst bráðaað- gerð á hjarta. Aðgerðin var fram- kvæmd að áeggjan hjartasér- fræðings Attenborough, sem taldi aðgerðina ekki geta beðið, en til stendur að koma fyrir gervi- gangráði. Hinn 87 ára gamli dýra- sérfræðingur neyddist því til að hætta við Ástralíuför sína á síðustu stundu en læknar segja aðgerðina hafa heppnast vel og að Atten- borough muni að öllum líkindum ná fullum bata. n Elskaður og dáður Sir David Atten- borough hefur unnið mikið frumkvöðlastarf á sviði dýrafræða. Fjölskyldan Kate, Ned og börnin tvö. Undirgekkst bráðaaðgerð á hjarta Jackson börnin Hér er Paris fyrir miðju með systkinum sínum áður en hún breytti um útlit. Bræður hennar heita Prince Micha- el og Prince Michael II, kallaður Blanket. Ákall um hjálp Paris er virk á Twitter og síðustu skilaboð hennar áður en hún reyndi að svipta sig lífi voru dapurleg. Hún breytti útliti sínu nýlega á dramatískan hátt, en það er eitt hættumerki um að eitthvað bjáti á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.