Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 37
Neitar að bjóða gagN-
rýNeNdum í leikhúsið
Menning 37Helgarblað 7.–9. júní 2013
ir samning við Borgarleikhús-
ið. Hann mun leikstýra ný-
legu bresku leikverki sem heitir
Foxfinder. Hvernig leggst það í
þennan óþekktaranga í íslensku
leikhúslífi að ganga til liðs við
Borgarleikhúsið.
„Ég er bara ráðinn þarna í
vinnu og þarf að gangast undir
ákveðin atriði. Ég get ekki bann-
að markaðsdeild Borgó að bjóða
gagnrýnendum á sýningu. Og
mér dettur það ekki í hug. En ég
hef engar áhyggjur. Borgarleik-
húsið hefur verið duglegt við að
leyfa sínu fólki að gera tilraunir.
Sjáðu til dæmis verk Mindgroup
á síðustu árum – Þú ert hér,
Góðir Íslendingar og fleiri leik-
rit. Þeir hafa verið að gera flotta
hluti. En það gætu orðið einhver
rifrildi í mötuneytinu.“ n
S
ástu hvernig hann horfði á
okkur?“ segir þýska blaða-
konan þegar krónprins Nor-
egs gengur hjá. Það er 150
ára afmæli málarans Edvard
Munch, og fiðringur fer um salinn
þegar prinsinn fær sér sæti. Boð-
ið er upp á kampavín og lax, og hér
virðist ekki aðeins verið að heiðra
mikinn listamann, heldur einnig
verið að sýna hið nýja og glæsilega
andlit Noregs, ríkasta lands í heimi.
Munch er einn helsti listmál-
ari sem Norðurlönd hafa alið. Verk
hans hafa verið lánuð til Ósló frá
listasöfunum víða um heim, svo
sem Tate í London og MOMA í New
York, á þessari fyrstu stóru yfirlits-
sýningu frá því hann lést árið 1944.
Hátíðarhöldin hófust á 149 ára af-
mælisdegi málarans þann 12.12.12
á Svalbarða. Var þá eitt verka hans,
„Sjálfsmynd með sígarettu,“ sent
til þessa nyrsta hluta Noregs í stál-
gerðum kassa sem síðan hefur ferð-
ast niður gervallt konungsríkið og
er nú haft til sýningar í National
Galleriet.
Góðir vinir og óvinir
Deilur og skandalar hafa lengi fylgt
málaranum. Hann varð fyrst þekkt-
ur fyrir myndina „Det syke barn“
þegar hann var 22 ára gamall árið
1886 og byggði á andláti systur hans
úr berklum. Verkið vakti miklar deil-
ur, bæði vegna efnistaka og vegna
þess að það þótti impressjónískt
og hálf-klárað. Tæpum áratug síð-
ar var sýning hans í Berlín svo um-
deild að henni var lokað eftir aðeins
viku. „Það verður eins með þig og
með mig,“ sagði vinur hans Henrik
Ibsen af því tilefni, „því fleiri óvini
sem þú eignast, því fleiri vini eign-
ast þú líka.“
Kvennavandræði, óp og vampírur
Ibsen reyndist sannspár, því Ópið
eftir Munch er í dag eitt þekktasta
málverk heims. Munch sjálfum var
meinilla við að selja myndir sín-
ar sem hann kallaði börn sín, en
árið 2012 var eintak af myndinni
selt á litlar 120 milljónir dollara.
Ópið hefur einnig víða komið fyr-
ir í poppmenningunni, svo sem á
grímu fjöldamorðingjans í „Scr-
eam“ myndunum. Í raun er það
þó ekki persónan sjálf á myndinni
sem æpir, heldur er það náttúr-
an sjálf sem æpir á hana og held-
ur hún um eyrun til að verjast ofs-
anum.
Myndin var máluð þegar Munch
taldi sig hafa glatað hæfileikanum
til að elska, en hann giftist aldrei.
Kvennavandræði hans voru hon-
um þó mikill innblástur og má sjá
í mörgum mynda hans, svo sem
Vampírunni. Madonnumynd hans
sem sýnir nautnafulla konu telst
jafnframt til hans helstu verka.
Listavirki
Deilunum í kringum Munch er
hvergi nærri lokið. Ópið er til í fjór-
um útgáfum og eru þrjár þeirra í
eigu norska ríkisins. Einni þeirra
var stolið frá National Galleriet árið
1994 og annarri frá Munch-safninu
árið 2004. Báðar útgáfurnar hafa ver-
ið endurheimtar, en í kjölfarið var
Munch-safninu í Töyen hverfi Ósló
breytt í rammgert virki. Minnir það í
dag helst á fangelsi eða flugvöll, þar
sem verðir fylgjast með hverri hreyf-
ingu, maður þarf að ganga í gegnum
vopnaleit áður en inn er komið og
þegar gengið er inn í sal er ekki hægt
að snúa við heldur verður maður
stöðugt að halda ferðinni áfram.
Drottningin skerst í leikinn
Norski hægriflokkurinn hefur lengi
barist fyrir því að færa Munch-safnið
í miðbæinn, þar sem ferðamenn
munu hafa betri aðgang að því. Íbúar
Töyen hverfisins vilja þó ólmir hafa
það á sínum stað, og hafa vinstri-
flokkarnir AP og SV haldið þeirra
málsstað á lofti. Svo illa hefur geng-
ið að leysa þessa deilu að jafnvel
hin annars diplómatíska drottning
Sonja hefur skorist í leikinn og kraf-
ist ákvörðunar. Skriður komst loks
á í síðustu viku þegar SV sviku sam-
herja sína og studdu hægriflokkinn,
sem aftur hefur valdið miklum deil-
um. Niðurstaðan virðist eigi að síð-
ur vera sú að nýtt Munch-safn muni
loks rísa við höfnina.
Grafarrán
Munch sjálfur er að sjálfsögðu ekki
viðstaddur athöfnina, enda ligg-
ur hann grafinn í heiðursreit í
kirkjugarði í miðbæ Ósló. Hér hef-
ur hann þó ekki með öllu fengið að
hvíla í friði, því brjóstmynd hans
sem prýðir gröfina var stolið árið
2004 en skilað af óþekktum aðila
tveim vikum síðar. Er talið að um
listagjörning hafi verið að ræða. Í
stað málarans heldur brúða í hans
líki ræðu, sem virðist vera tíska á
meginlandinu þessa daganna.
„Hvað á það að þýða að mál-
verk mín séu orðin meira virði
en allur efnahagur Afríku saman-
lagt?“ segir Munch-brúðan og tek-
ur að skamma salinn fyrir að koma
saman til að skoða myndir látins
málara á meðan sólin skín fyrir
utan. Fólk klappar kurteislega fyr-
ir byltingarræðu þessari og ekki
er annað hægt að segja að gjörn-
ingurinn sé örlítið misheppnaður,
byltingin mun líklega ekki hefjast í
kokkteilboði krónprinsins. n
n 150 ára afmæli helsta málara Norðurlanda n Þjófar sitja um verk Munchs
„Hvað á það að
þýða að málverk
mín séu orðin meira virði
en allur efnahagur Afríku
samanlagt?
Munch-safninu breytt
í rammgert virki
Vinnustofa Munch Árið 1916 keypti Munch stóra eign í Ekeley og var þar með vinnustofu.
Myndlist
Valur
Gunnarsson
Ópið Án efa frægasta verk Munchs.
Vignir Rafn
Valþórsson leikstjóri
Setur upp nýtt breskt verk í
Borgarleikhúsinu.
MynD siGtRyGGuR aRi
Hið nýja Munch
safn í Osló Svona
mun safnið líta út.
Almennilegt illkvendi „Vantar timburmennina“
Hún er horfin
Gillian Flynn
the Hangover
Part iii
„Star Wars í dulargervi“
star trek
into Darkness