Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 56
Alþingis- maður, er það gott djobb? Þjóðrækni og spariföt n Agnes M. Sigurðardóttir, bisk­ up Íslands, virðist ánægð með stjórnarsáttmála nýrrar ríkis­ stjórnar og vitnaði í hann í predikun sinni fyrir setningu sumarþings. Minntist hún sér­ staklega á þjóðmenninguna sem færð hefur verið yfir til ráðuneyt­ is Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og sagði hana sprottna úr kristi­ legum jarðvegi. Við þingsetn­ inguna vakti sérstaka athygli að Jón Þór Ólafsson, hinn ungæðislegi og uppreisnargjarni þingmaður Pírata, var loks­ ins kominn í spariföt en hann mætti spjátr­ ungslega klæddur á þingmanna­ námskeið í síð­ ustu viku. Píratar tilnefndu Ragnheiði n Píratar á þingi sendu frá sér til­ kynningu á fimmtudag þar sem þeir lofuðu Ragnheiði Ríkharðs­ dóttur í hástert og tilnefndu hana sem forseta þingsins. „Við Píratar teljum Ragnheiði Ríkharðsdóttur afar hæfa til að gegna embætti for­ seta enda hefur reynslan af starfi hennar sem fyrsta varaforseta verið afar góð. Hún hefur leitast við að ná góðri samræðu og sátt meðal þingflokka og sinnt störf­ um sínum í alla staði afar vel,“ sagði í til­ kynningu frá Pírötum, sem þreyta nú frumraun sína á þingi. Í sínu fínasta pússi n Elín Hirst, nýr þingmaður Sjálf­ stæðisflokksins, hefur oft lýst því yfir hvað hún hlakki til að taka til starfa á Alþingi Íslendinga. Á fés­ bókarsíðu sinni fengu vinir hennar að fylgjast með þingsetningunni sem fram fór í gær, fimmtudag. Ljóst má vera að henni hefur lík­ að fyrsti vinnudagurinn, ef svo má að orði komast. Hún byrjaði á færslu um að allir væru í sínu fín­ asta pússi og á leið í messu. Næsta færsla var: „Yndislegur dagur. Fékk fylgd með Pétri Blöndal frá Al­ þingishúsinu og út í Dóm­ kirkju. Þing­ setningin afar eftirminnileg og hátíðleg.“ M esta furða, hann er alltaf eins. Hann er bara eins og Keith Richards, það bítur ekkert á hann,“ segir Hall­ dór Lárusson í sveitinni Júpíters um Megas. Megas spilar með sveitinni og kemur í fyrsta sinn fram opinber­ lega eftir að hafa fengið heilablóð­ fall og er til allrar hamingju í ágætis formi þrátt fyrir heilsubrestinn. „Á sjálfan kvennahlaupsdaginn, 8. júní, verður blásið í bókstaflegri merkingu til stórhátíðar í Iðnó. Þá mun hljómsveitin Júpíters rakna úr rotinu og leika og blása af miklum móð fyrir fótfráa landsmenn. Megas og Júpíters munu einnig leiða saman hesta sína en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hann kemur fram með sveitinni,“ segir Halldór ennfremur. Halldór segir meðalaldur sveitar­ innar hafa farið hríðlækkandi með tveimur nýjustu meðlimum sveitar­ innar, þeim Hönnuh Rós Sigurðar­ dóttur og Sóleyjar B. Einarsdóttur. „Hringir og Magga Stína leika einnig nokkur lög sem og Dverglúðrasveitin Baunirnar. Böddi Brútal skemmt­ ir gestum og síðast en ekki síst mun kvennakórinn Katla syngja nokkur vel valin lög í tilefni dagsins, kvenna­ hlaupsdagsins 8.júní, segir Halldór og ljóst að tónleikarnir verða hinir allra líflegustu. n kristjana@dv.is Spilar í fyrsta sinn eftir heilablóðfall n „Eins og Keith Richards,“ segir Halldór Lárusson trommari Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 7.–9. Júní 2013 63. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Fer af stað eftir veikindi Megas spilar með Júpíter þann 8. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.