Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 35
35Helgarblað 7.–9. júní 2013
ár skulu líða þar til hinn 64 ára Breti, Philip Gaisford, má sækja um reynslulausn. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi
fyrir barnaníð. Gaisford er fyrrum lögreglumaður og hann bauð upp á köfunarkennslu á íburðarmiklu heimili sínu. Hann
sagði drengjunum að vera í þröngum sundskýlum og bauð þeim síðan í gufubað, þar sem hann bannaði skýlur. Konan
hans fór frá honum eftir að hafa komið tvisvar að honum nöktum með ungum mönnum á heimili þeirra. 12
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
G
eorgi Ivanov Markov var
búlgarskur rithöfundur og
leik skáld sem fæddist í Sofíu,
höfuðborg Búlgaríu, árið
1929. Markov lærði efnafræði
í háskóla og starfaði um tíma sem
efnaverkfræðingur en byrjaði ungur
að fást við ýmiskonar skáldskap. Árið
1957 kom fyrsta skáldsaga Markovs út
og varð hann fljótlega einn vinsælasti
ungi rithöfundur Búlgaríu. Á þessum
tíma var Búlgaría undir stjórn Komm-
únistaflokksins og hafði svo verið frá
árinu 1946 þegar keisara landsins var
steypt af stóli með aðstoð Sovétríkj-
anna. Markov fór ekki alltaf fögrum
orðum um einræðisstjórn Thodor
Zhivkov, sem var við völd í Búlgaríu á
árunum 1954–1989, og smám saman
jókst ádeilan í verkum hans.
Flúði til Lundúna
Þegar fram liðu stundir olli Markov
kommúnistastjórninni sífellt meiri
áhyggjum. Leikrit hans voru sárasjald-
an sýnd á sviði en skáldsögur hans
náðu þó nokkrum vinsældum þrátt
fyrir að stjórnvöld reyndu að hamla
dreifingu þeirra. Zhivkov reyndi hvað
hann gat að fá Markov og aðra kollega
hans til þess að starfa í þágu stjórnar-
innar en allt kom fyrir ekki. Árið 1969
sá Markov að hann gæti ekki lengur
búið í Búlgaríu og fluttist hann búferl-
um til Bologna og skömmu síðar til
Lundúna. Þá voru verk hans hreinsuð
úr búlgörskum bókasöfnum og nafn
hans var ekki nefnt í fjölmiðlum fyrr
en eftir fall kommúnistastjórnarinnar.
Markov hélt þó áfram gagnrýni
sinni á stjórnarhætti Zhivkovs, með-
al annars í útvarpi og öðrum fjölmiðl-
um, auk þess sem sum verka hans
vöktu nokkra athygli á Vesturlöndum.
Háðskur ádeilutónn einkenndi verk
hans og beindi hann spjótum sínum
oft persónulega að Zhivkov. En ein-
valdurinn tók til sinna ráða haustið
1978.
Myrtur með regnhlíf
Þann 7. september árið 1978 gekk
Markov yfir ánna Thames og tók sér
stöðu við strætóbiðstöð á leið til vinnu
sinnar í BBC. Skyndilega fann Markov
fyrir nístandi sársauka í vinstra læri
sínu líkt og hann hefði verið stunginn
af skordýri. Þegar Markov leit aft-
ur fyrir sig sá hann mann taka upp
regnhlíf. „Fyrirgefðu,“ sagði mað-
urinn á bjagaðri ensku, gekk síðan í
næsta leigubíl og keyrði á brott. Þegar
Markov kom til vinnu hafði sársauk-
inn ágerst og húðin umhverfis sárið
fengið rauðan lit. Að kvöldi fékk hann
mikinn hita og var því lagður inn á
spítala. Georgi Markov lést á spítal-
anum fjórum dögum síðar, þann 11.
september árið 1978.
Markov greindi læknum frá því að
hann teldi að eitrað hefði verið fyrir
sér. Við krufningu fannst kúla á stærð
við títuprjónshaus í læri Markovs og
á henni voru tvö göt sem hafði ver-
ið lokað með sérstakri húð sem var
hönnuð þannig að hún bráðnaði við
37°C. Í kúlunni fannst eitrið ricin en 1
mg af eitrinu nægir til að verða manni
að bana. Talið er að morðvopnið
hafi verið sérútbúin regnhlíf sem var
þannig gerð að hægt var að skjóta eit-
urskoti úr enda hennar.
Morðinginn enn á lífi
Tíu dögum áður en Markov varð fyr-
ir árásinni varð annar búlgarskur
flóttamaður fyrir samskonar morðtil-
raun á lestarstöð í París. Það var Vlad-
imir Kostov, sem hafði fallið í ónáð
búlgarskra stjórnvalda, og fundu lækn-
ar kúlu í líkama hans sem var af sama
tagi og sú sem fannst í Markov. Þó virð-
ist sem húðin fyrir götum kúlunnar
hafi verið sködduð og því hafi aðeins
ofurlítill hluti eitursins komist í blóðrás
Kostovs og aðeins valdið hita. Vladimir
Kostov er enn á lífi og býr í París.
Tveir fyrrum starfsmenn sovésku
leyniþjónustunnar KGB, Oleg
Kalugin og Oleg Gordievsky, staðfestu
á tíunda áratugnum að árásirnar hafi
verið gerðar að undirlagi búlgörsku
leyniþjónustunnar með aðstoð KGB.
Kalugin segist jafnframt hafa verið
viðstaddur fund þar sem sjálfur Todor
Zhivkov, einvaldur í Búlgaríu, á að
hafa fyrirskipað um morðið á helsta
gagnrýnanda sínum. Morðinginn
hefur aldrei fundist.
Árið 2006 kom út bók um morðið,
byggð á ýmsum gögnum sem fund-
ist hafa um atburðinn. Þar eru leidd-
ar líkur að því að morðingi Markovs sé
Ítalinn Francesco Gullino og breska
dagblaðið The Times hefur komist að
sömu niðurstöðu. Gullino var fæddur
á Ítalíu en þegar hann var tekinn fyr-
ir smygl í Búlgaríu var honum gert að
velja á milli þess að fara í fangelsi og
að gerast útsendari búlgörsku leyni-
þjónustunnar á Vesturlöndum. Hann
var sæmdur heiðursorðum fyrir störf
sín í þágu leyniþjónustunnar þar sem
viðurnefni hans var „Piccadilly“. Gull-
ino er enn á lífi og er nú búsettur í
Kaupmannahöfn. n
n Búlgarska leyniþjónustan beitti frumlegum aðferðum n Morðinginn lifir enn
MYRTUR
MEÐ EiTUR-
REGNHLÍF
Grunaður Francesco Gullino er talinn vera morðingi Markovs. Hann lifir enn og er búsettur í
Kaupmannahöfn.
Myrtur Georgi Markov
var myrtur að undirlagi
búlgörsku leyniþjón-
ustunnar. Hann hafði
reynst kommún-
istastjórn Búlgaríu
óþægur ljár í þúfu.