Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 10
Báðu aldrei um ívilnanir R agnheiður Elín Árnadótt- ir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, hefur sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem miðar að því að kanna hvort unnt sé að bjóða svipaðar ívilnanir fyrir álver í Helguvík og samþykktar hafa verið fyrir kísil- ver á Bakka í Norðurþingi. Ljóst er að fyrirtækið PCC, sem mun reisa og reka kísilverið á Bakka, tók skýrt fram allt frá upphafi að ekki yrði af framkvæmdunum nema ívilnanir fengjust. Hið sama gildir ekki um Norð- urál. Að sögn Sólveigar Kr. Berg- mann, upplýsingafulltrúa fyrir- tækis ins, hafa engar ívilnanir komið til tals og liggur fjárfest- ingarsamningur þegar fyrir. „Ekki hefur verið rætt um neinar efnis- legar breytingar á honum,“ segir hún. Norðurál hefur lengi beðið á hliðarlínunni og sótt hart að stjórnvöldum að greiða fyrir fram- gangi álversins. Því er afar ólíklegt að téðar ívilnanir breyti nokkru um hvort framkvæmdirnar verði að veruleika. Undirbúningur hef- ur staðið yfir í tæpan áratug og var fyrsta skóflustungan í Helgu- vík tekin árið 2008. Þá hefur ver- ið reist grind fyrir álverið en fram- kvæmdir liggja niðri vegna þess að ekki hafa náðst samningar við orkufyrirtæki um raforkukaup. Ævintýralegir afslættir Beinn og óbeinn stuðningur ríkis- sjóðs við framkvæmdir vegna kísil- vers á Bakka í Norðurþingi nem- ur um fimm milljörðum íslenskra króna. Þá eru meðtaldar skatta- ívilnanir og kostnaður við hafnar- framkvæmdir, vegtengingu, undir- bún ing lóðar og þjálfun starfsfólks. Fær fyrirtækið tíma bundnar íviln- anir umfram þær sem heimilt er að veita samkvæmt núgildandi lög- um um nýfjárfestingar. Fyrirtæk- ið verður undanþegið almennu tryggingargjaldi og stimpilgjöldum og fær 50 prósenta afslátt af fast- eignagjöldum. Jafnframt þarf PCC aðeins að greiða 15 prósenta tekju- skatt þótt fyrirtækjaskattur hér á landi nemi 20 prósentum. Þessi skattaafsláttur er veittur þrátt fyrir að Ísland búi við einn lægsta tekju- skatt á fyrirtæki í heiminum, en til samanburðar má nefna að fyrir- tækjaskattur í Bandaríkjunum er tvöfalt hærri. Í umsögn Fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneyt- isins um frumvarpið eru skatta- ívilnanirnar gagnrýndar harðlega, meðal annars með þeim rökum að þær skapi fordæmi fyrir önnur og stærri fjárfestingarverkefni. Guð- mundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, varaði við þessu í viðtali við DV í mars og virðist hafa verið sannspár. Í þágu kjördæmisins Eftir að Ragnheiður Elín Árna- dóttir tók við lyklunum að iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytinu var slegið upp veislu að heimili henn- ar í Reykjanesbæ til að fagna því að nú hefði í fyrsta sinn ráðherra- stóll fallið Keflvíkingi í skaut. Örfá- um dögum síðar lýsti Ragnheiður því yfir að hún vildi flýta álvers- framkvæmdum í sveitarfélaginu sínu. Árni Sigfússon, flokksbróð- ir Ragnheiðar, hefur gegnt starfi bæjarstjóra Reykjanesbæjar í um það bil ellefu ár en á því tímabili hafa skuldir bæjarins sjöfald- ast. Fullyrti Árni nýlega í viðtali við DV að með álveri í Helguvík mætti bæði sporna gegn atvinnu- leysi í Reykjanesbæ og bæta fjár- hagsstöðu sveitarfélagsins. Sem atvinnuvegaráðherra átti Steingrímur J. Sigfússon frum- kvæði að lagafrumvarpinu um kís- ilverið sem reist verður á Bakka, í hans eigin kjördæmi. Þegar greidd voru atkvæði um frumvarpið vakti Pétur H. Blöndal, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, athygli á þessu. „Það eru undanþágur fyr- ir viss fyrirtæki í vissu kjördæmi og þess vegna get ég ekki greitt atkvæði með frumvarpinu,“ sagði hann og bætti við: „Ég get hvorki verið með því né á móti og mun sitja hjá. Ég minni á í hvaða kjör- dæmi þetta er og hver er ráðherra úr því kjördæmi.“ Grundvallarmunur Ragnheiður og Steingrímur eiga það sameiginlegt að hafa hvatt til stórframkvæmda sem gætu gagn- ast þeirra eigin kjördæmum en kostað ríkissjóð milljarða króna. Hins vegar er mikill stigsmunur á framkvæmdunum. Kísilverið á Bakka krefst aðeins 52 megavatta af orku og á að skapa um 200 störf. Orkuþörfin fyrir álver í Helgu- vík er hins vegar miklu meiri og nemur um 435 megavöttum. Samkvæmt vef Norðuráls er gert ráð fyrir að á rekstrartíma verði til um 600 ný störf í álverinu auk 1.400 afleiddra starfa. Skemmst er að minnast þess þegar til stóð að reisa álver á Bakka, en ljóst er að kísilverið kemur til með að skapa þrisvar sinnum fleiri störf á hvert megavatt en álver hefði gert. Afturvirkar ívilnanir Í nýlegu viðtali við Spegilinn full- yrti Steingrímur að álver í Helgu- vík og kísilver á Bakka væru ekki sambærilegar framkvæmd- ir. Bakki væri nýtt iðnaðarsvæði fjarri miðstöð viðskipta og þess vegna hefði þar verið gengið lengra í fjárfestingum innviða en annars staðar. Rétt eins og upp- lýsingafulltrúi Norðuráls benti Steingrímur á að stjórnvöld gerðu fjárfestingarsamning við Norðurál fyrir um fjórum árum. Hvers kyns ívilnanir í boði ríkisins þyrftu í raun að vera afturvirkar í ljósi þess að framkvæmdirnar í Helgu- vík eru þegar hafnar. Telur Stein- grímur að slík ríkisaðstoð yrði aldrei samþykkt af eftirlitsstofn- un EFTA. Ekki náðist í Ragnheiði Elínu við vinnslu fréttarinnar. n 10 Fréttir 7. júní–9. júní 2013 Helgarblað Alræmt fyrirtæki fengi ívilnanir n Glencore Xstrata traðkar á íbúum þriðja heimsins N orðurál, fyrirtækið sem vill reisa og reka álver í Helgu- vík, er alfarið í eigu félags- ins Century Aluminum sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu. Aðaleigandi Century Aluminum er svissneski hrávörurisinn Glencore Xstrata. Hann er með yfirburðastöðu á heimsmörkuðum, einkum hvað varðar framleiðslu og sölu á málm- um. Glencore er umdeilt fyrirtæki með svarta fortíð. Það var stofnað fyrir um það bil 40 árum af Bandaríkjamanninum Mark Rich sem dæmdur var fyrir ýmis fjár- svik á níunda áratugnum en náðað- ur í forsetatíð Bill Clintons. Þótt Rich hafi selt sinn hlut í fyrirtækinu er hann enn sagður hafa veruleg áhrif innan þess. Glencore rekur námur og á hlut í námafyrirtækjum víða í þriðja heiminum og er alræmt fyrir slæman aðbúnað og vinnuþrælkun. Dæmi um þetta er náman El Cerrejon Nor- te í Kólumbíu sem blaðakonan Ralph Surette hefur lýst sem „hryllingssögu um nauðungarflutninga innfæddra, mannréttindabrot, umhverfisspjöll og ýmiss konar misrétti.“ Athygli vek- ur að ásamt Glencore á fyrirtækið BHP Billiton stóran hlut í námunni. Talsverð tengsl eru milli fyrirtækj- anna tveggja, en allt ál sem fram- leitt er í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga er selt BHP Biliton og Glencore. Glencore er aðaleigandi fyrirtæk- isins Katanga Mining, námafyrirtæk- is í Afríku sem samtökin Brot für Alle og Swiss Catholic Lenten Fund hafa sakað um ýmis konar mannréttinda- brot, barnaþrælkun og skattsvik. Katanga-fyrirtækið er svo óvinsælt í Kongó að stofnað hefur verið til sér- stakrar herferðar gegn fyrirtækinu. Þá hefur dagblaðið Daily Mail fjallað ítarlega um umsvif Glencore í Afríku, svo sem arðrán, umhverfisspjöll og vafasamar aðferðir við skil á skatt- framtölum. Í ítarlegri umfjöllun Al Jazeera um Glencore er fyrirtækið fordæmt fyrir að beita áhrifum sínum til að hækka matvælaverð í heiminum. Þannig eru eigendur þess sagðir græða á eymd þeirra jarðarbúa sem minnst mega sín. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- að ar- og viðskiptaráðherra, vill að rík- ið veiti sérstakar ívilnanir vegna ál- versins í Helguvík. Þegar RÚV spurði hana í viðtali hvers konar ívilnan- ir yrðu veittar Norðuráli sagði hún: „Það eru skattaleg atriði, það eru inn- viðarframkvæmdir, það eru fram- kvæmdir við hafnir og annað.“ Í ljósi þess að Norðurál heyrir undir eitt stærsta fyrirtæki í heimi má velta því fyrir sér hvort það þurfi raunveru- lega á skattaívilnunum og öðru slíku að halda. Að sama skapi vakna ýms- ar siðferðilegar spurningar þegar áformin eru sett í alþjóðlegt sam- hengi. n johannp@dv.is Vill ívilna álrisa Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lætur kanna hvort bjóða megi álveri í Helguvík svipaðar ívilnanir og veittar voru kísilveri á Bakka. n Ráðherra vill samt að ríkið hjálpi Norðuráli Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Ég minni á í hvaða kjördæmi þetta er og hver er ráðherra úr því kjördæmi. Ekki sambærilegt Steingrímur telur að ívilnanirnar sem Ragnheiður sækist eftir séu fráleitar og jafnvel ólöglegar. Mótmælt í Bólivíu Fyrirtækið Glencore rekur námur víða í þriðja heiminum og hefur verið margsakað um slæman aðbúnað og mannréttindabrot. Fyrirtækið er stærsti eigandi Century Aluminum sem Norðurál heyrir alfarið undir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.