Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 24
Ú tlendingastofnun hefur ver- ið talsvert milli tannanna á fólki að undanförnu. Nýlega stóð stofnunin fyrir brottflutningi 27 Króata og fjármagnaði þá reisu með peningum úr sérstökum átakssjóði sem nýta átti til að stytta umsóknar- tíma hælisleitenda. Í ljósi þess virð- ist ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig Útlendingastofnun er rekin og hvert markmið hennar er. Árið 2012 sóttu 116 manns um hæli hér á landi en Útlendingastofnun af- greiddi einungis 55 umsóknir það ár. Í lok ársins voru enn 86 mál til meðferð- ar hjá stofnuninni, þau elstu voru frá árinu 2010. Í tölum sem Rauði kross Ís- lands tekur saman má sjá að málsmeð- ferðartími lengdist um 51 dag að meðaltali milli áranna 2011 og 2012. Það tók því stofnunina tæpa tveim- ur mánuðum lengur að afgreiða hvert mál árið 2012 en árið á undan. Að auki hafa dómstólar fellt úr gildi nokkra úr- skurði hennar, fyrst og fremst á þeim forsendum að stofnunin hafi ekki sinnt nægilega vel þeirri skyldu sinni að rannsaka mál umsækjenda. Óþarfa sóun Það borgar sig fyrir alla aðila að málsmeðferð hælisleitenda sé sem styst, bæði þá sjálfa og viðtökulandið. Til að stytta umsóknartíma var ljóst að auka þyrfti fjárveitingar til Útlendinga- stofnunar. Það var gert fyrr á þessu ári þegar Innanríkisráðuneytið veitti 25 milljónum í sérstakan átakssjóð til þess að stytta umsóknartíma. En í stað þess að nota þá fjárhæð til að grynnka á hælisumsóknum ákvað Útlendinga- stofnun að nota einn þriðja hennar til að leigja einkaflugvél og borga átján lögreglumönnum, og fjórum öðr- um fylgdarmönnum laun (og líklega dagpeninga) fyrir að hafa gætur á 27 manneskjum sem allt var fjölskyldu- fólk sem varla getur talist snarbrjál- að. Ekki er hægt að sjá að Útlendinga- stofnun hafi neina réttlætingu fyrir því að senda þetta fólk úr landi með þessum hætti. Eins og margoft hefur verið bent á gengur Króatía í Evrópu- sambandið eftir mánuð og getur fólk frá Króatíu þar með fengið atvinnuleyfi hér á landi án málalenginga. Jafnvel þó Ísland sæki um undanþágu frá því er ekkert því til fyrirstöðu að veita þess- um hópi Króata sem kominn var hing- að til lands, atvinnu- og dvalarleyfi, jafnvel tímabundið. Ef þeir hefðu svo ekki fundið neina atvinnu stendur það bara upp á fólkið sjálft að fara úr landi á eigin vegum. Þessi aukasjóður sem grynnka átti á hælisumsóknabunkan- um fór því í frámunalegan kostnað við algjörlega óþarfa aðgerð. Órökstuddar fullyrðingar En hver er skýringin á þessu furðulega verklagi Útlendingastofnunar? Hvers vegna eyðir stofnunin svona miklu púðri í að henda fólki úr landi þegar einfaldara og ódýrara er að veita þeim einfaldlega dvalarleyfi? Getur verið að skýringuna sé að finna í viðhorfi stofnunarinnar sjálfrar til hælisleit- enda? Oftar en einu sinni hefur for- stjóri stofnunarinnar gefið í skyn við fjölmiðla að það sé regla fremur en undantekning að hælisleitendur séu glæpamenn. Þetta viðhorf hefur hún ekki stutt með rökum eða gögnum. Nú síðast varð hún fræg að endemum fyrir að tala um að lengd málsmeð- ferðartíma ylli því að landið yrði eft- irsóknarvert fyrir svokallaða „flótta- mannatúrista“, fólk sem ferðist milli landa til að fá frítt fæði og uppihald. Þessi ummæli voru heldur ekki rök- studd eða byggð á gögnum – sem for- stjórinn kveinkaði sér yfir að hafa ekki því stofnunin væri svo fjársvelt. Slíkar rannsóknir eru þó til og auðfundnar. Meðal þeirra má finna rann- sóknir sem sýna að hælisleitend- ur sem beðið hafa lengi þjást af verri áfallastreituröskun en þeir sem beðið hafa skemur. Eins þjást þeir fremur af kvíða og þunglyndi. Því eru full- yrðingar Kristínar Völundardóttur um að eftirsóknarvert sé fyrir hælisleit- endur að bíða lengi, ekki bara órök- studdar og úr lausu lofti gripnar, held- ur eru þær líka rætnar fullyrðingar um úrræðalaust fólk sem er í erfiðri stöðu og í slæmu andlegu ásigkomulagi. Fólk virðist stundum óttast að ákall um mannúðlega meðferð á flóttafólki þýði það að opna eigi fyrir „flóðgátt- ir“ af fólki – og undirliggjandi virð- ist sá ótti að flóttafólk sem hér fengi dvalarleyfi yrði byrði á íslensku sam- félagi. Þetta er þó ástæðulaus ótti. Í fyrsta lagi erum við að tala um eitt- hvað í kringum hundrað manns á ári sem varla getur talist „flóðbylgja“ þó íslenskt samfélag sé fámennt. Í öðru lagi myndi þetta fólk enn þurfa atvinnu- og dvalarleyfi. Í þriðja lagi er fátt sem bendir til annars en að inn- flytjendur gætu stuðlað að auknum fjölbreytileika íslensks mannlífs og skapað störf fremur en hitt. Nærtæk dæmi um það hvernig útlendingar hafa stórbætt íslenskt samfélag er uppbygging tónlistarlífs hér á landi, en þar báru höfuð og herðar yfir aðra, þrír flóttamenn frá Þýskalandi nasis- mans. Það virðist fremur vera Útlendinga- stofnun en útlendingarnir sjálfir sem er byrði á samfélaginu. Stofnunin bregst bæði skjólstæðingum sínum og skattborgurum með óþarfa eyðslu á almannafé og hindrunum á því að hér skapist fjölbreytt samfélag. Höfundur er með MA í þróunar- fræðum. Sandkorn Þ að var harmafregn fyrir Ís- lendinga að heyra af andláti Hermanns Gunnarssonar sem lést í Tælandi þann 4. júní. Hermann er einn þeirra Ís- lendinga sem hafa náð næst hjartarót- um þjóðar sinnar. Lífshlaup hans og árangur á ýmsum sviðum er með ólík- indum. Hann var sannur afreksmað- ur sem bjó yfir hlýju sem almenningur skynjaði svo sterkt. Á lífsferli sínum afrekaði Hermann að spila landsleiki bæði í knattspyrnu og handknattleik. Hann var afburða- maður í fótbolta og vakti fyrst athygli þjóðar sinnar sem slíkur. Eftir að íþróttaferlinum sleppti hóf hann störf við fjölmiðla. Með sjónvarpsþættin- um Á tali hjá Hemma Gunn náði hann meiri vinsældum en dæmi eru um í íslenskri sjónvarpssögu. Það var sama hvort hann ræddi við börn eða full- orðið fólk. Með hlýju sinni og einlægni náði hann að tengjast fólki og laða fram það skemmtilega í lífinu. Hann var enda dýrkaður af almenningi. Skuggahlið frægðarinnar var síðan sú að hann var vinsælt efni í kjaftasögur. En hann náði að afvopna það fólk með þeirri eðlislægu einlægni sinni að tala um sín mál og upplýsa það sem þurfti. Það er með Hermann Gunnarsson eins og alla að hann átti til breyskleika. En jafnvel þar kom styrkur hans í ljós. Hann talaði óhikað um alkóhólisma sinn og baráttuna við að halda þeim sjúkdómi niðri. Með því varð hann ör- ugglega mörgum það leiðarljós sem þurfti til að komast út úr myrkri fíknar- innar. Hemmi var raunar svo opinskár að fólk fékk á tilfinninguna að hann deildi öllu með þjóð sinni. Þegar hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum árum og dó í nokkrar mínútur sagði hann hik- laust og opinskátt frá reynslu sinni og var þakklátur fyrir að fá að snúa aftur til lífsins. Þótt Hemmi Gunn hafi gefið fjölda manns gleði og von var líf hans ekki endilega dans á rósum. Á bak við brosið var harmur manns sem þurfti stöðugt að berjast fyrir lífi sínu. Vinir hans hafa lýst því að hann þurfti á því að halda að vera einn á stundum. Þótt margir þrái að verða frægir er fylgi- fiskurinn sá að menn eins og Hemmi fá hvergi frið og þeir þurfa stöðugt að taka við aðdáun eða öfund, eftir at- vikun. Einn af uppáhaldsstöðum Her- manns var Dýrafjörður, sá fagri vestfirski fjörður. Þangað leitaði hann að staðaldri til fóstru sinnar og vina. Og Hermann gerðist einskonar sendi- herra Vestfjarða og talaði máli Vest- firðinga allstaðar sem hann kom því við. Hann tók ævinlega stöðu með þeim sem áttu erfitt uppdráttar í lífinu. Vandi Vestfirðinga og fólksflótti það- an rann honum til rifja og hann beitti áhrifum sínum eins og mögulegt var til að hamla gegn þeirri þróun. Það er enn eitt dæmið um þann kærleika sem hann bjó yfir. Hermann Gunnarsson var hjarta- hlýr maður sem lifði fjölbreyttara lífi en flestir aðrir. Hann gaf þjóð sinni meira en flestir. Langflestir Íslendingar þekktu til hans þótt langt sé um liðið frá því að hann stjórnaði magnaðasta þætti íslenskrar sjónvarpssögu. Að leiðarlokum ber að þakka honum allt það sem hann gaf þjóðinni. Hemmi var skemmtilegur og hlýr maður sem verður ógleymanlegur þeim sem kynntust honum. Hinstu orð Hemma á Facebook eru lýsandi fyrir jákvætt viðhorf hans. „Hér skullu á miklar þrumur og eldingar í nótt, mikið og skemmtilegt sjónarspil, en svo birtir alltaf til, eins og venjulega í lífinu sjálfu,“ segir Hemmi í stöðu- uppfærslu sinni og endaði hana síðan á sinn einstaka hátt: „Gerum þetta að góðum degi“. Sú lífspeki er einföld og hægt að taka undir hana. Minnumst Hemma Gunn fyrir allt það góða sem hann gaf okkur. Gerum þetta að góð- um degi. Vinabönd Jóns Ásgeirs n Endurfundir þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns og Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Fréttablaðsins, á 101 Hótel hafa vakið athygli. Upp úr vinskapnum slitnaði með hvelli í aðdraganda skip- brots Nyhedsavisen. Það var sameiginlegur félagi þeirra, Mikael Torfason, sem leiddi þá saman. Nú velta menn fyrir sér hvort Gunnar Smári, sem stendur á kross- götum, muni snúa aftur inn í fjölmiðlaveldið sem hann stýrði á sínum tíma. Heitt undir Ara n Um það er rætt að stóll Ara Edwald, forstjóra 365 miðla, sé tekinn að hitna. Nokkuð er síðan Jón Ásgeir Jóhann- esson kom inn í fyrirtæk- ið til að taka til í rekstrin- um. Síðan hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og margir lykilmenn hafa hætt. Þeir sem standa nálægt Ara segja að hann sé meðvitaður um stöðu sína og sé að líta í kringum sig eftir nýrri vinnu. Hann mun þó ekki taka hverju sem er ef litið er til launa hans sem eru talsvert á fimmtu milljón á mánuði. Formaður í klandri n Það blæs ekki byrlega fyrir Jóni Inga Gíslasyni, for- manni Framsóknarfélags Reykjavíkur, sem hefur ver- ið ákærður fyrir 11 millj- óna króna skattsvik. Jón Ingi hefur lýst sig saklausan og telur sig vera fórnar- lamb ófrægingarherferðar. „Engar takmarkanir virðast á upplognum hugarórum til þess eins að eyðileggja mannorð heiðarlegs fólks,“ skrifaði hann um það leyti sem málið kom upp. Hann hefur nú sagt af sér for- mennsku. Bakhjarl Framsóknar n Einn helsti bakhjarl Fram- sóknarflokksins er Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsformað- ur á Akra- nesi, sem sumir segja að sé höf- undur hinna feitu kosn- ingaloforða og stórfellda skuldaniðurfellinga um allt land. Nú hefur Vilhjálmur sent Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni forsætisráðherra og félögum hans skýr skila- boð á Pressubloggi sínu um að það skuli hætta öllum nauðungarsölum á híbýlum fólks á meðan skuldaniður- fellingin er útfærð. Allt sem ég geri er pólitískt Aldrei upplifað svona mikil ósannindi og útúrsnúninga Hlynur Hallsson opnar sýningu á Akureyri. – DV Brynjar Níelsson segir tvo fjölmiðlamenn fara með ósannindi. – Facebook „Gerum þetta að góðum degi“„Hann gaf þjóð sinni meira en flestir „Það virðist frem- ur vera Útlendinga- stofnun en útlendingarnir sjálfir sem er byrði á samfélaginu Er Útlendingastofnun byrði á samfélaginu? Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 24 7.–9. júní 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Í fótbolta Flóttamenn að leik í Reykjanesbæ. Aðsent Helga Tryggvadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.