Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 46
T
akist íslenska landsliðinu í
knatt spyrnu að leggja Slóvena
að velli í undankeppni HM
í knattspyrnu á Laugardals-
velli í kvöld, föstudag, er liðið
í dauðafæri á því að ná öðru af tveim-
ur efstu sætunum í riðlinum. Efsta
sætið tryggir þátttöku á HM í Brasilíu
á næsta ári en hafni liðið í öðru sæti
leikur liðið tvo umspilsleiki um laust
sæti í lokakeppninni.
Riðill Íslands er opinn upp á gátt
og liðin virðast flest hver svipuð að
styrkleika. Langt er síðan íslenska
karlalands liðið hefur verið í svo
góðri stöðu þegar svo langt er liðið
á keppnina.
Tiltrú á hugmyndafræðinni
Willum Þór Þórsson, þjálfari í efstu
deild til fjölmargra ára og nýkjörinn
þingmaður Framsóknarflokksins, hef-
ur fylgst vel með landsliðinu frá því
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgríms-
son tóku við liðinu. Hann segir að
það verði ekki af þjálfurunum tekið
að þeim hafi tekist að búa til sterkt og
vel skipulagt landslið. „Leikmennirn-
ir vinna þétt í takt varnarlega og það er
eitthvað sem hefur vantað. Lars er bú-
inn að skapa þétt skipulag frá fremsta
til aftasta manns.“ Hann bendir jafn-
framt á að liðinu hafi tekist að sigra leiki
jafnvel þó það hafi ekki spilað vel. Það
séu nýmæli þegar landsliðið eigi í hlut.
„Hann Lars hefur náð vel til leikmanna
liðsins og byggt upp tiltrú liðsins á hug-
myndafræðinni. Hún hefur náð í gegn,“
segir Willum.
Hann bendir þó á að þó staðan í
riðlinum sé óvenju vænleg sé stutt á
milli hláturs og gráturs. Tveir útileik-
ir hafi unnist með minnsta mun, þökk
sé mörkum Gylfa Þórs Sigurðssonar úr
aukaspyrnum. Ef þeir leikir hefðu ekki
unnist væri staða Íslands í riðlinum allt
önnur en hún er í dag. „En við gefum
Lars hrósið,“ segir hann og bætir við.
„Hann er búinn að koma liðinu í þessa
stöðu og við höfum aldrei verið í jafn
góðu færi á að komast í lokakeppni.“
Vantar beittari sóknarleik
Spurður hvort hann geti gagnrýnt Lars
fyrir eitthvað nefnir Willum helst að
Lars hafi haldið sig nokkuð stíft við 4-4-
2 liðsuppstillinguna. Honum hafi frá
upphafi ekki fundist kerfið henta þeim
hópi leikmanna sem skipar liðið en
bendir þó á, Lars til tekna, að hann hafi
aðlagað leikkerfið sitt svolítið að leik-
mönnunum, sérstaklega með því að
draga annan framherjann svolítið aftar
á völlinn. Sú staða henti þremur af lyk-
ilmönnum liðsins best; Gylfa Þór, Eiði
Smára og Alfreð.
Willum segir að árangurinn sem
íslenska liðið hafi náð undir stjórn
Lars sé góður, eins og stigataflan gefi
til kynna, en að liðið hafi ekki leikið
þann sóknarleik sem það hafi burði
til að gera. Honum finnist að lið með
svo sterka sóknarmenn eigi að geta átt
lengri og beittari sóknarlotur en liðið
hafi sýnt. Erfitt sé þó að kvarta mikið
þar sem árangurinn hingað til hafi ver-
ið með ágætum.
Þrír sem geta klárað leiki
Gylfi Þór Sigurðsson er í leikbanni
og tekur ekki þátt í leiknum í kvöld,
rétt eins og Jóhann Berg Guðmunds-
son. Gylfi Þór hefur skorað þrjú mörk
liðsins af sex í keppninni, þar af tvö
sigurmörk seint í leikjum. Willum seg-
ir aðspurður að fjarvera hans gæti gert
íslenska liðinu erfitt fyrir. „Það verð-
ur einu vopninu færra. Það er rétt að
hann er búinn að klára þessa leiki.“
Ekki sé þó öll nótt úti. Liðið eigi í það
minnsta þrjá aðra leikmenn sem geti
skorað mörk, nánast upp á sitt eins-
dæmi. „Mig grunar að við eigum Eið
Smára í betra formi núna en í síðasta
leik. Kolbeinn Sigþórsson er kominn
betur í gang og svo eigum Alfreð [Finn-
bogason]. Við eigum þrjá leikmenn
sem geta klárað svona leik. Ef skipulag-
ið heldur eru þetta leikmenn sem geta
gert gæfumuninn,“ segir Willum.
Eiður Smári Guðjohnsen á að baki
nokkuð gott tímabil í Belgíu. Hann
hefur enn ekki byrjað sinn fyrsta leik í
keppninni undir stjórn Lars en Willum
á von á því, í fjarveru Gylfa, að það geti
breyst núna. „Ég vona að Eiður byrji. Ég
trúi því. Hann er einfaldlega of góður til
að sitja á bekknum.“
Lykilleikur við Slóvena
Willum segir að leikurinn við Slóvena
sé lykilleikur fyrir íslenska liðið í riðlin-
um. Ef sigur vinnist verði staða liðsins í
riðlinum afar vænleg og að þá geti hjól-
in farin að snúast. Sigur myndi gefa
liðinu mikið sjálfstraust og skapa mik-
inn áhuga á liðinu. Í raun yrði um að
ræða lyftistöng fyrir landsliðið og fót-
boltann á Íslandi í heild. Árangri sem
þeim að ná toppsæti í riðlinum fylgdi
tiltrú á verkefnið og þá væri allt hægt.
Ef Ísland tæki toppsætið í kvöld myndi
það auk þess senda hinum liðunum í
riðlinum afar skýr skilaboð. Þess má
geta að síðar í kvöld sækja Norðmenn
Albani heim. Á morgun, laugardag,
heimsækja Kýpverjar topplið Sviss.
Í fjarveru Gylfa Þórs spáir Will-
um því að Eiður muni leika fyrir aft-
an Kolbein, sem verði fremsti maður
liðsins á vellinum. Óhætt er að segja að
spennandi verði að fylgjast með sam-
vinnu þeirra tveggja, ef liðsuppstill-
ingin verður með þeim hætti.
Willum bendir þó á að Slóvenía sé
hörku knattspyrnuþjóð. Liðið hafi ver-
ið nýbúið að skipta um þjálfara þegar
við mættum þeim síðast. Hann hefur
það eftir Heimi aðstoðarþjálfara að yfir
liðinu sé nú ferskara yfirbragð og meiri
agi. Hann segir þó að Ísland eigi að geta
nýtt sér það að Slóvenía sé í neðsta sæti
riðilsins á meðan Ísland sé í öðru sæti.
„Drifið á að vera meira hjá okkur. Þeir
eru ekki í séns.“
Áhugalausir?
Athygli vakti að Slóvenar komu ekki til
landsins fyrr en í gær, degi fyrir leikdag.
Willum segir, án þess að hann þekki
ástæðurnar að baki því, gefi það vís-
bendingar um að til standi að komast
eins ódýrt frá verkefninu og kostur sé.
Draumurinn um HM sé úti og því hafi
sambandið ákveðið að draga úr kostn-
aði við heimsóknina.
Willum er afar spenntur fyrir leikn-
um. „Það er ofsalega gaman að við skul-
um vera búnir að spila okkur í þessa
stöðu. Ég finn að það er mikill áhugi fyr-
ir þessum leik og ég hlakka mikið til.“n
46 Sport 7.–9. júní 2013 Helgarblað
Íslenska liðið
Í dauðafæri
n Sigur á Slóveníu í kvöld setur Ísland á topp riðilsins n Aldrei meiri möguleikar en núna
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Hann Lars hef-
ur náð vel til leik-
manna liðsins og byggt
upp tiltrú liðsins á hug-
myndafræðinni.
Barist um boltann Birkir
Bjarnason verður vafalítið í
byrjunarliðinu gegn Slóveníu
í kvöld.
Staðan í riðlinum
Lið Leikir Stig Markatala
Sviss 5 11 +6
Ísland 5 9 +1
Albanía 5 9 +1
Noregur 5 7 0
Kýpur 5 4 -4
Slóvenía 5 3 -4
Líklegt byrjun-
arlið Íslands
12
2
8
16
17
9
14
21
22
23
11
Hannes
Birkir Már
Birkir
Ragnar
Aron Einar
Kolbeinn
Kári
Emil
Eiður Smári
Ari Freyr
Alfreð
Hafa gert vel Lars og Heimi hefur að mati Willums tekist vel
upp það sem af er móti. Hann vill þó sjá betri sóknarleik.
Hlakkar til leiksins
Willum myndi setja Eið
Smára í byrjunarliðið
í kvöld.
Fylgstu með þessum þremur
Nýliðinn Kevin Kampl er
leikmaður Salzburg í Aust-
urríki og er nýlega kominn í
landsliðið. Hann er áberandi
vinnusamur á miðjunni og
hefur gefið liðinu ferskan blæ.
Markvörðurinn Þekkt-
asti leikmaður Slóvena er
markvörður Inter Milan,
Samir Handanovic. Þar fer
enginn aukvisi; reyndur
markvörður í fremstu röð.
Markaskorarinn
Tim Matavz er skeinu-
hættur. Hann er framherji
PSV í Hollandi og hefur
skorað tvö mörk Slóvena í
keppninni af þremur.
Þessir hafa
spilað mest
Leikmaður Mínútur
Gylfi Þór Sigurðsson 450
Birkir Bjarnason 450
Hannes Halldórsson 450
Ragnar Sigurðsson 450
Emil Hallfreðsson 390
Aron Einar Gunnarsson 360
Rúrik Gíslason 301
Ari Freyr Skúlason 297
Alfreð Finnbogason 286
Mörk Íslands
Gylfi Þór Sigurðsson 3
Kári Árnason 1
Alfreð Finnbogason 1
Birkir Bjarnason 1