Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 11
S
igmundur Einarsson, jarð-
fræðingur, hefur gagnrýnt
áform um álver í Helguvík
um árabil. „Það er hvergi
orka í sjónmáli fyrir Helgu-
vík,“ sagði hann þegar DV leitaði
til hans, en upprunalegar áætlan-
ir gerðu ráð fyrir að öll orka til ál-
versins kæmi frá háhitasvæðum á
Reykjanesskaga og á Hengilssvæð-
inu. „Það er mjög einfalt að stilla
þessu upp, raða saman öllum virkj-
unarkostum og skoða stöðuna, og
þá sést svart á hvítu að áætlanirnar
um álbræðslu og kísilver í Helguvík
ganga engan veginn upp.“
Ofnýting og rányrkja
Í skýrslu Orkustofnunar frá árinu
2009 er sett fram mat á orkugetu
allra háhitasvæða landsins. Sam-
kvæmt skýrslunni væri líklega unnt
að auka vinnsluna úr háhitasvæð-
unum á Suðvesturhorni landsins
um 800–900 megavött næstu 50
árin, en þá er átt við Reykjanes,
Svartsengi-Eldvörp, Krýsuvík,
Brennisteinsfjöll og Hengil. Sig-
mundur segir hins vegar að slík
nýting væri hrein rányrkja sem
bitna mundi strax á næstu kyn-
slóð. Samkvæmt mati Orkustofn-
unar geti nýting háhita ekki talist
sjálfbær nema hún endist í 100–
300 ár. Segir Sigmundur það al-
gert lágmark að gera ráð fyrir nýt-
ingu til 100 ára og miðað við það
hafi þegar verið gengið allt of langt
í nýtingu á Reykjanesi og þrýsting-
ur í jarðhitasvæðinu falli stöðugt.
Þá sé jarðhitasvæðið í Svartsengi-
Eldvörpum þegar fullnýtt. Boran-
ir á Krýsuvíkursvæðinu hafi ekki
skilað þeim árangri sem vonast
var eftir auk þess sem engir samn-
ingar hafi náðst við Hafnarfjörð
um orkunýtingu á þeim hluta jarð-
hitasvæðisins sem er í eigu bæjar-
ins. Jarðhitasvæðið í Brennisteins-
fjöllum segir Sigmundur lítið auk
þess sem það sé í verndarflokki
Rammaáætlunar. Sigmundur segir
að ýmis ljón séu í vegi frekari orku-
nýtingar á Hengilssvæðinu. Svæð-
ið sé nánast fullnýtt miðað við
nýtingu til 100 ára auk þess sem
fjárhagsstaða Orkuveitu Reykjavík-
ur og óánægja með brennisteins-
mengun frá Hellisheiði setji strik í
reikninginn.
Vill nýta varaorku
Þegar DV hafði samband við Sól-
veigu Kr. Bergmann, upplýsinga-
fulltrúa Norðuráls, sagði hún að
til að byrja með væri horft til fyrsta
áfanga virkjunarinnar, 180 þús-
und tonna framleiðslu sem þyrfti
um 300 megavött. „Það er vit-
að að í dag er til verulegt magn af
virkjaðri orku sem ekki er verið að
selja. Talað hefur verið um 150–
300 megavött í því sambandi,“ seg-
ir hún.
Þegar Fréttablaðið tók viðtal við
Guðna A. Jóhannesson orkumála-
stjóra þann 18. maí síðastliðinn
bar einmitt þessa ónýttu orku á
góma. Þá fullyrti Guðni að ekki
væri hægt að reikna með henni í
stóriðju. „Þetta er í raun og veru
það afl sem við verðum að hafa
til reiðu ef eitthvað kemur upp á,“
sagði hann og bætti við: „Þetta er
að hluta til framleiðslugeta sem
þarf að vera umfram til að tryggja
öryggi í kerfinu.“
Þyrfti samt að virkja meira
Jafnvel þótt svo ólíklega vildi til að
Norðurál fengi varaorku Íslendinga
til nýtingar væru enn ýmis vanda-
mál óleyst. Fullyrt hefur verið
að ekki sé hagkvæmt að reisa ál-
ver í Helguvík nema framleiðslan
nemi 250 eða 360 þúsund tonnum.
Framleiðsla í svo stórum stíl myndi
velta á miklu meiri orku. „Matið
á umhverfisáhrifum gerir ráð fyr-
ir 250 þúsund tonna álveri og öll
leyfi fyrir það hafa legið fyrir lengi.
Til að klára það þyrfti um það bil
450 megavött,“ segir Sólveig. Til að
knýja svo stórt álver segir hún að
virkja þyrfti 200–300 megavött til
viðbótar við áðurnefnda varaorku
sem samkvæmt orkumálastjóra er
nær ómögulegt að fáist.
Skýjaborgir
„Ef gengið er út frá tölum Orku-
stofnunar er ólíklegt að álbræðsla
Norðuráls í Helguvík fái nokkra
orku úr háhitasvæðunum á Suð-
vesturhorni landsins,“ segir Sig-
mundur. „Þá er nærtækast að horfa
til Þjósár en þar eru fyrirhugaðar
þrjár virkjanir í byggð, Hvamms-
virkjun, Holtavirkjun og Urriða-
fossvirkjun. Samanlagt afl þessara
þriggja virkjana er 265 megavött
sem duga ekki einu sinni fyrir
fyrsta hluta álbræðslunnar.“ Full-
byggð álbræðsla í Helguvík þarf
alls um 450 megavött og fyrirhug-
að kísilver þarf um 60 megavött til
viðbótar. Niðurstaða Sigmundar
er sú að áformin um álver í Helgu-
vík hafi allt frá upphafi verið skýja-
borgir einar og muni líklega aldrei
verða að veruleika. „Nema menn
séu reiðubúnir að virkja gjörsam-
lega allt sem á vegi þeirra verður
og skeyta engu um umhverfisáhrif,
afkomu næstu kynslóða og vilja al-
mennings.“ n
Fréttir 11Helgarblað 7. júní–9. júní 2013
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is
Orkuver í Svartsengi Jarð-
hitasvæðið er nánast fullnýtt.
Ekki til næg orka
fyrir álbræðsluna
n Jarðfræðingur segir áformin óraunhæfa draumóra n Ótal ljón í vegi Ragnheiðar Elínar
Sigmundur Einarsson Jarðfræðingur
segir að ekki standi steinn yfir steini í áætl-
unum um álver í Helguvík.