Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir 7.–9. júní 2013 Helgarblað N ýtt aðalskipulag Reykja­ víkurborgar var samþykkt á fundi borgarstjórnar síð­ astliðinn þriðjudag. Af 15 borgarfulltrúum greiddu 13 atkvæði með skipulaginu en tveir sátu hjá. Nýja aðalskipulagið er það fyrsta í sögu Reykjavíkurborgar sem er unnið í sátt allra flokka en þeir Kjartan Magnússon og Júlíus Víf­ ill Ingvarsson, borgarfulltrúar Sjálf­ stæðisflokks, kusu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Hinir þrír borg­ arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með skipulaginu. Meðal helstu áherslumála í nýju aðalskipulagi eru þétting byggðar, sér í lagi í vesturhluta borgarinnar, og efling vistvænna ferðamáta. Þá er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni í nokkrum skrefum en íbúabyggð rísi þar í staðinn. Sjö ára ferli unnið í sátt Með samþykkt aðalskipulagsins lýk­ ur ferli sem hófst árið 2006 og gild­ ir skipulagið fyrir árin 2010–2030. Í aðalskipulaginu er sett fram sýn um þróun borgarinnar til langrar framtíðar, til að mynda hvar íbúðar­ hverfum og atvinnusvæðum fram­ tíðar er ætlaður staður, hvar nýjar götur og stígar liggja og hvaða svæði verða tekin frá til útivistar. Skipulag­ ið verður nú sent til athugunar hjá Skipulagsstofnun og svo til auglýs­ ingar fyrir borgarbúa. Á vinnslutíma þess hafa verið nokkrir meirihlutar og þar af leið­ andi hefur ferlinu verið stýrt af fólki úr ólíkum stjórnmálaflokkum. Fyrst var það í höndum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur en Svandís Svavars­ dóttir tók við af henni í 100 daga. Þá stýrði Júlíus Vífill ferlinu um nokkra hríð en Páll Hjaltason hefur farið fyr­ ir undirbúningi skipulagsins fyrir hönd núverandi borgarstjórnar. Al­ menn sátt ríkir með aðalskipulagið hjá borgarfulltrúum úr öllum flokk­ um og sést það best á því hvernig at­ kvæði féllu á fundi borgarstjórnar. Þétting byggðar — flugvöllurinn burt Skipulagið er 400 blaðsíðna ritverk í stóru broti með skýringarmyndum og uppdráttum. Þar er lögð áhersla á þéttingu byggðar og að stemma stigu við útþenslu borgarinnar. Þar af leið­ andi er gert ráð fyrir að helstu svæði uppbyggingar verði í vesturhluta borgarinnar. Það helst í hendur við þá áherslu sem lögð er á að Reykjavík sé græn borg og eflingu vistvænna ferðamáta. Þá er gert ráð fyrir því að Reykja­ víkurflugvelli verði fundinn annar staður í framtíðinni og að byggð rísi í Vatnsmýrinni. Væntanlegar við­ ræður við ríkið um framtíð innan­ landsflugs munu þó skýra betur hvað verður um flugvöllinn. Ljóst er að flugvallarmálið er enn afar umdeilt, þrátt fyrir þverpólitíska sátt um aðal­ skipulagið, og engin endanleg lausn hefur fengist í það mál. Óeining hjá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins Athygli vekur að Kjartan Magnús­ son og Júlíus Vífill hafi farið gegn samflokksmönnum sínum í málinu á lokametrunum. Það gerðu þeir án þess að leggja fram neina breytinga­ tillögu við gerð aðalskipulagsins en Júlíus situr í skipulagsráði og stýrði sjálfur undirbúningi skipulagsins um nokkra hríð. Þá var Sjálfstæðis­ flokkurinn lengst af í forsvari fyr­ ir undirbúningsvinnuna án þess að veruleg stefnubreyting yrði í tíð sitj­ andi borgarstjórnar. Ljóst er að vera flugvallarins í Vatnsmýrinni er enn eitt helsta bit­ beinið í skipulagsmálum Reykja­ víkurborgar og kann hún að ráða því að ekki náðist sátt um aðal­ skipulagið meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Það sama á við um aukna áherslu á vistvæna ferða­ máta. Í samtali við DV segir Kjart­ an Magnússon að flugvallarmálið og skortur á umbætum í umferðar­ málum og uppbyggingu í Úlfarsfelli hafi ráðið mestu um afstöðu hans til skipulagsins. Júlíus Vífill segir skipulagið einsleitt, of mikil áherslu sé lögð á þéttingu byggðar í vest­ urhluta borgarinnar og telur hann skipulagið ekki taka mið af þörfum ungs fólks. Júlíus Vífill er nýtekinn við sem oddviti sjálfstæðismanna í Reykja­ vík eftir að Hanna Birna Kristjáns­ dóttir var kjörin á þing. Framund­ an er barátta um oddvitasætið fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fara fram vorið 2014 en Kjart­ an og Júlíus munu að öllum líkind­ um gefa kost á sér í baráttunni. Þá íhugar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi flokksins að gera slíkt hið sama en einnig kemur til greina að Gísli Marteinn Baldursson gefi kost á sér. Ólík afstaða borgarfull­ trúa Sjálfstæðisflokks ins í þessu máli leggur línurnar fyrir þessa baráttu. n n Nýtt aðalskipulag auglýst n Óeining ríkir meðal sjálfstæðismanna Þétting byggðar n Gert ráð fyrir að Reykvíkingum fjölgi um 25 þúsund á tímabilinu. n Gert ráð fyrir tæplega 7.000 nýjum íbúðum í Vatnsmýrinni, 2.000 nýjum íbúðum í Miðborginni og 3.400 nýjum íbúðum í Elliðaárvogi. n Vatnsmýri byggist upp í áföngum eftir því sem land losnar undan flugvallar- starfsemi. Miðað við forsendur um þéttingu byggðar og vaxtarhraða, þá er ekki brýn þörf á að losa allt land í Vatnsmýrinni fyrr en á seinni hluta skipulagstímabilsins. n Ný íbúðarhús verði þrjár til fimm hæð- ir, um það bil 60 íbúðir á hektara. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Vilja flugvöllinn burt og byggð í Vatnsmýri Græn borg og hverfisvernd n Umferðarkerfi framtíðarinnar verður meira borgarmiðað en nú er þar sem hlutur gangandi og hjólandi verður aukinn og almenningssamgöngur fá enn meira vægi. n Enn er gert ráð fyrir að 40 prósent lands innan þéttbýlis Reykjavíkur verði opin svæði til útivistar, afþreyingar og leikja. n Svæðið innan Hringbrautar er skilgreint sem verndarsvæði með tilliti til byggðamynsturs og sögulegra sérkenna. n Gert er ráð fyrir að Laugavegurinn haldi ásýnd sinni en Hverfisgatan verði meira „móderne“. Sátu hjá Júlíus Vífill og Kjartan sátu hjá en aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með aðalskipulaginu. Vatnsmýrin Hér gæti risið blómleg íbúabyggð ef tillögur aðalskipulagsins ná fram að ganga. Það er þó alls óvíst, enda Reykjavíkurflugvöllur enn eitt helsta bitbein stjórnmálaumræðunnar. Grunaður um skemmdarverk Þýski listamaðurinn Júlíus von Bis­ marck sem er grunaður um aðild að umhverfisspjöllum á Íslandi neitaði sök í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á miðvikudag. Það var myndlistarmaðurinn Hlynur Hallsson sem greindi frá því í Akureyri vikublað að hann teldi sig vita að Bismarck bæri ábyrgð á skemmdarverkum á ís­ lenskri náttúru eftir að hafa séð myndverk eftir hann á sýningar­ rölti í Berlín. Myndverkið sýnir stafina „Moos“ á mosa í íslenskri nátt­ úru og er keimlíkt öðrum náttúru­ spjöllum sem uppgötvast hafa í Mývatnssveit. Lögregla hefur ekki rætt við listamanninn en refsiramminn fyrir umhverfisspjöll af þessu tagi varða allt að tveggja ára fangels­ isvist. Tíst frá guðs- þjónustu Sú nýbreytni var viðhöfð í guðs­ þjónustu við setningu Alþing­ is á fimmtudag að henni var lýst í beinni á samfélagsmiðlinum Twitt­ er. Guðþjónustan fór eins og alltaf fram í Dómkirkjunni. Það var séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís­ lands, sem predikaði en Hjálmar Jónsson þjónaði fyrir altari. Biskup sagði í predikunarræðu sinni að fáar stéttir hefðu jafn­ mikil áhrif á daglegt líf og fram­ tíð þjóðarinnar og þingmenn og ráðherrar. Það væri því nauðsyn­ legt að standa á traustum grunni, en jafnframt vera meðvitaður um samtímann og möguleika framtíð­ ar. „Almannahagur skal vera ofar í huga en einkahagsmunir,“ sagði Agnes biskup. Nýnasisti í Laugardalnum Fréttablaðið fjallaði nýlega um Kandamanninn Roy Albrecht, sem býr í tjaldstæðinu í Laugar­ dal. Hann sagði í samtali við blað­ ið að hann væri flóttamaður vegna skoðana sinna og hann hafi flúið til Íslands vegna þess tjáningar­ frelsis sem hann taldi vera hér. Auk þess segist hann ekki vera kynþáttahatari. Ef ummæli hans á netinu eru hinsvegar skoðuð sést vel að það er ekki rétt. „Ég stund­ aði það að sieg heil­a geðveikan Pólverja í hverfinu mínu þangað til að hann kýldi mig,“ segir hann í umræðu á síðunni Vanguard, sem er vettvangur fyrir nýnasista. Annars staðar á sömu síðu kallar hann Obama Bandaríkjaforseta Barry Obongo. Sömuleiðis heldur hann því fram á netinu að helförin hafi aldrei átt sér stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.