Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 27
það rigndi og við gátum ekki unnið
úti. Þá vorum við inni í fjárhúsinu
þar sem við vorum með rólur og
þar lýsti hann leikjum upp úr sjálf-
um sér.
Hann hafði alltaf konur í öðru
liðinu og hitt liðið var skipað
Júgóslövum eða Bretum. Hann
hafði það alltaf í sér að skemmta og
sprella.
En ég hugsa að frægðin hafi tek-
ið sinn toll af honum. Ég veit að
mamma hans talaði stundum um
það við hann. Eins saknaði hann
þess stundum að vera með ekki
með fjölskyldu. Hann átti kærustu
sem hann missti þegar hann var er-
lendis og hann saknaði hennar af-
skaplega mikið. Eftir það breyttist
eitthvað. En hann var afskaplega
stoltur af börnunum sínum og
talaði mikið um þau.“
Þegar Unnur hugsar til baka
segir hún að það hafi ekkert kom-
ið á óvart að stjarna Hemma hafi
skinið jafn skært og raun bar vitni
í íslensku samfélagi. „Hann var
svo yndislegur þessi elska, eins og
þjóðin veit. Hann var foringi í eðli
sínu og frábær leiðtogi. Ég var að
tala við prestinn sem var hérna á
sínum tíma en starfar núna fyr-
ir norðan. Hún hringdi í mig í gær
og sagði mér frá því að fermingar-
börnin gerðu við hana samning um
að þurfa ekki að ganga til prestsins á
meðan Á tali hjá Hemma var í sjón-
varpinu og hún sýndi því mikinn
skilning.“
Stærsta gjöfin
Sigurður kynntist fleiri hliðum á
Hemma og segir að hann hafi stund-
um verið feiminn. „Þegar hann kom
fyrst í sveitina þá var hann til dæmis
mjög feiminn. Þegar hann náði sér á
strik þá var hann hinn hressasti og
alltaf til í að gera eitthvað.“
Í viðtölum talaði Hemmi stund-
um um að í honum væru tveir menn,
fjölmiðlamaðurinn Hemmi Gunn
og hinn feimni og hlédrægi Her-
mann Gunnarsson. „Hann þurfti að
eiga sínar einkastundir,“ segir Unn-
ur, „og það var eitthvað sem hann
fann hérna. Ég er bara gömul kerl-
ing og er ekkert eins og nútíminn vill
hafa. Ég hef það svo sem alveg ágætt
og er ekkert að kvarta en mér fannst
það alveg aðdáunarvert hvað hann
gerði það sér að góðu að vera hér
tímunum saman.“
Valdimar lést fyrir um tíu árum
síðan. Í kjölfarið tók Hemmi upp á
því að fara til Unnar yfir hátíðarn-
ar og var þar alltaf á jólunum. „Það
var alveg ómetanlegt. Jólin með
Hemma voru yndisleg. Við fórum
til Hafsteins og konu hans á að-
fangadag og þau komu til okkar á
jóladag.“
Aðspurð hvort hann hafi komið
færandi hendi brosir hún og svar-
ar blíðlega: „Já, það vantaði ekki, en
stærsta gjöfin var hann sjálfur.
Hann kom líka oft um páskana
og á sumrin var hann gjarnan í góð-
an tíma. Þar fyrir utan kom hann
bara eftir því sem aðstæður leyfðu.“
Líkt og móðir hans
„Þetta voru góð sumur og góð ár,“
segir Sigurður, „og þau hafa verið góð
síðan því þótt hann hafi farið erlend-
is og verið lengi erlendis þá var það
nú einu sinni þannig að hann kom
alltaf aftur. Nú var hann jafnvel far-
inn að íhuga að byggja sumarbústað
á landinu hjá fóstru sinni. Hún ætl-
aði að láta hann fá land en nú verður
ekkert úr því.
Hann hélt alltaf sterkum tengsl-
um við hana, líkt og hún væri móð-
ir hans. Eftir að maðurinn hennar féll
frá þá tók hann upp á því að koma
alltaf með poka fulla af mat og gjöf-
um til þess að gleðja hana á jólunum.
Hann flaug þá á Ísafjörð og tók leigu-
bíl yfir. Síðan fór hann alltaf með
hana í kirkju á aðfangadag en það var
stundum erfitt að komast. Þá hringdi
hann í okkur vini sína til þess að fá
hjálp ef hann festi bílinn.
Hann var ljúfur og góður og var
alltaf með sveitina í huga, sama hvar
hann var.“
Sárt saknað
Unnur minnist þess einnig þegar
Hemmi dreif Valdimar heitinn með
sér upp á fjöll. „Þeir áttu góðar stund-
ir saman og Hemmi var frumkvöðull
í því að drífa hann upp um fjöll og
firnindi á meðan Valdimar var enn
ungur og gat farið. Hann hafði mik-
ið út úr því og minntist oft á þessar
stundir. Hann Hemmi var svo mikið
náttúrubarn.
Þetta er nú ansi mikið tóm sem
tekur við hjá mér nú þegar hann er
farinn. Minningarnar hafa sína upp-
fyllingu en hann kemur ekki með
sína gleði oftar til mín. Ég naut þess
alltaf að hafa hann nærri hvort sem
hann var í fjölmiðlum eða heima.
Þessar yndislegu stundir mun ég
varðveita á meðan ég hef einhverja
glóru í hausnum. Nú syrgja margir.“
Undir það taka þeir Hafsteinn og
Sigurður en sá síðarnefndi er bú-
inn að draga upp fána fyrir Hemma
og segir að nú sé víða flaggað í hálfa
stöng á Þingeyri. „Þegar hann kom
í sveitina þá fór hann alltaf í sund á
morgnana til þess að spjalla og dans-
aði við heimamenn á böllum. Hann
var góður maður sem vildi öllum vel
og talaði vel um alla. Ég heyrði hann
aldrei tala illa um nokkurn mann.
Hans verður sárt saknað á Þingeyri,“
segir Sigurður.
Að lokum segir Unnur að hún
verði bara að sætta sig við það sem
orðið er. „Ég má þakka fyrir svo
margt, ég get gengið um og held að
ég geti verið ánægð. Ég er búin að
eiga langa ævi með góðu fólki frá
upphafi og fram á þennan dag. Lánið
hefur alltaf leikið við mig. n
Fólk 27Helgarblað 7.–9. júní 2013
Hemmi var stærsta gjöfin
Kærleikur
í Dýrafirði
Svona sá Hemmi sveitina sína
„Þegar ég kom ungur strákur í fyrsta sinn í
fjörðinn var ég spenntur fyrir því og fannst
mér ég þekkja landslagið eins og ég hefði
verið þar oft áður,“ sagði Hemmi í viðtali
við DV árið 2010.
Unni sinni lýsti Hemmi svona: „Hún er
skemmtileg kona. Alger unglingur, það
tístir í henni af kátínu öllum stundum og
við náum vel saman. Við eigum svo margt
sameiginlegt. Hún hefur líka verið hraust
hingað til. Gengur 10 kílómetra á dag
með tíkinni sinni, ríður enn út og er með
afbrigðum kraftmikil kona.“
Þá sagði hann einnig frá jólunum í Dýra-
firði: „Í Dýrafirði er magnað að vera um
jól og áramót. Unnur hefur skreytt húsið
með ljósum og þegar ég keyri þangað frá
Þingeyri út í auðnina þar sem það stendur
mætti líkja því við að nálgast ævin-
týrakastala Harry Potter eða eitthvað
álíka,“ sagði hann hlæjandi og bætti því
við að heimsóknirnar í Dýrafjörð fylltu
sig orku og kærleika: „Landslagið er stór-
brotið í Dýrafirði og þar er mikil orka og
orkuuppsprettur sem mikilfenglegt er að
upplifa. Dýrafjörður er svipmikill og fríður.
Þegar ég geng um fjörðinn finn ég fyrir
miklum friði, lotningu og virðingu. Stund-
um finnst mér erfitt að segja frá upplifun
minni í orðum en ef ég reyni þá gæti ég
kannski sagt að náttúran í Dýrafirði gefi
mér sömu tilfinningar og ástin. Hjartað
fyllist kærleika og þá fyllist ég af orku. Því
kærleikurinn er mesta uppspretta orku
sem fyrirfinnst.“
„Við settum upp
leikþátt í fjárhús-
unum heima og svo sat
hann þar og lýsti leikjum.
Heima Níu ára gamall
kom Hemmi fyrst í sveitina.
Eftir það kom hann alltaf
aftur en þarna eru þau
saman komin, Sigurður
Þórarinn æskuvinur hans,
Unnur fóstra hans og Haf-
steinn fósturbróðir hans.
MyND: Davíð DavíðSSon
Fóstra Hemma
Unnur fann á sér að
eitthvað slæmt væri
í vændum og að það
varðaði einhvern
nákominn henni.
MyND: Davíð DavíðSSon
í fjósinu Hemmi faldi sig í
hlöðunni þegar hann var lítill
og nýtti hvert tækifæri til að
komast í sveitina.
MynD: HaLLgríMur SveinSSon