Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 40
40 Lífsstíll 7.–9. júní 2013 Helgarblað
Stærðin skiptir máli
n Of lítill eða of stór haldari er ekki málið
M
ikill meirihluti kvenna
klæð ist rangri stærð af
brjósta haldara. Þetta leiðir
til bakverkja og óþæginda
svo ekki sé minnst á hversu ósmart
það er að sjá fjögur brjóst á einni
og sömu konunni. Þegar skálarn
ar eru of litlar, myndast tvö auka
brjóst sem er ekki fallegt fyrir aug
að. Flestar konur elska að versla sér
falleg undirföt en það er vissara að
kaupa þau í réttri stærð til þess að
þau fái að njóta sín. Hér eru nokk
ur ráð sem geta auðveldað valið á
brjóstahaldaranum.
Nett brjóst
Þær sem eru með lítil og nett brjóst
ættu að klæðast „push up“ haldara
sem lyftir brjóstunum upp. Það er
líka tilvalið fyrir þær sem eru nett
ar að nota gelpúða inn í skálarnar
til að ná fram meiri fyllingu.
Stór brjóst
Brjóstgóðar konur þurfa meiri stuðn
ing en þær sem eru brjósta minni.
Brjóstahaldarar með spöng um eru
nauðsynlegir fyrir stór brjóst til að ná
að lyfta þeim upp og veita stuðning.
Skálastærð
Því stærra sem ummálið er á haldar
anum því stærri verður skálin. 34 b er
ekki sama skálastærð og 38 b. Betri
undirfataverslanir bjóða upp á mæl
ingu og er um að gera að skella sér í
svoleiðis til þess að vera viss um að
það besta fái að njóta síns til fulls. n
iris@dv.is
G
unnar Andri Þórisson byrjaði
ungur að árum að stúdera
sölutækni og hefur starfað
við sölumennsku í tæplega
30 ár. Hann hefur einnig
unnið sem fyrirlesari í rúm 17 ár við
góðan orðstír en nýjasta verkefni hans
á hug hans allan um þessar mundir.
Gunnar Andri hóf að skrifa bók sem
ber heitið Message from the middle of
the nowhere fyrr á þessu ári og sendi
inn einn kafla úr bókinni til útgefanda
Brian Tracy í von um að kaflinn yrði
birtur í nýjustu bók Brians sem ber
heitið Against the Grain. Brian Tracy
er mörgum kunnugur fyrir að vera
einn fremsti fyrirlesari heims og met
söluhöfundur bóka sem ætlaðar eru
fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á
viðskipta og sjálfsuppbyggingu.
Hlaut viðurkenningu
Gunnar Andri fékk símtal frá útgef
endum bókarinnar á dögunum þar
sem honum var tilkynnt að kafli hans
hefði orðið fyrir valinu og í kjölfarið
fékk hann viðurkenningu fyrir besta
kafla bókarinnar en bókin kemur út nú
í lok sumars. Gunnar Andri fékk viður
kenningarskjalið sent í ábyrgðarpósti
með þeim skilaboðum að alls ekki all
ir sem komu að skrifum bókarinnar
hefðu hlotið slíka viðurkenningu.
„Þetta er gríðarleg viðurkenning
fyrir mig en ég og Brian Tracy höfum
þekkst í dágóðan tíma. Brian er einn
af söluhæstu höfundum í heiminum
og mun þetta tækifæri sem mér var
gefið nýtast mér vel til þess að koma
mér og mínum verkefnum á fram
færi úti í hinum stóra heimi,“segir
Gunnar Andri í samtali við DV.
Afar þakklátur
Gunnar Andri hefur haldið fyrirlestra
hérlendis í fjölda ára og virðist ekkert
lát vera á vinsældum þeirra. „Nám
skeið mín og fyrirlestrar eru þéttbók
aðir hjá mér og er ég afar þakklátur
fyrir það. Ég tel það mjög mikilvægt
að rækta sjálfan sig ef maður hefur
metnað fyrir lífinu og sjálfum sér al
mennt. Margir af stærstu viðskipta
jöfrum heims sækja fyrirlestra Brians
til að mynda en um 300.000 manns
sækja fyrirlestra hans á ári hverju og
er oft erfitt að komast að. Ég stefni
á að fara með mína fyrirlestra á er
lenda grund og tel ekkert því til fyr
irstöðu að láta slag standa. Með til
komu internetsins og skrifa minna í
nýjustu bók Brians hafa margar dyr
opnast fyrir mig en ég hefði kannski
ekki átt eins greiðan aðgang að án
þessa tækifæris.“
Góðir vinir
Gunnar Andri segir Íslendinga vera
orðnir miklu opnari fyrir því að sækja
sér þekkingu í gegnum fyrirlestra.
Hann segir einnig að þeir sem stundi
viðskipti í starfi sínu þurfi að kunna
vissa tækni sem er auðvelt að tileinka
sér með réttri kennsluaðferð. „Ég sá
Brian Tracy fyrst fyrir tuttugu árum
á fyrirlestri í Bandaríkjunum þar
sem hann talaði fyrir framan fjögur
til fimm þúsund manns. Ég hugsaði
þá að einn góðan veðurdag myndi
ég standa uppi á sviði fyrir framan
fjölda fólks og halda fyrirlestra og
námskeið. Ekki grunaði mig á þeim
tímapunkti að ég myndi kynnast
Brian Tracy og skrifa bók með hon
um seinna á lífsleiðinni.“
Hokinn af reynslu
„Ég er orðin hokinn af reynslu þegar
kemur að sölumennsku og viðskipt
um. Ég kenni ákveðna tækni sem
nýtist í daglegu lífi og starfi einstakl
inga. Þeir sem hafa sótt námskeið
mín hafa komið aftur og aftur en það
segir mér að þeir séu að ná árangri
og vilji læra meira. Ég og Brian Tracy
náum mjög vel saman og ég hlakka
til að vinna meira með honum í ná
inni framtíð og læra eflaust eitthvað
gott af honum og hann vonandi af
mér,“ segir hann.
Gerði díl við herinn 6 ára
Fyrstu kynni Gunnars Andra af sölu
mennsku urðu þegar hann var að
eins 6 ára gamall og seldi Vísi á
Austurvelli. Kaflinn í bókinni fjallar
einmitt um upphaf Gunnars Andra
í viðskiptum og einnig kemur Vest
manneyjagosið og Icesave við sögu.
Gunnar segir sömu lögmál gilda í
viðskiptum hvort sem þú ert 6 ára
gamall blaðasöludrengur á Austur
velli, eða forstjóri stórfyrirtækis úti í
hinum stóra heimi.
„Ég lét það ekki stoppa mig að
selja Vísi á sama stað og Óli blaða
sali. Hann var að vonum ekki glað
ur með þetta framtak mitt og rak mig
í burtu. Ég gafst ekkert upp og kom
mér fyrir þar sem hjálpræðisherinn
var með söfnun sína og borgaði þeim
prósentur af minni sölu í staðinn fyr
ir plássið og þeir fengu að hafa söfn
unarbaukinn við hlið mér.“ n
Íris Björk Jónsdóttir
blaðamaður skrifar iris@dv.is
„Við erum
bestu vinir
Stefndi alltaf hátt
n Gunnar Andri Þórisson skrifar bók með fyrirlesaranum Brian Tracy
m
y
N
d
SillASniðugar
uppfinningar
Sífellt koma fram skemmtilegar
nýjungar og uppfinningar sem
gaman er að skoða en sem má þó
deila um mikilvægi þess að eiga.
Á síðunni uncrate.com má finna
upplýsingar um slík tæki og tól og
hér eru nokkrar þeirra:
Kaldur drykkur
Er bjórinn ekki nógu kaldur? Þá er
Chillsner – tækið sem gæti hjálp
að. Þú geymir tækið í frystinum
og þegar þú færð þér bjór þá skell
ir þú Chillsner ofan í flöskuna.
Tækið er í raun eins og rör og þú
drekkur bjórinn í gegnum það og
hann kælist í leiðinni.
Merktu
grillkjötið þitt
Þetta tæki, sem virkar svolítið eins
og brennimerking, er tilvalið fyrir
þá sem eru stoltir af grillsteikinni
sinni. Tækinu fylgja allir bókstaf
ir stafrófsins svo þú getur skrif
að nafnið þitt, nafn þess sem fær
steikina eða jafnvel skilaboð til
viðkomandi á meðan þú grillar
kjötið. Skemmtileg viðbót við gril
láhöldin. Tækið heitir DCI BBQ
Branding Iron.
Lýsandi
tjaldsnúrur
Það kannast væntanlega flest
ir sem hafa farið í tjaldútilegu við
það að hrasa um tjaldsnúrurn
ar. Nite Ize Reflective Rope getur
því komið að notum þegar líða
fer á sumarið og næturnar fara að
dimma að nýju. Í hverjum pakka
eru 15 metrar af sjálflýsandi snæri
sem er tilvalið þegar tjaldað er
og jafnvel til að marka leið frá
tjaldi að salerninu. Snærið lýs
ir þó einungis þegar það er lýst á
það svo ef rafhlaðan í vasaljósinu
klárast ertu í sömu stöðu og með
venjulegt snæri.
Atom á lykla-
kippuna þína
Hugmyndin er sú sama og á gamla
góða Swiss vasahnífnum og það
getur komið að góðum notum að
vera með Atom við hendina. Á
Atom má finna hin ýmsu tæki og
tól svo sem sexkant, þvingu, upp
takara, skrúfjárn, þjöl, reglustiku
og gráðuboga. Tækið er búið til úr
sterku ryðfríu stáli sem vinnur á
hverju sem er en er nógu lítið til
að festa á lyklakippuna. Er hægt
að biðja um eitthvað meira?