Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll 7.–9. júní 2013 Helgarblað
Heillandi á kajak
n Hentar ekki síður konum en körlum
Þ
etta er svo skemmtilegt og
fjölbreytt sport, segir Klara
Bjartmarz, ritari Kajak-
klúbbsins aðspurð um hvað
það sé sem heillar við að róa kajak.
Hún bendir á að það sé hægt að
stunda sportið bæði sem líkams-
rækt og sem útivist. „Sumir vilja
æfa veltur eða spretti en aðrir fara í
ferðir og njóta náttúrunnar. Ég fer
til dæmis oft í lengri ferðir, það er
hægt að stunda þetta sport á svo
misjafnan hátt.“
Aðspurð hvort það þurfi sér-
staka eiginleika til að stunda
kajakróður segir hún svo ekki vera.
„Það geta allir gert þetta og þetta
hentar ekki síður konum en körl-
um. Það er þó ekki mikið af börn-
um sem stunda þessa íþrótt enda
bjóða aðstæður ekki upp á það.
Kajak-klúbburinn bíður upp
á byrjendanámskeið sem Klara
hvetur fólk til að prófa. „Það er
mælt með því að nýliðar fari á
námskeið en þar eru undirstöðu-
atriðin kennd. Svo erum við með
sérstakt nýliðaprógramm. Það er
fyrir þá sem hafa farið á námskeið
en þá fá nýliðar tengilið sem hjálp-
ar þeim með fyrstu áratökin.“
Hún segir að vissulega sé stofn-
kostnaður við kajakróður frekar
hár en bendir á að eftir það sé lít-
ill rekstrarkostnaður. Klúbburinn
á nokkra báta sem við lánum fólki
sem vill prófa. Þá geta áhugasamir
prófað í nokkur skipti og séð hvort
þetta henti þeim og hvort þeim líki
við þetta sport,“ segir hún. Það er
því tilvalið fyrir þá sem vilja kynna
sér nýja tegund af útivist að skoða
hvað Kajak-klúbburinn og aðrir
siglingaklúbbar bjóða upp á. n
Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu,
jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.
Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri
hversdagsins.
U
m mitt ár 2010 tók ég
ákvörðun um að snúa af
þeirri braut dauðans sem
birtist í því að vera reyk-
ingamaður og alltof þung-
ur. Fyrsta skrefið á leið minni til
heilbrigðis var að hætta að reykja
sem var auðvitað ekkert grín ef litið
er til þess að ég hafði reykt í 40 ár,
að vísu með fimm ára hléi. Og ég var
stórreykingamaður. Á meðan sígar-
etturnar voru í mínu lífi fór hálfur
annar pakki á dag með tilheyrandi
kostnaði. Mér sýnist að á núvirði sé
kostnaðurinn um milljón á ári.
En það voru ekki peningarn-
ir sem fengu mig til að snúa af
óheillabrautinni. Minn vandi var
sá að öndunarvegurinn var hálf-
stíflaður af tjöru og slími. Bif-
hárin voru öll steindauð og eina
leiðin til að geta andað var öflugt
hósta kast. Kvöldin voru erfiðust.
Þegar ég lagðist til hvílu tóku við
öndunarerfiðleikar og tilheyrandi
súrefnisskortur. Það mig nokkr-
ar mínútur að hósta og hagræða
mér svo ég gæti sofið sæmilega.
Þegar ég lagði saman heilsutjón-
ið og útgjöldin var augljóst að ekki
var annað til ráða en að hætta. En
ég kveið því að ganga í gegnum
fráhvörfin og alla þá þjáningu sem
fylgir því að losna frá fíkninni.
Niðurstaða mín, að undan-
gengnu ísköldu mati á heilsufari og
lífslíkum, var sú að ég þyrfti að fara
á lyf til að hætta. Ég fékk lyfseðil
upp á Champix nikótínlyf. Það var
fyrir sléttum þremur árum að kúr-
inn hófst. Í rauninni var þetta frá-
bær lausn. Ef undanskildar voru
stöku svefntruflanir og vægt þung-
lyndi náði ég á einu augabragði
að losna frá því sem var að drepa
mig. Töflurnar slökktu algjörlega á
tóbakslönguninni.
En það var önnur aukaverk-
un sem varð mér nokkuð þung-
bær. Hömlulítil matarfíkn tók við
af reykingunum. Og það fór miklu
meira inn en út aftur. Þegar ég byrj-
aði á lyfjakúrnum var ég 120 kíló að
þyngd. Næstu sex mánuðina bætti
ég á mig 20 kílóum. Þegar liðið var
á desembermánuð árið 2010 rann
upp fyrir mér sá veruleiki að ég
glímdi við offitu. En þá var ég laus
við nikótíndjöfulinn.
Ég hugsaði mitt mál vandlega.
Við mér blasti að ég hafði snar-
minnkað áhættuna af því að fá
lungnakrabbamein. En á móti
kom að hjartaáfall vegna offitu gat
verið handan við hornið. Þetta var
áhyggjuefni sem ég velti fyrir mér í
aðdraganda jólanna. Ég mátti ekki
til þess hugsa að fara í aðhald um
hátíðarnar. Það varð úr að ég borð-
aði eins og hver dagur væri minn
síðasti. Þetta var sannkölluð mat-
arhátíð. Ég át eins og enginn væri
morgundagurinn.
Ég tók ákvörðun um það leyti
sem árið 2011 var að ganga í garð.
Markmiðin voru klár. Ég ætlaði að
létta mig um 40 kíló. Í því skyni henti
ég hveiti, fitu og sykri út úr mataræði
mínu. Áratugareynsla mín af megr-
unarkúrum hafði opnað augu mín
fyrir því að hreyfingin hafði jafn-
mikið vægi og mataræðið. Ég ákvað
því að leggja fyrir mig fjallgöngur.
Í fyrstu atrennu setti ég mér þau
markmið að fara nokkrum sinnum
í viku á Úlfarsfell, heimafjallið mitt.
Síðan setti ég á planið að klífa Kald-
bak á Vestfjörðum, 998 metra hátt.
Þá ákvað ég að fara á Hvannadals-
hnjúk á árinu 2012. Loksins setti ég
mér það háleita markmið að fara á
Mont Blanc, rúmlega 4800 metra
hátt, innan þriggja ára.
Ég get sagt með nokkru stolti að
markmiðin hafa gengið eftir. Ég er
búinn að fara um 550 ferðir á Úlf-
arsfell. Ferðin á Kaldbak var farin.
Hvannadalshnjúkur féll að fótum
mínum í þriðju tilraun, ári á eftir
áætlun. Og ég er 40 kílóum léttari
en þegar verst var. Og ég er búinn
að vera reyklaus í þrjú ár og hósta
mig ekki lengur í svefn. Í haust er
Mont Blanc á dagskrá í góðum
hópi. Gangi það eftir hef ég náð
öllum mínum markmiðum frá því
um áramótin 2010 og 2011. n
Reyklaus í þrjú ár
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
„Hömlulítil matar-
fíkn tók við af
reykingunum.
Höfundur á toppi
Hvannadalshnjúks
með Auði Kjartansdóttur
fararstjóra sem tryggði
farsæla uppgöngu.
Í túninu heima
Skáldaganga Ferðafélags Íslands,
sem farin verður laugardaginn 8.
júní, er í samvinnu við Vinafélag
Gljúfrasteins. Í Mosfellsdal sleit
Halldór Laxness barnsskónum en
rúmum 900 árum fyrr paufaðist
Egill Skallagrímsson þar um, kom-
inn að fótum fram. Skáldagangan
tengir saman slóðir þeirra beggja.
Sameinast er í bíla og ekið að Hrís-
brú þar sem litið er á fornleifaupp-
gröft. Þaðan er haldið að Mosfelli,
kirkjan skoðuð og rýnt í Innansveit-
arkroniku. Loks er gengið yfir Kýrgil
og skimað eftir silfri Egils. Þaðan er
haldið að Laxnesi með viðkomu á
Gallerí Hvirfli og hjá Guddulaug.
Gangan endar á Gljúfrasteini þar
sem hægt er að skoða hús skáldsins.
Hjólað um
Snæfellsnesið
Fjallahjólaklúbburinn mun fara
ferð um Snæfellsnesið 14. til 16.
júní. Gist verður á tjaldsvæðinu
í Stykkishólmi og hittist hópur-
inn þar. Á laugardegi er hjólað
um Berserkjahraunið og ná-
grenni Stykkishólms. Eftir það
getur hjólafólk skellt sér í sund í
Stykkishólmi og svo verður snætt
á veitingastað í hjarta bæjar-
ins. Næsta dag eru föggur tekn-
ar saman, keyrt yfir á sunnanvert
Snæfellsnesið og gamla Vatna-
leiðin hjóluð til norðurs. Erfið-
leikastig er 4 af 10 fyrri daginn en
6 af 10 þann seinni og verðið er
5.000 krónur.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Á kajak í Jökul-
fjörðum Góð leið til
að njóta náttúrunnar.