Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 20
20 Úttekt 7.–9. júní 2013 Helgarblað
Eitraður sjávarúði
vEldur magakvEisum
Í
sland hefur lengi verið frægt fyr
ir hreinleika. Við höldum því
stolt fram að hér sé hafið hreint
við land, loftið heilsusamlegt og
náttúran óspillt. Þegar við kom
um heim frá útlöndum skrúfum við
fegin frá krananum og teygum ís
lenska vatnið, full öryggis.
Upp á síðkastið hefur ýmislegt
átt sér stað sem gefur tilefni til að
íhuga hvort þessi hreinleiki sé sjálf
sagður og hvort landið okkar sé jafn
óspillt og látið er í veðri vaka. Olíu
slys verður á vatnsverndarsvæði,
vistkerfi Lagarfljótsins reynist að
hruni komið, sjósund er bannað
vegna saurgerlamengunar og vís
indamenn tala um að súrnun sjáv
ar sé tvöfalt hraðari á norðurslóð
um en í hlýrri sjó nær miðbaug.
Ný skýrsla væntanleg –
óvissa um ástand
Í fyrra voru 19 spilliefnaflutningar
um vatnsverndarsvæðið í Heið
mörk. Fráveitumál eru víða ófull
nægjandi og skólp fer óhreinsað
í sjó og drög að skýrslu um um
hverfisálag sýna að talsverð óvissa
ríkir um mengun.
Í vatnalögum, settum árið 2011,
er kveðið á um að Umhverfisstofn
un annist stjórnsýslu á sviði vatns
verndar í samráði við Heilbrigð
isnefndir sveitarfélaga. Í kjölfar
reglugerðarinnar var farið að flokka
vatnshlot eftir gerðum og er nú
unnið að undirbúningi vistfræði
legrar flokkunar. Þá hefur Um
hverfisstofnun safnað og skráð
upplýsingar um mengunarálag á
vatnshlot vegna álagsgreiningar.
Stofnunin lagði í desember á síð
asta ári fram drög að stöðuskýrslu
um vatnasvæði Íslands. Skýrslan
verður sú fyrsta sinnar tegund
ar en með henni er gerð tilraun til
að fá heildarsýn yfir þau áhrif sem
mengandi efni, jafnt frá iðnaði og
íbúum, hafa á vatn og lífríki þess.
Í þessum drögum segir að stór
hluti vatns hérlendis sé ómengað
og í góðu ástandi. Þó kemur fram
að á nokkrum stöðum séu vatns
hlot (eining vatns) undir umtals
verðu álagi eða mögulega undir
álagi vegna mengunar. Það er raun
ar einkennandi fyrir drögin að enn
ríkir óvissa víða um mengunará
stand og áhrif ýmissa mengunar
valda á umhverfið.
Fátækleg gagnasöfnun
Jóhanna Björk Weisshappel, sér
fræðingur hjá Umhverfisstofnun
segir upplýsingarnar sem fram
koma í drögunum vera samantekt
á mælingum sem gerðar hafa verið
og að enn sé verið að safna gögnum.
„Gagnasöfnun hefur ekki farið fram
kerfisbundið fyrr en eftir að tilskip
un Evrópusambandsins um vatn
var innleidd,“ segir hún og bæt
ir við að taka verði drögunum með
vissum fyrirvara „Upplýsingarnar í
drögunum eru ekki endanlegar og
ýmislegt gæti breyst í endanlegri
skýrslu sem kemur út í lok ársins,
við eigum til dæmis eftir að fá gögn
um svæði þar sem nú ríkir óvissa
um álag og sumstaðar gæti ástandið
hafa batnað meðal annars vegna
úrbóta í fráveitumálum.“ Drögin eru
enn í kynningu og getur fólk gert við
þau athugasemdir á síðunni www.
vatn.is fram til 7. júní.
Saurgerlamengun og
affallsvatn virkjana
Jóhanna segir saurgerlamengun
vegna óhreinsaðs skólps vera
helsta álagsvaldinn hérlendis en
þó sé fleira sem geti valdið álagi á
lífríkið. „Þar má nefna mengun frá
gömlum urðunarstöðum og í af
fallsvatni jarðvarmavirkjana. Verið
er að skoða hvort staðbundið álag
sé á vatn frá landbúnaði og sumar
húsabyggðum vegna áburðarnotk
unar og rotþróa. Auk þess er vitað
að aðrir þættir valda álagi á vatn,
þá helst vatnsaflsvirkjanir, þveran
ir fjarða og efnistaka úr ám,“ seg
ir hún og bætir við að verið sé að
skoða áhrif á vistfræði vatnshlota
sem hluta af álagsgreiningu og
ástandsflokkun.
Baneitraður Dallækur
Hún segir að Umhverfisstofnun
muni bregðast við þeim málum
sem ekki eru í lagi. „Sé svæði metið
undir álagi mun Umhverfisstofnun
leggja fram tímasetta aðgerðaáætl
un í samvinnu við sveitarfélög, fyr
irtæki og hagsmunaaðila varðandi
úrbætur og mun fara fram kostn
aðargreining í því sambandi,“ segir
Jóhanna. Þau svæði þar sem álag er
of mikið miðað við umhverfismörk
verða merkt sem slík í endanlegri
stöðuskýrslu en Jóhanna segir þó
ekki líklegt að varúðarmerkingar
verði við svæðin sjálf. Eitt þessara
svæða er Dallækur en í hann renn
ur mengað affallsvatn frá Kröflu
virkjun. Vatnið inniheldur með
al annars skaðleg efni á borð við
arsen, ál og kvikasilfur. Breytingar
hafa orðið á sýrustigi vatnsins í
læknum og tegundafjölbreytileiki
minnkað. Þá sígur affallsvatnið frá
virkjuninni einnig niður í grunn
vatn og getur þaðan hugsanlega
borist í Mývatn.
Bannað að synda
vegna saurgerla
Samkvæmt reglugerð um fráveitur
og skólp frá 1999 á að hreinsa allt
skólp áður en því er veitt í sjó. Í
mörgum bæjarfélögum er skólp þó
enn leitt beint út í sjó, án nokkurr
ar hreinsunar. Í sjó við Akureyri,
Ísafjörð, Siglufjörð og Húsavík er
mikil saurgerlamengun. Skólp frá
sláturhúsinu á Húsavík er til dæm
is veitt beint í sjóinn og litar það
sjóinn stundum rauðan á haustin.
Áður var saurgerlamengun einnig
mikið vandamál í Keflavík og þurfti
þess vegna að banna sjósund á
Ljósanótt í fyrra. Skólplögnin það
an var lengd í fyrrahaust og í janú
ar mældist mun minni saurgerla
mengun þar en áður.
Klóaksmengun í pollinum
Á Akureyri hefur víða mælst meng
un, meðal annars á Höepfners
bryggju þar sem Siglingaklúbb
urinn Nökkvi er með aðstöðu.
Jóhanna segir ástæðurnar vera
þær að allt skólp frá Akureyri fer
óhreinsað í sjóinn. Þar að auki hafi
verið nokkuð um rangtengingar
skólplagna innarlega í bænum.
Jóhanna segir Nökkva hafa feng
ið ábendingar frá heilbrigðis
eftirlitinu um að ekki sé ráðlegt að
vera með siglinganámskeið á svæð
inu. Rúnar Þór Björnsson, formað
ur Nökkva kannast ekki við það og
segist sannfærður um að sjórinn
á svæðinu sé ekki heilsuspillandi.
„Við vitum af þessari klóaksmeng
un í Pollinum en ástandið hefur
lagast mikið og er alltaf að skána.
Þetta er bara brotabrot af því sem
var,“ segir hann og bætir við að
þegar hann var að byrja á seglbrett
um þarna árið 1986 hafi allt skólp
af Brekkunni og úr Innbænum ver
ið leitt út í sjó skammt frá athafna
svæði klúbbsins. „Þá var maður
alltaf í sjónum og ég man eftir því
að hafa séð hvílíka jammið þarna,
þeir tímar eru löngu liðnir. Ég hef
engar áhyggjur af þessu, ástandið
var mun verra og er alltaf að skána.“
Rúnar segir Nökkva munu halda
áfram að sigla þarna. Hann vonast
samt til að sjórinn verði hreinni.
„Þeir hjá bænum eru búnir að lofa
að gera þetta vel,“ segir hann og
bætir við að það standi til að taka
í notkun aðstöðu á öðrum stað á
Pollinum. „Það eru margar ástæður
fyrir því, en meðal annars að hafa
þessa hluti í betra lagi,“ segir hann.
Frestirnir löngu liðnir
Jóhanna segir þá fresti sem þessi
bæjarfélög höfðu til að bæta frá
veitumál sín löngu liðna. Hún nefn
ir dæmi um ástandið á Akureyri og
segir breytinga þörf. „Það þarf að
fara að hreinsa skólpið. Heilbrigðis
eftirlitið hefur verið að berjast í þessu
en Akureyrarbær hefur dregið lapp
irnar,“ segir hún og bætir við að bær
inn hafi nú enn og aftur frestað því
að setja upp skólphreinsistöð og það
sé slæmt. „Skólpið er ekki einu sinni
grófhreinsað,“ segir hún og útskýrir
að það hafi í för með sér að sjá megi
fljótandi klósettpappír og úrgang í
sjónum. „Það getur ekki verið gaman
fyrir ferðamenn í hvalaskoðun eða
strandsiglingum,“ segir hún. Fram
kvæmdum við lengingu fráveitu
lagnar í Sandgerðisbót við Akureyri
lauk í janúar en Jóhanna segir það
ekki hafa nægileg áhrif til bóta.
Ekki fullnægjandi lausn
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræð
ingur hjá Akureyrarbæ segir að í nú
gildandi framkvæmdaáætlun bæj
arins sé gert ráð fyrir að vinna við
skólphreinsistöð hefjist árið 2017.
„Stöðin ætti þá að vera farin að virka
árið 2018 og fráveitumálin hjá okk
ur þar með orðin lögum samkvæmt.
Endanlegum frágangi yrði síðan lok
ið 2019,“ segir Helgi og bætir við að
áætlunin sé endurskoðuð árlega
og því gæti framkvæmdinni verið
flýtt eða henni seinkað. Hann seg
ir ástandið ekki vera ásættanlegt
og tekur undir orð Jóhönnu Bjark
ar Weisshappel um að framlenging
fráveitulagnarinnar í Sandgerðisbót
sé ekki nóg. „Þetta er klárlega mjög
til bóta en ekki fullnægjandi lausn,“
segir hann. Helgi segir ástandið hjá
Siglingaklúbbnum Nökkva og á Poll
inum almennt hafa lagast talsvert
við þær endurbætur sem gerðar hafa
verið á því svæði.
„Frá því í janúar höfum við mælt
saurkólímengun og skráð veðurfars
aðstæður á svæðinu í byrjun hvers
mánaðar og þær hafa komið ágæt
lega út,“ segir hann og útskýrir að
áður hafi mælingar verið gerðar
mun sjaldnar eða aðeins einu sinni
á ári fram til ársins 2012 þegar mæl
ingum var fjölgað á innanverðum
Pollinum. Þá segir hann þá meng
un sem þá mældist hafa verið meðal
annars vegna staðbundinna vanda
mála í Innbænum, sem unnið sé í
að lagfæra. „Það er yfirfall í dælu
stöð í Hafnarstræti og það rennur
út um það og í Pollinn þegar álag
er mikið á kerfið. Til dæmis í hláku.
Það er búið að tvöfalda götulögnina
í Aðal stræti að mestu leyti, en flest
öll húsin í götunni eru enn með ein
falt lagnakerfi.“ Hann segir stefnu
bæjarins vera að koma í veg fyrir að
skólpmengað fráveituvatn fari um
þetta yfirfall. „Við ætlum okkur að
halda Pollinum alveg hreinum allt
árið um kring.“
Skólplykt á Siglufirði
Á Siglufirði hefur verið mikil lykt
armengun þar sem skólplögn fer á
þurrt þegar fjara er. Þórarinn Hann
esson, íþróttakennari og formaður
Ungmennafélagsins Glóa á Siglu
firði segir þetta hvimleitt vandamál.
„Það er verið að vinna í þessu núna
en þetta er mjög leiðinlegt, sérstak
lega fyrir þá sem búa þarna nálægt.“
Hann segir að nýverið hafi verið
lagður þarna göngustígur enda fall
egt svæði og fjölskrúðugt fuglalíf.
„Vonandi stendur til bóta með lykt
ina,“ segir hann.
Saurgerlamengaður sjávarúði
veldur magakveisu
Á höfuðborgarsvæðinu er skólp
hreinsað og leitt nægilega langt út í
Faxaflóann að mati Jóhönnu. Þar er
því, samkvæmt drögunum, lítið álag
n Klósettpappír og saur á Pollinum á Akureyri n Sjósund bannað vegna saurgerla
Íslenska vatnið — öruggt og óspillt?
Arnhildur Hálfdánardóttir
blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is
„Menn voru
hér um bil
farnir að drekka
smurolíu á tímabili
Baneitraður Dallækur Í hann
rennur mengað affallsvatn frá
Kröfluvirkjun. Vatnið inniheldur
meðal annars skaðleg efni á borð
við arsen, ál og kvikasilfur.