Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 41
Lífsstíll 41Helgarblað 7.–9. júní 2013
Skaðleg efni
í snyrtivörum
L
ífrænt og náttúrulegt fer ekki
alltaf saman. Sumir snyrti
vöruframleiðendur sem
gefa sig út fyrir að framleiða
náttúrulegar snyrtivörur án
skaðlegra aukaefna, gera það það
alls ekki. Dioxane, er efni sem hef
ur fundist í vörum frá framleið
endum eins og Giovanni Organic
Cosmetics og Nature´s Gate Org
anics. Þessir framleiðendur gefa sig
út fyrir að vera með lífræna og nátt
úrulega framleiðslu. Dioxane er
talið vera krabbameinsvaldandi og
einnig er það talið hafa eituráhrif
á starfsemi nýrna, öndunarfæra og
taugakerfis.
Skaðlegt heilsunni
Anna Rósa Róbertsdóttir lærði grasa
lækningar í College of Phytother
apy á Englandi á árunum 1988–1992.
Hún framleiðir sína eigin línu krema
sem innihalda engin aukaefni og eru
náttúruleg. Hún segir vandamálið
ekki aðeins bundið við erlenda fram
leiðslu, íslenskir framleiðendur noti
Parabenefni í sín krem.
„Íslenskir framleiðendur nota
skaðleg efni í framleiðslu sína
í miklum mæli. Það er ekki að
ástæðulausu að Paraben var bann
að í öllum barnakremum og smyrsl
um í Danmörku fyrir nokkru síðan.
Ég er enginn sérfræðingur í skað
semi Paraben en hef lesið mig nokk
uð vel til og skoðað rannsóknir um
efnið og skaðsemi þess. Það sem er
borið á húðina fer smám saman inn
í blóðrásina og með langvarandi
notkun safnast efnin fyrir í líkam
anum. Það skiptir miklu máli hvaða
innihald er í kremum sem við ber
um á okkur dags daglega. Paraben
er rotvarnar efni sem er líkamanum
óhollt, en það er talið trufla kven
hormónið estrogen og getur mynd
að krabbamein í brjóstum. Kremin
sem fást í apótekum undir merk
inu Gamla Apótekið, innihalda
Paraben,“ segir Anna Rósa í samtali
við DV.
Borðaðu kremið
Það er góð regla að lesa sig til um
hvaða efni eru í snyrtivörum og
kremum sem keypt eru. Vísbending
um að efnið Dioxane, sem er talið
vera krabbameinsvaldandi sé að
finna í vörunni, er þegar orð eins og
myreth, oleth, laureth, ceteareth, eða
orð sem enda á eth, er að finna í inni
haldslýsingu. Sé efnið ítrekað notað
fer meira magn af því inn í líkamann
með tilheyrandi skaða. Ef þú treyst
ir þér ekki til þess að neyta krems
ins, þá er reglan að bera það ekki á
líkamann.
Náttúrulegt
Með langvarandi notkun á snyrti
vörum sem innihalda skaðleg efni
eins og Paraben og Dioxane, aukast
líkurnar á skaðsemi þeirra á líkams
starfsemina. Úrval krema og smyrsla
sem eru án þessara skaðlegu efna, er
gott hér á landi. Fleiri efni sem gott er
að varast eru Toluene, en það er búið
til úr bensíni og kolatjöru og finnst
í flestum ilmvötnum. Methylisothi
azolinone er notað í sjampó, en það
er talið hafa skaðleg áhrif á tauga
kerfið. Þessi listi er alls ekki tæmandi,
en það er fjöldinn allur af skaðlegum
efnum sem leynast í snyrtivörum
sem ætti að varast. n
Heimild: Heilsubankinn
iris@dv.is
n Ef þú treystir þér ekki til að borða það – ekki bera það á þig
Anna Rósa Hún framleiðir krem sín, sem
eru án allra aukaefna, frá grunni.
„ Íslenskir framleið-
endur nota skað-
leg efni í framleiðslu sína
í miklum mæli.