Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 53
Fólk 53Helgarblað 7.–9. júní 2013 Stóra typpastærðarmálinu verður aldrei lokið Ekkert svar frá „Heimsgagnabanka meðaltyppalengdar“ Í desember á síðasta ári skrifaði Bergur Ebbi Benediktsson ítarlega grein í TMM Bergur um umfjöllun fjölmiðla um að íslenskir karlmenn væru að meðaltali með stærstu limi í Evrópu. Greinina kallaði hann „Mæl- anlegir yfirburðir“ og vakti hún þó nokkra athygli. Í grein sinni tók Berg- ur Ebbi frétt í léttum dúr og setti sig í stellingar rannsóknarblaðamanns. Fannst honum blaðamenn allra fjöl- miðla hafa brugðist rannsóknar- skyldu sinni í málinu. „Því verður örugglega aldrei lok- ið,“ segir Bergur Ebbi þegar blaða- maður slær á þráðinn og spyr hvort málinu sé lokið. „Það vantaði að svara mikilvægum spurningum, þetta var fremur tilgangslaus frétt.“ Í fyrstu sagðist hann samgleðjast íslenskum karlmönnum við lestur fréttarinnar: Þetta typpatromp er nóg til þess að eiga síðasta orðið í öllum samræðum um samanburð þjóða,“ skrifaði Bergur Ebbi í grein sinni og gaf dæmi: Við Ítala: Hvað segið þið? Funduð þið upp borgarmenningu, funduð Ameríku, stóðuð fyrir endurreisn- inni og hafið fjórum sinnum verið heimsmeistarar í fótbolta? Það er ágætt. En við erum reyndar með stærri typpi. Sjálfstraustið dvínaði þegar í ljós kom að niðurstöðurnar voru ekki jafn hagstæðar fyrir íslenska karl- menn og fjölmiðlar höfðu kynnt fyrir þeim. Íslenska typpið reyndist tæpum tveimur sentimetrum styttra á gagnasíðu sem bar yfirskriftina: World Penis Average Size Studies Database, sem Bergur Ebbi þýð- ir sem Heimsgagnabanka meðal- typpalengdar. Meðal þess sem hann gerði var að skrifa Heimsgagnabankanum bréf þar sem hann spurði nánar út í mæl- ingarnar og forsendur rannsóknar- innar.„Á hvaða rannsókn eru upplýs- ingar um meðaltyppalengd Íslendinga byggðar?“ Spurði Bergur Ebbi í bréfi sínu. En hefur hann fengið svar? „Nei, ég hef ekkert svar fengið.“ n kristjana@dv.is Daníel Geir Moritz gefur út óvanalega sjálfshjálparbók: Að prumpa glimmeri S jálfshjálparbækur eru vanalega fremur ófyndn- ar, segir grínistinn og út- varpsmaðurinn, Daníel Geir og segir sér hafa orðið ljóst að í útgáfu slíkra bóka væri óplægður akur. Hann gefur út frem- ur óvanalega sjálfshjálparbók þar sem húmorinn er í fyrirrúmi: Að prumpa glimmeri. Ekki væmin og ekki hátíðleg „Hversu vel gengur þér í lífinu ef þú prumpar glimmeri? Vel ekki satt? Þessi bók færir alla nær því að prumpa glimmeri,“ segir Dan- íel. „Bókin hefði getað heitið: Listin að vera þú, Vertu besta útgáfan af þér eða Listin að lifa. Þessi sjálfs- hjálparbók er ekki væmin og ekki hátíðleg. Ég byrjaði að skrifa þessa bók sem ádeilu á sjálfshjálparbæk- ur í kjölfar þess að hafa lesið bók- ina Aldrei aftur meðvirkni, ég held ég hafi aldrei verið jafn meðvirkur eftir lestur þeirrar bókar, ég var svo pirraður!“ Skrifaði bókina í Powerpoint Daníel hélt teiti á miðvikudags- kvöld þar sem hann fagnaði út- gáfunni. Ylja, Jónas Sigurðsson og Biggi í Maus stigu á svið og vinir og velgjörðarmenn fögnuðu inni- lega með honum og fersku fram- lagi hans í útgáfu sjálfshjálparbóka. „Ég er að kenna fólki að hafa aðeins meiri húmor fyrir sjálfu sér. Hún er lauflétt og hefur það að mark- miði að fá lesandann til að brosa þó að margur sé í henni fróðleik- urinn. Ég skrifaði bókina í glæru- formi í Powerpoint!“ Segir hann til að lýsa forminu sem er jafn lauflétt og efnið sjálft.“ Bæði fyrir pælara og algjöra „ADHD“ Daníel er með meistaragráðu í skapandi skrifum og þetta er hans fyrsta bók. Hann er fyrrverandi fyndnasti maður Íslands og vinn- ur við að skemmta fólki. Bókin ber keim af þörfinni sem hann hefur fyrir að skemmta fólki. „Í bókinni eru nokkrir kaflar á borð við; Vertu þú sjálfur — sjálfs- hjálpin sem ég býð upp á í þeim efnum er á einni síðu og svarar kaflaheitinu á einfaldan máta: Það er nóg af hinum! Hann telur upp nokkra kafla bókarinnar. „Þarna eru kaflar um andlegt ofbeldi, öfundsýki og þagnarstjórnun. „Þetta eru fremur andstyggilegir eiginleikar í fari fólks sem eru tæklaðir?“ skýtur blaða- maður inn í. „Já, þetta er fyrirtaks bók fyrir andstyggilegt fólk,“ seg- ir Daníel og hlær. „Ég fór að punkta hjá mér atriði í vissum aðstæðum,“ segir hann frá og á þá líka við sig sjálfan. „Þessir punktar og pælingar voru síðan efni í bók. Þú getur verið algjör pælari og algjör „ADHD“ og samt náð að fíla þessa bók.“ n Fyrirtaks bók fyrir andstyggilegt fólk Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Hvað er að gerast? 7.–9. júní Föstudagur07 jún Laugardagur08 jún Sunnudagur09 jún Það besta með Jethro Tull Hljómsveitin Jethro Tull mun bjóða að- dáendum sínum upp á dagskrá sem nær yfir 45 ára feril sveitarinnar og kallast einfaldlega Best of Jethro Tull. Á meðal laga sem flutt verða eru Aqualung, Locomotive Breath, Bouree, Budapest, Living in the Past og fleiri perlur. Aðrir tónleikar verða í Hörpu, sunnudaginn 9. júní. Hof – Akureyri 20.00 Ísland – Slóvenía Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvell- inum en þetta er lokaspretturinn hjá íslenska karlalands- liðinu í undankeppni fyrir HM 2014. Þjóðirnar hafa mæst þrisvar sinnum áður hjá A-landsliði karla og hafa Slóvenar tvisvar haft betur en Íslendingar einu sinni, í eftirminnilegum leik sem fram fór ytra í mars. Það er því ljóst að þessi leikur er afar mikilvægur fyrir íslenska liðið. Laugardalsvöllur 19.00 Dimma á Akureyri Dimma fylgir eftir nýju plötu sinni, Myrkraverk, og hélt nýverið glæsilega útgáfutónleika fyrir troðfullu húsi í Hörpu og fór platan í 3. sæti á Tónlistanum, lista yfir mest seldu plötur á landinu. Nú ætlar hljómsveitin að spila á Akureyri og flytja Myrkraverk í heild sinni ásamt völdu eldra efni en bandið er á leið inn í mikið tónleikasumar þar sem sveitin mun koma fram út um allt land. Græni hatturinn – Akureyri 22.00 Júpíter fangar sumarið Hljómsveitin Júpíter ætlar að halda ball í Iðnó þar sem sumarið verður fangað á stór- fenglegan hátt með lúðrablæstri og seið- andi hryn, skósvertu og kogga, kóka kóla og appelsíni. Sérstakir gestir koma fram en það eru Megas, Hringir og Magga Stína, Kvennakórinn Katla, Dverglúðrasveitin Baunirnar og Böddi Brútal. Iðnó 22.30 Verdi 200 ára Í tilefni af 200 ára afmælisári Verdis mun Óperukórinn í Reykjavík ásamt sinfóníu- hljómsveit Íslands flytja Requiem eftir Verdi. Einsöngvarar verða Þóra Einars- dóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzó-sópran, Gissur Páll Gissurarson tenór og Viðar Gunnarsson bassi. Garðar Cortes stjórnar. Langholtskirkja 17.00 „Ég er að kenna fólki að hafa að- eins meiri húmor fyrir sjálfu sér. Ádeila á sjálfshjálparbækur Ný sjálfshjálparbók Daníels Geirs er í afar óvanalegu sniði. „Ég byrjaði að skrifa þessa bók sem ádeilu á sjálfshjálp- arbækur í kjölfar þess að hafa lesið bókina Aldrei aftur meðvirkni, ég held ég hafi aldrei verið jafn meðvirkur eftir lestur þeirrar bókar, ég var svo pirrað- ur!“ segir Daníel um tilurð bókarinnar. Ekkert svar Bergur Ebbi skrifaði „Heims- gagnabanka meðal- typpalengdar“ bréf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.