Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 32
Var komin með nóg
32 Viðtal 7.–9. júní 2013 Helgarblað
N
ýir þættir Lóu Pind Aldísar
dóttur, Tossarnir, fóru í loft
ið í síðustu viku og hafa
vakið mikla athygli. Í þátt
unum fjallar Lóa um ís
lenskt skólakerfi á gagnrýninn hátt
og tekur viðtöl við fólk sem leiddist
í skóla og flosnaði upp úr námi, svo
kallaða „tossa.” Þættirnir hafa vakið
umtal enda hefur brottfall íslenskra
framhaldsskólanema verið áhyggju
efni undanfarin ár.
Þegar blaðamann ber að garði
rétt fyrir kvöldmat er Lóa ekki komin
heim eftir annríkan dag. Eiginmað
ur hennar, Sigfús, býður blaðamann
velkominn. Það líður ekki á löngu
þar til Lóa er komin inn úr dyrunum
með og með henni er sonur hennar,
Tumi Bjartur Valdimarsson. En það
er einmitt reynsla hans af skólakerf
inu sem var kveikjan að nýjum þátt
um Lóu.
Sonurinn fann sig hvergi
Lóa býður upp á snakk og vatnsglas
og segir betur frá þáttagerðinni. Hún
segir Íslendinga standa illa í sam
anburði við önnur ríki en Ísland sé
meðal botnríkja á lista OECD yfir
þann fjölda nemenda sem klára
framhaldsskóla á réttum tíma.
„Tumi hætti oft, flakkaði á milli
skóla og gekk ekki vel. Hann fann
hvergi sína hillu en var samt stað
ráðinn í að reyna að ná þessu tak
marki sem stúdentsprófið er í augum
flestra ungmenna landsins, þó svo
að það hafi augljóslega ekki hentað
honum rosalega vel.“
En svo varð Lóa vör við það að
sonur hennar var ekki einn. Í kring
um hana var hver unglingurinn á
fætur öðrum ýmist að flosna upp
úr skóla eða flakka á milli og klára
löngu síðar en þeir hefðu átt að gera.
„Þau voru greinilega ekki að finna
sig í skóla og þegar þetta var orðinn
töluverður fjöldi þá langaði mig til
að skoða þetta betur. Hvort að það
værum bara ég og vinir mínir og ætt
ingjar sem eignuðumst svona gölluð
börn eða hvort það gæti verið eitt
hvað að skólakerfinu.“
Vandamálin hefjast í grunnskóla
Í kjölfarið hóf Lóa að skoða kann
anir á viðhorfum drengja til skóla
og rannsóknir á því hvort þeir
væru að standa sig verr en stúlk
ur en hún hafði áhuga á að skoða
muninn á viðhorfum kynjanna til
skólagöngunnar. Lóa segir ljóst að
skólakerfið henti alls ekki öllum. Um
30% nemenda séu að flosna upp úr
framhaldsskóla og um 40% nemenda
klári námið á réttum tíma. „Það eru
semsagt nærri því 60% krakka sem
ná ekki að klára fjórum árum eftir
að þau byrja í framhaldsskóla og það
getur ekki sagt okkur neitt annað en
að þetta form sem við erum búin að
búa til sé gallað“.
Hún telur að vandamál þessara
krakka hefjist oft strax í grunnskóla
og að tengslin milli barnsins og skól
ans séu jafnvel byrjuð að trosna strax
í sjö ára bekk. Þetta sé þó mjög mis
munandi því um sé að ræða afar
fjölbreytilegan hóp nemenda. Þetta
séu ekki aðeins krakkar sem eigi
erfitt með nám heldur líka bráðger
ir krakkar sem fái ekki örvun við hæfi
og leiðist því í skólanum.
„Stráknum mínum gekk til dæm
is alveg ágætlega í grunnskóla og var
með fínar einkunnir. Ýmsir af þeim
sem ég talaði við gekk vel í grunn
skóla en þurftu kannski ekki að leggja
tiltakanlega mikið á sig til að ná góð
um einkunnum og lærðu því ekki þau
vinnubrögð sem þarf að tileinka sér
til að ná árangri þegar þau eru komin
í þyngra nám í framhaldsskóla.“
Stúdentspróf ekki nauðsynlegt
fyrir alla
En hvaða áhrif hafði skólagangan á
sjálfmynd sonarins?
„Það er augljóst að það hlýt
ur að brjóta niður sjálfstraustið að
vera í tólf til fjórtán ár í kerfi sem
þú fúnkerar ekki í.“ Hún segir að
margir heltist úr lestinni og brotni
því smám saman niður í gegnum
skólagönguna. Skólakerfið sé að skila
slíkum einstaklingum hálfbrotnum
út í lífið.
Hún segir einnig ljóst að sú hug
mynd að allir eigi að ganga í gegn
um bóklegt nám til stúdentsprófs sé
gengin sér til húðar og vill auka fjöl
breytni þess náms sem í boði er á
framhaldsskólastigi.
„Við erum að sóa tíma krakk
anna okkar, kennaranna og kerfisins.
Hæfileikum þessara barna er sóað og
í stað þess að nýta kraftinn sem þau
eiga vonandi til erum við að búa til
frústreraða einstaklinga.“
Lóa veltir líka fyrir sér hvort
ástæða sé til að beina öllum í fram
haldsskóla. Sumir plumi sig ljóm
andi vel án þess að taka nokkurn tím
ann framhaldsskólapróf þó vissulega
sé meiri tilviljun hvort þau nái að
finna sína hillu án þess að vera með
eitthvert formlegt próf. Sjálf vildi Lóa
frekar að sonur hennar færi að vinna
en að eyða tímanum í hangs.
„Mér fannst fyrst og fremst ofsa
lega frústrerandi að horfa upp á son
minn sóa tíma sínum í hangs af því
að hann fann sig ekki í skólanum.
Það komu tímabil þar sem hann
var ekki að sinna námi og eiginlega
ekki í vinnu en var mjög fastur á því
að taka stúdentspróf vegna þeirr
ar kröfu samfélagsins að allir þurfi
slíkt. Satt best að segja vildi ég þá
heldur að hann færi bara að vinna.“
Hún telur mikilvægt að krakkar í
hans stöðu læri að vinna, mæta á
réttum tíma og axla þá ábyrgð sem
felst í því að vera úti á vinnumark
aðnum frekar en að hanga bara í
skólanum. Slíkt sé ekki góður undir
búningur fyrir lífið.
Foreldrar geta lítið gert
Lóa segir að þegar krakkar séu
komnir á framhaldsskólastig sé lítið
sem foreldrar geti gert.
„Þegar þú ert kominn með svona
stóra krakka, hálffullorðna einstakl
inga, þá er ekkert margt sem for
eldrar geta gert. Þú rassskellir ekki
hálffullorðinn einstakling og skipar
honum að setjast við skrifborðið og
lesa.“
Hennar reynsla sem foreldri
tossa hafi oft verið erfið því auðvit
að vilji allir foreldrar að barnið þeirra
plumi sig í lífinu. Það hafi sviðið að
horfa upp á stálpaðan ungling í hálf
gerðu aðgerðar og iðjuleysi. „Ég tala
nú ekki um þegar hann var loksins
hættur í skóla en fékk ekki vinnu,
þá var ég að bugast. Að horfa upp
á krakka í tölvunni eða að hangsa
daginn langan, það fannst mér alveg
bara óbærilegt.“
Hún segir Tuma hafa horft upp á
félaga sína fara á atvinnuleysisbæt
ur, búandi heima hjá foreldrum sín
um, og lifandi góðu lífi. „Auðvitað
fannst honum það pínu lokkandi.
En ég meinaði honum að sækja um
atvinnuleysisbætur,“ segir Lóa. Hún
hafi ekki viljað horfa upp á að hann
kæmist upp með að fá hlutina fyrir
hafnarlaust.
Myndi leggja niður algebru
Lóa telur skólakerfið þurfa á ýms
um breytingum að halda og að leggja
þurfi meiri áherslu á styrkleika hvers
og eins í stað þess að einblína á veik
leikana. Fyrst og fremst telur hún
nauðsynlegt að koma á framhalds
skóla með áherslu á skapandi grein
ar, svo sem leiklist, tónlist, dans,
kvikmyndagerð og myndlist. Telur
hún að slíkur skóli myndi henta vel
þeim krökkum sem hafa hæfileika á
þessum sviðum en eru kannski slak
ir í dönsku, stærðfræði, starfsetningu
eða öðrum kjarnagreinum.
„Það eru þröskuldar í kjarnagrein
um framhaldsskólanna, og reyndar
einnig í grunnskólunum, sem mörg
um reynist erfitt að komast yfir. Ef ég
fengi að ráða myndi ég til dæmis taka
algebru út sem skylduhluta í stærð
fræði. Ég þekki ekki ýkjamarga sem
þurfa að nota algebru í sínu starfi.“
Hún segir að ekki megi setja upp
múra sem koma í veg fyrir að krakkar
með hæfileika nái að njóta sín í kerf
inu vegna þess að þeir eru að flaska á
kjarnafögum sem allir verða að taka.
Kerfið skorti sveigjanleika sem hjálpi
krökkum í þessum aðstæðum. „Þetta
snýst ekkert um að dekstra krakkana
eða sleppa þeim létt í gegnum fram
haldsskóla. Við erum engu betur sett
með því að hrúga hópum af svona
krökkum á atvinnuleysisbætur eða
í láglaunavinnu. Það er samfélaginu
öllu til góðs að við hjálpum þessum
krökkum að komast til manns.“
Ástríðumanneskja
Lóa segist vera ástríðumanneskja í því
sem hún tekur sér fyrir hendur og sé
tilbúin að leggja ýmislegt á sig. „Ég gaf
til dæmis út skáldsögu fyrir nokkrum
árum sem tekur dálítið á þegar maður
gerir það meðfram vinnu.
Ég ákvað sem krakki að verða rit
höfundur af því að mér fannst það
það flottasta í heimi og af því að
mig langaði til að skrifa og svo ein
hvern tímann ákvað ég að ég gæti
það ekki og þá lá beinast við að fara
út í blaðamannesku. Þannig að ég fór
út í blaðamennsku af því að ég hafði
gaman af því að skrifa texta. Ég ætl
aði alltaf að fara þessa leið, ég villt
ist ekkert inn í þetta starf. Ég hef ör
ugglega verið svona 13–14 ára þegar
ég ákvað að ég ætlaði að verða blaða
maður.“
Kynntust á Bíóbarnum
Kolbrún á tvo syni og eina stjúp
dóttur. Eldri sonurinn, Tumi, er 22
ára og vinnur á leikskólanum Njáls
borg en sá yngri, Númi, er átta ára
„Ég var komin með nóg,“ segir Lóa Pind Aldísar-
dóttir um störf sín á Stöð 2. Blessunarlega fékk
hún tækifæri til að finna ástríðuna aftur í nýjum
þáttum um ungt fólk sem þrífst ekki í skólakerfinu.
Sonur hennar er einn þeirra sem flosnaði úr skóla og
því þekkir hún málefnið vel. Blaðamaður hitti Lóu á
heimili hennar í Skerjafirðinum og ræddi við hana um
þáttagerðina, uppvöxtinn, skólagöngu sonarins og
álagið sem fylgir fréttamannsstarfinu.
Viðtal
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is
„Þeir drógu
mig á asna-
eyrunum
„Ég var í
beinni út-
sendingu í 15
tíma á viku, 60
tíma í mánuði
Kúplar sig út með Candy Crush „Satt best að segja
eru tölvuleikir það helsta sem ég nota til að kúpla mig út úr
vinnunni. Ég er hætt að lesa áður en ég fer að sofa á kvöldin,
nú fer ég bara í tölvuleik í símanum,“ segir Lóa og hlær. Um
þessar mundir er það Candy Crush sem á hug hennar allan og
segist hún vart ráða við sig þegar hún er komin að hindrun í
þeim skemmtilega leik.