Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 9
Fréttir 9Helgarblað 7. júní–9. júní 2013 K ínverski olíurisinn CNOOC sem íslenska fyrirtækið Ey- kon hefur hafið samstarf með á sér vafasama for- tíð. Eykon og CNOOC hafa sóst eftir olíuvinnsluleyfi á Dreka- svæðinu. CNOOC er í eigu kín- verska ríkisins og sér fyrst og fremst um olíuleit og -vinnslu á hafsvæð- um umhverfis Kína. CNOOC hefur tengsl við heróínbarón og er sak- að um að hafa brotið mannréttindi bæði í Búrma og Kína. Árið 2004 hóf CNOOC sam- starf með singapúrska fyrirtækinu Golden Aaron um olíuleit í Búrma. Samstarfið var með svipuðu sniði og CNOOC og Eykon hafa haf- ið. Golden Aaron er í eigu Lo Hs- ing Han, eins stærsta framleið- anda heróíns í Asíu. Lo Hsing Han hefur verið kallaður afi heróínsins og er einn helsti stuðningsmaður herforingjastjórnarinnar í Búrma. Han hóf feril sinn í eiturlyfjafram- leiðslu snemma á áttunda áratugn- um. Á tíunda áratugnum fór hann þó að færa út kvíarnar en fyrirtæk- ið Golden Aaron er afrakstur þess. CNOOC reyndi að hylja samstarf sitt við Golden Aaron en fjármálaráðu- neyti Bandaríkjanna kom upp um samstarfið árið 2008. Bandaríkin eru með viðskiptabann við Búrma. Ofsækja Falun Gong CNOOC er auk þess þekkt fyrir brot á mannréttindum starfs- manna sinna. CNOOC hefur sér- staklega haft horn í síðu iðkenda Falun Gong. Fyrirtækið er sak- að um að borga þeim sem fyrir- tækið grunar um að iðka Falun Gong töluvert lægri laun en öðr- um verkamönnum. Wang Junxiao, fyrrverandi verkfræðingur hjá CNOOC, heldur því fram að hon- um og fjölskyldu hans hafi ver- ið rænt árið 2004 af öryggisvörð- um CNOOC. Junxiao var sakaður um að hafa sett upplýsingar um Falun Gong á veraldarvefinn og var í kjölfarið afhentur kínversk- um stjórnvöldum og dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar. Tals- menn Falun Gong halda því fram að fyrirtækið hafi misþyrmt þús- undum starfsmanna á svipaðan máta. Fyrirtækið er sakað um að plata starfsmenn sem grunaðir eru um að stunda Falun Gong í við- skiptaferðum en við komu er þeim rænt og þeir heilaþvegnir. Þeir sem afneita ekki trúarbrögðunum eftir það, eru sendir í vinnubúðir. Brjóta á starfsmönnum CNOOC hefur auk þess verið sak- að um að brjóta á starfsmönnum sínum í Búrma. Öryggissveitir fyr- irtækisins er sagðar hafa ráðist á verkamenn meðan þeir voru í verkfalli árið 2007. Verkamennirn- ir fóru í verkfall vegna meðferðar fyrirtækisins á þeim. Í kjölfar verk- fallsins voru fjölmargir verkamenn handteknir af yfirvöldum í Búrma. Óháðu samtökin Arakan Oil Watch segja í skýrslu um framferði fyrir- tækisins í Búrma að það hafi skil- ið eftir slóð umhverfismengunar og mannréttindabrota. Einungis þriðjungur íbúa sem hafa þurft að flytja vegna umsvifa CNOOC hafa fengið greitt fyrir það samkvæmt skýrslu Arakan Oil Watch. n hjalmar@dv.is Eykon í samstarf með vafasömum olíurisa n CNOOC með tengsli við heróínbarón og er sakað um að hafa ítrekað brotið mannréttindi Kínverskt ríkis- fyrirtæki Hefur rænt starfsmönnum og heilaþvegið þá. Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.