Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2013, Blaðsíða 9
Fréttir 9Helgarblað 7. júní–9. júní 2013
K
ínverski olíurisinn CNOOC
sem íslenska fyrirtækið Ey-
kon hefur hafið samstarf
með á sér vafasama for-
tíð. Eykon og CNOOC hafa
sóst eftir olíuvinnsluleyfi á Dreka-
svæðinu. CNOOC er í eigu kín-
verska ríkisins og sér fyrst og fremst
um olíuleit og -vinnslu á hafsvæð-
um umhverfis Kína. CNOOC hefur
tengsl við heróínbarón og er sak-
að um að hafa brotið mannréttindi
bæði í Búrma og Kína.
Árið 2004 hóf CNOOC sam-
starf með singapúrska fyrirtækinu
Golden Aaron um olíuleit í Búrma.
Samstarfið var með svipuðu sniði
og CNOOC og Eykon hafa haf-
ið. Golden Aaron er í eigu Lo Hs-
ing Han, eins stærsta framleið-
anda heróíns í Asíu. Lo Hsing Han
hefur verið kallaður afi heróínsins
og er einn helsti stuðningsmaður
herforingjastjórnarinnar í Búrma.
Han hóf feril sinn í eiturlyfjafram-
leiðslu snemma á áttunda áratugn-
um. Á tíunda áratugnum fór hann
þó að færa út kvíarnar en fyrirtæk-
ið Golden Aaron er afrakstur þess.
CNOOC reyndi að hylja samstarf sitt
við Golden Aaron en fjármálaráðu-
neyti Bandaríkjanna kom upp um
samstarfið árið 2008. Bandaríkin eru
með viðskiptabann við Búrma.
Ofsækja Falun Gong
CNOOC er auk þess þekkt fyrir
brot á mannréttindum starfs-
manna sinna. CNOOC hefur sér-
staklega haft horn í síðu iðkenda
Falun Gong. Fyrirtækið er sak-
að um að borga þeim sem fyrir-
tækið grunar um að iðka Falun
Gong töluvert lægri laun en öðr-
um verkamönnum. Wang Junxiao,
fyrrverandi verkfræðingur hjá
CNOOC, heldur því fram að hon-
um og fjölskyldu hans hafi ver-
ið rænt árið 2004 af öryggisvörð-
um CNOOC. Junxiao var sakaður
um að hafa sett upplýsingar um
Falun Gong á veraldarvefinn og
var í kjölfarið afhentur kínversk-
um stjórnvöldum og dæmdur til
fjögurra ára fangelsisvistar. Tals-
menn Falun Gong halda því fram
að fyrirtækið hafi misþyrmt þús-
undum starfsmanna á svipaðan
máta. Fyrirtækið er sakað um að
plata starfsmenn sem grunaðir eru
um að stunda Falun Gong í við-
skiptaferðum en við komu er þeim
rænt og þeir heilaþvegnir. Þeir sem
afneita ekki trúarbrögðunum eftir
það, eru sendir í vinnubúðir.
Brjóta á starfsmönnum
CNOOC hefur auk þess verið sak-
að um að brjóta á starfsmönnum
sínum í Búrma. Öryggissveitir fyr-
irtækisins er sagðar hafa ráðist
á verkamenn meðan þeir voru í
verkfalli árið 2007. Verkamennirn-
ir fóru í verkfall vegna meðferðar
fyrirtækisins á þeim. Í kjölfar verk-
fallsins voru fjölmargir verkamenn
handteknir af yfirvöldum í Búrma.
Óháðu samtökin Arakan Oil Watch
segja í skýrslu um framferði fyrir-
tækisins í Búrma að það hafi skil-
ið eftir slóð umhverfismengunar
og mannréttindabrota. Einungis
þriðjungur íbúa sem hafa þurft að
flytja vegna umsvifa CNOOC hafa
fengið greitt fyrir það samkvæmt
skýrslu Arakan Oil Watch. n
hjalmar@dv.is
Eykon í samstarf með
vafasömum olíurisa
n CNOOC með tengsli við heróínbarón og er sakað um að hafa ítrekað brotið mannréttindi
Kínverskt ríkis-
fyrirtæki Hefur
rænt starfsmönnum
og heilaþvegið þá.
Hjálmar Friðriksson
blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is