Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 10.–13. janúar 20144 Fréttir BRIDS SKÓLINN Viltu læra að spila brids? Námskeið fyrir byrjendur hefst 20. jan. Átta mánudagskvöld frá 8-11 í Síðumúla 37. Á byrjendanámskeiði er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu. Þú getur komið ein eða einn, með öðrum eða í hóp og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða þar á milli. Námskeið í framhaldsflokki hefst 22. jan. Átta miðvikudagskvöld. ♦ Nánari upplýsingar og innritun í síma 898-5427. ♦ Sjá ennfremur á bridge.is (undir „fræðsla“). ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ P ersónuvernd hefur úrskurðað að uppflettingar Barnavernd- ar Reykjavíkur á upplýsingun- um um tiltekinn einstakling í skrám Creditinfo, sé óheim- il og samrýmist ekki ákvæðum laga um persónuvernd. Haft var samband við persónuvernd vegna máls þar sem Barnaverndarnefnd Reykjavíkur not- aði skrár Creditinfo, Lánstrausts hf., til að kanna fjárhagsstöðu og lánstrausts einstaklings í barnaverndarmáli sem var rekið fyrir dómi. Könnuð var van- skilaskrá einstaklingsins, en barna- verndarnefnd taldi sig hafa rúmar heimildir til að safna upplýsingum sem gætu varðað barnaverndarmál. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að leita þurfti ítrekað eftir upplýs- ingunum um það hvaða lagaheimild- ir barnaverndarnefnd teldi sig hafa til þess að kanna slíkt. Þá vildi Persónu- vernd einnig fá upplýsingar um það hvers vegna barnaverndarnefndin sendi nöfn og kennitölur skjól- stæðinga sinna frá sér í bréfasam- skiptum sínum við Persónuvernd. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hef- ur áskriftarsamning við fyrirtækið Creditinfo. Upplýsingarnar sem nefndin fékk úr gagnagrunninum átti að nota til að hrekja staðhæfingar sem komu fram í gögnum dómsmálsins um fjárhags- stöðu viðkomandi. Nefndin taldi að þetta hefði verið málefnalegt enda til þess gert að vernda börn. Upplýs- ingarnar, útprentun úr vanskilaskrá, hafi einvörðungu verið lagðar fram í dómsmálinu. Barnaverndarnefnd fékk frest 9. janúar til þess að eyða gögnum um fjármál viðkomandi og á að senda Persónuvernd staðfestingu á því að það hafi verið gert. Þá þarf nefndin einnig að senda Persónuvernd skrif- lega lýsingu á því hvernig tryggt verði að uppflettingar í skránni af hálfu hennar muni framvegis samrýmast lögum. n astasigrun@dv.is Mega ekki fletta upp Barnaverndarnefnd notaði upplýsingar um fjármál í dómsmáli Mynd RóbeRt Reynisson Hækkanir „glapræði“ „Við erum með þessa samninga fyrir framan okkur sem bíða nú staðfestingar og það væri algjört glapræði hjá einstaka aðilum hverjir sem það væru að fórna þeim tækifærum til þess að auka stöðugleikann í landinu því það er það sem hefur verið kallað eftir í svo mörg ár,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við RÚV. Hann gagnrýnir verðhækkan- ir framleiðenda og birgja og lofar að færa sumar gjaldskrárhækk- anir til baka ef kjarasamningar verða undirritaðir. Nokkrir birgj- ar og framleiðendur hafa hækkað verð sín um allt að níu prósent- um þrátt fyrir að forsendur ný- gerðra kjarasamninga séu þær að verðhækkunum verði stillt í hóf. Hafa allnokkur verkalýðsfélög fordæmt hækkanirnar og segir til að mynda Drífandi í Vestmanna- eyjum að verið sé að gera grín að launþegum. Ölvaður með haglabyssu Héraðsdómur Norðurlands hef- ur dæmt 25 ára karlmann sekan um að stela haglabyssu þann 28. ágúst síðastliðinn. Maðurinn á nokkurn brotaferil að baki en hann stal byssunni úr svefnher- bergi húss í Húsavík. Sömu nótt og hann stal byss- unni gekk hann ölvaður um bæ- inn með haglabyssuna og faldi hana síðan undir sólpalli við hús og lagði lögreglan hald á vopnið þar. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Honum er gert að greiða verjanda sínum 125.500 krónur í málskostnað en er ekki gerð refsing. Stjórnendur á vergangi Skrifstofustjórar án skrifstofu með 700 þúsund krónur í laun á mánuði Þ egar ráðuneyti voru sam- einuð á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun um það innan veggja hins nýstofn- aða atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytis að svipta skrif- stofustjóra ekki þeirri stöðu þrátt fyrir að skrifstofum fækkaði í hinu nýja ráðuneyti. Fyrir vikið starfa fjórir skrifstofustjórar í ráðuneytinu án þess að sinna starfi skrifstofu- stjóra. Síðan þessar breytingar voru gerðar hafa minnst tveir skrifstofu- stjórar verið ráðnir inn. Sama virðist vera uppi á teningnum í velferð- arráðuneyti sem líkt og atvinnu- vega- og nýsköp- unarráðuneyti varð til á síðasta kjörtímabili eftir samein- ingu annarra ráðuneyta. Þar starfa níu skrifstofu- stjórar sam- kvæmt starfs- mannayfirliti en aðeins sex skrifstofur eru í ráðuneytinu. Á einni skrifstofunni starfa þrír skrifstofustjórar og á annarri tveir. Segja má að þessir stjórnendur, sem engu stýra, séu á vergangi. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa ráðuneytisins og ekki var búið að svara skriflegri fyrirspurn um mis- muninn þegar þetta var skrifað. Áttu að verða sérfræðingar Laun skrifstofustjóranna lækkuðu við breytingarnar en þó ekki jafn mikið og ef þeir hefðu misst titilinn. Sérstakur launaflokkur er hjá kjara- ráði fyrir skrifstofustjóra í ráðuneyt- unum sem heyra undir annan skrif- stofustjóra eða stýra ekki skrifstofu en laun þeirra eru 691.818 krón- ur á mánuði. Þessir skrif- stofustjórar hafa ekki mannaforráð. Ekki liggur fyrir hversu mikið umrædd- ir einstaklingar hefðu lækkað í launum hefðu þeir verið svipt- ir skrifstofu- stjóratitlinum. Tilgangur með sameiningu ráðuneytanna var meðal annars sparnaður. Gert var ráð fyrir að launakostnaður myndi lækka tals- vert en ekki átti að fækka starfsfólki – öllum átti að standa til boða að vinna í hinum nýsameinuðu ráðuneytum – held- ur fækka í yfirstjórnum ráðuneyt- anna. Fækka átti skrifstofustjórum um 21 en bjóða þeim ný störf sem sérfræðingar. Ætlað var að sparnað- urinn með þessum breytingum, fækkun ráðuneytisstjóra um þrjá, fækkun skrifstofustjóra um 21 og fækkun ráðherra og aðstoðarmanna þeirra um þrjá, yrði 140 milljónir á ári. Ekki liggur fyrir hver sparnaður- inn raunverulega er. nítján skrifstofur í þremur ráðuneytum Sameining ráðuneytanna náði til sex mismunandi ráðuneyta sem sameinuðust í þrjú. Þriðja ráðu- neytið sem varð til í sameiningun- um, innanríkisráðuneytið, hefur jafn marga skrifstofustjóra og skrif- stofurnar eru margar. Einn skrif- stofustjóri starfar svo aukalega vegna verkefnisins upplýsingasam- félagið. Samkvæmt þessu ættu skrif- stofustjórarnir að vera tuttugu tals- ins í nítján mismunandi skrifstofum auk upplýsingasamfélagsins. Raun- in er hins vegar að skrifstofu- stjórarnir eru 27 talsins í ráðuneyt- unum þremur þó að skrifstofurnar séu ennþá aðeins nítján auk upplýs- ingasamfélagsins. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Mikill fjöldi Fimm skrifstofustjórar heyra beint undir Sigurð Inga Jóhansson sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra en aðeins þrjár skrifstofur. Til viðbótar starfa svo tveir skrifstofustjórar á sameiginlegum skrifstofum hans og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra. enn með titil Skrifstofustjórarnir misstu ekki titilinn þrátt fyrir að missa skrifstofu til að hafa umsjón með þegar breytingar voru gerðar á stjórnarráðinu og ráðuneyti sam- einuð. Mynd sigtRygguR A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.