Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 54
54 Lífsstíll Helgarblað 10.–13. janúar 2014 Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Pistill Hinn fullkomni matur Samloka er hinn fullkomni matur. Hún getur verið ná- kvæmlega það sem þú vilt að hún sé; einföld og fljótlega eða vegleg og full af ástríðu. Íslendingar hafa þó lengst af hundsað þessa matargerðarlist, smellt tveimur franskbrauð- sneiðum með osti og skinku á milli í misvönduð samloku- grill og látið gott heita. Sem betur fer er þetta að breytast hægt og rólega. Á undanförn- um mánuðum höfum við séð nokkra veitingastaði skjóta upp kollinum sem bjóða upp á vandaðar og góðar samlokur. Þá ber helst að nefna Coocoo’s Nest á Granda í Reykjavík og líka Joe and the Juice, Lemon og Bergsson delí og djús. Hægt er að rekja sögu samlokunnar aftur til átjándu aldar þó að brauð með áleggi og vefjur eigi sér lengri sögu. Samlokan náði fyrst almennri hylli í hinum vestræna heimi en hefur með árunum fikrað sig áfram og unnið sér sess í matar- menningu heimsbyggðarinnar allrar. Enn eru þó til staðir þar sem samloka er ekki algeng- ur matur. Á þessum tíma höf- um við lært eitt og annað um hvernig góð samloka er búin til. Meðal þess sem við höfum lært, og hefur nú verið sýnt fram á með aðstoð stærðfræðinnar, er að beikon gerir samloku betri. Bandaríska tímaritið Wired athugaði allar uppskriftir á vef- síðunni Food Network (samtals 49.733 uppskriftir) og allar um- sagnir um uppskriftir á síðunni (samtals 906.539). Niðurstaðan var sú að beikon gerir samlokur – og flestan annan mat – betri. En hvernig gerir maður góða beikonsamloku? Brauðið er auðvitað mikilvægt og mæli ég sérstaklega með súrdeigs- brauði. Bæði er hægt að smyrja aðra hliðina á hvorri brauð- sneið með alvöru smjöri og skella því á heita pönnu (smurðu hliðina niður) eða skella sneiðum á grind og inn í ofn í smá tíma. Á meðan eru þrjár til fjórar beikonsneið- ar látnar stikna á pönnunni og síðan ostsneiðum, til dæmis maríbóosti, skellt ofan á og lát- inn bráðna. Beikoninu og ostin- um er svo skellt á aðra brauð- sneiðina, ferskt lambhaga salat sett ofan á það. Þessu er svo lokað með hinni brauð- sneiðinni sem þó skal smyrja með góðu sinnepi (alls ekki pylsusinnepi). Þetta er hinn besti matur og enginn þarf að skammast sín fyrir að borða þetta, sama hvort það sé hádegi eða kvöld. n Beikon gerir samlokuna betri Gerir allt betra Wired hefur sýnt fram á með aðstoð stærðfræðinnar að beikon gerir samlokur betri. Mynd BAcons of the World „ Íslendingar hafa þó lengst af hundsað þessa matargerðarlist. Hvernig verður kíví til? n 23 staðreyndir um ávexti og grænmeti V issir þú að ananas vex á lítilli plöntu rétt við jörðina? Og að spergill vex beint upp úr mold- inni? En að kakóbaunir vaxa inn í ljósum baunabelgjum og kíví vex á vínvið og er tínt eins og vínber? Á vefmiðlinum buzzfeed.com er listi yfir uppruna grænmetis og ávaxta þar sem margt kem- ur á óvart. Eflaust veistu eitthvað af þessu en það er alltaf hægt að bæta við sig smá visku, þótt til- gangslaus sé. n 1 Rósakál er í rauninni litlir hnúðar sem vex á stórum stilkum. 2 Ananas vex á lágri plöntu við jörðina. 3 Kasjúhneta er þetta litla brúna sem hangir á endanum á þessum ávexti. 4 Þistilhjörtu eru í rauninni ytra lag krónublaðs blóms. 5 Granatepli vaxa á trjám. 6 Spergill vext beint upp úr moldinni. 7 Kíví vex á vínvið og er tínt eins og vínber. 8 Graslaukurinn ber falleg fjólublá blóm. 9 Döðluplóma vex á stóru tré. 10 Kakóbaunir fyrir súkkulaði vaxa inn í ljósum baunabelgjum. 11 Seljurót er stór blóm- og lauf- skrýdd jurt. 12 Sykurrófa er rót sem vex ofan í jörðinni með litlum laufskrýddum toppi. 13 Saffran er inni í blómi ákveðinna tegunda dverglilja, lítið og appelsínugult. 16 Negulnaglar eru þurrkaðir blóm-hnappar negultrésins. 20 Spergilkál er einnig lokaður blómknappur. 21 Svartur pipar er búinn til úr þurrk- uðum piparávöxtum sem vaxa á vínvið. 22 Avókadóávöxtinn fáum við af háu tré. 23 Ólífur vaxa á greinum kræklóttra trjáa. 14 Bananar vaxa ekki á trjám heldur í hávöxnum jurtum í kringum langt blóm. 15 Jarðhnetur hanga á rótum þessarar plöntu ofan í jarðveginum. 17 Kantalópur vaxa í jörðinni eins og grasker. 18 Kapers eru lokaðir knappar á fallegu blómi. 19 Trönuber vaxa á lágum runna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.