Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 23
Helgarblað 10.–13. janúar 2014 Fréttir 23 Bestu grunnskólar landsins n Samanburður á frammistöðu grunnskóla landsins n Flestir bestu skólanna á Suðvesturlandi B estu grunnskólar lands- ins eru í nágrenni Reykja- víkur og í borginni sjálfri, samkvæmt niðurstöðum samræmdra könnunar- prófa síðasta árs. Nokkur munur er á meðaleinkunnum grunnskóla landsins á milli landshluta, en á þéttbýlli svæðum eru þær hærri en þar sem færri búa. DV hefur tekið saman yfirlit yfir gengi skólanna á samræmdu prófum og hér eru þeir skólar sýndir sem fengu hæstu eða lægstu meðaleinkunnir á síðasta ári. Hafa þarf í huga að munur er á mætingu nemenda á milli skóla og því þarf að taka niðurstöðunum með fyrirvara, samkvæmt skýrslu Námsmatsstofnunar. Einkunn- ir eru gefnar á bilinu 0–60, svokall- aðar grunnskólaeinkunnir, og eru normal dreifðar. Grunnskólarnir þurftu að hafa að lágmarki 20 nem- endur sem tóku prófin til að uppfylla skilyrði DV, en með því fæst jafnari samanburður. Því er hluti skóla, sér- staklega á landsbyggðinni, sem ekki er með í samanburðinum. Þá er ekki verið að útnefna skólana sem þá bestu eða verstu vegna inn- viða þeirra, skólastarfsins sjálfs eða annars. Aðeins er miðað við meðal- einkunnir á sam- ræmdu prófum síðasta árs. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Norðurland eystra Meðaltal: 28,8 Íslenska 4. bekkur Bestur Öxarfjarðarskóli, 32,4 Verstur Naustaskóli, 24,6 7. bekkur Bestur Giljaskóli, 32,9 Verstur Oddeyrarskóli, 23,2 10. bekkur Bestur Dalvíkurskóli, 30,4 Verstur Oddeyrarskóli, 24,9 Stærðfræði 4. bekkur Bestur Brekkuskóli, 30,9 Verstur Naustaskóli, 23,9 7. bekkur Bestur Borgarhólsskóli, 33,2 Verstur Lundarskóli, 25,1 10. bekkur Bestur Brekkuskóli, 31,1 Verstur Glerárskóli, 26,5 Skólar frá Akureyri eru allsráðandi á Norðurlandi eystra enda margir nemendur þar. Þó eru þrír skólar frá öðrum svæðum þeir bestu, einu sinni hver. Öxarfjarðarskóli, Dalvíkur- skóli og Borgarhólsskóli eiga allir hæstu meðaleinkunn, þeir fyrrnefndu tveir í íslensku en sá síðastnefndi í stærðfræði. Naustaskóli og Oddeyrarskóli voru í báðir með lægstu meðaleinkunn tvisvar sinnum. „Fyrst og fremst er það stöðugt og gott starfsfólk. Hér ríkir góður andi og við höfum tekið vel á agamálum. – Jón H. Sigurmundsson aðstoðarskólastjóri í Þorlákshöfn Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá besti á Suðurlandi, með hæstu meðaleinkunn fjórum sinnum. Nágrannar þeirra í Hveragerði voru tvisvar með hæstu meðaleinkunn og einu sinni með þá lægstu. Vallaskóli var með lélegustu meðal- einkunn í tvígang en Grunnskóli Vestmannaeyja er sá versti á Suðurlandi, miðað við þennan mælikvarða, en hann var þrisvar sinnum með lélegustu meðaleinkunn. Aðstoðarskólastjóri grunnskólans í Þorlákshöfn segir að margar ástæður liggi að baki góðum árangri. „Fyrst og fremst er það stöðugt og gott starfsfólk. Hér ríkir góður andi og við höfum tek- ið vel á agamálum. Þessi fjöldi nemenda sem við höfum er mjög góður og auðvelt hafa yfirsýn yfir hópnum,“ sagði Jón H. Sigurmundsson. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs í Vestmannaeyjum, Jón Pétursson, segist hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála þar í bæ. „Í gegnum árin hafa niðurstöður ekki verið nógu góðar, sérstaklega í 10. bekk og frammistaðan virðist fara niður á við eftir því sem nemendur eldast. Það þurfa allir að skoða sín mál vel og við höfum reynt að finna þá þætti sem hafa áhrif á þetta. Hér fer meira fjármagn í skólana en í mörgum sveitarfélögum, svo það er ekki vandamál og hvað þá aðstaða. Þessum börnum reiðir ekki illa af þegar þau fara í framhaldsnám, en við erum alls ekki sátt við að koma svona illa út. Það endurspeglar ekki, að okkar mati, þá getu sem krakkarnir hafa.“ Austurland Meðaltal: 28,1 Íslenska 4. bekkur Bestur Nesskóli, 32,6 Verstur Egilsstaðaskóli 28,1 7. bekkur Bestur Egilsstaðaskóli, 30,8 Verstur Grunnskóli Hornafjarðar, 27,6 10. bekkur Bestur Egilsstaðaskóli, 35,1 Verstur Grunnskóli Hornafjarðar, 23,6 Stærðfræði 4. bekkur Bestur Nesskóli, 31,2 Verstur Egilsstaðaskóli, 26,5 7. bekkur Bestur Egilsstaðaskóli, 27,8 Verstur Grunnskóli Hornafjarðar, 26,3 10. bekkur Bestur Egilsstaðaskóli, 32,6 Verstur Grunnskóli Hornafjarðar, 25,2 Egilsstaðaskóli er sá sem oftast hefur hæstu meðaleinkunn á Austurlandi, alls fjórum sinnum en þó er hann einnig með þá lægstu í tvígang. Nesskóli kemur næstur á eftir og er með bestu meðaleinkunn tvisvar. Grunnskóli Hornafjarðar rekur lestina, en hann var með lægstu meðaleinkunn fjórum sinnum. „Í Egilsstaðaskóla er vel haldið utan um öll mál. Góður árangur næst ekki bara með góðum íslensku- eða stærðfræðikennurum, að mínu mati. Það er heildarbragur á skólastarfi sem kemur hér fram, og góð skólamenning,“ segir Helga Guðmundsdóttir, starfsmaður fræðslunefndar í Fljótsdalshéraði. Á Hornafirði hefur slæmur árangur grunnskólans verið ræddur. „Enginn er ánægður með þessa niðurstöðu og þetta er ekki það sem við viljum sjá. Unnið er að áætlun til að bregðast við þessu, meðal annars er verið að taka út sérstaklega þætti sem tengjast lestri. Kannanir hjá okkur hafa sýnt að börnin lesa sér ekki til gamans og þannig verður færni þeirra í læsi auðvitað ekki nógu góð, eins og sést,“ segir fræðslustjóri sveitarfé- lagsins, Ragnhildur Jónsdóttir. „Enginn er ánægður með þessa niðurstöðu og þetta er ekki það sem við viljum sjá. – Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri á Hornafirði „Þessum börnum reiðir ekki illa af þegar þau fara í framhaldsnám, en við erum alls ekki sátt við að koma svona illa út. – Jón Pétursson Framkv.stj. fjölskyldu- og fræðslusviðs í Vestmannaeyjum Grunnskólinn í ÞorlákshöfnGrunnskóli Vestmannaeyja Öldutúnsskóli BesturVerstur Brekkuskóli Oddeyrarskóli VersturBestur Bestur Egilsstaðaskóli Grunnskóli Hornafjarðar Verstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.