Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 10.–13. janúar 201442 Skrýtið Sakamál Þ etta er búin að vera slæm vika, hugsaði Rita Maccar­ elli þar sem hún hoss­ aði ömmusyni sínum, Claudio, á hnjánum. Dóttir Ritu, Claudia, hafði verið lögð inn á sjúkrahús vegna lystar­ stols og barnsfaðir Claudiu, Pat­ rizio Francechelli, mældi götur Rómar í manndrápsskapi. Patrizio og Claudia voru skilin skiptum og fór því fjarri að hann væri sáttur við það. Hann hafði þegar þarna var komið sögu sagt við Claudiu: „Ef þú kemur ekki aftur til mín, drep ég drenginn!“ Hvað Ritu áhrærði lék lítill vafi á að Patrizio myndi standa við hótun sína, en að morgni þessa dags, 4. febrúar, 2012, þurfti hún að sinna ýmsu og var kominn tími til að gefa eins og hálfsárs dóttur­ syninum morgunverð. Claudio, enn á náttfötunum faðmaði ömmu sína að sér – úti var kalt og nýfall­ inn snjór þakti götur Rómar. Slegist í morgunsárið Áður en Rita komst til að gefa gutt­ anum morgunverð var bankað á hurðina. Hikandi stóð Rita upp: „Hver er þar?“ En hún fékk ekkert svar og nokkrum andartökum síðar var bankað aftur. Rita tók Claudio í fangið, gekk til dyra og endurtók spurninguna. Enn fékk hún ekkert svar og í forundran opnaði hún dyrnar, bara örlitla rifu, og gægðist fram. Það voru skelfileg mistök. Inn ruddist Patrizio og reyndi samstundis að rífa Claudio úr fangi Ritu. Þrátt fyrir að Ritu væri veru­ lega brugðið náði hún fljótt áttum og gerði hetjulega tilraun til að verj­ ast Patrizio. En við ofurefli var að etja og fyrr en varði náði Patrizio Claudio og hvarf á brott. Upp stigaganginn gat Rita heyrt sáran grát Claudios og örvæntingar­ full hróp hennar sjálfrar urðu til þess að nágranna bar að, rétt nógu tímanlega til að sjá Patrizio hverfa niður götuna með litla drenginn, íklæddan náttfötum, í fanginu. Áður en hann hvarf úr augsýn sá fólkið að hann fleygði drengn­ um í snævi þakta götuna. Einhver hringdi á lögregluna og sjúkrabíl, enda hafði Rita úlnliðsbrotnað í átökunum við Patrizio. Nagandi óvissa Innan klukkustundar sá lögreglan til Patrizios þar sem hann ráfaði við ána Tíber, aleinn og virtist sem hann hefði ekki nokkrar áhyggjur. Hann var færður á lögreglustöð og spurður hvað hann hefði gert við son sinn. í fyrstu var fátt um svör en að lokum frussaði hann út úr sér svari sem gerði lögregluna agn­ dofa: „Ég kastaði honum í Tíber, af Mazzini­brúnni.“ Ef sú var raunin var ólíklegt að Claudio fyndist á lífi, áin ísköld og straumhörð. Með hraði voru kall­ aðir til kafarar, en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði; hvorki fannst tangur né tetur af Claudio litla. Síðan liðu dagar, vikur og mánuðir og ekkert spurðist til Claudio og var lögregluna far­ ið að gruna að Patrizio hefði log­ ið og héldi litla drengnum ein­ hvers staðar. Á hverjum degi fóru Rita og Claudia að Mazzini­brúnni og köstuðu blómum í Tíber en óvissan nagaði þær og þær reyndu hvað þær gátu að halda í von um að drengurinn væri á lífi. Lítill drengur í náttfötum Hinn 29. mars, um tveimur mánuðum eftir að Patrizio réðst inn til Ritu, voru tveir fiskimenn á Tíber að ganga frá eftir daginn. Ráku þeir þá augun í torkenni­ legan hlut, flæktan í sef, og gátu ekki með góðu móti gert sér grein fyrir um hvað var að ræða. Að lok­ um gátu þeir þó greint litla hönd, illa farna vegna rotnunar, sem stóð út úr ermi skærlitaðra náttfata. Fundurinn kom íbúum Rómar í opna skjöldu og þúsundir heiðr­ uðu minningu Claudios. Við Mazzini­brúna voru skildir eftir leikfangabangsar og blóm og kerti voru tendruð. Patrizio reyndi síðar að bera við geðveiki en Rita fór ekki í launkofa með skoðun sína á honum: „Hann öðlaðist fjölskyldu hjá okkur. Hann launaði það með því að ganga ítrekað í skrokk á dóttur minni. Nú kveðst hann vera veikur á geði. Hann er það ekki. Hann er bara of­ beldisfullur tuddi.“ Í október 2013 fékk Patrizio 30 ára dóm fyrir ódæðið. n „Ofbeldisfullur tuddi“ n Reif son sinn úr örmum ömmunnar n Bar síðar við geðveiki„Ég kastaði honum í Tíber, af Mazzini- brúnni. Sonur og faðir Claudio hlaut grimmileg örlög af hendi föður síns. Kanadamaður vaknaði með skoskan hreim Missti meðvitund eftir að hafa fallið af hestbaki K anadamaðurinn Sharon Campell­Rayment er ekki par sátt við talanda sinn í dag. Nýverið missti hún meðvit­ und eftir að hafa fallið af hestbaki og hlotið þungt höfuðhögg. Þegar hún vaknaði úr dái talaði hún ekki lengur með kanadískum hreim, heldur skoskum. Þetta gerðist þrátt fyrir að þessi fimmtíu ára gamla kona frá Ontario hefði aldrei komið til Skotlands. „Læknarnir sögðu mér að annað­ hvort verði ég með þennan hreim til æviloka eða hann hverfi á einni nóttu. Ég held að ég muni ekki losna við hann á næstunni,“ segir Campell­Rayment sem situr nú við skriftir á bók sem mun fjalla um þessa erfiðleika hennar. „Ég hefði geta vaknað með hvaða hreim sem er, franskan, spænskan, jafnvel klingónskan, en ég endaði með skoskan. Þetta er klár­ lega táknrænt. Ég trúi því að þetta séu skilaboð til mín um hvernig hlutirnir eiga að vera.“ Það eru um sextíu þekkt dæmi af fólki sem þjáist af hreimheilkenninu svokall­ aða. Fyrsta þekkta dæmið af hreimheilkenninu á ræt­ ur sínar að rekja til síðari heimsstyrjaldarinnar þegar norsk kona fékk sprengju­ brot í höfuðið í loftárás með þeim afleiðingum að hún hlaut heilaskaða. Í kjölfarið mælti hún með hnausþykkum þýskum hreim sem varð til þess að henni var út­ hýst úr samfélaginu árið 1941 enda Þjóðverjar ekki vinsælir á þeim tíma. Eitt þekktasta dæmið er eflaust Sarah Colwill frá Plymouth í Bandaríkjunum sem vaknaði upp einn morguninn eftir alvar­ legt mígreniskast og talaði með kínverskum hreim. „Tal er eitt af því flóknasta sem við gerum og við notum margar heilastöðvar þegar við tölum. Ef ein af þeim verður fyrir skaða getur það haft áhrif á tímasetningu, hljóm og spennu,“ segir talmeinafræðingurinn Karen Croot við CNN um málið í fyrra. n Með skoskan hreim Sharon Campell-Rayment er frá Kanada en talar með skoskum hreim í dag eftir að hafa fallið af hestbaki. Dauðar leðurblökur valda usla Yfir 100 þúsund leðurblökur hafa fallið dauðar af himnum ofan í hitabylgjunni sem ríður yfir Queensland í Ástralíu, en þetta kom fram á vef ABC í vik­ unni. Dauðu blökurnar liggja á víð og dreif í skóglendi og eru étnar af ýmsum dýrum. Lyktin af dauðu leðurblökunum hefur valdið vandræðum í nágrenninu, en þær þykja afar illa lyktandi. Læknir á heilsugæslu í Queensland sagði í viðtali við ABC að fólk ætti að forðast að snerta leðurblökurnar og undirstrikaði mikilvægi þess að fjarlægja hræin eins fljótt og kostur væri. Nær vel til eiturslöngu Charlie Parker, þriggja ára ástr­ alskur drengur, eignaðist nýjan vin um hátíðarnar og það engan venjulegan vin. Um er að ræða fjögurra metra langa eiturslöngu sem Charlie hefur nefnt Barnið. Charlie Parker er mikill dýravin­ ur og nýtur þess að umgangast dýr, en faðir hans á dýragarðinn Ballart Wildlife Park í Ástralíu. Faðir Charlie segir son sinn ná til Barnsins með náttúrulegum að­ ferðum – hann sé einlægur í eðli sínu og skilji dýrin. Auk þess að leika við Barnið gefur þessi litli ævintýramaður krókódílunum að éta. Tónlist í mannskúlu Fyrirtækið AudioOrb hefur í sam­ vinnu við fyrirtækin ST og Pjadad komið á markað risavaxinni kúlu fyrir fólk sem vill hafa það náðugt og hlusta á tónlist á sama tíma. Kúlan er einangruð og 18 há­ tölurum með mögnuðum hljóm hefur verið komið fyrir. Púðarnir fyrir þann sem hreiðrar um sig í kúlunni eru gerðir til þess að að­ lagast líkamanum. Mannskúlan kostar hátt í tvær milljónir íslenskra króna og er aðeins til í tveimur eintökum. AudioOrb hefur hug á að fram­ leiða fleiri kúlur og vill hefjast handa við gerð þeirra í apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.