Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 39
Helgarblað 10.–13. janúar 2014 Fólk Viðtal 39 Ári seinna hóf hann að ganga fyrir Ljósið og allt sem hann gerði fram til ársins 2013 var í nafni þess. Árið 2010 gekk hann á tíu fjöll á tólf og hálfum tíma auk þess sem hann toppaði 365 fjöll fyrir málefnið. Árið 2011 gekk hann á ellefu fjöll á fimmtán tímum og toppaði 400 fjöll, þar af fimm í Fjarðabyggð sem hann toppaði á tæpum sextán klukkutímum. Árið 2012 gekk hann enn fyrir Ljósið þegar hann fór upp tólf fjöll á sautján tímum. Á síðasta ári gekk hann svo öll bæjarfjöll á Íslandi fyrir Styrktarfélag krabba­ meinssjúkra barna og skrifaði bók um bæjarfjöllin en höfundarlaunin renna til styrktarfélagsins. „Með því að gera þetta líður mér vel,“ útskýrir Þorsteinn. „Þetta er mín leið til þess að komast frá sjálfum mér. Mann­ skepnan getur verið svo sjálfmiðuð og við eigum til að gleyma þeim sem þurfa á aðstoð að halda.“ Á heimsálfutindana sjö Nú er hann búinn að setja sér það markmið að ganga á heimsálfu­ tindana sjö og það verður einnig til styrktar góðgerðamálum. Það verð­ ur strax nú í byrjun árs sem Þor­ steinn heldur af stað í sína fyrstu ferð. Þann 6. janúar flaug hann af stað til New York þaðan sem hann fór til Suður­Ameríku. „Þar ætla ég að ganga á Aconcagua í Argentínu, sem er 6.980 metra hátt. Ég mun fara með Leifi Erni sem gekk fyrstur Íslendinga norðan megin á Everest. Úti munum við hitta Vilborgu Örnu og fara sam­ ferða henni upp. Síðan komum við aftur heim og förum svo til Afríku þar sem við ætlum á Kilimanjaro. Ég er búinn að ganga frá þessum tveimur tindum en ég er enn að leita leiða til að fjármagna fram­ haldið, en ég geng bara frá hverju verkefni fyrir sig.“ Heildarkostnaður fyrir verk­ efnið er um 28 milljónir. Dýrast er Everest en sá leiðangur mun kosta um tíu milljónir. Til þess að fjár­ magna þetta ævintýri hefur Þor­ steinn selt allt sem hann átti eða svo gott sem. „Það er eitthvað pillerí eft­ ir, bíllinn minn til dæmis. Ég er að selja allt en það mun ekki duga fyr­ ir öllum kostnaði þannig að það er alveg ljóst að ég þarf að fá styrktar­ aðila inn í þetta með mér svo ég geti klárað þetta. En ég bý svo vel að fá allan fatnað og svefnpoka og aðr­ ar nauðsynjar hjá Guðmundi í Ís­ lensku ölpunum sem hefur styrkt mig um tvær milljónir.“ Algjörlega eignalaus Fyrst hann er að selja allt er forvitni­ legt að vita hvað hann ætlar að gera þegar þessu ævintýri lýkur. „Ég vinn á fasteignasölu og mun sinna því áfram. Auk þess er ég lærður leið­ sögumaður og langar að gera það að mínu aðalstarfi að ferðast með fólk, hvort sem það er hér innan­ lands eða erlendis. Ég mun alveg pottþétt fá aftur það sem ég þarf, kannski ekki allt sem ég vil en alveg örugglega allt sem ég þarf.“ Þess vegna hefur hann nánast selt allt sem hann á og sumt hefur hann gefið. „Ég get alveg lofað þér því að þegar þessu er lokið á ég ekk­ ert eftir nema kannski fötin mín. Ég verð algjörlega eignalaus. Það er mjög góð tilfinning. Ég hafði kannski áhyggjur af því sem ég átti en ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því sem ég á ekki. Því minna sem ég á eftir því frjálsari verð ég. Þeim mun betur sem mér tekst að koma þessum verald legu hlutum frá mér því meira verður frelsið.“ n „Ég varð ástfanginn af hlutum“ „Ég ákvað að ég skyldi aldrei aftur stefna í svona veraldlegan heim Ísklifur á Sólheimajökli Eftir langa baráttu við alkóhólisma og meðvirkni, fjárhagslegt hrun og skilnað ákvað Þorsteinn að breyta lífsstílnum. Liður í því var að stunda útivist sem hann hefur gert af miklum krafti síðan, en hann er nú kominn til Argentínu þar sem hann ætlar sér að ganga á Aconcagua með Leifi Erni og Vilborgu Örnu. Mynd JóhAnn SMÁri KArlSSon Ævintýraleg upplifun Það að stunda útivist og að ganga til styrktar góðgerðamálum hjálpar Þorsteini, eða Fjalla-Steina eins og hann kýs að kalla sig, að komast frá sjálfum sér og muna eftir þeim sem eiga um sárt að binda og þurfa á aðstoð að halda. Þetta er hans leið til að hverfa frá sjálfselsku og eigingirni. Mynd JóhAnn SMÁri KArlSSon ljósið Þorsteinn sá ljósið þegar hann leitaði sér loks aðstoðar. Það er því viðeigandi að þessi mynd heiti Ljósið, en hér er Þorsteinn á Stóra Kóngsfelli. Á næstu tveimur árum ætlar hann sér að ganga á hæstu tindana í hverri heimsálfu. Til að fjármagna ævintýrið selur hann allar eigur sínar. Mynd JóhAnn SMÁri KArlSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.