Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 10.–13. janúar 201428 Sport Ábyrgðin Á herðar þeim yngri n Kynslóðaskipti í landsliðinu n Óvíst með þátttöku lykilmanna n Bjarki Sigurðsson og Guðjón Guðmundsson hóflega bjartsýnir n Aron setur markið á milliriðil S att að segja er ég fyrir helgina ekkert rosalega bjartsýnn,“ segir Bjarki Sig­ urðsson, handknattleiks­ þjálfari og fyrrverandi hornamaður í handbolta. Ísland hefur leik á EM í Danmörku á sunnudag og mætir þá liði Noregs, sem rétt eins og Ísland teflir fram nokkuð breyttu liði frá umliðnum árum. Meiðsli á meiðsli ofan hafa hrjáð leikmenn íslenska liðsins og nokkr­ ir sterkir leikmenn hafa hellst úr lestinni. Þar má nefna skytturnar Alexander Petersson, Ólaf Gústafs­ son og leikstjórnandann Ólaf Bjarka Ragnarsson. Þá hafa margir leik­ menn til viðbótar glímt við meiðsli til lengri eða skemmri tíma. Guð­ jón Valur Sigurðsson hefur verið meiddur eins og skyttan Arnar Atla­ son. Stórskyttan Aron Pálmarsson hefur glímt við langvarandi meiðsli á hné. Þá er varnarmaðurinn sterki Vignir Svavarsson að stíga upp úr erfiðum meiðslum og er ekki í sínu besta formi. Komu á óvart í Þýskalandi Bjarki segir, þrátt fyrir allt, að ís­ lenska liðið, sem tók þátt á fjögurra landa móti í Þýskalandi um helgina, hafi komið sér skemmtilega á óvart. Sóknarleikurinn hafi þar verið góð­ ur – betri en hann hafi búist við. Varnarleikurinn hafi verið fínn á köflum en brokkgengur þó. Mark­ varslan hafi hins vegar verið undir pari í öllum leikjunum þremur. Bjarki er ánægður með hvernig Aron nýtti breiddina í hópnum á æfingamótinu og leyfði lykilmönn­ um að hvílast inni á milli. Hægri vængurinn hafi komið sérstaklega mjög vel út, bæði Ásgeir Örn Hall­ grímsson og Rúnar Kárason í skyttu­ stöðunni og Þórir Ólafsson í horn­ inu. Það viti á gott. „Vörnin var hins vegar ekki alltaf nógu þétt og mark­ varsla slök.“ Bjarki spá­ ir því að gengi Íslands í Danmörku á komandi dögum muni ráðast af því hvernig Aroni Krist­ jánssyni þjálfara takist að slípa vörnina saman. „Ekki einhverjir jólasveinar“ Guðjón Guðmundsson, íþrótta­ fréttamaður á Stöð 2 og faðir Snorra Steins í landsliðinu, bendir á að væntingar séu venju samkvæmt gerðar til liðsins. „Væntingar til liðsins hafa alltaf verið miklar og þeir gera sjálfir þær kröf­ ur til sín að þeir fari upp úr riðlin­ um,“ seg­ ir hann þegar Baldur Guðmundsson Ingólfur Sigurðsson baldur@dv.is / ingolfur@dv.is blaðamaður slær á þráðinn til hans. „Þetta eru alvöru íþróttamenn, en ekki einhverjir jólasveinar.“ Eins og að framar greinir hef­ ur fyrirliðinn Guðjón Valur Sig­ urðsson glímt við meiðsli. „Ég á von á því að geti Guðjón gengið þá verði hann með. Hann hef­ ur sýnt það í gegnum tíðina að hann er ótrúlegur íþróttamað­ ur,“ segir Guðjón. „Rúnar Kára­ son og Ólafur Guðmundsson þurfa báðir að stíga upp og sýna hvað þeir geta. Þetta eru gríðarlega efnilegir leikmenn. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að þeir gangi inn í þetta full­ skapaðir. Þeir þurfa sinn tíma,“ bæt­ ir Guðjón við sem segir agaleysi einkennandi í leik yngri kynslóðar­ innar og að taktískur leikskilningur sé ekki nógu góður. Vill ekki hálfmeidda farþega Bjarki Sigurðsson varar við því að leikmenn sem ekki séu heilir heilsu, verði teknir með til Danmerkur sem farþegar. „Ég sé engan tilgang með því að fara með 70 prósent leik­ menn út. Það skemmir frekar en hitt. Það er heldur ekkert gaman að vera hálfmeiddur farþegi – ég þekki það sjálfur.“ Bjarki óttast að Aron Pálmars­ son geti ekki beitt sér að vild og þá sé spurning með Guðjón Val og jafnvel Arnór. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af þeim leik­ mönnum sem geti fyllt þeirra skörð. Stefán Rafn Sigurmannsson sé orðinn mjög öflugur leikmað­ ur, „virkilega flottur hornamaður“, og Ólafur Guðmundsson hafi bætt sig mikið – þótt hann vanti á köfl­ um yfirvegun. Liðið sé vel mannað í leikstjórnendastöðunni þar sem Snorri Steinn sé í flottu formi. Vont sé hins vegar að missa Ólaf Bjarka út sem hafi gert lukku í Þýskalandi. Bjarki bendir á að í ljósi ástands hópsins þurfi Aron að vanda mjög til verka og nýta breiddina í hópn­ um vel. Honum finnst skynsam­ legt að eiga kost á því að stilla upp í 5–1 vörn eða 5+1, þar sem annar vængurinn í sóknarleik andstæðing­ anna sé klipptur út. Með því að stilla upp framliggjandi vörn megi jafn­ vel komast hjá því að skipta tveimur út – úr vörn og sókn – eins og lands­ liðið hefur gert undanfarin ár. Það sé ákveðinn Akkilesarhæll því í nú­ tíma handbolta sé það veikleiki. Lið refsi stundum grimmilega fyrir slíkt. Spánverjar of stór biti En hvernig sjá þeir Guðjón og Bjarki fyrir sér að mótið spilist? Hvaða væntingar er raunhæft að gera? Guðjón V ið höfum valið að einbeita okkur að riðlinum,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þegar blaðamaður innir hann eftir svör­ um um markmið liðsins fyrir kom­ andi stórmót. „Við erum í mjög erf­ iðum riðli, með sterku liði Noregs, Ungverjalands og heimsmeistur­ unum á Spáni. Okkar fyrsta mark­ mið er að tryggja okkur inn í milli­ riðil og markmið númer tvö er að taka með okkur eins mörg stig þang­ að og hægt er. Við erum einnig með frammistöðumarkmið. Við verðum að ná frammistöðunni vel.“ „Hugsum um okkur sjálfa“ Landsliðsmennirnir fljúga til Dan­ merkur á föstudaginn eftir að hafa lagt lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið hér á landi. Meiðslalisti liðsins hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur, sem virðist vera óvenju langur í þetta skiptið og skip­ aður nöfnum margra lykilmanna. Aron hefur ákveðið að einbeita sér frekar að liðinu í heild í stað þess að velta vöngum yfir hvort það takist að tjasla mönnum saman. „Meiðslastaðan í liðinu er búin að vera mikið í umræðunni,“ segir Aron sem hefur svarað ófáum spurningum um meiðsli lykilmanna. „Við höfum valið að vera ekki að einbeita okkur að því. Við reynum að hugsa um okk­ ur sjálfa og undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir mótið. Það eru ný nöfn í liðinu og það er eðileg þróun að það gerist. Það verð­ ur eflaust meira um það á næstu árum þar sem sumir munu hætta vegna aldurs og aðrir komast fram fyrir þá. Það verður að vera heilbrigð samkeppni í þessu.“ Voru ekki rétt innstilltir Íslenska liðið tók þátt á æfingamóti í Þýskalandi þar sem leiknir voru þrír leikir. Mótherjarnir voru Rússland, Austurríki og firnasterk lið heima­ manna sem kjöldró íslenska liðið. Aron virðist vera tiltölulega ánægð­ ur með þátttöku liðsins á mótinu og segir það hafa staðið sig vel í fyrstu tveimur leikjunum. „Fyrsti leikurinn bauð upp á góð­ an sóknarleik og hraðaupphlaup. Í leik númer tvö náðum við að bæta vörnina umtalsvert. Í þriðja leiknum á móti Þjóðverjum vorum við ekki rétt stilltir. Bæði voru einhverjir leikmenn orðnir þreyttir og það vantaði upp á hugarfarið hjá okkur. Mér fannst við hugarfarslega ekki verið innstilltir inn í þennan síðasta leik. Við vorum að framkvæma mest allt illa í þeim leik.“ Jóhann Ingi þjálfar hugann Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðing­ ur, hefur unnið með íslenska liðinu undanfarin ár og er liðið nýkomið af fundi með Jóhanni Inga þegar blaða­ maður tekur Aroni tali. Jóhann Ingi mun vera í Danmörku á meðan mótinu stendur yfir, en auk þess að þjálfa huga íslenska liðsins mun hann vera dómurum keppninnar innan handar. „Jóhann Ingi styrkir bæði einstak­ linga og hópinn,“ segir Aron. „Við byggjum þetta auðvitað mikið á liðsheildinni. Allir hafa sitt hlutverk og það er gríðar­ lega mikilvægt að menn skili sínum sterku hlutum inn í liðið. Við höfum alltaf verið með lykilmenn í gegnum tíð­ ina og það er nokkuð ljóst að þeir verða að stíga upp á þessu móti.“ n „Allir hafa sitt hlutverk“ Aron Kristjánsson segir markmiðið vera að komast áfram í milliriðil„Við reynum að hugsa um okkur sjálfa og undirbúa okkur eins vel og við getum. Hefur um nóg að hugsa Aron Kristjáns- son landsliðs- þjálfari hefur þurft að glíma við mikla óvissu um þátttöku lykilmanna á EM. mynd SIGtryGGur ArI „Ég sé engan til- gang með því að fara með 70 prósent leik- menn út. Það skemmir frekar en hitt. Hópur Íslands n Aron Rafn Eðvarðsson, Guif n Björgvin Páll Gústavsson, Bergische n Arnór Atlason, St. Raphael n Aron Pálmarsson, Kiel n Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris n Bjarki Már Gunnarsson, Aue n Gunnar Steinn Jónsson, Nantes n Guðjón Valur Sigurðsson, Kiel n Kári Kristjáns., Bjerringbro-Silkeborg n Ólafur A. Guðmundsson, Kristianstadt n Róbert Gunnarsson, Paris n Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf n Snorri Steinn Guðjónsson, GOG n Stefán Rafn Sigurmannsson, Löwen n Sverre Jakobsson, Grosswallstadt n Vignir Svavarsson, Minden n Þórir Ólafsson, Kielce Hóflega bjartsýnn Guðjón bendir á að nauðsynleg kynslóðaskipti séu að verða í íslenska landsliðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.