Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 10.–13. janúar 2014 3. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Ertu viss? Fengu að upplifa íslensk jól Franskir ferðamenn gengu um með auglýsingaskilti á Akureyri É g og fósturdóttir mín mættum þeim aðfangadag á Glerárgöt- unni með skiltin á sér. Okkur fannst þetta frekar skemmtilegt og töluðum um að það væri skemmtilegt að prófa þetta," seg- ir Akur eyringurinn Halla Berglind Arnarsdóttir. Mennirnir með skiltin voru franskir ferðalangar, Victor Da Costa og Thomas Henrion, sem aug- lýstu eftir fjölskyldu sem vildi leyfa þeim að vera hjá sér á jólunum. Þeir vöktu talsverða athygli í bænum, en þeir báru skiltin utan á sér. „Við fór- um svo í jólaboð í hádeginu og þar var dóttir mín, nýkomin frá útlöndum. Henni fannst þetta alveg frábær hug- mynd og fór niður í bæ til að finna þá, sem tókst. Hún bauð þeim til okkar og sótti þá klukkan fjögur á hótelið þeirra.“ Halla Berglind segist ekki hafa verið viss út í hvað fjölskyldan var að fara í fyrstu, en hafi svo ákveðið að láta slag standa. Frakkarnir tveir, sem eru 25 ára, fengu að bragða hamborgarhrygg og andabringur ásamt öllu tilheyr- andi. „Eftir matinn þá fór dóttir mín með þá til föður síns, og þeir komu síð- an með henni til mömmu minnar. Þar var stórfjölskyldan mín samankom- in, og þeir fóru á kostum. Voru með skemmti atriði fyrir börnin og slógu al- veg í gegn,“ segir Halla Berglind. Þar að auki fóru tvímenningarnir í jólaboð með fjölskyldunni á öðrum degi jóla. „Victor og Thomas voru greinilega með eitthvað Strumpaæði í æsku og annar þeirra gaf hinum Strumpa sem líktust þeim sjálfum í jólagjöf. Áður en þeir héldu ferðalagi sínu áfram fengu allir í fjölskyldunni kveðjugjafir frá þeim. Hver og einn fékk Strump sem þeir tengdu við viðkomandi, það var mjög gaman,“ segir Halla Berglind. n Mugison á gönguskíðum n Súðvíski tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekkt- ur sem Mugison, virðist ætla að standa við áramótaheit sín. Mugi- son ætlaði að hætta að reykja á nýju ári, hreyfa sig meira og borða hollari mat. Mugison fær aðstoð við reykingarbindinið frá Súðvík- ingnum Pétri Markan, fyrrverandi varaþingmanni Samfylkingarinn- ar, og virðist um leið vera að hvetja aðra til að hreyfa sig. Í það minnsta þakkar starfsmaður Melrakkaset- ursins í Súðavík honum og eigin- konu hans, Rúnu Esradóttur, fyrir að hafa dregið sig út á gönguskíði í vikunni og greinilegt að Mugison byrjar nýjar árið með stæl. 14.1.14 kl.14.01 Li nd a Pé tu rs dó tt ir er í kj ól e ft ir Fi lip pí u El ís dó tt ur . Lj ós m yn da ri Á st a K ris tjá ns dó tt ir. Heilsuárið 2014 hefst í nýju og glæsilegu Baðhúsi sem opnar í Smáralind 14.01.14. Við það tækifæri afhjúpum við æfingasali og búningsklefa. Skömmu síðar opnum við tækjasal og loks glæsilegt spasvæði með pompi og prakt. Allar konur landsins eru hjartanlega velkomnar í Baðhúsið þar sem færasta fagfólk hjálpar þér að vera besta útgáfan af sjálfri þér. Heilsuárið hefst 14.01 kl. 14:01 Glæný heimasíða, ww w.badhusid.is 140110_BakDv_Baðhúsið.indd 1 9.1.2014 18:17 Fengu andabringur og ham- borgarhrygg Á myndinni eru frá vinstri: Halla, Guðrún, Victor, Thomas, Guðmundur og Aníta Lind. Þórhallur ekki í útvarpsstjórann n Fjölmiðlamaðurinn kunni, Þór- hallur Gunnarsson, sótti ekki um starf útvarpsstjóra samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV. Þór- hallur hefur verið þrálátlega orð- aður við starfið eftir að Páll Magn- ússon hrökklaðist frá Efstaleiti í desember og hafa margir lýst yfir vilja til að fá Þórhall í starfið. Þórhallur starfaði sem ritstjóri Kastljóss og dagskrárstjóri sjón- varps á RÚV áður en hann tók við sem framleiðslustjóri hjá Saga Film í nóvember 2012. Hann hef- ur hins vegar sést á sjónvarpsskjá- um lands- manna í vetur sem um- sjónarmaður fjölskylduþátt- arins Vertu viss. KJ hættur í körfu n Rapparinn, blaðamaðurinn og nú fyrrverandi körfuknattleiks- maðurinn Kjartan Atli Kjartans- son, kallaður KJ, hefur ákveðið að leggja körfuboltaskóna á hill- una. Kjartan hóf nýverið störf á fréttastofu 365 en auk þess sinnir hann þjálfun hjá yngri flokkum Stjörnunnar. „Ég fékk vinnuna hjá Fréttablaðinu svolítið upp í hend- urnar og mig hafði lengi langað að starfa við fjöl- miðla. Ég hafði alltof mik- ið að gera eftir þá breytingu“ sagði Kjartan Atli í samtali við vef- síðuna NBA Ís- land, en hann starfaði áður sem kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.