Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 10.–13. janúar 2014
3. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is
Ertu viss?
Fengu að upplifa íslensk jól
Franskir ferðamenn gengu um með auglýsingaskilti á Akureyri
É
g og fósturdóttir mín mættum
þeim aðfangadag á Glerárgöt-
unni með skiltin á sér. Okkur
fannst þetta frekar skemmtilegt
og töluðum um að það væri
skemmtilegt að prófa þetta," seg-
ir Akur eyringurinn Halla Berglind
Arnarsdóttir. Mennirnir með skiltin
voru franskir ferðalangar, Victor Da
Costa og Thomas Henrion, sem aug-
lýstu eftir fjölskyldu sem vildi leyfa
þeim að vera hjá sér á jólunum. Þeir
vöktu talsverða athygli í bænum, en
þeir báru skiltin utan á sér. „Við fór-
um svo í jólaboð í hádeginu og þar
var dóttir mín, nýkomin frá útlöndum.
Henni fannst þetta alveg frábær hug-
mynd og fór niður í bæ til að finna þá,
sem tókst. Hún bauð þeim til okkar
og sótti þá klukkan fjögur á hótelið
þeirra.“
Halla Berglind segist ekki hafa verið
viss út í hvað fjölskyldan var að fara í
fyrstu, en hafi svo ákveðið að láta slag
standa. Frakkarnir tveir, sem eru 25
ára, fengu að bragða hamborgarhrygg
og andabringur ásamt öllu tilheyr-
andi. „Eftir matinn þá fór dóttir mín
með þá til föður síns, og þeir komu síð-
an með henni til mömmu minnar. Þar
var stórfjölskyldan mín samankom-
in, og þeir fóru á kostum. Voru með
skemmti atriði fyrir börnin og slógu al-
veg í gegn,“ segir Halla Berglind. Þar
að auki fóru tvímenningarnir í jólaboð
með fjölskyldunni á öðrum degi jóla.
„Victor og Thomas voru greinilega
með eitthvað Strumpaæði í æsku og
annar þeirra gaf hinum Strumpa sem
líktust þeim sjálfum í jólagjöf. Áður en
þeir héldu ferðalagi sínu áfram fengu
allir í fjölskyldunni kveðjugjafir frá
þeim. Hver og einn fékk Strump sem
þeir tengdu við viðkomandi, það var
mjög gaman,“ segir Halla Berglind. n
Mugison á
gönguskíðum
n Súðvíski tónlistarmaðurinn Örn
Elías Guðmundsson, betur þekkt-
ur sem Mugison, virðist ætla að
standa við áramótaheit sín. Mugi-
son ætlaði að hætta að reykja á
nýju ári, hreyfa sig meira og borða
hollari mat. Mugison fær aðstoð
við reykingarbindinið frá Súðvík-
ingnum Pétri Markan, fyrrverandi
varaþingmanni Samfylkingarinn-
ar, og virðist um leið vera að hvetja
aðra til að hreyfa sig. Í það minnsta
þakkar starfsmaður Melrakkaset-
ursins í Súðavík honum og eigin-
konu hans, Rúnu Esradóttur, fyrir
að hafa dregið sig út á gönguskíði
í vikunni og greinilegt að Mugison
byrjar nýjar árið með stæl.
14.1.14
kl.14.01
Li
nd
a
Pé
tu
rs
dó
tt
ir
er
í
kj
ól
e
ft
ir
Fi
lip
pí
u
El
ís
dó
tt
ur
.
Lj
ós
m
yn
da
ri
Á
st
a
K
ris
tjá
ns
dó
tt
ir.
Heilsuárið 2014 hefst í nýju og glæsilegu Baðhúsi
sem opnar í Smáralind 14.01.14.
Við það tækifæri afhjúpum við æfingasali og
búningsklefa. Skömmu síðar opnum við tækjasal
og loks glæsilegt spasvæði með pompi og prakt.
Allar konur landsins eru hjartanlega velkomnar í
Baðhúsið þar sem færasta fagfólk hjálpar þér að
vera besta útgáfan af sjálfri þér.
Heilsuárið hefst 14.01 kl. 14:01
Glæný heimasíða, ww
w.badhusid.is
140110_BakDv_Baðhúsið.indd 1 9.1.2014 18:17
Fengu andabringur og ham-
borgarhrygg Á myndinni eru frá vinstri:
Halla, Guðrún, Victor, Thomas, Guðmundur
og Aníta Lind.
Þórhallur ekki í
útvarpsstjórann
n Fjölmiðlamaðurinn kunni, Þór-
hallur Gunnarsson, sótti ekki
um starf útvarpsstjóra samkvæmt
áreiðanlegum heimildum DV. Þór-
hallur hefur verið þrálátlega orð-
aður við starfið eftir að Páll Magn-
ússon hrökklaðist frá Efstaleiti í
desember og hafa margir lýst yfir
vilja til að fá Þórhall í starfið.
Þórhallur starfaði sem ritstjóri
Kastljóss og dagskrárstjóri sjón-
varps á RÚV áður en hann tók við
sem framleiðslustjóri hjá Saga
Film í nóvember 2012. Hann hef-
ur hins vegar sést á
sjónvarpsskjá-
um lands-
manna í
vetur sem um-
sjónarmaður
fjölskylduþátt-
arins Vertu viss.
KJ hættur í körfu
n Rapparinn, blaðamaðurinn og
nú fyrrverandi körfuknattleiks-
maðurinn Kjartan Atli Kjartans-
son, kallaður KJ, hefur ákveðið
að leggja körfuboltaskóna á hill-
una. Kjartan hóf nýverið störf á
fréttastofu 365 en auk þess sinnir
hann þjálfun hjá yngri flokkum
Stjörnunnar. „Ég fékk vinnuna
hjá Fréttablaðinu svolítið upp í
hend- urnar og mig hafði
lengi langað að
starfa við fjöl-
miðla. Ég hafði
alltof mik-
ið að gera eftir
þá breytingu“
sagði Kjartan Atli
í samtali við vef-
síðuna NBA Ís-
land, en hann
starfaði
áður sem
kennari.