Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 10.–13. janúar 2014 ford.is Ford Fiesta. „Besti smábíllinn“ Beinskiptur frá 2.450.000 kr. Sjálfskiptur frá 2.790.000 kr. Ford Fiesta, bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3l/100 km. CO2 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9l/100 km. CO2 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Ekki enn sannfærð/ur? Hér eru fleiri staðreyndir um Ford Fiesta: Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Ford MyKey, brekkuaðstoð og EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er hann því mjög fljótur að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum! Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn árið 2013 af sérfræðingum eins vinsælasta bílablaðs heims, Auto Express. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 120.000 kr. öllum Ford Fiesta í janúar. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu þennan snilldar bíl. Ford_Fiesta_5x18_30.12.2013.indd 1 7.1.2014 10:39:44 Atburðarásin 18. nóvember Pari tvístrað DV fjallar um að taka eigi Tony Omos frá óléttri barnsmóður sinni og senda hann úr landi. 19. nóvember Mótmæli skipulögð Boðað er til mótmæla fyrir utan innanríkis ráðuneytið vegna málsins. 20. nóvember Minnisblaði lekið Fréttablaðið og Morgunblaðið birta fréttir sem byggja á röngum upplýsingum úr minnisblaði innanríkisráðuneytisins. Fáir mæta á mótmælin. 21. nóvember Aðstoðarmaður tvísaga Lögmenn Tonys og Evelyn gagnrýna ráðuneytið harðlega. Gísli Freyr Valdórs- son, aðstoðarmaður ráðherra, gefur í skyn að óbreyttir starfsmenn hafi afhent minnisblaðið en dregur yfirlýsingar sínar til baka eftir að reiði grípur um sig innan ráðuneytisins. 22. nóvember Þingmenn taka við sér Farið er fram á að Hanna Birna svari fyrir lekann á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. desember Spurt á þingi Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, spyr Hönnu Birnu um lekann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Hanna Birna bendlar Útlendingastofnun og lögregluna við lekann. Þessir aðilar voru þó ekki með umrætt minnisblað undir höndum. 10. desember Kölluð fyrir þingnefnd Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ræðir við Hönnu Birnu vegna málsins. 13. desember Tony gefur sig fram Tony gefur sig fram vegna stöðugra lögregluheimsókna til Evelyn. Hann mætir í innanríkisráðuneytið en lögreglan neitar að sækja hann þangað. Tony er handtek- inn síðar sama dag. 16. desember Spurt aftur á þingi Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spyr Hönnu Birnu um lekann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Hanna Birna bendlar Rauða krossinn við lekann. 18. desember Vísað úr landi Tony Omos er sendur fyrirvaralaust úr landi án vitneskju lögmanns. Starfsmaður Rauða krossins gagnrýnir málflutning Hönnu Birnu í viðtali við DV. Orð hans eru dregin til baka í tilkynningu frá Rauða krossinum. Hanna Birna var í húsakynnum samtakanna skömmu áður en tilkynningin var send út. 20. desember Tony á götunni DV ræðir við Tony Omos sem heldur til á lestarstöð í Sviss. æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum“ sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári og 235. grein snýst einnig um aðdróttanir og mannorðshnekki. Skömmu eftir að Tony gaf sig fram í innanríkisráðuneytinu þann 13. desember var hann yfirheyrð- ur af lögreglunni á Suðurnesjum. Lögmaður hans, sem viðstaddur var yfirheyrslurnar, staðfestir að ekk- ert hafi verið spurt um mansal, né heldur meintar þvinganir gagnvart Evelyn. Yfirheyrslan snerist fyrst og fremst um það hvort Tony hefði gerst brotlegur við útlendingalög með því að aðstoða systur sína, unn- ustu og aðra nákomna við ólöglega komu til Íslands. Tony er ekki lengur með stöðu grunaðs manns í neinu mansalsmáli enda hefði þurft að leiða svo alvarlegt sakamál til lykta fyrir íslenskum dómstólum áður en unnt væri að vísa honum á brott. DV hefur sent ítrekaðar fyrirspurnir til lögreglunnar á Suðurnesjum vegna meintrar aðildar Tonys að mansals- máli en engin svör fengið. Fékk inni hjá vini í Basel Tony gaf sig sjálfviljugur fram skömmu fyrir jól eftir að lögregla var farin að áreita samfélag flótta- manna við leitina að honum. Gerð var húsleit hjá barnsmóður hans og henni hótað daglegum heimsókn- um þar til Tony kæmi í leitirnar. Þá var afganski flóttamaðurinn Yusuf Mahdavi handtekinn við leitina og látinn dúsa í einangrun í fjórtán tíma án þess að fá tækifæri til þess að ræða við lögmann. Að minnsta kosti einn annar maður var hand- tekinn og enn fleiri hafa upplýst DV um áreiti lögreglunnar í þeirra garð. Tony var fluttur fyrirvaralaust úr landi að næturlagi þann 18. desem- ber án þess að lögmaður hans fengi vitneskju um það. Tveir íslensk- ir lögreglumenn fylgdu honum til Sviss. Þarlend útlendingayfirvöld tjáðu honum að hælisumsókn hans yrði ekki tekin fyrir þar sem hann hefði dvalist í tvö ár á Íslandi og væri því á ábyrgð íslenskra yfirvalda. DV náði tali af Tony sem hafði kom- ið sér fyrir á lestarstöð í Bellinzona. „Ég á í engin hús að venda. Ég er bara á götunni núna,“ sagði hann. Nú dvelst Tony í Basel þar sem gam- all kunningi hans hefur skotið yfir hann skjólshúsi. „Búið að rústa mannorði mínu“ „Ég er enn að fela mig fyrir lög- reglunni vegna þess að ef þeir finna mig þá veit ég að þeir senda mig til Nígeríu,“ sagði Tony í samtali við DV í vikunni. Eins og fram hefur kom- ið óttast hann að ásakanir ráðuneyt- isins kunni að hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir hann í heimalandinu. Fréttir íslenskra fjölmiðla, sumar þeirra á ensku, hafa að undanförnu ratað til fólks í Nígeríu. Það eitt að vera grunaður um glæp þar í landi getur haft í för með sér áralanga fangelsisvist. Meira en helming- ur fanga í Nígeríu hefur aldrei ver- ið leiddur fyrir dómstóla að því er fram kemur í gögnum á vef Amne- sty International. Aðstæður í fang- elsum landsins eru hörmulegar en tæplega þúsund fangar týndu þar lífi á fyrri helmingi þessa árs. „Það er í rauninni búið að rústa mann- orði mínu. Ég skil ekki hvernig ráðu- neytið gat gert mér þetta, ég skil ekki Ísland,“ sagði Tony í samtali við DV áður en hann gaf sig fram. n „Ég er enn að fela mig fyrir lög- reglunni vegna þess að ef þeir finna mig þá veit ég að þeir senda mig til Nígeríu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.