Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 10.–13. janúar 201410 Fréttir
Svona er íSlenSkt þrælahald
nMissa frelsið yfir eigin lífi og ákvörðunum n Margir réttlausir eftir hrunið n Fólk notar sér annað fólk „óvart“ n Mikilvægt að vera á verði og hjálpa
N
útímaþrælahald fyrir-
finnst á Íslandi, einkum í
formi mansals. „Þökk sé
velmegun, landfræðilegri
einangrun og sterkum stofn-
unum á nútíma þrælahald sér stað
þar á tiltölulega litlum skala,“ segir í
skýrslu Global Slavery Index sem gef-
in var út í október. Þar er greint frá
dæmum um nútímaþrælahald hér
á landi en talið er að dæmin tengist
flest svokölluðum kynlífsgeira, en
einnig byggingar- og heilbrigðisgeira.
Þá eru nefnd dæmi þess að konur
komi hingað til lands í gegnum man-
sal eftir að hafa orðið barnshafandi,
að líkindum eftir störf í kynlífsgeir-
anum.
„Á undanförnum árum hafa
nokkrar barnshafandi konur verið
fluttar mansali til Íslands. Allar þess-
ar konur eiga rætur sínar að rekja til
afrískra landa og höfðu ferðast í gegn-
um fjölmörg evrópsk lönd áður en
þær komu til Íslands. Talið er að þær
hafi verið misnotaðar annars staðar í
Evrópu og að mansalsmennirnir hafi
sent þær til Íslands þegar þær urðu
óléttar,“ segir í skýrslunni.
Skýrslan gefur lítið upp um hvort
efnahagshrunið á Íslandi hafði
áhrif á nútímaþrælahald hérlend-
is, en í kjölfar hrunsins komu upp
nokkur mál sem falla undir skil-
greiningu Evrópuráðsins á mansali,
segir Margrét Steinarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Mannréttindaskrif-
stofu Íslands.
Hagnýting einstaklingsins
„Ég veit að ég túlka mansal kannski
rúmt, en mér finnst Evrópuráðs-
samningurinn um aðgerðir gegn
mansali bjóða upp á rúma túlkun,“
segir Margrét, en í samningnum
er meðal annars kveðið á um að
einstaklingur sé fórnarlamb mansals
ef bágar aðstæður hans eru nýttar og
það er verið að hagnýta hann. „En
það þarf ekki að vera til að græða á
því peninga, það getur verið önnur
hagnýting til dæmis eins og að láta
hann vinna eða veita kynlífsþjón-
ustu,“ segir Margrét. Hún hefur starf-
að lengi að mannréttindamálum á
Íslandi og er nú framkvæmdastjóri
Mannréttindaskrifstofu Íslands en
starfaði áður fyrir Alþjóðahús og hef-
ur einnig starfað fyrir Kvennaráðgjöf-
ina. Hún þekkir málaflokkinn því vel.
Stóðu uppi réttlausir
Eftir hrun hafa margir leitað til Mar-
grétar. Þeir sem til hennar leituðu
höfðu jafnvel unnið mikið fyrir hrun,
en misst vinnuna eins og svo margir
eftir efnahagsþrengingarnar. Við-
komandi voru þó í alvarlegri stöðu og
stóðu uppi réttlausir. Þeir áttu jafn-
vel ekki rétt á atvinnuleysisbótum,
þar sem vinnuveitendur þeirra höfðu
jafnvel ekki greitt gjöld, tryggingar
eða skatta af launum þeirra. Margir
þeirra höfðu heldur ekki fengið ráðn-
ingarsamning.
„Það var jafnvel ekki búið að skila
neinum skatti eða launatengdum
gjöldum af vinnu þeirra enda þótt
slík gjöld hafi verið dregin af þeim.
Þar af leiðandi var verið að fara illa
með fólkið, enda stóð það uppi rétt-
lítið,“ segir hún. Þrátt fyrir að reglu-
lega komi fram umfjöllun um mann-
réttindamál- og brot á Íslandi hafa
mörg slík mál ekki farið hátt. Oftar
en ekki tengjast þau einstaklingum
sem eru af erlendu bergi brotnir. Þeir
hafa komið hingað í leit að betra lífi
og með von um að bæta fjárhag sinn,
en eiga erfitt með að leita réttar síns
þegar á þeim er brotið. Skortur á
þekkingu á kerfinu veldur oft miklum
vandræðum og vanlíðan.
Bágar aðstæður
Hér til hliðar má lesa nokkur dæmi
um slæma meðferð á einstaklingum
sem skilgreina má sem mansal.
„Þetta eru auðvitað þau dæmi sem
koma inn á mitt borð. Það kemur
enginn hingað til mín til að segja:
„Jæja, hér er allt í góðu lagi“,“ segir
hún. „Ég er að fá þau tilvik þar sem
fólk er í vandræðum og þarf aðstoð.“
Konur í meirihluta
Meirihluti þeirra sem leita til Mar-
grétar er konur. Karlar eru þó í
meirihluta þeirra sem leita til hennar
vegna starfa í byggingar- og veitinga-
húsageiranum. En mansal eða nú-
tímaþrælahald getur þrifist án þess
að fólk geri sér grein fyrir því. Ef-
laust eru margir á Íslandi sem telja
að nútímaþrælahald eða mansal geti
ekki viðgengist hérlendis, en svo er
þó ekki og mikilvægt að vera á varð-
bergi gagnvart því. Margrét þekkir
dæmi um fólk sem starfaði á heim-
ilum, jafnvel umönnunarstörf, fyrir
lítil laun og lítinn frítíma.
Oft gat reynst erfitt að sækja
réttindi sín, fá tilhlýðilegan og um-
saminn frítíma sem og launagreiðsl-
ur. „Þetta getur verið mjög erfitt, því
fjölskyldurnar sem fólkið starfar hjá
eru ekki endilega vondar en eru samt
að brjóta á réttindum einstaklings-
ins og hagnýta sér stöðu hans,“ seg-
ir Margrét. Þegar viðkomandi reynir
svo að losna úr aðstæðunum getur
það reynst erfitt. „Fólk segir jafnvel:
„Þú værir ekki hér á Íslandi nema
fyrir okkur. Við erum búin að gera svo
margt fyrir þig“,“ segir hún.
Taumhald
„Fólk heldur oft að það sé að gera
mikið fyrir þessa einstaklinga, en
raunin er jafnvel sú að fólk upplifir
þvingun eða tilfinningalegt taum-
hald,“ segir hún. Hún þekkir dæmi
um vinnuveitendur sem hafa borið
fyrir sig að hafa bjargað viðkomandi
frá heimalandi viðkomandi og því
beri starfsmanninum skylda til að
uppfylla allar þeirra kröfur. „Þetta
er að nýta sér bágar aðstæður,“ segir
hún. „Á margan hátt er verið að sýna
einstaklingnum gæsku, en á sama
tíma hefur hann ekkert frelsi eða
einkalíf og er auðvitað ekki að fá þau
kjör sem hann gæti fengið annars
staðar.“
Gott og vont fólk
„Reynslan hefur einhvern veginn
kennt mér það að ef aðstæður
einstaklings eru þannig að hægt sé
að notfæra sér þær, þá er alltaf ein-
hver sem kemur til með að gera það,“
segir Margrét. „En svo er það góða,
að margir sem hafa leitað til okk-
ar koma hingað með Íslendingi eða
velgjörðarmanni, sem hefur orðið
áskynja um aðstæður þeirra og er
tilbúinn til að aðstoða þá.“ Margrét
hvetur fólk til að þekkja réttindi sín
og kynna þeim sem þeir telja vera
í vanda þau einnig. Mannréttinda-
skrifstofan skráir einungis fjölda
mála hjá sér en ekki persónuauð-
kenni. Þeir sem þangað leita geta
fengið ráðgjöf og aðstoð við að finna
lausnir á sínum málum. n
Launalaus störf í
fjölskyldufyrirtæki
Dæmi eru til um einstaklinga sem starfa í fjöl-
skyldufyrirtækjum en fá aldrei greidd nein laun,
vegna skyldleika. Oftar en ekki eru það konur sem
vinna fullan vinnudag, en fá svo lítið sem ekkert
greitt fyrir framlag sitt.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Þú værir
ekki hér á
Íslandi nema fyrir
okkur. Við erum
búin að gera svo
margt fyrir þig
„Þá kallar
maður það
mansal“
Margrét segir að það hafi verið
margar tröllasögurnar sem tengdust
konunum sem komu hingað til að
starfa á nektarstöðum og störfum
þeirra. Konurnar voru sagðar vera
að mennta sig og að þeim byðist
tækifæri til að safna umtalsverðum
tekjum hér á landi. Að mati Margrétar
var það langt í frá meginreglan, held-
ur það að aðilar tengdir stúlkunum
hafi hagnast mest. Konurnar voru
oftast mjög einangraðar og höfðu
lítil samskipti við umheiminn utan
vinnunnar.
„Þær voru oft að gera hluti hér sem
þær ætluðu sér ekkert að vera að
gera, en höfðu lítið um það að segja,“
segir Margrét.
Að auki lentu konurnar í vand-
ræðum þegar þær reyndu að losa sig
undan störfum. Þeim voru m.a. gerð-
ar upp skuldir sem þær skyldu vinna
af sér. Hún segist einnig þekkja dæmi
þess að konum hafi verið hótað því að
ef þær hættu yrðu þær afhjúpaðar.
„Þetta getur verið
mjög erfitt, því
fjölskyldurnar sem
fólkið starfar hjá eru
ekki endilega vondar